Gullkastið – Þurr janúar

Liverpool er í smá krísu, vond töpuð stig á Anfield gegn Man Utd liði sem mætti fyrst og fremst til að halda stiginu. Næstu leikir eru gegn Dyche, Mourinho og Moyes þannig að það er hætta á sömu sýningu áfram ef Liverpool nær ekki að breyta um takt sóknarlega.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 320

20 Comments

  1. Sælir ég held að það sé betra að hafa Hendo með Matip þegar hann veður klár og færa Fab á miðjuna með Thiago og Shaqiri eða Gini

    3
  2. Sælir félagar, og þakka fyrir góðan þátt sem janfnan. Það er mjög erfitt að pikka út eina skýringu á gengi liðsins, þá aðallega þremur fremstu. Er eiginlega á því að sá sem klóri sér mest í hausnum sé Klopp, meðan við sófaspekingar veltum okkur huglægt upp úr vandamálinu, þá er hann að kljást við það hlutlægt, reyndar hans vinna, en engum treisti ég betur til þess að kljást við þessa krísu, sem er ekkert venjuleg hjá einu liði. Sættum okkur bara við eitt, og það er, að þetta tímabil verður mun meira spennandi en síðasta tímabil.

    YNWA

    4
  3. Takk fyrir þennan þátt. Auðvitað er maður svekktur eins og flestir aðrir yfir gengi liðsins að undanförnu en…
    …þrátt fyrir afföll, dapra leiki, töpuð færi og fleira er liðið alveg við toppinn og í bullandi séns
    …miðvarðavandræði verða að miðjumannavandræðum
    …Thiago, til hliðar, stopp, til hliðar, stopp, aftur og aftur???
    …eftir því sem liðið okkar er meira með boltann gengur ver að skora
    …hausinn ekki rétt skrúfaður á eftir CP leikinn
    …Firmino er ógeðslega góður í fótbolta en hvað er að??
    …eða er þetta sambland af fjölmörgum atriðum, meiðslum lykilmanna, covid leikmanna, leikjaálagi, endalaus hlaup, vanmati?, Klopp?
    …sammála um að menn sem eru á pari, eða nálægt því, í vetur eru Allisson, Robbo og Fabhino. Aðrir eiga eitthvað inni og sumir heilmikið.
    …hvar er Keita???

    4
  4. Ég er með ákveðna kenningu varðandi þetta núverandi form.

    Klopp talaði einhverntímann um að hann vildi frekar vinna 7 leiki 1-0 heldur en einn leik 7-0.

    Svo vinnur Liverpool einn leik einmitt 7-0.

    Núna eru komnir 4 leikir í röð í deild án sigurs. Kannski verða þeir akkúrat 3 í viðbót.

    Vona að ég hafi rangt fyrir mér.

    3
  5. Frábært podcast eins og alltaf.
    Ég ætla að fá að vera bjartsýni gæinn. Mér fannst þessi leikur framför frá síðustu leikjum og það vantar litið uppá að við séum á rettu róli. Spilið v a löngum köflum og ef einn af fremstu þremur hefði verið nálægt sínu eðlilega formi hefði þessi leikur verið búinn í hálfleik. Ég held að nú hrökkvi amk einn þeirra í gang og við förum að raða inn sigrunum. Þá er staðan fljót að breytast.

    3
  6. Ég held að menn megi ekki gleyma því að síðustu tvö tímabil á undan hafa verið fáranleg og ef allt væri eðlilegt væri Liverpool tvöfaldur Englandsmeistari undir stjórn Klopp. Það var bara spurning hvenær þessi niðurtúr kæmi og hversu langur hann verður. Ég nefni sem dæmi sjálft Manchester City. Liðið vann tvö ár í röð, fyrra árið með ótrúlegum yfirburðum og það seinna eftir eitt ótrúlegasta kapphlaup seinni ára. Þriðja árið lendir liðið í lægð, lykilmenn meiðast og liðið nær ekki flugi og virðist reyndar aðeins núna vera að sýna sitt rétta andlit.
    Sama á við um Liverpool. Tímabilin tvö á undan hafa nánast verið taplaus, sigur í meistaradeildinni og svo Englandsmeistarar. Ofan á þetta bætast meiðsl lykilmanna þar sem leikur liðsins hefur riðlast lygilega mikið með meiðslum Virgil van Dijk.
    Þegar við þetta bætist að Jota, sem hafði sýnt að hann gæti fyllt í skarðið fyrir hina heilögu þrenningu, lendir í því að vera frá er voðinn vís.
    Mögulega gæti Thiago verið lykillinn; það sást í leiknum gegn United af hverju hann er talinn vera einn besti miðjumaður í heimi. Ef hann nær að aðlagast liðinu og liðið honum getur liðið komist áfram á sigurbraut. En þetta verður drulluerfitt á næstunni og stuðningsmennirnir verða bara að sýna þessu skilning. Þetta er bara spurning um hvenær en ekki hvort liðið nær sér upp úr þessari lægð.

    9
    • Sammála. Við höfum verið svo ofdekraðir sem stuðningsmenn Liverpool að það svíður niður í görn að þurfa að þola, allt í einu, frekar venjulegt lið. Vissulega mun Klopp finna taktinn aftur og þá vonandi verður það ekki of seint því shittý virðast vera á miklu rönni núna. Blaðran hjá manhjúd mun springa enda sést það líka að þegar þeir fá ekki sín VAR-víti að þá vinna þeir ekki.

      3
  7. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan þátt og fróðlegar umræður. Ég er á sama báti og margir aðrir, þar á meðal Carra, að hafa áhyggjur af Roberto Firmino Barbosa de Oliveira. Þessi afburðasnjalli leikmaður er og hefur verið í mikilli lægð og er það auvitað hluti af skýringunni á slöku gengi Salah og Mané. Firmino hefir tengt þessa tvo saman á aðdáunarverðan hátt og í reynd búið til það gangverk sem gerir þá að hættulegustu framherjaþrenningu heims. Þegar mótorinn í gangverkinu stöðvast þá stoppar gangverkið og skilar engu. Svo einfalt er það.

    Ég hefi líka áhyggjur af tengslum Salah og Mané inni á vellinum. Mér finnst (ath MÉR finnst!?!) að þeir tengi mjög illa saman. Í því sambandi vil ég spyrja tölfræðisnillinga um hvað þeir hafi átt margar stoðsendingar hvor á annan i það heila og hvað stoðsendingar þeir hvors um sig á hinn eru margar á þessari leiktíð. Mig grunar að þær séu gegnusneitt anzi fáar og á þessari leiktíð engin. En það getur verið misminni hvað þessa leiktíð varðar. Heilbrigð samkeppni milli liðsfélaga er af hinu góða en ef hún fer að skemma fyrir liðinu er það eitthvað sem stjórinn þarf að taka á.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  8. Sambland af Hendo og Fabinho í miðvörðum og Thiago á miðjunni er vandamálið okkar í hnotskurn.
    Trekk í trekk sér maður menn taka hlaup en þurfa að stoppa og snúa við því boltinn er ekki að skila sér nógu hratt framávið og sérstaklega þá upp í hornin.
    Áður vannst bolltinn framar á miðjunni og bæng, kominn upp í hlaupin á núll einni.

    Þetta vantar alveg núna.
    Núna eru bakverðir og miðjumenn að reyna að taka menn á eða þríhyrnnigsspila sig gegnum þéttar varnir og engin hlaup skapast úr djúpi þar sem fremstu hanga á línunni eins og makríll á öngli.

    Þetta er bara taktleysi sem menn eru að vinna sig út úr á æfingasvæðinu á fullu.

    Á meðan við getum ekki ráðist á andstæðinginn á miðjunni, unnið boltann og snúið vörn í sókn á núll einni þá þarf að skapast alvöru hætta fyrir utan teig.
    Menn eins og Ox gætu verið að koma með hlaup að vítateig og látið vaða en þá þurfa kantararnir líka að horfa oftar út í teiginn í stað þess að lúðra alltaf beint í markteigspakkann.

    Frimino kallinn var alveg punkteraður og spurning hvort hann eigi ekki að fá að hvíla í vikunni.
    Stutta undirbúningstímabilið tekið toll af mönnum eða hvað?

    Skella bara í 4-4-2 á móti Burnley.
    Mané og Salah nær miðvörðunum.
    Andy og Wijnaldum/MIilner á vinstri væng.
    Trent og Jones/Ox á hægri.
    Hendo og Thiago á miðjunni.
    Matip og Fabinho í miðvörðum auðvitað.

    Tikk takk tikk takk tiki taka

    YNWA

    3
  9. Ég er á því að vandamálið hjá okkar liði er svo einfalt að hálfa væri nóg.

    Það þarf einfaldlega að gera betur úr þessum stöðum sem við komum okkur í sóknarlega, þetta er svo einfalt.
    Liðið er oftar en ekki að stjórnamiðsvæðinu og í sókn meirihlutan af leikjum. Við erum líka að koma okkur oft í stöður þar sem þarf annað hvort að slútta vel eða koma með lokasendinguna en hvorugt hefur verið að gera sig.
    Það gerðist til dæmist margoft gegn Man utd að við vorum með Salah eða Mane 1 á 1 gegn miðverði utarlega í teignum en náðu ekki að klára þá stöðu(sem þeir hafa margoft gert). Það gerðist líka nokkrum sinnum að Andy var galopinn á fjær en annað hvort kom hann ekki með góða sendingu, skotið hans var lélegt en menn náðu ekki að klára sendinguna á Andy.
    Firmino fékk svo tvö tækifæri til að skjóta og skora en í bæði skiptin voru skotin einfaldlega léleg(ekki af því að færið var lélegt).

    Þetta snýst um sjálfstraust og að drulla boltanum í markið. Þegar við klárum næsta leik þá fer allt á flug hjá okkur aftur og maður hlakkar mikið til að slá Man utd úr bikarnum um helgina.

    YNWA – hef fulla trú á Klopp og strákunum.

    7
  10. Vantar sjálfstraust, ótti við að tapa boltanum, einhæfur sóknarleikur. Hin liðin ganga á lagið og leggja rútunni hvert á fætur öðru. Klopp virðist ekki átta sig á hvernig skuli sprengja upp varnarleikinn. Eitt er víst. Ekkert þýðir að dúlla með boltann fram og aftur blindgötuna á miðjunni. Útkoman, liðið skorar sáralítið af mörkum og leikir eru leiðinlegir. Svona horfir þetta við mér en ég kann reyndar ekkert í fótbolta.

    2
  11. Jæja, það er gaman hjá Brendan Rodgers í kvöld. Honum leiðist örugglega ekki í toppsætinu smá stund en hans menn voru „outstanding” og miklu beittari en Chelsea. Furðulega lin og hirðuleysisleg spilamennskan hjá Lampard og co.

    4
    • Haaa? Leicester toppsæti? Bíddu, hrundu ekki samfélagsmiðlarnir hjá mér í síðustu viku vegna þess að Man Utd var að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn?

      5
    • Getum farið að heilsa Lampard og félögum bráðum þarna í 8 sætinu ef við förum ekki að vinna leiki..Meira segja Arsenal fer bráðum að nálgast okkur þá er fjandinn fyrst orðinn laus held ég!

      Nei en að öllu gamni slepptu þá þurfa menn að fara sýna í hvað þeim býr og skora nokkur mörk vonar maður þetta er búið að vera átakanlegt að fylgjast með þrátt fyrir þetta ógeðs covid ástand og enga áhorfendur vill maður ekki horfa á liðið sitt ströggla svona.

      3
  12. Núna var Arsenal að rifta samning við Sokratis Papastathopoulos sem einmitt spilaði undir stjórn Klopp hjá Dortmund, væri hann ekki betri kostur en Rhys Williams eða Nat Phillips ?
    vonandi er verið að skoða skammtímalausnir á þessu vandamáli og ég held að Sokratis gæti verið ágæt lausn fram á vor.
    Klopp ætti að þekkja vel styrkleika hans.

    6
    • er á báðum áttum með það, en í raun tel ég meiri líkur á að hann komi heldur en einhver stór framtíðarkaup.

  13. Þetta hefur ekkert með fremstu 3 að gera, þetta eru meyðsli og rótering leikmanna úr stöðum vegna meiðsla.

    Mér finnst Hrafn Kristinsson koma þessu vel frá sér hér https://m.fotbolti.net/utvarp#player (þáttur enski boltinn Liverpool getur ekki skorað), reyndar er Rikki G þarna líka sem sýnir hvað hann veit ekkert um fótbolta það er reyndar annað mál.

    Ég mæli með þessum þætti.

    1
  14. Nú þegar City tekur toppsætið í deildinni í kvöld, munu kvikna eldar í öllum leikmönnum, og við sjáum Liverpool svoleiðis spóla í gang aftur. Guardiola hefur gert vel í að búa til geðveikt varnarlið, magnað hvað hann hefur breytt um taktík og næstum því breytt spilamennsku liðsins. Klopp hefur nóg fyrir stafni.

  15. Magnús ! ! Ertu að spá okkur tapi á móti utd ??? Hvað er eiginlega í gangi drengur. 😉 Ég hef enga trú á að skerið mæti með sitt sterkasta lið á móti okkur, það bara getur ekki verið, þeir eru búnir að vera í deildarbikar líka og það hlýtur að fara að draga af þeim. Klopp mun gefa Origi, Shaq, Minamino og fleirum sjéns. Ég spái því að við tökum þá 1-2, Origi með eitt og Shaq með hitt. Nú hlýtur þessari eyðurmerkurgöngu að fara að ljúka, áfram í bikranum. Takk fyrir frábært hlaðvarp, enn og aftur drengir !

    • Ég held reyndar að Origi sé búinn að skora sitt síðasta mark fyrir Liverpool. En hvað veit ég?

      #bíðeftirsokknum

Stórmeistarajafntefli 0-0

Jói Berg og félagar heimsækja Anfield – Upphitun