Upphitun: Bikarleikur gegn Manchester United

Á morgun, aðeins viku frá því að við mættum þeim í deildarleik, ferðumst við til Manchester að mæta þar United mönnum á Old Trafford í enska bikarnum. Það er alls ekki svo oft sem þessi lið mætast utan deildarleikja en frá aldarmótum verður þetta níundi leikurinn milli liðanna í öðrum keppnum.

Eina skiptið sem það hefur gerst undir stjórn Klopp var þegar liðin mættust heima og heiman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í mars 2016. Liverpool fór áfram með sigri á Anfield og jafntelfi á Old Trafford en aðeins þrír leikmenn eru enn í leikmannahópnum sem byrjuðu þá leiki. Firmino og Henderson spiluðu báða leikina og Milner aðeins þann seinni en auk þeirra kom Divok Origi inn á sem varamaður í báðum leikjunum.

Tveir eftirminnilegustu leikirnir af þessum átta sem spilaðir hafa verið voru þeir tveir fyrstu eftir aldarmót, þar sem Liverpool gekk burt með titla eftir þá báða. Fyrst mættust liðin 2001 á Þúsaldarvellinum í Cardiff í leik um góðgerðarskjöldinn þar sem Gary McAllister og Michael Owen skoruðu í 2-1 sigri en tæpum tveimur árum síðar mættust þau á sama velli í úrslitaleik deildarbikarsins og voru það þá Owen og Steven Gerrard sem skoruðu mörkin í 2-0 sigri.

Andstæðingurinn

Þessi dráttur er nánast jafn slæmur fyrir Solskjær eins og hann er fyrir okkur. Þeir hafa komið öllum á óvart og sitja á toppi deildarinnar þegar tímabilið er hálfnað (þó City geti komist upp fyrir þá ef þeir vinna leikinn sem þeir eiga inni). Það er því spurning hversu miklu púðri United vilja eyða í bikarkeppnina þegar þeir sjá fram á að eiga loks einhvern möguleika á deildinni í fyrsta sinn síðan Sir Alex steig til hliðar.

Ef Solskjær gerir of miklar breytingar og tapar fyrir Liverpool verða stuðnigsmenn liðsins ósáttir en það gæti allt eins gerst að hann spili á sínu sterkasta liði og liðið hiksti svo í deildinni í kjölfarið þá verður hann einnig gagnrýndur fyrir að hvíla ekki í bikarnum.

Þó það séu engir léttir leikir í ensku úrvalsdeildinni gæti verið að Manchester United menn horfi í það að í næstu umferð þar eiga þeir Sheffield United og sjá líklega fyrir sér að þeir geti hvílt aðeins þá. Því á ég von á þeirra sterkasta liðið með hugsanlega einstökum breytingum á morgun.

Eftir að hafa komið tilbaka og náð leiknum gegn Liverpool í síðustu viku var Lindelöf aftur fjarverandi gegn Fulham í miðri viku en búist er við að hann verði aftur klár á morgun, annars eru meiðsli United manna ekki hjá mönnum sem eru líklegir til að koma við sögu á morgun.

Það verður hinsvegar áhugavert að sjá hvort Donny Van Der Beek fái tækifæri að sanna sig en hann hefur aðeins fengið um 250 mínútur síðan hann gekk til liðs við United í sumar.

Okkar menn

Það hefur verið mikið rætt um dýfu Liverpool síðan þeir völtuðu yfir Crystal Palace fyrir jól en fyrir utan sigur leik í bikarnum gegn unglingaliði Aston Villa hefur liðið spilað fimm leiki og skorað í þeim eitt mark. Það mark kom snemma í fyrsta af þessum fimm leikjum og síðan þá hefur liðið átt 87 skot án þess að skora. Vandamálið er þó ekki aðeins skortur á mörkum því þrátt fyrir öll þessi skot þá hafa gæði færana hreinlega ekki verið nægilega góð.

Klopp viðurkenndi það á blaðamannafundi að sjálfstraustið er ekki gott þessa dagana og ljóst að við erum ekki að horfa á lið af Mentality Monsters eins og hann hefur talað um síðustu ár.

Hinsvegar þarf oft ekki mikið til að snúa svona gengi á haus og eins og einn bolti sem slysast í netið hjá andstæðingnum á heppilegum tíma getur verið nóg til að byrja að byggja trúnna aftur en það má eiginlega ekki gerast mikið seinna en á morgun!

Fyrirliðinn Jordan Henderson verður ekki með á morgun en hann er enn frá vegna vöðvameiðsla en auk hans eru fastir liðir eins og venjulega Van Dijk, Gomez, Keita og Jota á meiðslalistanum. Kostas Tsimikas snéri hinsvegar aftur á bekkinn í síðasta leik og þó hann sé ekki líklegur til að spila mikið á kostnað Robertson þá hljótum við að fagna öllum sem snúa aftur af meiðslalistanum þessa dagana.

Ég á erfitt með að meta hversu mikið Klopp mun breyta liðinu fyrir þennan leik. Kelleher hefur verið að fá bikarleikina og gæti alveg verið í markinu og Tsimikas gæti leyst Robertson af en liðinu sárvantar að fara vinna fótboltaleiki og gæti því trúað að Klopp fari með frekar sterkt lið í leikinn.

Firmino og Salah hvíldu báðir gegn Burnley og ég gæti því séð Mané hvíla þennan leik. Matip gæti einnig fengið frí til þess að hann gæti spilað gegn Tottenham á fimmtudaginn en tel að Trent sé sá leikmaður sem þurfi mest á smá pásu að halda svo ég setti Neco inn í liðið og sé hann ekki fara með óreyndan mann við hliðinna á honum og þar sem Henderson er meiddur að þá var Matip eini kosturinn sem var eftir í stöðuna.

Á miðjunni býst ég við að Gini Wijnaldum fái frí og reyndi að púsla heilum mönnum í kringum það. Vissulega gætum við séð Oxlade-Chamberlain eða Shaqiri í einni af þessum stöðum í stað Milner eða Jones en á endum ákvað ég að spá þessu svona.

Mín spá

Vegna gengi undanfarinna ára hef ég gengið inn í hvern einasta Liverpool leik að búast við sigri í langan tíma en ég væri að ljúga ef ég vildi meina að gengi síðustu vikna væri ekki farið að hafa áhrif á þá trú. Ég held að þessi leikur verði opnari en deildarleikurinn í síðustu viku og bæði lið muni skora. Við munum því enda markaþurrðina í 2-2 jafntelfi þar sem Salah og Jones skora fyrir Liverpool og við vinnum svo leikinn í vítaspyrnukeppni þar sem við höfum aldrei tapað í vítaspyrnukeppni í FA cup.

10 Comments

  1. Ef við vinnum þennan leik þá fyrirgef ég jafnteflið í deildinni 🙂 Annars vona ég bara að þetta verði stöngin inn hjá okkur á morgun, leikmennirnir eiga það svooo skilið. Það er mikill munur á meiðslalistum félagana en við erum með sterkara lið en utd og eigum alltaf að vinna þá,(á eðlilegum degi). Ég leggst á bæn í kvöld og vona að við tökum þetta 1-2 eða 0-1, ég mundi alveg eins þyggja bara sjálfsmark utd manna á 90 mínútu 🙂 Elsku Fowler, er ekki bara komin tími á það að við vinnum FA CUP ?

    7
  2. Ég missi endanlega trú á þessu tímabili ef Jurgen Klopp nær ekki að peppa mannskapinn upp í sigur.

    7
  3. Sæl og blessuð.

    Verðum að vinna. Annars verður ekkert brass í ár. Miðað við þessa uppstillingu þá er ég ekki alveg að sjá það gerast en hvað veit maður.

    3
  4. Það er auðvitað ekki nokkur einasti séns að þessi leikur vinnist ef núverandi form heldur áfram (segir sig sjálft ef liðið getur ekki skorað).

    Svo það er eiginlega bara tvennt í stöðunni: liðið brýtur ísinn og fer aftur að skora, eða dettur úr bikarnum. Ef þetta væri bara eitthvað annað lið en United þá myndi manni þykja það böggandi en ásættanlegt. En það er bara aldrei ásættanlegt að tapa fyrir United.

    8
  5. Við vinnum því í þessum leik þarf að sækja, ekki nóg að “park the bus”

    1
    • Jú, það virkar a moti liverpool að parka bössinum. Það gera það öll lið nuna og reyna að hitta á að skyndisoknir komi liverpool ur jafnvægi (sem það gerir). Engu að siður vona eg að þetta verði öðruvisi! Ynwa!

      4
  6. Sóknarleikur þarf að vera í fyrirrúmi, taka áhættu og hætta öllu andskotans dútli með boltann á miðjunni!

    1
  7. Sælir félagar

    MU mun reyna að spila sóknarbolta í þessum leik amk. til að byrja með. Það mun opna leikinn og ef okkar menn ná að skora fyrsta markið þá vinnst þessi leikur. Ef þeir hinsvegar skora á undan þá verður rútunni lagt og leiklurinn fer 1 – 0. Ég vel fyrri kostinn og við vinnum þetta 1 – 3

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  8. Þessi leikur fer 1-1 og fer svo í vító þar sem við töpum enda geta Liverpool ekki rassgat þessa dagana og það er ekki að fara breytast.

    2

Liverpool 0-1 Burnley

Liðið gegn United í bikarnum