Vicky Jepson hættir sem þjálfari kvennaliðsins

Það eru hræringar í gangi hjá kvennaliðinu okkar, því opinbera síðan var rétt í þessu að tilkynna að Vicky Jepson sé hætt sem stjóri liðsins.

Við vonum að þetta sé gert til að hámarka líkurnar á því að liðið fari aftur upp í efstu deild, en í augnablikinu er liðið í 3ja sæti í næstefstu deild á eftir Leicester og Durham. Liðið tapaði í síðasta leik fyrir áramót á útivelli gegn Durham 0-2, og hefði svo átt að spila gegn London Bees um helgina en þeim leik var frestað út af Covid smiti innan leikmannahóps Liverpool.

Það er því ljóst að til að liðið eigi einhvern möguleika á að komast aftur í hóp þeirra bestu, þá verður allt að ganga upp á seinni helmingi tímabilsins, og reyndar þarf liðið að treysta á að liðin fyrir ofan misstígi sig.

Það fór kannski ekki mjög hátt síðastliðið haust, en þá var Susan Black skipuð framkvæmdastjóri Liverpool Women. Mögulega er hún að láta til sín taka, og við skulum vona að planið sé að setja meiri kraft í kvennaliðið, frekar en að Vicky hafi viljað að klúbburinn myndi bakka liðið betur upp en ekki fengið þann stuðning sem hún vildi.

Nýr knattspyrnustjóri hefur ekki verið kynntur, en við munum segja fréttir af því um leið og þær berast.

3 Comments

  1. Eru menn frá kóp.is bara í fríi, innan við tveir dagar í stóra leikinn og ekkert að frétta

    3

Gullkastið – United í deild og bikar

Upphitun: Toppslagur á Anfield