Byrjunarliðið gegn Tottenham

Fréttir dagsins reyndust réttar og Fabinho er ekki í leikmannahópnum í kvöld gegn Tottenham. Enn halda því hafsenta vandamál Liverpool áfram á þessu tímabili en Matip og Henderson byrja leikinn í hjarta varnarinnar í kvöld.

Fabinho er frá vegna lítillegra vöðvameiðsla en þetta setur enn og aftur spurningamerki við af hverju var ekki hægt að sækja varnarmann í byrjun janúargluggans.

Bekkur: Kelleher, R.Williams, Phillips, Tsimikas, Jones, Chamberlain, Shaqiri, Minamino og Origi

Þetta er liðið sem Klopp treystir á gegn Tottenham og vonandi ná þeir að sækja í mjög svo langþráðan sigur!

36 Comments

 1. Því miður, ef við erum ekki með Hemdo á miðjunni, er ekki ástæða til bjartsýni, en segi samt, koma svo strákar. YNWA

  4
 2. Þetta er flott lið og skilar okkur vonandi sigri. Hættum svo að tala um afhverju þetta og afhverju hitt. Það er ekki búið að kaupa miðvörð og því verður ekki breytt og liðinu er stillt upp í samræmi við það. Hvað hefðu menn sagt ef miðvörður hefði verið keyptur og hann síðan meiðst…….það þýðir nefnilega ekkert hvað, þá, ef. Þetta er engin óskastaða en þetta er staðan svo áfram gakk. Ég hef trú á liðinu okkar og ég hef líka trú á okkur stuðningsmönnunum. Við erum eitt í gegnum súrt og sætt. Njótum félagar 🙂
  YNWA

  9
 3. Það má bara vera jákvæður!
  Nei annars, raunsæi er mér mikilvægara og stend ég við mín fyrri orð
  Á von á jafntefli eða tapi en vona heitt og innilega að nú skuli snúa við gengi okkar manna.
  Við tap er það mín spá að við náum ekki meistaradeild, miðvarða vandræðin verða okkur dýr.

  7
 4. Ekki er þetta vörn með hraða til þess að stoppa skyndisóknir með son fremstan í flokki. Er þetta virkilega orðið svona dapurt ? Af hverju Nat Philips frekar en Hendó, ekki að þeir séu eitthvað hraðir, en þá væri Hendó á miðjunni. Mér líst bara ekki á þessa uppstillingu, og ekki er Minamino að fá tækifæri eftir 7-0 leikinn.

  3
 5. Nenni ekki þessu neikvæðiskjaftæði
  Salah skellir í þrennu í kvöld í 1-3 sigri okkar manna.

  YNWA

  11
  • Ég nenni bara ekki að tapa stigum lengur! Ef það damt heldur áfram þá er það neikvætt og ekkert skrítið að umræðan sé í anda við það.

   6
 6. Þetta áttum við alveg skilið, eins marks forysta í hálfleik og við bætum við tveimur í seinni.

  2
 7. Svipurinn á Mourinho var priceless eftir markið en 3 stig myndu gera helvíti mikið fyrir sálartetrið núna og já bara deildina..besta liðið á ekki að vera í þessu struggli og gefa eh manchester liðum veika von ; )

  3
 8. Nú leggst ég á bæn og í seinni hálfleik munu okkar menn sækja 1-3 mörk í viðbót. Ef ekki, í guðanna bænum haldið hreinu.
  Ýmislegt jákvætt að sjá, vörnin betri og miðjan allt í lagi. Mané að reyna eins og alltaf, bobbý lengi að koma sér inní leikinn en skoraði yndislegt mark. Salah rólegur og mætti taka fleiri spretti, kannski vantar eitthvað á þolið ennþá.
  Ég er jákvæður með þetta en gæti verið miklu jákvæðari.
  Gleymum ekki að tottenham eru stórhættulegir, koma svo.

  4
 9. Hvers vegna er ekki aukaspyrna á nndembele(?) á milner áður en skotið kemur? Hann heldur milner svo hann komist ekki í hojberg.

  4
 10. Átti þá ekki að dæma aukaspyrnu á Tottenham-manninn sem fékk boltann í höndina á undan Bobby?

  9
 11. Djöfull er þetta orðið leiðinlegt.
  Tvö fullkomlega lögleg mörk tekin af.
  Ekki skrítið að fólki finnst skemmtanagildi fótboltans hafa minnkað stórkostlega

  4
 12. Það er rannsóknarefni hvað Mane hefur gert á hlut dómara á Englandi. Endalaus brot á gæjann en ekkert dæmt…….og þá svarar Mane fyrir sig með marki 🙂

  9
 13. Gaman að sjá eitthvað sjálfstraust aftur, vonandi bætist við það og haldist út það sem eftir er leiktíðar. Sáuð þið augnaráðin eftir þriðja markið hjá flestum leikmönnum? Gleði, “relieve” og aukið sjálfstraust. Ég bið til guðs að það fari ekki milli leikja.

  4
 14. Þetta er lið sem ég kannast við, TAA geggjaður og aðrir í góðum gír.

  4
 15. Frábær leikur og sigur…en mér finnst lýsandinn leiðinlegur… áfram Liverpool !

  4
 16. Nú þekkir maður liðið sitt. Firmino geggjaður, Trent frábær. Miðjan frábær. Vonandi verður framhald á þessu. Mér er samt lífsins ómögulegt að skilja af hverju það er ekki keyptur miðvörður. Ekki hægt að treysta á Matip, það er löngu vitað.

  1
 17. Confidence returns en þetta meiðslabíó í hafsentastöðunni er virkilega þreytt. Signa einn veteran á láni takk, talað um Militão frá Madrid. Af hverju ekki ? Eða á bara að spila miðjumönnum þarna út tímabilið ? Williams er enn hrár enda bara 17 ára, Phillips var flottur í kvöld en það eru margir leikir frammundan og þétt leikið.

  2

Útileikur við Spurs annað kvöld

Tottenham 1 – 3 Liverpool