Gullkastið – United í deild og bikar

Börnin hjá Aston Villa stóðu sig vel en þar sem það dugði ekki til er Liverpool á leiðinni á Old Trafford í næstu umferð bikarsins. Fyrst er reyndar deildarleikur á Anfield við sama lið.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 319

12 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og umræðurnar. Ég er algerlega sammála Magga með þörfina á miðverði og getu félagsins til þeirra kaupa. Purningin er um vilja en ekki getu. Annað hvort er að keupa þennan miðvörð sem vantar sárlega (enginn kom fyrir Lovren?!?) eða Englandsbikarinn rennur okkur úr greipum. Leikurinn við MU er ekki eini leikurinn sem þetta snýst um. Það er M.City, Tottenham,Leicester, W.Ham og svo leikurinn við eVARton líka. Allir þessir leikir gætu tapast ef ekki er bætt úr í vörninni. Þar með er titilvöninni lokið og M. City hirðir titilinn til sína aftur.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 2. Kom fram nákvæmlega hvernig Maggi spáir að leikurinn gegn United fari? #excelskjalið

  2
 3. 100% sammála fyrrum liðsfélaga mínum úr KS ! Varnarmaður er algjört möst, ef að liðið á að vinna titla í sumar. Þá losnar líka um Fab og hann getur farið í sína bestu stöðu sem varnarmiðjumaður. Varnarmann sem getur spilað með VVD í framtîðinni !

  Við vinnum samt scum , 3-1

  3
 4. Alveg sammála Magga að mér er alveg sama hvað það kostar félagið, núna er tíminn til að hamra járnið og ná í annan Englandsmeistaratitil og þá þarf að fjárfesta í miðverði. Við erum í góðum málum akkurat núna í deildinni en það getur orðið ansi fljótt að breytast ef að Fabinho myndi meiðast illa 1 feb og glugginn lokaður.
  Nema auðvitað að þeir haldi að það sé ekki svo langt í Van Dijk en vilji ekki gefa neitt út um það.
  Segjum ef að United vinni Burnley í kvöld og svo kannski okkur í næstu umferð þá eru þeir komnir 6 stigum á undan okkur.
  Nat Philips er einfaldlega ekki með gæðin til að spila með þessu liði.
  Rhys Williams var í láni í 7 deildinni og er langt frá því að hafa gæðin til að spila á þessu leveli núna.
  Klopp er töframaður í að búa til hæfileika en ég held að hann búi ekki til gæði úr þessum 2 leikmönnum á þessu tímabili.

  7
 5. Sammála en ég skil allar hliðar málsins. Við erum bara í svo vondri stöðu, meiðslalega sem var alveg hægt að búast við, að við eigum að bæta við miðverði í janúar. Eitthvað segir mér að VVD komi fyrr en búist var við en það er ekkert hægt að treysta á það í þessari stöðu.

  2
 6. Auðvitað á Klopp á að fá miðvörð í Janúar. En staðan er þessi og við verðum bara að sætta okkur við það. Gleymum því ekki að ef við vinnum United þá erum við á toppnum, staðan er ekki verri en það. Verum aðeins jákvæðari. Finnst þeir ágætu menn í gullkastinu full neikvæðir.

  3
 7. Ef ég ætti eina ósk… þá væri það troðfullur Anfield á sunnudaginn.

  Pæliði í því hvað stemmningin væri geðveik!

  (og nú má Covid fara að hypja sig heim í leðurblökuhellinn…)

Aston Villa 1-4 Liverpool

Vicky Jepson hættir sem þjálfari kvennaliðsins