Sterkt byrjunarlið gegn unglingum Villa

Það hefur verið margt skrítið í kringum FA-bikarleik Aston Villa og Liverpool sem hefst eftir tæpa klukkustund. Í gærkvöldi var óljóst hvort hann færi fram vegna fjórtán Covid smita hjá Aston Villa en þar sem einu valmöguleikarnir voru engir til að fresta leiknum þá hefði Aston Villa annað hvort þurft að gefa leikinn en spila á unglingaliðinu sínu.

Það er pínu fyndið að þegar liðin mættust í bikarnum í fyrra þurfti Liverpool að spila á unglingaliði sínu því aðalliðið var að keppa á Heimsmeistaramóti félagsliða. Nú er þessi snúið við svo Liverpool getur núna hefnt sín!

Klopp stillir upp mjög sterku liði miðað við hvernig málin hafa þróast en ég held að liðið hafi verið fyrirfram ákveðið og þarna eru leikmenn sem eiga að spila sig í gang.

Kelleher

Neco – Rhys – Fabinho – Milner

Henderson – Wijnaldum – Jones

Salah – Minamino – Mane

Bekkur: Alisson, Thiago, Chamberlain, Firmino, Origi, Shaqiri, Phillips, Trent, Robertson

Fimm til sex af þeim sem hafa verið í byrjunarliðinu undanfarnar vikur byrja þennan leik og allir aðrir spilað deildar- og Meistaradeildarleiki á leiktíðinni og mjög sterkur bekkur.

Klopp telur líklega að þetta sé mikilvægur leikur fyrir lið sem er í pínu lægð og vantar takt og jákvæðni í sinn leik. Vonandi munum við ekki þurfa að pirra okkur á of sterku byrjunarliði í kvöld.

Maður vill sjá stóran sigur og mörg mörk frá nokkrum aðilum í þessum leik.
Greinilegt að Klopp

57 Comments

  1. Skil þetta bara ekki…hvað er Klopp að hugsa??? Eru Mane og Sala farnir að stjórna því sjálfir hvort þeir spila, bara til að safna mörkum. Þetta er algjört rugl og svo Hendó og Wijni á miðjunni en með Ox, Shaq og Thiago á bekknum. Er maðurinn gjörsamlega að tapa sér?

    3
    • Slökum á…. það eru 9 dagar í næsta leik, auðvitað þarf að koma mönnum í einhvern gír. Þetta er bara finn æfingaleikur

      7
      • Já en það er þá eins gott að menn meiðist ekki. Við munum nú hvernig fór í Danmörku. Svo er spurning hvort reyna eigi að eyða tækifærinu í að koma þeim í gang sem ekki hafa verið að standa sig þrátt fyrir mikinn spilatíma. Eða kannski spila þeim í gang sem eru að koma úr meiðslum til að skapa samkeppni og veita hinum hvíld.

        3
      • Menn eru bunir að fá næga hvíld og það er ekkert hægt alltaf að vera hræddir við meiðsli þá gætum við bara bannað þeim alveg eins að æfa, þurfum bara að fá þessa menn í gang því þeir hafa alls ekki verið upp á sitt besta

        2
      • En ef þeir komast ekki í gang? Er þá ekki rétt að láta reyna á þá sem eru að stíga upp úr meiðslum? Þýðir lítið að berja höfðinu í stein og vona það besta, betra að nota höfuðið til gagns.

        2
      • En er einhvað endilega rétt þá að henda þeim sem eru að stíga upp úr meiðslum í svona “óþarfa” leik og þeir eru kannski ekki alveg redy og meiðast aftur? Það eru 2 hliðar á peningnum… við verðum nu bara að treysta þeim sem stjórna áfram gakk

        2
      • Þeir væru ekki á bekknum ef þeir væru ekki ready. Ég hefði frekar viljað skoða þá og koma í leikþjálfuun. Manjú og Meistaradeildin framundan…Auðvitað verðum við að treysta þeim sem stjórna, maður hagar sér svolítið eins og í tölvuleik. En það er það eina sem við getum gert til að krydda áhugann 😉

        2
    • Ef þú heldur að einhver annar en Klopp stjórni því hver eða hverjir byrja leikina þá ertu á villigötum. Klopp var að ég held alltaf búinn að plana þetta byrjunarlið auk þess sem það eru 5 skiptingar leyfðar í bikarnum. Þær verða allar notaðar í kvöld.

      5
      • Hann hefði mátt endurskoða sitt plan með hliðsjón af aðstæðum. Vona bara að menn haldist heilir og komist í gírinn fyrst þetta endaði svona. Gríðarlega þétt prógram framundan í deildar-, bikar- og evrópukeppni.

        3
  2. 3.2.1Kristján

    Þétt prógram framundan?

    Það eru 9 dagar í næsta leik. Margir fá 2 vikna pásu frá Southampton leiknum.

    Engin ástæða til að hvíla leikmenn þegar svo seint er í næsta leik.

    Sem betur fer stjórnar ekki mögulegur ótti við meiðsli liðsvali Klopp.

    4
    • Hefur þú kynnt þér prógrammið framundan? Held ekki, sérstaklega ef við vinnum í kvöld. Við erum að tala um 2-3 daga milli leikja næstu vikurnar. Kannski frekar tækifæri til að spila fleirum í gang en að hvíla. Eða þá hitt að gefa öðrum tækifæri frekar en að spila á mönnunum sem hafa ekki verið að standa sig.

      2
  3. Hvernig getur .þetta lið verið svona dapurt. Það er eins og það sé enginn metnaður. Allt gert með hálfum huga og verið þannig undanfarna leiki!

    2
  4. Klopp, hvað nú. Ekki peningur til að kaupa hafsent. Hvernig væri að bjóða Sala til sölu ef það vantar pening. Hann er áhugalaus.

    3
  5. Rosalega er þetta lélegur fyrri hálfleikur hjá okkur
    Það er verið að spila á móti krökkum og það er 1-1 í hálfleik.
    Útaf með Mane, Salah og Hendo og inn með Origi, Shaqiri og Thiago.

    6
    • jebb, og var ekkert að grínast með það. Flestir voru að spá 6-14 mörkum á twitter.

      1
      • Nebblega! Menn mega nú samt ekki fara fram úr sér í tippinu! :0) Þetta eru sprækir strákar hjá AV og margir að spila úr sér lungun í þessum leik gegn meisturunum. Markmaðurinn þeirra náttúrulega að eiga flottan leik. En að sjálfsögðu eiga okkar menn að gera miklu betur!

        1
  6. Vonandi er þetta sparkið og niðurlægingin sem menn þurfa. Vona bara þetta hafi ekki áhrif á sjálfstraust manna.

    2
    • Það er akkurat það sem ég hugsa þeir hljóta að skammast sín ég trúi ekki öðru núna.

      2
    • Svo var reynt að réttlæta liðsuppstillinguna með því að spila mönnum í gang. Hefði ekki verið betra að spila þeim í gang sem eru að koma úr meiðslum? Auka með því breiddina og samkeppnina.

      2
  7. Að vera með stöðuna 1 – 1 á móti þessum krökkum er þeim sem eru inná vellinum til skammar. Menn eins og Hendo með einhverjar smartar sendingar sem detta í lúkurnar á markmanni strákann litlu. Virðingarleysið og aumingjahatturinn sem leikmenn LFC sýna er ömurlegt. kraftleysið og montið skín af hverjum manni sem er inná vellinum. Ég skammast mín fyrir hbvernig leikmenn LFC nálgast þennan leik. Jones heldur áfram að klappa boltanum og Milner heldur að hann sé Messi. Ég geri þá kröfu á li’ðið að það beri virðingu fyrir verkefninu en þessi hroki er óþolandi

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  8. Hendó og Gini átakanlega slakir.

    Eins og oftast áður kemur lítið út úr Minamino.

    Rhys virðist skorta hraða.

    Er farinn að vonast eftir covid hléi

    2
  9. Ha ha ha…hvernig er þetta hægt. Þeir eru að ýta okkar mönnum af boltanum og þá er ég ekki að tala um Williams bræður og Curtis sem er á svipuðum aldri heldur Henderson, Salah, Gini og Minamino.

    Ef þetta fer illa þá verður það mesta niðurlæging í sögu klúbbsins. Verra en 6-1 á móti Stoke eða 7-2 á móti fullorðna Aston Villa.

    Veit að það hljómar undarlega en gætu menn látið Klopp fara ef þetta tapast? Nei andsk…..

    3
  10. Sælir félagar

    Það er hroki og heimska sem sem einkenna leikmenn LFC í þessum leik. Þeir eru að spila við unglinga sem vitað er að leggja sig alla fram í leiknum. Það á að sýna þeim þá virðingu að leggja sig sjálfir fram og fara inn í leikinn eins og unglingarnir sem verið er að spila við eiga skilið. Að ætla bara að vinna þetta í rólegheitum “með einari” er leikmönnum og stjóranum til skammart. Þessir menn hafa 9 daga til að blása mæðinni eftir leikinn. Krafan er einfaldlega sú að menn leggi sig alla fram og vinni þennan leik með sóma ddjöfullinn hafi það. Svona frammistaða er liðinu, stjórnanum og okkur stuðningsmönnum til skammar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  11. Sama spilamennska og síðustu vikur. Þetta lagast næsta vetur þegar van djik og gomez verða komnir í vörnina aftur.

    1
  12. Lýst er eftir liði. Vel skipað og spilaði snarpan sóknarbolta. Vann leiki og svoleiðis. Týndist einhvers staðar á milli Selhurst Park og Anfield. Var í einlitum rauðum búningi síðast þegar til þess sást. Afgreiðsla vísar áfram.

    4
  13. Klopp situr á bekknum með svip eins og eiginmaður eftir að konan hefur komist á snoðir um ferð hans í rauðahverfið í Hollandi. Þ.e.a.s. veit upp á sig sökina og hefur ekkert sér til málsbótar, situr bara með hendur í skauti og skammast sín. Finn til með honum en er honum reiður og efast um leið.

    3
  14. Lfc spila svo hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta að maður er farinn að dotta fyrir framan imbann . Það er algjör krafa að vinna unglinga lið með 4 til 5 mörkum og halda hreinu .

    1
  15. Winjaldum fagnaði ekki einu sinni..samningsmál eða skammast sín fyrir frammistöðuna ?

    4
  16. Hvar er gleðin í þessu liði, enginn að fagna. Klopp verður að fara uppá lappirnar.

    2
  17. Nú fer að verða óhætt að setja origi inn á… samt tvö mörk í viðbót fyrst

    1
  18. Jæja okey vaknaðir greinilega gott að fá spark í rassinn í fyrri hálfleik.

    2
  19. Jæja….núna eru komnir yfirburðirnir sem eiga að einkenna leikinn.

    En er ekki ljóst að Rhys er ekki nógu góður?
    Þurfum hafsent hvað sem raular og tautar

    2
  20. Ég get ekki annað en verið sammála mörgu af því sem sagt hefur verið og gæðin hefðu getað verið meiri hjá okkar mönnum. Verð þó að hrósa ungu strákunum hjá AV. Ótrúlega baráttuglaðir og skipulagðir miðað við aldur og reynslu. Þetta verkefni er búið og áfram gakk.

    Að sjá komment þess efnis að Klopp eigi að gera þetta svona eða hinsegin – í besta falli barnaleg. Þetta er maðurinn sem kom félaginu á toppinn (og þar erum við enn) og ef menn/konur/börn geta ekki staðið með mestu gæfu félagsins sl 30 ár þá er bleik brugðið.

    Þeir sem hafa búið í Bretlandi og eiga þar vini og fjöskyldu vita að landið er að ganga í gegnum mestu hörmungar síðan í síðari heimstyrjöldinni. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum leikmönnum, þjálfurum og öðru starfsliði sem spilar fyrir tómum völlum og lúta ströngum sóttvarnarreglum til þess að gefa aðdáendum tækifæri til þess að gleðjast og þjást í þessum fordæmalausu aðstæðum.

    Njótum og þökkum fyrir það að félagið er vel rekið, með frábæra leikmenn og stjóra og bestu stuðningsmenn í heimi.

    5
    • Sammála full langt gengið að hrauna yfir Klopp..Hann er ekki inná vellinum.
      Þetta er spurning um að leikmenn sýni og sýndu að þeir væru að spila fyrir Liverpool.

      Fyrri hálfleikurinn var að sjálfsögðu bara lélegur og ég var alveg einn af þeim sem var mjög pirraður yfir honum en í þeim seinni þá kom Liverpool liðið okkar útur göngunum og það er Klopp að þakka og engum öðrum í þetta sinn.
      Skiptingarnar skiptu líka höfuð máli ..hefði maður viljað sleppa að sjá aðaliðið koma nánast flestir inná ..já sjálfsagt en engu að síður Klopp lagaði þetta í seinni hálfleik.

      1

Upphitun: Bikarbardagi á Villa Park

Aston Villa 1-4 Liverpool