Tottenham 1 – 3 Liverpool

0-1 Firmino (45. mín)

0-2 Alexander-Arnold (47. mín)

1-2 Hojberg (49. mín)

1-3 Mané (65. mín)

Leikurinn hófst eins illa og hægt er fyrir lið með jafnlítið sjálfstraust þegar að Mané klúðraði dauðafæri og í kjölfarið Son skoraði en sem betur fer fór þetta í VAR og loks endaði það vel fyrir okkar menn þegar það kom í ljós að hællinn á Son var fyrir innan og því rangstæða dæmd. Þetta reyndist nokkur uppvaknig fyrir okkar menn og fyrri hálfleikurinn var ágætur hjá okkar mönnum. Liðin skiptust á ágætis sóknum, Mané fékk nokkur góð tækifæri en náði aldrei að klára nægilega vel. Það var svo nokkrar mínútur inn í uppbótatíma í fyrri hálfleik þegar stíflan loks brást þegar Henderson fann geggjaða sendingu á Mané inn fyrir vörnina og hann lagði boltann þvert yfir teiginn þar sem Bobby Firmino skoraði fyrsta mark leiksins.

Í hálfleik fór Matip meiddur af velli og segja fréttir að hann sé jafnvel alvarlega meiddur og því eru engir heilir aðalliðshafsentar eftir í leikmannahópnum. Hann var þó ekki sá eini sem fór útaf því Harry Kane fór sömuleiðis meiddur af velli í hálfleikshléinu. Ef fyrri hálfleikurinn var skref í rétta átt fyrir Liverpool þá var seinni hálfleikurinn nokkur því þar sáum við liðið sem við höfum saknað síðan fyrir jól. Í byrjun seinni hálfleiks kom Trent Liverpool í tveggja marka forrustu þegar hann fylgdi á eftir skoti Sadio Mané sem Hugo Lloris varði út í teiginn. Tottenham klóruðu í bakkann með stórkostlegu marki frá Hojberg nokkrum mínútum seinna með skoti fyrir utan teig.

Það hægðist lítið á leiknum við þessi mörk en næstur var það Mo Salah sem náði að koma boltanum framhjá Lloris en það mark var dæmt af vegna hendi á Firmino í uppbyggingunni. Það var þó ekki fyrir öllu því á 65. mínútu gerði Joe Rodon varnarmaður Tottenham sig sekan um mistök í vörninni þegar hann misreiknaði fyrirgjöf sem var að koma inn á teiginn og missti boltann framhjá sér þar sem Sadio Mané var staðsettur og skoraði þriðja mark Liverpool.

Bestu menn Liverpool

Sadio Mané var hrikalega góður í dag skoraði og lagði upp mark, auk þess lagði hann upp mark Salah sem var dæmt af og kom sér í góð færi og hefði á betri degið geta komið að enn fleiri mörkum. Trent fór loks að sýna sitt rétta andlit og Henderson stóð sína vakt vel í vörninni.

Vondur dagur

Þetta er vondur dagur fyrir Joel Matip en ef þær fréttir eru réttar að hann hafi slitið liðbönd í ökkla. Matip hefur einu sinni á þessu tímabili spilað tvo leiki í röð og var það fyrir og eftir landsleikjahlé. Oft var vilji en nú er hreinlega þörf á því að liðið versli eins og einn miðvörð bara til að ná í lið það sem eftir er tímabils.

Umræðupunktar

 • Loksins, loksins, loksins jákvæð úrslit. Með tapi í dag hefðum við líklega endanlega getað gleymt einhverskonar titilvörn og þurft að fara að einblína á það hreinlega hvort við næðum meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil.
 • Eftir að hafa ekki sýnt mikið undanfarið fengum við aðeins að smakka á því hvað Thiago gerir fyrir þetta lið. Hann og Wijnaldum skiptu um stöðu og þó Thiago hafi kannski ekki verið frábær allan leikinn og varnarvinnan var stundum slök þá sýndi hann okkur hvers megnugur hann er.
 • Velkominn til leiks Trent Alexander-Arnold, hvað við höfum saknað þín!
 • Liverpool hefur nú spilað 20 leiki í deildinni í ár og í þeim notað 16 hafsentapör, það er gjörsamlega galinn tölfræði.
 • Næstu tveir deildarleikir er gegn West Ham og Brighton áður en Manchester City kemur í heimsókn. Ef við vinnum þá leiki setjum við pressu á City fyrir þann leik og gætum mögulega náð að pússla saman titilvörn þrátt fyrir sár síðustu vikna.

Næsta verkefni

Næst er það svo David Moyes og strákarnir hans í West Ham á London Stadium á sunnudaginn en Hamrarnir hafa ekki tapað deildarleik síðan 21. desember þegar þeir lágu fyrir Frank Lampard og hans fyrrum strákum í Chelsea.

51 Comments

 1. Vel spilað. Yfirburðir, vonandi er þessi lægð farin yfir og bara hæð framundan. West ham næst. Risaeðla. Thiago ótrúlegur, Henderson er bara undur. Kaupum samt varnarmann,þurfum Hendo á miðjuna.

  11
 2. Frábær og mikilvægur sigur!

  Erfiðir leikir framundan og vonandi náum við að fylgja þessu eftir.

  Matip og Fabinho áhyggjuefni en gleðiefni að sjá alla framherjana skora!

  9
 3. Nokkur atriði:

  * Hjálpaði mikið að fá Thiago framar og Gini í aftasta miðjumann.
  * Hjálpaði líka helling að fremstu þrír fundu skotskóna sína! Auðvitað var það bara grín að mark Salah var dæmt af, en þar sem leikurinn vannst og mark Son var líka dæmt af þá gerum við ekki meira veður úr því.
  * Hjálpaði helling að Trent skoraði og lagði upp mark, og virðist aðeins vera farinn að rifja upp hvernig fótbolti er í laginu.
  * Nat Phillips var nú bara lúmskt öflugur í seinni. Eðlilega pínku ryðgaður, og mjög klassískt að hann fái gult fyrir sína aðra snertingu, en ég hef á tilfinningunni að hann sé stöðugri kostur heldur en Rhys í augnablikinu. Eigum samt örugglega eftir að sjá Rhys eitthvað á vellinum.
  * Þegar Fab kemur aftur (sem verður vonandi bara í næsta leik), þá vil ég frekar fá hann á miðsvæðið og halda Hendo og Nat í miðverðinum.
  * Leikurinn við City eftir 10 daga er sannkallaður 6 stiga leikur, en tveir leikir í millitíðinni svo nú er bara að setja fókus á næsta leik og vonum að leikmenn taki tilfinninguna úr þessum leik með sér.

  Almennt fannst mér bara liðið spila mun betur en í síðustu leikjum, og þó að Milner sé kannski ekki að spila mest sexý fótbolta sem sést í deildinni, þá er hann gríðarlega mikilvægur í svona leikjum.

  19
  • Mark Song dæmt af var bara hárrétt hjá VAR og loksins loksins fáum við eitthvað en samt átti þetta dómara grei eftir að gera í brækurnar þar sem bæði var brotið á Firmino í aðdraganda marksins og líka fór boltinn í höndina á varnarmanninum sem var ekki í eðlilegri stöðu og henni var haldið utan um Firmino en að ætla það að þetta dómar gerpi geti farið í gegnum heilan leik án þess að það leki niður skálmina hjá honum er bara til of mikils mælst.

   YNWA.

   18
   • Einmitt. Trúlega er þetta í fyrsta skiptið sem við njótum vafans í þessu VAR-ævintýri. Allavega er tilfinningin hjá manni þannig . Þurfum líka að fá nokkur víti þegar við dettum inn í teignum til að ná fleiri sanngjörnum stigum. Vonandi allt á réttri leið en mikið eru þessi meiðslasaga orðin leiðingjörn! Þetta fer að verða eins og léleg þáttasería.

    6
   • Höfum nu oft fengið ódýr VAR moment með okkur.
    Við hefðum orðið brjálaðir ef svona mark hefði verið dæmt af okkur eins og hja Son.
    Þetta VAR er a góðri leið með að eyðileggja fótboltann

    4
 4. Núna féll þetta með okkur og þá getum við brosað á ný.

  Við vorum núna að mæta Tottenham liði sem varðist með 5 manna varnarlínu en vorum samt að reyna að sækja og var þetta ekki eins mikil varnarpakka og undanförnum leikjum. Þetta þýðir að við sköpum fleiri færi og í dag þá náðum við að skora.

  Okkar strákar voru að spila mjög vel en það eru 3 stig sem skipta öllu. Ef við hefðum t.d fengið á okkur þetta Son mark í byrjun og við hefðum náð að skapa eins mikið og sundurspilað þá eins mikið en ekki náð að skorað þá væru menn að hengja mann en í Fowler nafni hvað það er gott að það gerðist ekki.

  Trent átti sinn langbesta leik. Mane og Firmino skoruðu og fá við það mikið sjálfstraust. Thiago stjórnaði miðjuni, Hendo flottur í vörn og Matip var frábær í fyrri en maður hefur miklar áhyggur að hann sé aftur frá í langan tíma.

  YNWA – West Ham úti á sunnudag svo að við fáum ekki langan tíma að fagna en djöfull var þetta gaman(og mikilvægt)

  8
 5. æj hvað þetta var gott fyrir hjartað en ég er á því að við verðum að fá varnamann og það STRAX ! Nathan Philipps var geggjaður eftir að hann kom inn hvernig hann pakkaði Song aftur og aftur saman og það er ekkert grín að gera það en Matip er orðinn hálfann leik leikmaður og það er ekki gott ég trúi og trúi að það kemur maður á síðasta dag gluggans.

  YNWA.

  7
  • Við höfum alveg verið í góðri baráttu í undanförnum leikjum en ekki náð að klára þá. Vonandi erum við komnir á beinu brautina. Fullkominn sólarhringur núna með góður sigri á smurfs og tapið hjá hinum á móti botnliðinu er yndislegt. Lífið er frábært!

   5
 6. Sannaðist hið fornkveðna: Ef Hendó er inná, þá vinnum við!

  13
 7. Flott frammistaða og allt það.

  Staðan er samt þannig að við erum i óljósan tíma 2 miðvörðum færri en í gær (köllum Fab miðvörð, hann mun spila þar væntanlega til loka leiktíðar).

  Nú hafa FSG örfáa daga að bregðast við neyðarkallinu. Við erum enn að berjast um stóru bikarana.

  PS

  Ljósið er þó að Nat kom vel inn í leikinn og er vonandi endanlega kominn fram fyrir Rhys Williams.

  Gino og Milner voru fínir í kvöld, en ímyndið þið ykkur Thiago í þessum ham með Hendó og Fab fyrir aftan sig, og VVD og heilan Matip fyrir aftan þá.

  7
  • og Klopp búinn að tilkynna að meiðsli Matip séu alvarleg. Væntanlega mánuðir frekar en vikur.

   1
 8. Sælir félagar

  Ég segi eins og maðurinn um árið “loksins, loksins” og niðurstaðan varð nóbelsskáld. Vonandi lætur þessi leikur gott á vita og framhaldið verði með þeim hætti sem Liverpool liðið sýndi í kvöld. Eins og venjulega fengum við ekkert frá koparhausnum Atkinson en honum tókst ekki að breyta gangi leiksins og verðskuldaður sigur féll Liverpool í skaut. Til hamingju með það kæru félagar.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
  • Sammála. Virkilega flottur sigur og verðskuldaður á móti mótorkjaftinum sem hlýtur að koma með einhverjar stjarnfræðilegar afsakanir að venju.
   Þrjú til fjögur mörk í leik er okkur líkt en þessi miðvarðakrísa er óþolandi og þarf að laga. Það er enginn sparnaður að kaupa ekki ef árangurinn verður slæmur í kjölfarið.

   6
 9. Pælið í því að við unnum Tottenham með alla okkar aumingja á vellinum og Klopp sem fátt gerir rétt……..nei bara grín. Þessi leikur sýnir það svart á hvítu hversu mikla gæða leikmenn við eigum svo ég tali nú ekki um stjórann. Stundum koma tímar þar sem hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp. Miðvarðar par hverfur af velli í margra mánaða meiðsli, eitthvað sem menn gera ekki ráð fyrir. Miðjuna þarf að brjóta upp til að fylla skarð miðvarðar og í ofanálag fá menn covid. Stuðningsmenn heimta nýja leikmenn (ekki að ástæðulausu) en í ástandi eins og í dag þá er kannski ekki auðfundinn leikmaður sem uppfyllir þær kröfur sem við setjum og ef við getum ekki fengið leikmann sem passar inn í hópinn þá er betur heima setið en af stað farið. Ég hræðist samt þennan fámenna hóp varnarmanna sem við höfum úr að moða en ef fremstu þrír skora bara fleiri mörk en við fáum á okkur þá ætti þetta að sleppa 🙂 Hlakka til komandi vikna þar sem sigrarnir verða vonandi margir og ég trúi því að liðið okkar síni enga miskun á vellinum það sem eftir er leiktíðar
  YNWA

  2
  • Það er ekki eins og okkar bestu miðverðir hafi verið að meiðast í gær! Að halda því fram að okkar njósnarar á leikmannamarkaðnum séu ekki búnir sjá einhverja miðverði sem passa okkar leikstíl getur bara ekki verið við eru einn af 5 ríkustu klúbbunum heims þ.e. rekstrarlega séð ( ekki endilega ríkustu eigendurnir sem skiptir ekki öllu) við höfum menn sem eru á launum við að gera ekkert annað en að spotta út góða leikmenn sem væri allavega hægt að fá lánaða fram á sumar eða eitthvað við erum að spila með 18 ára krakka í miðvarðastöðu besta fótboltaliðs sögunnar og það er bara ekki í boði nema sætta sig við að vera utan við CL og hvað kostar það
   Væri örugglega hægt að fá rétta Ragga fyrir nánast ekkert og ekki verra að hann er harður Púllari. En að öllu gríni slepptu þá verður eitthvað að koma annað er brjálæði og meira að segja mjög dýrt brjálæði.

   YNWA.

   4
   • Enda var ég ekki að segja að þeir hefðu verið að meiðast í gær og ég var ekki að segja að það væri ekki búið að finna einhverja sem gætu hentað. Ekki leggja mér orð í munn 🙂 Ég vildi óska þess eins og flestir að við keyptum heimsklassa mann, ekki einhverja varaskeifu heldur einhvern sem meiðist bara örlítið minna en aðrir. Einhvern sem veitir almennilega samkeppni og við getum treyst á næstu árin. Hins vegar ef það kemur engin þá er það bara þannig og yfir því þýðir ekkert að væla. Ef menn vilja síðan endalaust vera í, ef, þá og hefði, þá hafa menn það bara þannig en það hefur held ég aldrei skilað mörgum stigum í hús. Auðvitað þyrftum við að fá góðan varnarmann og ég tala nú ekki um ef Matip er endanlega dottin út. En eins og áður sagði að ef sá rétti er ekki laus þá verða bara miðjumenn og börn í miðvarðarstöðunni.
    YNWA

    1
 10. Eina slæma við þennan sigur er að nu telja FSG okkur alveg nógu sterka til að komast af án þess að kaupa varnarmann

  2
 11. Frábær leikur og loksins góð úrslit. Ég tók samr ekki eftir því hvenær Matip meiddist. Hann hefur kannski stigið á sápustykki inni í klefa?

  Grátlegt með hann, því á góðum degi er þetta einn besti center back í heiminum.

  Efast um að nokkur kaup fari í gegn í þessum glugga. Sýnist að FSG séu að treysta á kraftaverka comebsck hjá Virgil og JoeGo.

  1
 12. Yfirburðir ofan á yfirburði.. svosem ekkert nýtt hjá okkur að dóminera leiki og það er jafnan alltaf skemmtilegara þegar þú kryddar það með framherjum í stuði og smá baráttuanda og leikgleði. Við erum bara með það gott lið að það eru fáir sem geta skákað okkur við þegar við náum einhverju smá af þessu í leik okkar, jafnvel með besta miðvörð heims á meiðslalistanum.

  2
 13. Sæl og blessuð.

  Alveg frábært. Allt annað tempó á liðinu og kraftur. Það hefur þó mikið að segja að Kane skyldi yfirgefa völlinn um svipað leyti og Matip. Hefði verið stress að hafa þá ógn á þunna rauða varnarlínu.

  En þetta með vörnina… ef ekkert er að gert þá eru vonir um glæstan frama á sandi byggðar.

  Hvað segið þið? Á Klavan ekki bróður sem hægt er að skutlast eftir kortéri fyrir gluggalok?

  2
 14. Ahh, gamla og góða sigurtilfinningin, daginn eftir leik, er alltaf góð.

  5
 15. Frábær sigur. En skuggi hvílir á honum vegna meiðsla Matip. Nú hljóta menn að drullast til að kaupa varnarmann. Hann þarf ekki einu sinni að vera frábær. Þrír dagar þar til glugginn lokast. Koma svo…

  1
  • Matip meiðist alltaf. Það er jafn eðlilegt og að það sé fákeppni á Íslandi. Við þurfum að spila saman miðvarðarpari sem helst saman marga leiki í röð. Næstu leikir eru ótrúlega mikilvægir og við verðum að láta hné fylgja kviði!

 16. Við erum varla að fara að kaupa varnarmann sem yrði svo bara fyrir þegar hinir koma úr meiðslunum. Sennilega kæmi einhver “gamlingi” sem er samningslaus eins og Neven Subotic. Frugal Sport Group hljóta að geta stutt það.

  2
 17. Daginn,

  Þvílíkur léttir að hafa unnið þennan leik, maður fór nánast með hangandi haus inní þennan leik þegar kom í ljós að Fabinho væri meiddur.
  Geggjað að sjá TAA í þessum leik, sendingar og mark þarna kom okkar maður og sýndi að allir geta misst niður formið en þessir bestu koma aftur til baka.
  Salah geggjaður einsog han gat verið pirrandi líka en þetta er bara hans leikstíll hann vill oft taka auka touch í stað þessað hamra boltann í fyrsta.
  Það var greinilega mikill léttir á öllum að við vorum að finna netmöskvana.

  Svo má ekki gleyma VAR ég bara held ég sé hreinlega hættur að skilja fótboltareglur almennt, það er tuddast í Bobby varnarmarðurinn heldur utanum hann, en nei boltinn fer sannarlega í hönd Bobby en varnarmaðurinn sleppur með allt en við fáum dæmt á okkur brot (hendi). Þetta er bara einsog árás Pickford á VVD þar var dæmd rangstaða og eftir liggur leikmaður með slitin krossbönd eftir árás og engin fær gult né rautt.

  Ég hef ekki mikla trú á nýjum miðverði, janúar markaðurinn er alltaf erfiður og ekki bætir úr skák gríðarlegt tekjufall félagsins vegna Covid. Sama hversu svekktir við getum verið yfir FSG og þeir vilji ekki kaupa þá er bara ekki til peningur og við meigum ekki gleyma þvi að það eru önnur lið í vandræðum vegna tekjufalls t.d var Arsenal og Chelsea að taka sitthvort 200.000.000.- miljón punda lán vegna tekjufalls og félög pikka það ekkert uppúr erminni að greiða til baka 36 miljarða íslenskra króna.

  Mane, TAA og Salah geta allir fengið nafnbótina maður leiksins, ég ætla að velja Hendrson mann leiksins. Henderson er búinn að vera geggjaður undanfarið, hann ler leiðtogi ökrandi menn áfram, hann er búinn að spila útúr stöðu og settur í miðvörð og hefur spilað þá stöðu með 4 mismunandi leikmenn sér við hlið, hann átti stóran þátt í mörkum gærdagins, hver hefði trúað því að hann hefði endað í þessari stöðu á vellinum fyrir upphaf tímabils og aldrei kvartar hann í viðtölum eingöngu að við verðum að halda áfram.

  YNWA

  5
 18. Sælir félagar

  Mikið var gott að sjá lið’ið sitt spila af eðlilegri getu í gær. Mikið var gott að sjá TAA vera að koma til baka. Mikið var gott að sjá Mané í þeim gír sem hann var í, í gær, Mikið var gott að sjá framstu þrjá spila svona vel og tengja eins og þeir gera bezt. Mikið var gott að sjá glimt af því sem Tiago getur gert í svona leikjum. Mikið var gott að sjá hvað Hendo getur gert ef við þurfum ekki að binda hann í miðvarðarstöðu. Mikið var gott að horfa á þennan leik í gær. Mikið var VONT að sjá að Matip er meiddur eina ferðina enn.

  Það er skelfilegt að Matip meiddi skuli vera frá, ef til vill út leiktíðina. Ómeiddu er hann nefnilega ein albezti miðvörður deildarinnar. Hins vegar er það líka skelfilegt ef ekki verður keyptur miðvörður fyrir gluggalok. Tekjufall LFC er um 8% meðan mörg önnur lið eru berjast við tekjufall uppá 15 til 25% (algengt) og Porto t. d. með tekjufall uppá 50%. Þessi lið sem eru um og fyrir neðan 10 sæti eru með áðurnefnt 15 til 25% tekjufall en eru samt að kaupa leikmenn í janúarglugganum eða amk. að reyna það en allur gangur á hvort þau fá þá.

  Liverpool sem stendur rekstrarlega einna bezt allra félaga í deildinni (heiminum!?!) hefur ekki efni á að kaupa eða fá lánaðan miðvörð sem getur eitthvað meira en Rhys Williams og Nathaniel Phillips sem bá’a skortir tilfinnanlega hraða og reyndar getu líka. Það að ætla að “kassera” deildinni vegna þessa er fullkomlega ótækt. Ef klúbburinn þar að taka lán fyrir þannig kaupum/láni þá verður svo að vera.

  Fyrirtæki sem er jafn vel rekið og LFC, með gífurlegan auð sem slikt á að geta fengið lán á mjög hagstæðum kjörum í því efnahagslega ládeyðuástandi sem ríkir í covidinu. Það hefur verið margsinnis yfir það; hvað það getur kostað félagið bæði beint og óbeint að missa af meistardeildarsæti, fækka leikjum í meistaradeildinni á þessu tímabili og fara titlalaust í gegnum tímabilið o.s. frv. að enginn ætti að velkjast í vafa um hvað er rétt að gera í málinu.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
  • Ég er sammála þér og auðvitað eigum við að fá leikmann, helst tvo, sem hjálpa okkur í þessum meiðslamálum. Ég er haldinn bjartsýni, svona að öllu jöfnu, og það kæmi mér ekkert á óvart að við fáum varnarmann núna um mánaðarmótin. Sérstaklega í ljósi þess sem gerðist í gærkvöldi í flotta sigrinum okkar á móti spurs.

   3
 19. Þetta er ekki bara FSG og Liverpool. Það er enginn að kaupa rassgat. Held að það sé búið að semja við 5 leikmenn í það heila í úrvalsdeildinni í janúar (flestir á lán ). Það er ekki bara peningurinn. Það er ekkert hægt að ferðast og skoða leikmenn heldur. Það er allt í bulli í Bretlandi og bara kraftaverk að verið sé að spila yfir höfuð. Ef Þórólfur sæi um þetta væri ekki verið að spila það er nokkuð ljóst.

  En nýjustu fréttir að Matip er endanlega out og Fabinho meiddur kallar auðvitað á að eitthvað verði gert.
  Rhys Williams og Nat Phillips eru ábyggilega að fara spila helling núna. Robbo kannski droppar í miðvörðinn og nýi gaurinn Kostas kemur inn.

  En liðið er náttúrulega ekki að fara vinna City með svona hóp það segir sig sjálft.

  7
 20. Frábær sigur auðvitað og vonandi tekst að fylgja honum eftir á Sunnudaginn. Ég eins og allir aðrir Poollarar hef áhyggjur af miðvarðastöðunum. Það voru mistök að bæta ekki einum traustum við síðasta sumar og hefur klárlega kostað okkur einhver stig. Ég treysti því á að Klopp landi einum fyrir mánaðarmót, kaup eða þá að láni, sem er líklegra.

  2
 21. Ekki miðvarðatengt, en getur verið að Salah hafi gefið oftar (og fljótar) á aðra leikmenn en hann er vanur? Bara að velta því fyrir mér hvort Klopp hafi loksins tekist að koma honum í skilning um að það er heilt lið á vellinum, ekki bara einn leikmaður…

  5
  • Sammála Henderson14 ég var einmitt að hugsa það sama í leiknum. Salah var frábær og lagði amk. eitt dauðafæri upp á Mané. Mér fannst hann aðeins einu sinni vera eigingjarn í leiknum annars var hann að spila liðsfélaga sína uppi. Sama með Mané hann lagði upp mark á Salah sem dæmt var af í VAR rugli. Það hefur örugglega verið rætt við þá báða um þessi samskipti á vellinum og að liðið/klúbburinn er stærri en hvaða leikmaður sem er

   Það er nú þannig

   YNWA

   5
 22. Smá pæling.
  Við erum með ungan scouser í liðinu.
  Gæi sem hefur andað klúbbnum frá blautu.
  Mætir á pallana með kjarnanum ef hann er ekki að spila.
  Fær fyrirsagnir… einn besti í heimi og alls konar.
  Hann er að spila fyrir klúbbinn sinn, hjartað slær hraðar.
  Það er pressa.
  Tekur smá dýfu, covid, engir áhorfendur, abnormal staða.
  Slátrað af hópi fólks sem kallar sig stuðningsmenn!
  Hann tróð sokkum.
  Fyrir mér má hann taka dýfur því hann er mennskur.
  Hann mun alltaf gera eins og hann getur og sem betur fer fyrir okkur hina þá er það oftast ævintýralegt.
  Trent, þú ert kóngur.
  YNWA

  7
 23. Þá er byrjað að orða félagið við miðverði á seinustu dögum gluggans.
  Issa Diop frá West Ham er orðaður við okkur en myndi kosta að lágmarki 40 mp og ég efast um að hamrarnir myndu selja hann rétt fyrir lokadaginn.
  Skhodran Musafi er líka orðaður við okkur og mögulega fær hann samningi sínum rift við félagið enda er hann að renna út á samning og fær ekkert að spila.
  Svo er það landsliðsfyrirliði USA Aaron Long sem gæti mögulega komið á láni fram í apríl þegar tímabilið byrjar þar aftur.

  Hver af þessum myndi ykkur lítast best á ?

   • Jæja skal frussa mínum áhyggjum með það.

    Issa Diop er klárlega ágætis kostur en hann er 24 ára franskur leikmaður og búinn að vera í EPL í 3 ár þannig hann þekkir hana út og inn.

    Mustafi…veit ekki hvað skal segja..afhverju fær hann ekki að spila með Arsenal ætti að hringja viðvörunarbjöllum.

    Svo núna er talað um að Liverpool sé að focusa á Aaron Long frá USa en hann er sá kostur sem mér líst verst á í raunini veit lítið sem ekkert um þennan leikmann en það eina sem ég veit er það að hann er búinn að vera í USA allan ferilinn sinn og það hringir viðvörunabjöllum hjá mér. Hann hefur ekki spilað gegn svona gæða leikmönnum eins og er í EPL og það gæti reynst okkur dýrkeypt ef við færum á eftir þannig leikmanni.

    Veit ekki hvort þessi svör meika mikin sens en þetta er það sem ég hugsaði allavega.

    2
 24. Það sem er kannski sorglegast við þetta er að mér er nokkuð sama hver kemur, svo framarlega að hann sé betri en Fabinho og Henderson í vörn, þá geta þeir félagar farið á miðjuna.
  Ef það kemur reynslumikill varnarmaður þá gæti hann mögulega spilað með Nat Phillips en ef t.d Aaron Long kæmi þá held ég að Fabinho yrði að spila með honum.

  2
  • Já staðan er slæm og það er engin törfralausn því miður ..maður farinn að átta sig betur á hversu erfiður þessi markaður er og ekki hægt að fá bara eitthvern. Þarf að vera með gæðin líka finnst mér svo er líka spurning um hver vill koma og vera svo í aukahlutverki þegar tres amigos snúa aftur.
   Ekki það að sá myndi spila lítið meðað við hversu meiðslagjarnir Gomez/Matip eru.

   2
 25. Mustafi 🙁 úff, en klopp gerir svo sem flesta að góðum leikmönnum, líst best á þennan hjá west ham , eða þá þennan sem fær ekkert að spila hjá real madrid á láni.

  1
  • Diop hefur verið orðaður við mörg stórlið tvö síðustu sumur. Einhverra hluta vegna vill Moyes samt ekki nota hann,, mögulega vegna þess að Ogbonna og Dawson hafa verið að standa sig vel.

   Allavega myndi ég halda að Diop væri fínn kostur og langbestur af þeim sem nefndir hafa verið.

   Síðustu fréttir af Gomez eru þær að hann verður ekki meira með á tímabilinu. Ekki nóg að hann sé meiðslagjarn, heldur er hann mjög lengi að ná sér eftir hver meiðsli.

   Eins og staðan er orðin myndi ég segja Gomez og Matip teljist ekki lengur sem tveir fullgildir varnarmenn. Hvorugur þeirra þolir leikjaálag.

   2
   • Það þarf að klóna nýjar lappir á Gomez þær taka tíma að vaxa aftur.
    Annars nei Gomez er mikið saknað núna það er morgunljóst en við verðum að fara repleisa Gomez og Matip þetta er bara komið gott.

    1
  • Já ætla taka undir með þér ÚFF við Mustafi ..hvert eru Liverpool komnir ef þetta er kosturinn?

   1

Byrjunarliðið gegn Tottenham

Hamraheimsókn