Byrjunarliðið gegn Burnley á Anfield

Árið 2021 hefur ekki byrjað neitt sérstaklega vel hjá Púlurum sem vakna allt í einu upp við vondan draum heilum 6 stigum frá toppsætinu. Í heimsókn eru komnir Burnley-liðar sem hafa oft valdið Rauða hernum verulegum vandræðum með varnarsinnuðu veseni. Þá er möguleiki á því að Jói Berg spili á Anfield og oftar en ekki hefur hann bókstaflega sett mark sitt á leiki gegn Liverpool.

Byrjunarliðin

Klopp hefur valið eftirfarandi leikmenn til að herja á Burnley í kvöld með þeim sérstöku áherslum að Matip er kominn aftur eftir meiðsli en hins vegar fyrirliðinn Henderson meiddur.

Liverpool: Alisson; Trent, Matip, Fabinho, Robertson; Thiago, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain; Shaqiri, Mane, Origi

Bekkurinn: Kelleher, Phillips, Tsimikas, N.Williams, Milner, Oxlade-Chamberlain, Jones, Origi, Minamino, Firmino, Salah

Hjá gestunum eru blikur á lofti með Blikann GUDMUNDSSON á bekknum en liðið annars skipa svona:

Upphitunarlagið

Til að heiðra orðleikjavífillengjuviskubúskap þá er er klárt mál að upphitunarlagið verður brennandi heitt með bruna á engilsaxneskiu að leiðarljósi. Útbrunnu öskubuskudrengirnir í Ash eru því tilvalið íkvekjutilefni enda Íslandsvinir með meiru sem að leikskýrsluskríbent hitaði upp við í Laugardalshöllinni forðum daga. Hið eldheita Burn(ley) baby Burn(ley) er því brennandi heitt upphitunarlag kvöldsins:

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

74 Comments

  1. Salah OG Firmino bekkjaðir, hvenær gerðist það síðast í deildinni?

    6
  2. Heldur betur áhugavert! Stóra spurningin, hversu lengi verður Henderson frá?!

    2
  3. Engin Hendo, Milner eða Van Dijk þannig að hver leiðir liðið í kvöld, er það Winjaldum sem er að fara í sumar.

    4
    • Winjaldum er fyriliði i kvöld….hann að fara í sumar lyggur ekki fyrir

      1
    • Ian Doyle, ritstjóri hjá Liverpool Echo, greinir frá því að Henderson sé að glíma við meiðsli í nára. Ekki er ljóst hversu alvarleg þau eru.

      1
  4. Jæja nú er bleik brugðið en hvað veit ég. Spennandi að sjá hvert þetta leiðir okkur en klárlega spark í rassin á sumum. Vonandi hristir þetta menn í gang, ef ekki þá er nú fokið í flest skjól.
    YNWA

    2
  5. Er það bara ég eða …

    Eru mínir menn hættir að skjóta viðstöðulaust þegar þeir fá hann fyrir lappirnar rétt við markteig?
    og eru þeir hættir að hápressa andstæðinginn til að vinna boltann framarlega á vellinum?
    og eru þeir hættir að senda hraða bolta sín á milli og sprengja upp varnir þegar rútubíllinn er mættur???

    Rosalegt klapp…

    1
  6. Það hlýtur eitthvað að hafa komið upp á með Minamino. Ef ekki þá er óskiljanlegt að hann fái ekki sénsinn eftir það sem á undan er gengið. Samt á bekknum???

    1
    • Já, það er heilmikið í hann spunnið. Ekki allir sem ná að blómstra hjá okkar “ágæta” félagi. Sem dæmi má minnast á Dani nokkurn Ings. Það skildi þá aldrei vera að bjargvætturinn Origi detti í gírinn, lofar góðu finnst mér.

      1
  7. So far … og sófa-spekingar…

    Matip hefur sýnt okkur af hverju við höfum saknað hans. Miðjan hleypir miklu í gegn en hinn vörpulegi miðvörður hefur staðið vaktina. Svo hélt ég að ég myndi ekki segja þetta í seinni tíð … en Origi hefur bara verið nokkuð beittur. Hann hefur átt þokkaleg skot á markið (nokkuð sem við höfum saknað). Í rituðum orðum nær hann ekki að vinna með Mané úr skyndisókn en kemur þó föstu skoti á markið!

    Thiago á nokkrar gullsendingar og Fabinho er allaf traustur…

    4
    • Origi er mjög hreyfanlegur í fremstu línu sem hefur vantað….Trent og Robbi finna hann vonandi

      3
  8. Jákvætt að menn eru farnir að skjóta á markið. Næsta mál bara að koma tuðrunni í markið
    YNWA

    4
  9. Þetta er eins og Ísland- Sviss. Vörnin góð en ekkert gengur upp í sókninni.

    2
  10. Þetta er bara þolinmæðisverk, 11 varnarmenn sem beita skyndisóknum, við þurfum bara eitt mark þá opnast allt !

    2
  11. úff…. millimetrarnir eru ekki að falla með okkur frekar en fyrri daginn.

    Origi í dauðafæri. Sláin niður eru náttúrulega hrikalega nálægt því …

    4
  12. Liverpool skorar ekki mark þó að fucking maðurinn stæði í fuckins markinu hvað í andskotanum er í gangi hjá þessu liði getur einhver sagt mér það.

    3
  13. Nú styðst ég ekki við neina tölfræði heldur byggi það aðeins á eigin áhorfi og tilfinningu þegar ég segi eftirfarandi:

    “Liverpool eru lélegastir í deildinni í hornum og aukaspyrnum.”

    Algjörlega pínlegt að horfa upp á hvernig við förum með föst leikatriði.

    8
  14. AAT á ekki að koma nálægt föstum leikatriðum þessa dagana, hvað þá að taka aukaspyrnur á hættulegum stöðum. Strákurinn gæti ekki hitt 10 hæða blokk af meters færi þessa dagana!

    4
  15. Ánægður með hugafarið hjá okkar mönnum….það tekur tíma að koma sér uppúr lægð við erum með 45min til að sýna það í seinnihálfleik…

    4
  16. Gætum við spilað fram að jólum án þess að skora mark?

    Tilfinningin er allavega þannig, en þeir sem komu inn Shaq og Origi þora allavega að skjóta… það er jákvætt.

    5
  17. Það var gaman að horfa á þetta lið fyrir nokkrum vikum. Maður hafði líka gaman af Klopp. Það var gaman að vera stuðningsmaður Liverpool. En það er ekki gaman núna…

    3
  18. Ox í byrjunarliðinu en ég hef ekki séð hann! Veit einhver hvar hann er??

    2
  19. Við eigum ekki eftir að skora í þessum leik frekar en öðrum….

    1
  20. Áhugavert að sjá hvernig Salah og Firmino koma inn….vill halda Origo inná

    1
  21. Annars finnst mér að Salah ætti að vera fyrirliði þegar hann kemur inná , ekki Gini.

    1
  22. Gini búinn að stimpla sig út? og hvað gerðist eiginlega með TAA?

    3
  23. Börnlei orðnir þreyttir. Förum að sjá krampaköstin…

    1
  24. Þetta er nú meiri hrúgan í teignum 🙂 erfitt að koma boltanum í gegn, vel varið samt frá Sala, þetta er að detta inn, koma svo..

    2
  25. Sjaldan langað meira í 3 stig en núna…..þau eru á leið í hús…

    3
  26. bara halda áfram að reyna, skapa, berjast, pressa, sýna hugmyndaflug og áræði. Ekkert rugl. Jói Berg mættur. Hver veit nema að hann brjóti aftur af sér inni í teig (og dómarinn dæmi í þetta skiptið…)?

  27. Fyrsta skipti í margar vikur sem sóknarþunginn vex eins og í kvöld…ef það gengur ekki núna eiga menn eftir að fara á taugum. Guð blessi Liverpool.

    1
  28. þurfum við ekki líka að fara að ræða mané? ægileg ónákvæmni alltaf hreint… Þetta plagaði hann reyndar líka oft í fyrren þá bara datt allt með okkur…

    1
    • Hvernig endar það þá? Byrja með liðið sem spilaði gegn Aston Villa í fyrra? Það er bara algert hrun hjá Klopp og hans mönnum. Það getur ekki verið að allir leikmenn eigi slaka leiki viku eftir viku nema eitthvað meira liggi að baki.

      1
  29. Markið er að koma…gæti ekki verið meira sama hver skorar það….spái Thiago…

    1
  30. Hvernig endar það þá? Byrja með liðið sem spilaði gegn Aston Villa í fyrra? Það er bara algert hrun hjá Klopp og hans mönnum. Það getur ekki verið að allir leikmenn eigi slaka leiki viku eftir viku nema eitthvað meira liggi að baki.

    3
  31. Já hér, vonandi að menn fari að fara að taka þetta verkefni alvarlega nuna.

    3
  32. Nu er þetta endanlega buið hka liverpool,
    Algjört djók

    2
  33. hei ég er með hugmynd. Hættum að senda háa bolta inn í teig. Þeir eru að meðaltali 20 sm hærri en við. drullist til að æða með boltann inn í teiginn.. það er aldrei að vita nema að þa verði víti.

    4
  34. Það að tapa á móti burnley á anfield er glæpur gegn mannkyni.

    Þetta þýðir re-build á liðinu. Sjáumst 2023.

    8
  35. Fýrsta tapið heima í langan tíma. Það má ekki minnast á Klopp. Fullt af góðum leikmönnum og búið að reyna þá flesta. Margir lélegir leikir. Engin svör sem skila árangri. Hvað er eftir til að greina vandamálið og laga það? ER ÞAÐ EKKI BARA UPPLEGGIÐ HJÁ XXXXX MEÐ ÞVERMÓÐSKUHÖFUÐIÐ Á KAFI Í ……… Á SJÁLFUM SÉR?

    4
  36. ömurlegur og ógeðslega lélegt, helvítis ManU menn gera tilveruna óþolandi það sem eftir er tímabilsins það er það versta.

    3
  37. Þetta var sorgleg niðurstaða. Við vorum að keyra miklu hraðar á vörnina í dag en að undanförnu og m.e.a.s. að reyna skot líka. Það er eins og menn hafi algjörlega misst mojo-ið fyrir því að pota inn mörkum. Núna erum við komnir í þá stöðu að pressan fer að magnast hvað fjórða sætið varðar og það verðum við að yfirvinna. Back to basics. Fyrsta tapið í milljón daga eða svo. Þetta er svo sannarlega niðurtúr hjá okkar mönnum!

    3
  38. Það ganga öll lið í gegnum lægð. Stöndum með okkar mönnum í gegnum súrt og sætt.

    3
  39. Nú er maður bara farinn að hugsa það versta. Erum við að fara að borga uppá hrun í líkingu við síðasta ár Klopp hjá Dortmund. Þetta er átakanlega lélegt og þetta er ekki bara einn leikur. Krísa, hvar eru mentality monsters ? Nú þarf að grafa djúpt, svo verðum við að fá Jota aftur inn sem fyrst. Origi love you en takk og bless, maðurinn nennir þessu engan veginn.

    2

Jói Berg og félagar heimsækja Anfield – Upphitun

Liverpool 0-1 Burnley