Upphitun: Bikarbardagi á Villa Park

Það var stórveldadráttur í fyrstu umferð hins sögufræga FA Cup þar sem stórsöguleg lið drógust saman. Okkar eigin Rauði her með 7 stykki FA bikara mætir Eng-Miðlandaliðinu Aston Villa með sömu 7tölu af sama bikar. Eitthvað þarf undan að láta og spurning hvort það verði fótbolti, Covid eða annað.

Upphitunin verður upphituð með nýjustu uppfærslum er þær verða uppfærðar!! (Covid Staðfest)

Leikurinn fer fram þrátt fyrir mikil Covid-smit í herbúðum Aston Villa og munu þeir tefla fram mjög unglegu liði frá leikskólunum Villaborg og Astongarði.

Mótherjinn

Covid-Karma ákvað að taka undarlegan sögulegan snúning á þessu bikareinvígi okkar ágætu liða með fréttum dagsins. Rétt rúmt ár er frá því að Liverpool neyddist til þess að stilla upp U-18 ára liði sínu gegn fullorðins Villa-liði útaf leikjaskipulagi í keppni heimsmeistara félagsliða. Sú ákvörðun var einföld og auðveldlega réttlætanleg er heimsbikarnum var hampað en enska pressan átti sinn dag að vanda.

Aston Villa unnu deildarbikarleikinn 5-0 á sínum heimavelli en Liverpool lyftu á loft heimsbikar félagsliða í annarri heimsálfu. Allir Púlarar og aðrir geta gert upp hug sinn hver var gáfulegasta ákvörðunin í þeim efnum.

Liverpool voru heimsmeistarar ársins 2019

Að öllu ofangreindu er ljóst að ekki verður mikið spáð í af undirrituðum hvaða U-18 liði Aston Villa gæti stillt upp.

Liverpool

Eftir að Liverpool skellti sér með risastórri jólayfirlýsingu á deildartoppinn með 0-7 sigri á Crystal Palace þá hefur allt farið í jólaköttinn hjá Rauða hernum. Óþarfi er að strá salti í sár Púlara með því að telja hörmungarnar upp en ný bikarkeppni á nýju ári býður upp á ákveðin tækifæri. Hversu mikill metnaður Klopp er til að vinna engilsaxneskar bikarkeppnir verður ávallt til umræðu en þessi einstaki bikarleikur gæti boðið upp á ákveðið tækifæri til hvíldar á mannskap, leikæfingu fyrir bekkþreytta og jafnvel sigur til að hress mannskapinn andlega fyrir stóra næsta leik gegn Manchester United.

Að því sögðu og að öllum sóttvarnarskýrslum yfirförnum þá mun þetta verða líklegasta uppstilling Liverpool í uppkomandi bikarleik:

Líkleg líðsuppstilling Liverpool í leikkerfinu 4-3-3

Blaðamannafundur

Klopp mætti í óvissuna í blaðamannafundi dagsins og svaraði spurningum eftir bestu hágæða vitund:

Upphitunarlag

Miðlandalið að mæta Englandsmeisturum í miðlífskreppu þýðir bara eitt upphitunarlag í beinni frá mökkleiðinlegum miðbæ Birmingham. Á einn eða annan hátt verðum við öll á endanum “úrvinda” í okkar eigin sædýrasafni. Þannig er lífið, sérstaklega í Miðlöndunum:

Sagnfræðin

Í gamla daga fór fram eftirminnilegur bikarleikur árið 1996 þar sem Aston Villa mætti Liverpool á hinum hlutlausa velli Old Trafford. Ef eitthvað þá gíraði hlutlausi völllurinn Rauða herinn upp og úr varð klassískur bikarleikur þar sem Guð var með sýningu á sínum mætti:

Spaks manns spádómur

Spádómsmaskína upphitunarskríbents hefur gengið fram og aftur blindgötuna með hin ýmsu stærðfræðimódel sér til aðstoðar. Hin lógískasta og útreiknanlegasta niðurstaða er sú að Liverpool vinni leikinn 0-5 eða 2-7 til mótvægis við hið sagnfræðileg 5 marka tap. Elementary my dear Dr. Milner.

YNWA

11 Comments

 1. Ég hélt að reglan væri að það yrðu að vera 13 leikmenn færir úr adallidinu. Af hverju hafa þeir verið að fresta deildarleikjum en ekki fara niður í unglingalið þar ? Bara pæling. Ekki það að eftir að víkka fékk einn 4 liða úrslitaleik gegn okkur gefins í fyrra er þetta ekkert nema bara smá fyndið ef leikurinn fer fram og þeir með unglingaliðid sitt

  2
  • 14 leikmenn úr aðalliði + U23.

   Mjög góð spurning af hverju City-Everton var frestað, frekar en að City þyrftu að mæta með U23. Mögulega er fyrst skoðað hvort sé hægt að fresta vegna leikjaprógramms, og ef það er ekki hægt er skoðað hvort smitaða liðið eigi 14 aðalliðsmenn plús kjúklinga.

   4
 2. Fáranlegt að spila þennan leik í ljósi aðstæðna og ljóst að það gilda ekki sömu reglur fyrir öll lið varðandi frestanir. Vona bara að það berist ekki smit leikmanna liðanna. Það væri ekki á bætandi að missa einhverja leikmenn í Covid fyrir Utd. leikinn.

  5
 3. Búið að stafesta að leikurinn fer fram og Villa teflir fram U23/U18 leikmönnum – að öðrum kosti hefðu þeir líklega þurft að gefa leikinn og Liverpool komið áfram. Tengist m.a. eitthvað leikjaprógramminu hjá Villa.

  En sammála athugasemdum hér að ofan – eiginlega hálf kjánalegt að vera spila þessa leiki í ljósi ástandsins á Bretlandseyjum og væri týpístk að missa leikmenn í Covid fyrir 17 janúar! Og maður áttar sig ekki alveg á afhverju sumum leikjum frestað og öðrum ekki – virðast geðþótta ákvarðanir eins og VAR!

  Þetta er að verða hálf súrrealískt ástand!

  3
 4. Sælir félagar

  Ég verð að segja að ég hefi afar litlar skoðanir á þessum leik. Bezt væri að Villa gæfi hann bara og ekkert yrði leikið. Ef það er grasserandi smit hjá Villa vil ég ekki vera hætta okkar leikmönnum í að leika og eigandi á hættu að smitast. Að öðru leyti er mér nokk sama um þennan leik. Þó má líta svo á að hann sé góður til að koma mönnum eins og Tiago og fleirum í leikæfingu en annan tilgang hefur hann ekki fyrir Liverpool

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 5. Jamm

  Ættum að vinna. Held það sé augljóst.

  Vonandi fá nýjar lappir að spreyta sig.

  1
  • Sælir félagar

   Ég vona að Robbo fái frí í þessum leik. Hann er þreyttur og þarf að vera í sínu bezta formi þann 17.
   Það er nú þannig

   YNWA

   5
 6. Fáránlegt að spila þennan leik. Ég vona bara að ENGIN okkar leikmanna smitist ! Það væri alveg eftir því að við værum svo með nokkra sterka leikmenn smitaða eftir leikinn :-/

 7. Held ég væri jafnvel til í að við myndum bara gefa þennan leik og minnka þar með áhættuna á smiti fyrst að FA þorir ekki að standa í lappirnar til að vernda leikmenn.
  Skárra að sleppa einum leik sem skiptir litlu máli og leggja áherslu á leiki sem skipta meira máli

 8. Óvenju sterkt byrjunarlið í kvöld ! Fab, Hendó, Mane og Salah byrja allir.

 9. Er pínu hissa á hve sterku liði Klopp stillir upp. Hugsanelga á að leggja meira effort í bikarinn þetta árið. Held samt að pælingin er að reyna koma mönnum í gír eftir slaka frammistöðu í síðustu leikjum. Mögulega á að prófa nýjar áherslur sem hægt er að nota þennan leik í að þróa. Hefði samt viljað sjá leikmenn eins og Thiago og Shaq spila. Fabinho hefði líka mátt hvíla, hvað verður ef hann meiðist í þessum leik. Gini mætti líka hvíla, sérstaklega ef hann er ekki að fara skrifa undir.

Gullkastið 2020 > 2021

Sterkt byrjunarlið gegn unglingum Villa