Útileikur við Spurs annað kvöld

Enn rúllar boltinn og annað kvöld mun Liverpool heimsækja Tottenham, það er ekki langt síðan liðin mættust á Anfield en þá voru liðin í efstu tveimur sætunum og með því að sigra þann leik náði Liverpool forskoti á toppnum og bjuggust menn við að liðinu myndi í kjölfarið fara á siglingu og ná góðri forystu á toppnum. Annað hefur verið raunin.

Liðin eru núna aftarlega eða í miðri baráttu um eitthvað. Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að kalla þetta því bæði lið eru klárlega enn í einhverri titilbaráttu en samt alveg líka í Meistaradeildarbaráttu eða í Evrópudeildarbaráttu eða… já, þetta er algjör hrærigrautur sem erfitt er að lesa í þar sem einhver lið eiga leik eða leiki inni. Staðan er í sjálfu sér þannig að maður þarf bara eiginlega að bíða og sjá til að vita hvar og hvernig lið standa.

Allavega, að leiknum á morgun. Liverpool hefur verið í einhverji bölvaðri lægð og ekki verið að ná í jákvæð úrslit úr sínum leikjum. Liðið kannski átt smá kafla í leikjum sínum þar sem þeir virka fyrir að vera fínir en heilt yfir hefur bara alltof mikið vantað og á alltof löngum kafla, þá sérstaklega frammi. Töp gegn Burnley og Southampton og jafntefli við Newcastle, WBA og Man Utd eru rosa mikil vonbrigði og fjandi mörg óþarfa töpuð stig þarna.

Spurs hefur á meðan verið að gera jafntefli við Wolves og Fulham en unnið Leeds og Sheffield United. Þeir róteruðu liðinu sínu eitthvað aðeins í bikarleik gegn Wycombe á síðastliðnu mánudagskvöldi. Óvíst er með vinstri bakverðina þeirra Reguilon og Ben Davies en þeir hafa ekki verið á æfingum í vikunni hjá þeim, Lo Celso er frá vegna meiðsla eins og Dele Alli og óvíst er með Matt Doherty í bakverðinum hjá þeim. Flestir þeirra lykilmenn eins og Hojberg, Kane, Son og Ndbombele eru heilir og í fínu standi. Kane og Son hafa verið frábærir á leiktíðinni fyrir Spurs en eru kannski ekki alveg eins heitir í markaskorun og þeir voru í aðdraganda fyrri leik liðana sem er nokkuð eðlilegt því það var gjörsamlega allt inni hjá þeim fyrir það.

Jordan Henderson og Joel Matip eru að æfa á fullu aftur með liðinu svo það má sterklega reikna með þeim aftur í liðið á morgun og líklega fara þeir báðir beint í byrjunarliðið. Ekki hefur komið fram hvenær von sé á Naby Keita aftur en það vonandi fer að styttast í að Diogo Jota verði klár sem fyrst.

Það var drullu pirrandi tapleikurinn gegn Man Utd í bikarnum á sunnudaginn en þó má taka jákvæða punkta úr þeim leik og sáum við hluti sem við vorum farin að sakna mikið í sóknarleiknum. Þeir sköpuðu betri og öðruvísi færi en manni hefur fundist þeir gera undanfarið og skoraði Salah til að mynda tvö mjög góð mörk og kannski óheppinn að hafa ekk skorað þriðja. Vonandi eitthvað sem hann heldur áfram að gera!

Alisson

Trent – Fabinho – Matip – Robertson

Henderson – Thiago – Wijnaldum

Salah – Firmino – Mane

Ætla að giska á að þetta verði liðið og svona á pappír besta liðið sem Liverpool gæti stillt upp þessa dagana. Kannski kæmi Henderson í djúpa miðjumanninn og Thiago færi ögn framar en undnafarið, ég að minnsta kosti tippa á að þessir þrír verði á miðjunni. Salah, Mane og Firmino verða pottþétt frammi og Matip kemur inn fyrir Rhys Williams.

Þetta er algjör must win leikur ef Liverpool vill ekki hellast algjörlega úr lestinni í toppbaráttunni og jafnvel lenda í óþægilegri stöðu í baráttu um Meistaradeildarsætin. Erfiður útileikur gegn góðu liði en mikið væri rosalega gott að fá ansi langþráðan og góðan sigur. Allir tengdir Liveprool þurfa á sigrinum að halda.

17 Comments

 1. Mikið djöfull var samt gaman að horfa á ManU tapa fyrir botnliðinu fyrsta skipti í vetur sem dómarinn var ekki þeirra 12 maður og svei mér þá dæmdi hann líka bara vel eitthvað sem maður hefur ekki séð í nokkur ár í þessari deild. Þetta fer á morgun 1-2 fyrir LFC ég trúi og trúi ekkert annað hægt.

  YNWA.

  10
  • Þetta vara bara nauðsynlegt því ótrúlegasta fólk er allt í einu byrjað að sperra sig og tala um fótbolta aftur! Ég sé stöðuna þannig að það er í rauninni gott að þeir ná flugi annað slagið svo þeir sparki ekki Sólskerinu. Þeir eru t.d. búnir að missa af argentíska undrabarninu sem spurs vildu ekki hafa lengur. Varðandi dómgæsluna í gær að þá er þetta bara kjánalegt. þeir eru vanir að fá allt með sér og loksins þegar það gerist ekki þá verða þeir eins og frekir og grenjandi krakkaormar. Svona er manhjú þegar þeir fá ekki allt með sér, þeir eru ekkert sterkari en þetta. Mjög svo sanngjarn sigur hjá S.United.

   Varðandi okkar leik að þá förum við í gang og vinnum 1-2. Við förum líka á gamla góða rönnið okkar aftur enda er Klopp þjálfarinn okkar. Við þurfum að hafa bullandi trú og hugsa hlutina jákvætt en ekki finna skrattann í hverju horni 😉

   17
 2. Sæl og blessuð.

  Já, við hljótum að ganga bjartsýn til leiks. Ég auglýsi enn eftir tölfræði sem sýnir árangur liðsins með Hendó í sínu miðjumannshlutverki vs. það þegar kappinn er á bekk eða í vörn. Það virðist ekkert lið vera nógu lélegt, það getur samt hrifsað af okkur stig ef þessi látlausi en þindarlausi fyrirliði er ekki á sínum stað. Þetta er ekki fyndið. Hann virðist eins og sniðinn fyrir þetta leikkerfi (bakverðir á harðaspani í sókn) eða að leikkertfið er sniðið fyrir hann (ræstitæknir á sterum). Nú mætir hann til leiks grjótharður og hvetjandi.

  Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn og leyfa mér að halda því fram að við setjum markið á nýtt einvígi við city sem eru pínu hryggbrotnir með sína hryggjarsúlu fjarri góðu gamni næstu vikurnar.

  Það er engin leið betri til að hefja nýtt sigurupphaf en að vinna þá brokkgengu og titlablönku Tottenhammenn.

  1-4 fyrir oss.

  10
 3. Já ánægjuleg úrslit í gærkvöldi svo ekki sé meira sagt! En það vill stundum koma í bakið á manni að fagna óförum andstæðinganna þannig að ég ætla að fara varlega í að spá með úrslitin í kvöld.

  Erfiðir næstu leikir í London, Móri með sitt leiðinda “park the bus” plan og skyndisóknir eins og flest lið gegn okkur og Hamrarnir sprækir í síðustu leikjum og komnir í Meistaradeildarsæti þar sem þeir vilja sjálfsagt vera sem lengst en endist þó ekki lengi.

  Ef við komumst meiðslalaust frá þessum leikjum og náum að safna liði í Jota og Keita í byrjun febrúar þá er ég sáttur. Vona það besta í kvöld.

  ps ca 84 klst þangað til leikmannaglugginn lokar, hvert er planið hjá FSG??

  2
 4. Ætla ekki að kommenta neitt á leiki gærdagsins fyrr en leikurinn í kvöld klárast.

  Miðað við gengi síðustu vikna er ég alls ekkert að rifna úr bjartsýni. En öll él birtir upp um síðir, og kannski gerist það akkúrat í kvöld að það fari að rofa til.

  4
 5. When you walk through a storm
  Hold your head up high
  And don’t be afraid of the dark
  At the end of a storm
  There’s a golden sky
  And the sweet silver song of a lark
  Walk on through the wind
  Walk on through the rain
  Though your dreams be tossed and blown
  Walk on, walk on
  With hope in your heart
  And you’ll never walk alone
  You’ll never walk alone
  Walk on, walk on
  With hope in your heart
  And you’ll never walk alone
  You’ll never walk alone

  13
 6. Full ástæða til bjartsýni fyrir leikinn en ég er ekki þar ennþá vegna raunsæis. Ég vona svo sannarlega að þetta verður okkar viðsnúningur en bendir eitthvað til þess? Smá kaflar í tapinu síðast mjög jákvæðir en er það nóg?
  Sömu vandræði eru að hrjá pkkur fyrir utan það að fá inn mann sem kann að spila miðvörðinn.
  Þið sem viljið eingöngu heyra og lesa eitthvað jákvætt, lesið þá bara ykkar eigin greinar. Það er merki um raunsæi að taka niður gleraugun og spá í hlutina miðað við frammistöðu. Hvað er jákvætt þar? Ekki mikið.
  Ég spái öðru jafntefli, jafnvel tapi. En vona heitt og innilega af öllu hjarta að nú sé komið að því.
  Sjáum til, vil allavega ekki horfa á klafs á eftir.

  3
 7. Sá á BBC að einungis 4 dílar hafa verið gerðir í úrvalsdeildinni í janúar. Virðist bara ekkert vera hægt að gera í augnablikinu annað en að vinna Tottenham.

 8. Pakka í vörn og sækja svo hratt á þá. Þeir hvítu fara alveg í kerfi ef þeir þurfa allt í einu að gera eitthvað með boltann sjálfir.
  Ná upp leikgleði og sprengikrafti aftur þá vinnum við leikinn.

 9. Fowler vor, þú sem ert í Ástralíu. Viltu hjálpa okkar mönnum í kvöld, gegn and fótboltaliðinu.???

  1
  • Vonandi að hann verði klar i næsta leik þvi Matip mun verða meiddur

   1
   • endar örugglega með því að klopp verður sjálfur í vörninni

 10. Byrjum af miklum krafti. Besta sem ég hef síðan um jólin.

Gullkastið – Déjà vu

Byrjunarliðið gegn Tottenham