United 3 – 2 Liverpool

Liverpool tókst á afar lúmskan hátt að minnka hjá sér leikjaálagið á næstu vikum með því að tapa 3-2 gegn United í kvöld. Jafnframt tókst Klopp að senda þau skilaboð til eigenda að það hreinlega verður að útvega miðvörð eða miðverði áður en glugginn lokar. #ljósupunktarnir #pollýanna

Mörkin

0-1 Salah (18. mín)
1-1 Greenwood (26. mín)
2-1 Rashford (48. mín)
2-2 Salah (58. mín)
3-2 Fernandes (78. mín)

Gangur leiksins

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt, en á 18. mínútu sýndi Roberto Firmino að hann er ennþá meðal þeirra allra bestu þegar hann átti hárnákvæma sendingu á Salah sem kúrði milli tveggja varnarmanna, og Salah gerði engin mistök þegar hann vippaði yfir Dean Henderson í markinu. 0-1 og afar jákvætt að liðið er farið að skora aftur. En því miður hélst þetta forskot ekki lengi, United unnu boltann við eigin vítateig, boltinn barst til Rashford á hægri kanti þeirra, hann sá hlaup frá Greenwood og sendingin rataði á hann þrátt fyrir hetjulega tilraun hjá Milner að skalla boltann. Greenwood renndi boltanum í fjærhornið og Alisson kom engum vörnum við. Engin fleiri mörk voru skoruð í hálfleiknum, en United voru meira með boltann og voru heldur líklegri, að hluta til vegna þess að Rhys Williams var ansi mistækur í miðverðinum og átti alveg til að selja sig. En 1-1 í hálfleik og alveg hægt að lifa með því.

Það var hins vegar ekki langt liðið á seinni hálfleikinn þegar sending barst frá miðjunni í átt að Rashford á hægri kantinum. Rhys var í veginum og hefði alltaf átt að hreinsa boltann en kiksaði svo Marcus slapp í gegn og gerði engin mistök. Okkar menn fóru reyndar að sækja í sig veðrið eftir þetta mark, Milner átti dauðafæri þegar hann fékk boltann á markteig en skóflaði boltanum yfir. Milner bætti hins vegar fyrir þetta örskömmu síðar; liðið vann boltann framarlega eftir útspark United, boltinn barst á Firmino vinstra megin sem gaf inn í teig, Milner lét boltann fara á Salah sem var fyrir aftan hann, og Salah átti gott skot sem Henderson átti engan séns í. Þarna var staðan orðin 2-2, og allt í járnum. Mané kom inná fljótlega fyrir Gini, Curtis fór niður á miðjuna og Mané í sína hefðbundnu stöðu.

Næstu mínútur sáum við glitta aftur í gamla góða Liverpool. Liðið var meira með boltann, og þegar United fékk boltann var pressan frá okkar mönnum fín. En því miður náðist ekki að bæta við marki á þessum kafla leiksins. Þegar 12 mínútur voru til leiksloka gerði Fabinho sig sekan um að brjóta klaufalega á Cavani á vítateigslínunni, aukaspyrna var dæmd sem Bruno Fernandes tók og skoraði í markmannshornið, reyndar alveg út við stöng. Thiago hefði sjálfsagt getað gert betur því hann var nálægt boltanum, en líklega er helst hægt að skrifa þetta á Fab fyrir að hafa gefið aukaspyrnuna til að byrja með.

Okkar menn reyndu að jafna og áttu einhver hálffæri, en besta færið féll í skaut United undir lok leiksins þegar Cavani skallaði í stöng. Leiknum lauk því með 3-2 sigri United.

Bestu/verstu menn

Það verður auðvitað ekki horft framhjá frammistöðu Rhys Williams. Drengurinn er alls ekki tilbúinn í svona leiki, hugsanlega getur hann spilað eitthvað hlutverk í deildarbikar og leikjum sem skipta minna máli. En gleymum heldur ekki að hann er 19 ára, og í fullkomnum heimi þá væri hann á láni hjá liði sem hæfði hans getustigi í augnablikinu. Og Klopp vill örugglega ekkert vera að spila svona ungum strák í þessari stöðu, en hann er með nákvæmlega einn heilan miðvörð (í augnablikinu) og sá er ekki með skrokkinn í að spila 3 leiki á 8 dögum. Hinir möguleikarnir eru Nat Phillips og Billy Koumetio, það eru allar líkur á að Klopp og félagar séu búnir að vega og meta hvort hinir tveir séu betri en Rhys og hafi komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki (sem er líklega rétt hjá þeim). Þá er það hinn möguleikinn og það er að spila tveim miðjumönnum í þessari stöðu. Eftirá er auðvelt að segja að það hefði verið málið að setja Gini í þessa stöðu, en munum að leikurinn fyrir viku síðan var einmitt með tveim miðjumönnum. Vissulega tapaðist sá leikur ekki, en á móti kemur að liðið skoraði ekki heldur.

Ef maður á að velja hver var að standa sig best, þá er svosem alltaf erfitt að horfa framhjá því þegar leikmaður skorar 2 mörk. En það má líka nefna Milner og eins var Curtis Jones líflegur, sótti t.d. aukaspyrnu í uppbótartíma þegar restin af liðinu var allt of mikið í því að finna sendingu sem var ekki smuga að kæmist til andstæðinganna. Þar er leikmaður með ákveðið svægi sem við eigum alveg örugglega eftir að sjá meira af. Curtis má hins vegar taka aðeins minna alvarlega þetta með að hafa tekið við af Lallana, og má á köflum klappa boltanum aðeins minna. Nú og svo er hann pínku stöðuvilltur á köflum en kannski er það bara hans karakter.

Umræðan eftir leik

Fyrst það þurfti að tapa á móti United þá var líklega skömminni skárra að það gerðist í kvöld frekar en í deildinni fyrir viku, en samt drullufúlt. Höfum það alveg á hreinu.

Höfum það líka á hreinu að í kvöld kom í ljós að miðvarðarkrísan getur vel kostað okkur leiki. Núna var vandamálið í raun ekki markaskorunin, heldur vörnin. Rhys þurfum við ekki að ræða meira, nema í samhenginu “af hverju þarf að setja hann í þá stöðu að vera að spila yfirhöfuð?”. Það sem þarf aðallega að ræða er af hverju eigendum Liverpool finnst allt í lagi að ætla að klára þetta tímabil með hálfan miðvörð í hópnum. Nú fer janúar að klárast, og það virðist ljóst að enginn verði keyptur. Þar með getum við afskrifað þetta tímabil, síðustu vikur hafa sýnt okkur það.

Þessi leikur sýndi okkur líka hvað það er mikilvægt að fá Fabinho aftur í sína stöðu. Hann er vissulega búinn að bjarga því sem bjargað verður varðandi miðvarðarstöðuna, en hans besta staða er sem varnarsinnaður miðjumaður. Thiago hefur verið að spila þá stöðu, en hann er ekki að skila því eins og Fabinho getur. Best væri að fá hann framar.

En það eru því miður engar líkur á að þetta verði hægt á þessari leiktíð. Klopp virðist sitja uppi með stöðuna eins og hún er núna, og stendur ekki til að eyða meiri peningum í leikmannakaup, þó svo þörfin sé gríðarleg.

Framundan er svo leikur gegn vini okkar, Jose Mourinho á fimmtudagskvöld. Ef liðið tapar þeim leik og liðin í kringum okkur vinna, þá gætum við verið að sjá Liverpool í kannski 7. sæti í deildinni.

Ef möguleikinn á því að fara úr 1. sæti fyrir nokkrum vikum í það 7. eru ekki skýr skilaboð til eigendanna, hvaða skilaboð þurfa þeir þá að fá?

49 Comments

 1. Salah var flottur í þessum leik allavega ekki að það breyti úrslitunum

  8
 2. Jæja, ömurlegt að tapa á móti þessu drasli. Næst er það Tottenham, getum við plííííís keypt eða fengið lánaðan varnarmann í janúar. Rhys er ekki tilbúinn í þetta lið og okkur vantar Fab á miðjuna.

  8
 3. Þetta er bara að spilast nokkurnvegin nákvæmlega eins og maður óttaðist í október að myndi gerast þegar Van Dijk og Gomez voru afskrifaðir út tímabilið stuttu eftir að Lovren var seldur án þess að neitt væri keypt í staðin.

  Eitt versta sjálfsmark FSG hjá Liverpool að vera ekki með klárir með viðbragðsáætlun strax 1.janúar og það er á ógnarhraða að kosta okkur tímabilið. Covid er ekki næg afsökun til að svara fyrir þennan aumingjaskap. Holningin á liðinu er í henglum og hefur verið allt þetta tímabil. Ennþá fleiri meiðsli í öðrum stöðum hjálpar auðvitað ekki til en þetta er rót vandans og mikið augljósara vandamál er erfitt að ímynda sér. Vandræðalegt að sjá tilburði Rhys Williams í þessum leik, hann á ekki að vera nálægt byrjunarliði Liverpool í neinni keppni, hvað þá byrja leiki í deild, Meistaradeild og báðum bikarkeppnum. Ekki við hann að sakast hvað það varðar, hann er að gera sitt besta.

  40
  • Svona í ljósi þess að þeir borguðu aðeins 5m út í kaupunum á Jota og sömu upphæð fyrir Thiago. Launkakostnaður hækkaði heldur ekki í sumar.

   Sýnir svart og hvítu hvað FSG eru að hugsa.

   8
   • semsagt ætlar FSG ekki að taka neitt Covid tengt tap á sig heldur mæta tekjutapinu með blóðugum niðurskurði.

    3
  • Sammála! Hvað er þetta með 23 ára Nat Philips vs 19 ára Rhys Williams? Afhverju er Nat ekki þarna inni? Betri skallamaður í vörn og sókn að mínu mati – báðir þó með engan hraða og hafa ekkert í hraða sóknarmenn að gera.

   Rhys greyið í dag ekki með góðan leik og pínlegt að horfa á strákinn. Vonandi fer þetta í reynslubankann og að hann komi sterkari til baka……. eftir nokkur ár!

   Og….. afhverju Curtis Jones í fremstu víglínu og Minamino á bekknum?! Þegar stórt er spurt!

   4
  • Svo sammála þér Einar Matthías.

   Meira að segja Liverpool Echo sendir eigendunum aldeilis tóninn í kvöld:

   “The fact that Klopp has been expected to continue to keep Liverpool as the country’s dominant side in the midst of this injury crisis, without the reinforcements he has readily admitted he would like, is borderline negligence from the owners.”

   Ef það verður ekki keyptur alvöru varnarmaður í þessum janúar-glugga þá er veruleg hætta á að á við náum ekki topp 4 og það kæru félagar, mun kosta okkur BIG TIME og gæti haft alvarlegar afleiðingar upp á næsta tímabil að gera. Hef verulega áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag.

   Já, það er ekkert við aumingja Williams að sakast með tapið í kvöld. Þetta er aðeins 19 ára gamall strákur sem er engan veginn tilbúinn á það level sem enska úrvaldseildin er. Þetta tap skrifast á eigendur klúbbsins.

   Það er stórkostleg vanræksla af hálfu stjórnenda/eigenda Liverpool að hafa ekki verið búnir að geirnegla almennilegan varnarmann þann 1. janúar sl.

   Ef ekkert gerist næstu 7 daganna mun líklega ekkert stöðva blæðinguna.

   2
  • Meiðsli eru búin að skemma timabilið. Nýju gaurarnir allir meiddir. Vörnin eins og hún leggur sig. Miðjan sömuleiðis.

   Skil ekki afhveru er ekki búið að kaupa varnarmann. Liðið er dottið í Westham styrkleikaflokk. Það er ekki djók. Og það skrítna er að hlutirnir eru ekkert að fara lagast. Það er enginn að kima úr meiðslum. Jota kannski eftir nokkrar vikur. Held að Ameríkanarnir hafi aðeins vanmetið aðstæður og þurfa bara að bita í það súra og gera slæman díl. No deal er ekki í boði.

   1
 4. Et ekki hægt að spila þessum varnarmönnum tvo leiki í röð?hvað er að þessum matip spilar einn leik og þarf hvíld í næsta?

  10
 5. Hvað er eiginlega hægt að eyðileggja helgina mörgum sinnu fyrir manni, YNWL

  8
 6. Ég er ekki að sjá Jurgen Klopp vinna fleiri titla á næstunni … sorry, en Steven Gerrard er að gera fína hluti .

  18
 7. Það er á svona dögum sem ég sakna Dejan Lovren, það segir margt.
  Jákvætt að Salah skoraði 2 mörk en það er ekki mikið meira sem er jákvætt.
  Rhys Williams á því miður alls ekkert erindi í þetta lið, ég hefði frekar viljað sjá Robbo með Fabinho í miðverðinum og Milner eða Tsimikas í bakverðinum.

  6
 8. Öndum rólega, það er enginn heimsendir, leikur liðsins er allur að braggast, YNWA. Áfram Liverpool alltaf, alltaf.

  10
 9. horfði ekki á þetta og var slétt skítsama um þetta.

  höfum ekki með meira leikjaálag að gera.

  12
  • Þú ert allt sem er rangt við Liverpool stuðningsmann! Þú ættir að skammast þín auk þessara tveggja sem eru búnir að þumla þetta. Plís skiptu yfir í annað lið.

   6
 10. Margt jákvætt miðað við síðustu leiki. Ekki fer allt eins og maður vill.

  4
 11. Enn ein skitan.

  Í þetta sinn var það rándýrt því við erum dottnir út úr bikarnum, okkar helsta séns á dollu þetta tímabilið – og það á móti fokkans Manchester United.

  Þrír sigrar í síðustu tíu leikjum. Þetta hlýtur að vera versta rönn liðsins bara síðan Hodgson var í brúnni, eða hvað? Er einhver með þetta á hreinu?

  Elsku Klopp er einfaldlega með allt lóðrétt niðrum sig!

  Ef við töpum næsta leik á móti Tottenham og Everton og West Ham vinna sína leiki, þá er Liverpool í 7. sæti.

  Þeir sem segja að liðið sé ekki í SKELFILEGRI KRÍSU, eru annaðhvort í stórkostlegri afneitun eða hafa bara ekki fylgst með liðinu síðustu 6-9 mánuði.

  12
 12. Vorum ekki verra liðið í leiknum en að þurfa að nota 19 ára svotil reynslulausan leikmann með miðjumanna í vörninni er ekki boðlegt. FSG eru þeir sem eiga að bregðast við svona aðstæðum. Það er óraunhæft að liðið spili af fullri getu til vors og þetta gerir ekkert annað en að brjóta niður sjálfstraust leikmanna. Skamm FSG!

  8
 13. Enn ein mistökin hjá hinum unga Williams. Er það bara alveg afleit hugmynd að fá einn senior center back lánaðan í nokkra mánuði ? Er þetta spurning um stolt eða hvað er málið ? Þetta er galið. Salah að klára færin betur en í síðustu leikjum, það er þó jákvætt.

  7
  • Það fer heldur ekki hátt í umræðunni að það var ekki bara Lovren sem fór heldur lét liðið líka Hoever fara í sumar. Leikmann sem var á undan Rhys Williams og Nat Phillips í goggunarröðinni.

   Varðandi R. Williams þá er átakanlegt að sjá hvað drengurinn býr yfir litlum hraða. Það eitt gerir það að verkum að hann mun aldrei ná á toppinn. Botnbaráttumiðvörður í besta falli ef allt fer vel hjá honum.

   8
 14. Jákvætt var að sókn og miðja var góð en vörnin var það ekki og er ekki við Ryhs að sakast heldur þrjósku þeirra sem sigla skútunni Þeir hljóta bara að sjá það og klára eitthvað fyrir lok mánaðar ég trúi.

  YNWA.

  7
  • Án gríns þá er ég til í Sokratis fram á vor. Frekar en Rhys og Nat.

   7
 15. Sæl og blessuð.

  Þetta var ferlegt og fyrirsjáanlegt að því leytinu að ég átti ekki von á því að sóknin myndi vakna. R. Williams er engan veginn nógu góður fyrir þetta lið. Einfalt. Ef í honum býr úrvalskarakter þá getur hann með þindarlausum æfingum komið sér upp í úrvalsdeildarflokk en þetta var ekki í þeim gæðum í dag. Batt vonir við þennan bikar en mögulega er það í lagi að detta út núna. Baráttusigur gegn mu hefði vissulega verið kærkominn en með þennan mannskap er viðbúið að við hefðum tapað einhvers staðar á leiðinni fyrir öðrum andstæðing.

  Það sjá allir afleiðingar þess að missa topp varnarmann – hvað þá varnarmenn. Laporte dæmið í fyrra ætti að taka af öll tvímæli um það.

  Ég held þetta verði einhvers konar 2014/15 tímabil hjá okkur núna. Ójafnvægi, tilraunastarfsemi, mistækir fætur, ósigrar, vonbrigði og síðast og síst – bikarþurrð.

  6
 16. Að vera ekki búnir að kaupa miðvörð er með öllu óskiljanlegt.

  10
 17. En markvörðurinn,af hverju sleppið þið hans þætti í þessu tapi?
  Mjög illa staðsettur, átt ekki að geta sett boltann innanfótar í markmannshornið, hræðilegt að horfa á þetta.
  Gáfum þeim 3 mörk, ekki hægt að vinna leiki með þeim hætti, sérstaklega á útivelli.
  Sýnir enn og aftur að leikkerfi eða skipulag hefur ekkert að segja þegar menn bjóða upp á svona skitu leik eftir leik, endalaus einstaklings mistök eru að kosta liðið enn og aftur, núna varnarleikur og markvörður.
  Þó mér sé nokk sama um þessa keppni þá var ömurlegt að tapa þessum leik því við áttum það ekkert skilið.

  9
 18. Jæja, þá er draumurinn úti í þessarri keppni. Finnum það jákvæða…
  …minna leikjaálag framundan
  …liðið skoraði og það í tvígang
  …Salah getur þetta vel
  …það er oft auðveldast að spyrna sér frá botninum
  …enn eru tveir bikarar í boði þetta tímabil
  …des 8 4 4 0 17-4 16 stig
  …jan 5 1 1 3 6-6 4 stig

  7
 19. Þetta er bara það sem við var að búast .
  Þegar poolýönnu fólkið skoðar stöðunna raunsætt blasir það við.
  FSG er að draga lappirnar og vill ekki styrkja liðið alveg sama hvað .
  Lpool eru nánast á núllu í eyðslu yfiir ár klopp þarna.
  Núlleyðsla er sirka 20 m á ári í mínum huga í
  Verðþróunn markaðarins í dag.
  Frábært að ná meistaradeildarsæti úr því sem komið er .

  3
 20. Það er í raun bara einn bikar í boði og við vinnum hann aldrei með rhys williams í vörninni með fullri virðingu fyrir honum. Ég held að meistaradeildarsætið sé líka í hættu. Hvernig ætla FSG að verja það að hafa ekki keypt miðvörð ef við endum ekki í topp 4 sem eru góðar líkur á.

  2
 21. Sorglegt að sjá þegar Salah skorar og sýnir nánast engin svipbrigði eða tilburði til fagnaðar.

  6
 22. Skýrslan er komin inn. Get ekki sagt að það sé gaman að vera á vaktinni í tapleikjum.

  3
 23. jæja!

  Er ekki kominn tími til að menn andi með nefinu og horfi raunsætt á stöðuna í staðinn fyrir að heimta jafnvel Klopp út og FSG. Menn eru fljótir að gleyma hvað FSG hefur gert fyrir þennan klúbb, tók við honum næstum gjaldþrota, fékk Klopp, Alison, VVD, Salah, Mane ofl ofl. Klopp með stuðningi FSG skilaði okkur Evróputitli og eftir 30 ára bið Englandsmeistartitli!!!

  Við erum að upplifa fordæmalausa tíma, þau meiðsli sem liðið hefur orðið fyrir þetta tímabil gat enginn séð fyrir og svartsýnustu menn hefðu aldrei getað spáð fyrir. Gomes, VVD, Thiago, Keita, Henderson, Milner, Keita, Jota, Allison, Matip, TAA hafa allir meiðst og misst mis mikið úr. Einn besti varnartengiliður í heimi þarf að spila miðvörð, Henderson hefur þurft að spila miðvörð.ég í raun bara man ekki hvað við höfum stillt um mörgum mismunandi miðvarðapörum. Á tímabili vorum við með þrjá heila central miðjumenn.

  Hverjar eru afleiðingarnar af öllum þessum meiðslum? Möguleiki á að rótera liðinu minnkar, menn skipta um stöður og það þarf að hugsa allt upp á nýtt. Sem dæmi er núna næstum engin ógn í föstum leikatriðum. Gríðarlegt leikjaálag og þunnur hópur vegna meiðsla hlýtur að bíta á endanum og mér finnst í raun ótrúlegt að við séum þó ekki lengra frá toppnum miðað við allt þetta.

  Svo er það nú þannig að þetta er ekki Football manager þar sem hægt er að kaupa að vild eða að fá lánaðan topp miðvörð á núll einni…., og svo er Covid sem gerir öll kaup og allar framtíðar áætlanir miklu erfiðari.

  Það eina sem maður getur í raun sett á Klopp var að spila alltof sterku liði í Köben og missa þar út Jota og Tsimikas.

  Bottom line,
  liðið er ekki komið í þrot, JK er ekki kominn í þrot. Þau meiðsli sem komið hafa upp gat enginn séð fyrir. Leikurinn í dag var um margt jákvæður, við vorum að opna United vel, en mistök urðu okkur að falli.

  Okkar tími mun koma aftur fyrr en margur heldur.

  góðar stundir

  YNWA

  32
  • Það er enginn heilvita stuðnngsmaður að heimta höfuð Klopp eftir þessa janúar-skitu.

   Þetta skrifast á eigendur og/eða þá sem stjórna leikmamannakaupum. Það er með öllu óskiljanlegt að það skyldi ekki vera brugðist við alvarlegum meiðslum tvegja hafsenta okkar með kaupum á varnarmanni strax þann 1. janúar sl. Já, ég geri mér alveg grein fyrir þvi að svona leikmenn kosta 50 + milljón pund en það er mun dýrara fyrir okkur að enda fyrir neðan topp 4. Þetta kalla ég að horfa raunsætt á stöðuna.

   “Okkar tími mun koma aftur fyrr en margur heldur”. Afsakaðu, mér finnst þetta statement þitt alls ekki sannfærandi. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess í augnablikinu að ástandið sé að fara að lagast hratt. Hafsentavandamál liðsins eru ekkert að fara frá okkur. Við söknum Fabinhio á miðjunni og við vitum öll að Matip er ekkert að fara að haldast heill það sem eftir er tímabilsins.

   Kjarni málsins er þessi. Ef við missum af topp 4 á þessu tímabili þá mun það hafa alvarleg áhrif á leikmannakaup og stöðu þeirra leikmanna sem fyrir eru. Eins og helvítis Covid-faraldurinn er ekki búinn að gera nægan skaða fyrir klúbbinn. Reynið að ímynda ykkur hvað það mun þýða varðandi styrkingu á leikmannahópnum og að halda lykilmönnum okkar fyrir næsta tímabil ef við endum fyrir utan topp 4.

   Það er engin heimsendir hjá klúbbnum en mér finnst líka pirrandi hvað menn vilja ganga langt í pollyönnuleiknum.

   8
 24. Það voru fleiri en Rhys að gera mistök sem leiddu til marks. Afhverju gaf Salah Rashford tíma til að senda boltann fyrir í fyrsta markinu? Hætti snögglega að pressa í miðju hraðaupphlaupi Utd. Alison átti hornið sem skorað var í í aukaspyrnunni, stóð í miðju markinu!!! Reynslu miklir og litlir menn eru að gera basic mistök, kennum ekki Rhys eingöngu um þetta tap.

  10
 25. Sælir félagar

  Það er reyndar búið að segja allt sem þarf að segja um stöðu liðsins. Það er búið að segja, meira segja fyrir mörgum vikum, að ef ekki verður fenginn miðvörður verður þessi leiktíð ónýt. Ef leikurinn við T’ham tapast þá gætum við endað í 7 – 8 sæti eftir þá umferð. Klopp ber þarna ábyrgð líka ekki bara eigendurnir. Hann fer með einn miðvörð fyrir leiktíðina sem ekki er alltaf á meiðslalist, VvD. Matip meiddi og Gomes eru meiðslahrúgur og hafa alltaf verið. Þannig að Klopp fór í reynd með tvo miðverði samanlegt inn í tímabilið ef við gerum Gomes og Matip meidda að einum miðverði.

  Liverpool er eina efstu deildar liðið í gjörvöllum heimsboltanum sem fer inn í heila leiktíð með tvo miðverði. Það er ekki hægt að fría Klopp þeirrar heimsku sem og Midjylland ruglinu. Ég trúi líka að ef Klopp sækir það fast og hefði sótt það fast þá hefði hann fengið miðvörð. Það er ekki hægt að fría hann af þessari krísu og skrifa það á einhvern annan bara svona. Klopp og eigendurnir eiga þetta í sameiningu. Þó FSG hafi gert vel þá eru þeir að klára þá innistæðu mjög hratt. Það er nefnilega útlit fyrir að liðið verði ekki einusinni í baráttu um meistardeildasæti heldur um Evrópusæti í bezta falli.

  Það er nú þannig

  YNWA

  10
 26. Er einhversstaðar á alnetinu haldið utan um vinningshlutfall Liverpool í aðalbúningi, varabúningi og þriðja búningi? Ég get ekki þessi sægrænu náttföt.

  1
  • Náttfötin auka enn á þjáningar okkar stuðiningsmanna.

   En, gúrúar – hvar finnum við vinningshlutfall með og án Henderson á sínum rétta stað? Ef ég væri virkur í getspám þá hefði ég getað auðgast vel á að spá okkur ófarnaði í hvert sinn sem ljóst er að miðjumaðurinn og fyrirliðinn drjúgi er ekki í hópi eða á vitlausum stað.

   Nennir einhver að finna þetta. Það er ískyggilegt hvað okkur gengur illa án Hendo. Byrjaði raunar eftir sigurinn gegn City 2014 og hefur verið viðvarandi ástand síðan.

   4
 27. kaupa og kaupa segja menn, ég held skipti engu þó að liverpool kaupi mann núna í jan, taka margar vikur að koma honum í liðið, kaupum ekkert mann og hann spilar eftir nokkra daga nema finna einn úr ensku deildinni.

  held að liverpool þurfi að fara að finna gírinn, skora meira en andstæðingurinn, það virkaði fínt hjá okkur fyrir 3 árum þegar vörnin var ekki upp á sitt besta.

  þurfum á því að halda að fremstu 3 hrökkvi í gáng, það er ekki vörninni að kenna að við erum að gera 0:0 jafntefli hvað ofan í annað.

  4
  • Og hvað, heldurðu að Rhys Williams sé að gera betri hluti, það þarf að fá inn reynslumikinn varnarmann á skammtímasamning út tímabilið og ég lofa því að það verður ekki erfitt fyrir þann sem kæmi að slá úr Williams.

   4
   • sé það ekki ske.

    matip og fabinho verða þarna ásamt henderson sýnist mér þar til hinir koma til baka, það liggur í augum uppi.

    ef klopp hefði ætlað að gera eitthvað í þessu hefði hann gert það strax um áramót, ég tel 0% líkur á að það komi einhver inn í janúar.

    4
 28. Við erum ekki að ná úrslitum og við erum í niðursveiflu sem er ástand sem er ömurlegt.

  Ég horfi samt á okkar leikmanna lista og þótt að það vanti Van Dijk og Gomez út tímabilið þá er eiginlega ekkert lið sem ég myndi vilja skipta við um leikmannahóp(aðeins Man City sem myndi láta mig pæla í því).

  Liverpool munu fara aftur í gang en það þarf að gerast sem fyrst.
  Við áttum alltaf að redda miðverði en við þurfum samt að sætta okkur við að hann er ekki að koma en það hefur gríðarleg áhrif á liðið að þurfa alltaf að treysta á Fabinho/Hendo/Matip meiddan eða kjúkklinga í þessari stöðu. Þetta myndi veikja öll lið og það veikir klárlega okkur.

  Góðu fréttirnar eru samt að við erum en þá með Alisson, Trent(þarf að spila samt betur), Andy, Thiago, Gini, Henderson, Mane, Salah, Firmino, Fabinho og Matip(hættu að meiðast drengur) og er þetta allt góðir leikmenn. Svo erum við með Klopp sem stjóra og tel ég því að þessi slæmi kafli fari fljót að enda. Febrúar mánuður er einn af okkar erfiðustu mánuðum í sambandi við leiki en ef við náum að komast vel í gegnum hann þá er aldrei að vita nema að tímabilið gæti endað á góðum nótum.

  YNWA

  Man utd eru í skýjunum með sína framistöðu en þeir er að toppa þegar enskadeildinn er í algjörum molum. Man City/Liverpool hafa ekki verið svo lélegir í nokkur ár, Lampard hefur verið að sökkva Chelsea skútunni og núna er búið að henda honum frá borði, Tottenham er að spila Móra knattspyrnu árið 2021(þú vinnur ekki ensku lengur svoleiðis) sem virkar ekki lengur og Arsenal eru langt í frá nógu góðir til að keppa við stóruliðin í dag(þótt að stóruliðinn séu verri en oft áður). Leicester er lið sem er að spila flottan bolta en þeira draumatímabil er búið en það var fyrir nokkrum árum.

  7
 29. Leikmenn virðast alveg sprungnir vegna boltans sem Klopp lætur þá spila. Gerðist hjá Dortmund, vona innilega að við lendum ekki jafn illa í því.
  Thiago átti að koma með nýja hluti inná miðjuna en það gengur ekkert upp hjá honum.
  Söknum VvD alveg rosalega mikið, það er að vona að hann nái einhverju af fyrri töfrum aftur en miðað við hvernig fólkið í kringum hann talar er tvísýnt með framtíð hans!

  2
  • Veit ekki alveg hvaðan þú færð þetta sem þú segjir Sindri. Að leikmenn séu að springa undir boltanum sem þeir eru látnir spila undir Klopp. Ég man vel eftir ummælum Can, sem sagði að honum hefði þótt æfingar og annað erfitt hjá LFC, en hjá Juventus væri það jafnvel helmingi erfiðra, hef aldrei lesið eða heyrt um neinn sem hefur kvartað yfir einhverju í þessa veru sem þú segjir. Þetta eru allt strákar á besta aldri, á himinháum launum verandi við bestu aðstæður sem strákar í þeirra stöðu geta óskað sér. Sjáiði til, talað var um slæmt gengi manc eftir að Kompani fór, vegna þess, einn maður sem umturnaði einu liði með fjarveru sinni til hins verra, come on bullshit. Hjá okkur er það nánast öll vörnin eins og hún leggur sig, þungavigtarmenn úr miðju taki að sér miðverðina. Ekki það, að miðað við meiðslasögu undanfarina ára hjá Matip og Gomes, þá er stórundarlegt að ekki hafi verið brugðist við með kaupum á alheilbrygðum miðverði síðasta sumar. Matip eins og þunnt postilín eins sorglegt og það er, en verra er að ungi maðurinn Gomes er nú þegar kominn á þann sama stall, miðað við söguna, þá sjálfsmeiddist hann einn og sér á æfingu með enska landsliðinu,
   Áfram gakk okkar menn.

   YNWA

   2
 30. Ekkert jákvætt við þennan leik.

  Klopp átti að kaupa like-for-like DC þegar Lovren var seldur. Þess í stað heldur hann inn í tímabilið með VVD og tvo mjög ótraustvekjandi leikmenn (meiðslanlega séð) ásamt 2-3 krakka sem hann vissi að voru ekki tilbúnir. Við getum ekki ætlast til að sleppa endalaust við meiðsli eins og sl. tvö tímabil sem raunin varð í àr.

  FSG þarf að nýta þennan aur sem er að renna í gegn en ég las einhversstaðar að meðaleyðsla þeirra síðan þeir tóku við væri rétt um £30m á ári sem er dropi í hafið. Við kaupum Jota, Grikkjann og Thiago í sumar sem borgast að miklu leytimeð sölu á leikmönnum sem þýddi að við eyddum kannski 10-15m í sumar.

  Þetta er allt gott og blessað en við þurfum að fara að rótera meira í hópnum þetta sumarið en eftirfarandi punktar er áhyggjuefni hvað mig varðar:

  a) við erum orðnir mjög fyrirsjáanlegir og auðvelt að stoppa okkur af. Lið þekkja okkar stíl og vita hvernig á að stoppa okkur.

  b) höfum engin svör við “rútu” stílnum sem er taktíkin sem við,sjáum allt of oft gegn okkur og hefur reynst okkur erfið.

  c) meðalaldur hópsins hár og stjörnurnar okkar eru að fara yfir sinn besta aldur núna sem samkvæmt taktík FSG er tíminn til að breyta til. Það þarf nýtt blóð en hversu miklu þeir vilja eyða í það er þeirra mat. Mitt ískalt mat er: Slatti! Meðaleyðsla FSG er akkúrat ekkert og væri allt í lagi að sjá -£150m eitt sumarið nettó.

  d) breiddina vantar en Klopp hefur þá áráttu að spila nánast á sömu 4 varnarmönnunum og sömu þremur sóknarmönnunum með kannski 2-3 breytingum á miðjunni. Núna getur hann það ekki þar sem miðjan er komin í vörnina sem þynnir miðjusvæðið mjög og er ástæða okkar slaka gengis undanfarið. Það sem pirrar mig verst við Klopp er að hann nýtir ALDREI Minamino eða Shaqiri þegar klárlega er þörf á að hrista til í “þríeykinu”. Hvernig eiga þessir leikmenn að skila sér inn í þennan hóp ef ekki er treyst á þá í leikjum sem skipta máli??

  Minn óskalisti:

  Mbappe því hann er það sem allir þurfa (Nike gæti aðstoðað okkur yfir línuna með þennan díl enda sóknarfæri fyrir þá þarna hvað sölu á fötum varðar)

  Rice (West Ham) fyrir Gini sem virðist farinn miðað við spilamennsku (50-65m og breskur)

  Sancho til að auka upp á hugmyndaflæðið í sókninni (£100m samkvæmt Dortmund)

  Haaland þvi við þurfum einhvern sem getur klàrað sóknir og meiri breidd þarna frammi (eflaust £80-90m en þess virði).

  Sterkan miðherja sem er ungur og myndi hrista upp í því sem við höfum (£60m)

  Mikill peningur en hægt að selja Origi, Shaqiri, Wilson og aðra lánsmenn/jaðarsmenn sem ekkert fá að spila. Gæti séð £100m koma í baukinn og greiðari leið fyrir aðra krakka að komast í gegn.

  Þarf ekki að vera svo flókið ef menn hafa markmið. Það að hafa að markmiði að þurfa aldrei að borga neitt og vilja allt frítt er ómögulegt. Let´s do this.

  5
  • A) Í sambandi við fyrirsjáanlegir þá erum við að spila allskonar kerfi í leikjunum og erum við oft að breytta miklu í sömu leikjunum en kannski ekki víst að allir taki eftir því.
   t.d stundum erum við með fjögra manna línu þegar við hefjum sókn en stundum dettum við í þriggja manna varnarlínu og ýttum bakvörðunum alveg upp og látum einn miðjumann detta niður í línuna.
   Stundum eru Salah og Mane að hlaupa inn og stundum eru þeir að draga sig út.
   Stundum erum við með einn djúpan og tvo fyrir framan og stundum öfuggt.
   Við höfum verið að spila s.s 4 -3 -3 , 4-1-2 -3 – 4- 2-3-1

   B) Það er alveg rétt við erum í vandræðum þegar lið pakka alveg til baka en málið er að þau hafa mörg hver gert það ár eftir ár. Þau eru ekkert að gera það öðruvísi og við erum ekki mikið að gera þetta öðruvísi.
   Staðan er einfaldlega sú að núna erum við að ganga í gegnum kafla sem við erum ekki að nýta færin en í flestum leikjum erum við að fá þessi færi sem við venjulega náum að nýta okkur(allavega eitt af þeim).
   Þegar lið pakka svona aftarlega þá snýst þetta um fyrirgjafirnar, reyna að finna pláss á könntunum, reyna að láta boltan ganga hratt milli manna en við vitum að það verða alltaf fullt af mönnum í kringum bolta sama hvernig við gerum þetta.

   C) HA? Er meðalaldurinn í liðinu okkar hár? Það hefur alveg farið framhjá mér.
   Í nútímafótbolta eru leikmenn miklu lengur á toppnum heldur en hér áður fyrr.

   Alisson 28 ára
   Van Dijk 29 ára
   Gomez 23 ára
   Matip 29 ára
   Andy 26 ára
   Trent 22 ára
   Fabinho 26 ára
   Thiago 29 ára
   Gini 29 ára
   Henderson 30 ára
   Keita 25 ára
   Ox 27 ára
   Milner 35 ára (gamli kallinn)
   Jones 19 ára
   Mane 28 ára
   Jota 23 ára
   Salah 28 ára
   Shaqiri 29 ára
   Firmino 29 ára

   Ætli þetta séu ekki helstu leikmenn liðsins og er aldur ekki að valda áhyggjum og ætti þessi kjarni að geta tekið 4-5 topp ár saman í viðbót.
   Þótt að það er ljóst að einhverjir verða farnir og nýjir komnir inn á næstu árum.

   D) Það er ekki skrítið að Klopp vill helst spila með sömu 4 í varnarlínunni en málið er að ég held að aldrei í sögu Liverpool hefur varnarlínan breyst eins mikið og á þessari leiktíð svo að þetta er varla við um liðið í dag. Ef Klopp er kominn með varnarlínu sem hann treystir þá er eðlilegasti hlutir í heimi að hann myndi láta hana spila mikið.
   Sóknarlega var Jota keyptur til þess einmitt að brjóta upp þessa fremstu þrjá og hann var að koma sterkur inn áður en hann meiddist
   Miðjan er alltaf að roterast

   Við erum aldrei að fara að selja Origi, Shaqiri, Wilson og aðra lánsmenn á 100m punda í baukinn. Það hefur svo ekkert verið vandamál hjá Klopp að nota unga leikmenn eins og sést að margir undir 20 ára hafa verið að spila lykileiki fyrir okkur í vetur.

   Ég spái því að við fáum engan á þessum óskalistanum þínum.
   Það sem okkur vantar er samt
   1,2 og 3 Tvo Nýja miðverði
   4. Sterkari hægri (vara) bakvörð. lánum okkar unga til að hann fái meiri reynslu en hann hefur ekki notað tækifærin í vetur vel.
   5. Miðjumann ( Gini fer, Keita alltaf meiddur, Milner að komast á aldur).

   Minn draumur væri að losa okkur við meiðslapésana. Matip, Keita og OX sem hafa stundum átt frábæra leiki fyrir okkur en það er ekki hægt að hafa þá á launaskrá þegar þeir geta bara tekið þátt í 20-40% af leikjunum á hverju tímabili. Svo má Origi líka færa sig ásamt Wilson.

   7
 31. Mundu bara svo að ýta á save game þegar þú ert búinn að kaupa þessa leikmenn 🙂

  6

Liðið gegn United í bikarnum

Gullkastið – Déjà vu