Liðið gegn United í bikarnum

Í bikarkeppnunum er liðið tilkynnt 75 mínútum fyrir leik, og því er búið að gefa út hverjir byrja núna kl. 17:00 á Old Trafford:

Bekkur: Kelleher, Tsimikas, Nat, Neco, Ox, Shaqiri, Minamino, Mané, Origi

Henderson ennþá frá eins og búist var við, en Matip er hvergi sjáanlegur. Eigum við að veðja á að hann sé meiddur?

Undirrituðum finnst jákvætt að Milner sé inná, nú þarf styrka stjórn frá “senior” leikmanni sem hefur marga fjöruna sopið.

Annars er þetta með sterkasta liði sem hægt er að stilla upp. Mané vissulega á bekknum, en hann fékk enga hvíld í síðustu tveim leikjum og mikilvægur leikur gegn Spurs framundan á fimmtudaginn, svo það er ekkert skrýtið að hann fái aðeins pásu. Það sem er áhugaverðast í þessu er að svo virðist sem Jones taki hans stöðu. Jones er vissulega fjölhæfur leikmaður, og þetta er staða sem hann tók að sér í einhver skipti með U23, svo hann er ekkert alveg ókunnugur að spila þarna. Vissulega er líka möguleiki að það verði stillt upp í meira 4-4-2, en það er ólíklegra.

Klopp hefur aldrei unnið United á Old Trafford, er ekki bara kominn tími til að snúa því, sem og gengi síðustu vikna? Ekki það að bikarinn er auðvitað allt önnur skepna heldur en deildin, en hér væri afar kærkomið ef sóknarlínan myndi kannski hrökkva aðeins í gang.

KOMA SVO!!!

36 Comments

 1. Orðið á götunni er svosem að hann sé alls ekkert meiddur, en það sé bara vitað að hann ráði ekki við 3 leiki á 8 dögum. Semsagt það er verið að spara hann fyrir Spurs leikinn.

  1
 2. Okkar tími að vera rútulið. Það er einn maður með hraða á meðal þessara 11 leikmanna.

  3
 3. Matip er komin í bómull, það verður áhugavert að sjá hvernig Rhys stendur sig, vonandi náum við að halda hreinu. Koma svo Liverpool !

  1
 4. Vont að vera ekki með sterkari miðverði en við tökum þetta samt, 1-2.

  Koma svo Liverpool!!!!

  2
 5. Sjitt krakkar. Þetta lítur hörmulega út.

  Það þarf eitthvað mikið að gerast til að við komumst í gegnum þennan skafl.

  1
 6. Ástandið getur ekki verið mikið verra þannig að kannski koma meistararnir okkur á óvart í kvöld.

  Ég vil sjá okkur liggja til baka og reyna að lokka united í að opna svæði.

  Ég tel gríðarlega mikilvægt að ná sigri í kvöld og vil sjá liðið leggja allt kapp í þennan bikar.

  3
 7. Þessi nýja taktíkmað gera allt á hálfu tempoi og taka 3 -4 aukasnertingar og gefa svo til baka er ekki alveg að virka. Síðan sýnist mér að aurapúkinn Gini sé orðinn dragbítur á liðinu, hægir á öllu og alveg steingeldur sóknarlega.

  4
  • Gini hefur verið það lengi. Þessi umræða um að hann hafi verið maður tímabilsins er hlægileg. Eitt má hann þó eiga, að hann er ekki að meiðast.

   2
 8. Þetta lítur alls ekki vel út. R. Williams er skelfilegur í vörninni. Missir þá framhjá sér hvern af öðru. Nú setja mu menn aukinn kraft í þetta eftir að hafa vaðið í færum. Opnir skallar og skot eftir horn og ég veit ekki hvað. Sé þetta ekki enda vel.

  þeir eru með Fernandes á bekknum. Hvað er hjá okkur?

  2
 9. Sælir félagar

  Liðið heldur áfram að klappa boltanum og þar fara fremstir Jones og Milner með dyggum stuðningi TAA. Hvar hraðinn og árásargirnin sem einkenndi þetta lið. Alltaf stoppað og beðið eftir að andstæðingurinn komist í stöður. Út með Jones og fá Saq inná strax.

  3
 10. Bobby og Salah flottir, markaþurð enda, mörkin hj liðunum flott, endalaus væll í stuðningsmönnum sem SH ekkert jákvætt.

  YNWA

  2
 11. Skulum endilega ekki kaupa hafsent. FSG, Klopp, allir í toppmálum bara.

  Fokking djók sem þetta er.

  4
 12. Ég er búiin að slökkva á sjónvarpinu. Nenni ekki að horfa á þessa vesöld og skrifa stöðuna alfarið á Klopp. Staðan á vörninni er alfarið á hans reikningi hvernig sem hann reynir að kjafta sig út úr því og kenna öðrum umm

  4
 13. Finnst einsog fsg ætli bara að fórna þessu tímabili í staðinn fyrir að kaupa midvörd því að klúbbur eins og Liverpool vinni titilinn á síðasta tímabili og fari inní tímabilið með 3 miðverdi og þar af er gomez og Matip sem eru alltaf töluvert meiddir það er bara glæpsamlegt að það sé ekki búið að kaupa midvörd núna í janúar.

  5
  • Hvernig sem fer hann getur borið höfuðið hátt búinn að vera mjög flottur í dag.

   2
 14. Dómarinn gaf þeim aukaspyrnu þarna gat alveg eins gefið þeim víti..það var engin snerting hjá Fabinho á Cavani þarna þetta er djók dómur.

  2
 15. Enn kemur þetta í bakið á okkur að hafa ekki hafsent. Klopp virðist ekki skilja það. Er hans tími ekki bara liðinn.

  3
 16. Hversu margar tilgangslausar sendingar er búið að gefa aftur á varnarmennina. Það er engin ákefð eða ahugi fyrir að vinna!

  3
  • Ertu með áreiðanlegar heimildir fyrir því?

   En ef svo er, þá er það bara FSG out!

   2
 17. erum við lélegasta lið deildarinnar, já ég held það, það virðist ekki vera neinn leikskilingur, og menn algjörlega sofandi, kannski þörf á breytingum.

  2
 18. Þrælskemmtilegur leikur sem því miður tapaðist.
  Nú vantar hafsent ekki seinna en strax þar sem kjúllinn okkar ræður ekki við þessa deild og því fór sem í dag.

  YNWA

  2

Upphitun: Bikarleikur gegn Manchester United

United 3 – 2 Liverpool