Gullkastið 2020 > 2021

Tap gegn Southampton ofan á tvö afleit jafntefli fyrir áramót. Liverpool er á barmi þess að vera í sinni fyrstu krísu í nokkuð langan tíma. Það er rosalegt prógramm framundan næstu mánuði og spurning hvort hópurinn verði eitthvað styrktur fyrir þau átök. Fórum yfir vonda byrjun á nýju ári.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 318

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

27 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og spjallið. Ég er algerlega á Magga línu og hefi áhyggjur af framtíðinni og liðinu okkar. Ég vil ekki sjá framhald í FA bikarnum og Klopp verður bara að styrkja vörnina hvað sem það kostar.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 2. Sæl og blessuð og takk fyrir hressilegt hlaðvarp.

  Erum efst í deildinni þrátt fyrir monumental klúður á alla kanta. Erum að ganga í gegnum viðlíka blús núna eins og hin stóru liðin hafa gengið í gegnum í haust. Þetta er lærdóms- og þroskatími, nokkuð sem allir sigurvegarar þurfa að ganga í gegnum. Þeir sýna svo og sanna sitt rétta eðli og upplegg er þeir rísa á fætur eftir hrösunina. Það verður einmitt hlutskipti okkar.

  Spái rosalegu rönni f.o.m. mu-leiknum.

  Og ég hef aldrei rangt fyrir mér.

  23
 3. Mér er shit sama hvernig leikurinn nk gegn A.villa fer þessi FA bikar mér er sama veit að mörgum langar í þennan bikar vill sjá algjört varalið spila hinir hafa ekkert erindi í hann þeim veitir ekkert af hvíld enda búnir að vera virkilega slakir og geta ekki versnað mikið meira. Leikurinn á eftir honum þar er mér ekki sama þar skulu þeir rísa upp og verjast sóðunum í manchester og vinna.

  7
  • Það að þú skulir vera kominn með 5 þumla fyrir þennan finnst mér ótrúlega sorglegt. Þetta er stór bikar og fyrir löngu er kominn tími á að Klopp sýni honum virðingu og reyni nú að sýna smá metnað.

   Liðið fékk auðveldasta jólaprogrammið en skeit uppá bak. Fokk þreyta, dreptu mig ekki. Klopp skal drullast til að stilla upp sterku liði !

   5
   • Ef það er ekki þreyta hvað er þá að hrjá meistara liðið sem hefur tekið 4 stig í 4 leikjum gegn 4 botnliðum PL og tapa svo fyrir southampton.

    Búnir að vera lélegir það er það sem er að hef ekki hugmynd hvað er í gangi en er að vona það sé frekar þreyta en að Liverpool séu að breytast í Arsenal fyrir jól.

    En hey ég gleymi það má ekki segja neitt á móti flæðinu hér þá koma pollýönur eins og þú og segja skamm.

    2
   • Sammála. FA bikar er stór bikar og það hefur sýnt sig að þegar leikjaprógrammið er þétt þá erum við að spila best. Stilla upp sterkasta liðinu. Síðan eru 9 dagar í næsta leik.
    Mér finnst menn of neikvæðir í gullkastinu. Það ganga öll lið í gegnum dýfu. Gleymum þvi ekki að við erum þrátt fyrir allt efstir í deildinni og í bullandi séns á að verja titilinn.

    2
  • Ef það er að vera pollyanna að vilja sýna fa cup virðingu og sýna metnað gagnvart henni þá skal ég glaður vera pollyanna fyrir þig. Að þú og aðrir stuðningsmenn vilji gefa skít í hana finnst mér sorglegt, virkilega sorglegt.

   Enginn ástæða að hvíla. Leikmenn vilja örugglega komast sem fyrst útá völl og spila. Það þarf að gera einhverjar áherslubreytingar og þarf að koma því í praxis sem fyrst.

   1
   • Ég hef mínar pælingar og hugsjónir í sambandi við þennan leik/keppni eflaust ekki vinsælt skil það og þú hefur þínar sem eru að mínu mati jafn gildar enda eru þetta fínar rökræður.

    Ég legg til við sjáum hvað Klopp gerir á morgun hver veit kanski mun hann mæta brjálaður til leiks ég yrði ekkert á móti því og kanski sendir hann kjúllana á svæðið það verður í það minnsta áhugavert.

    1
 4. Það þarf algjora hugarfarsbreytingu hja Klopp og leikmonnum til að koma liðinu a sigurbraut a ny.

  5
 5. Varðandi að styrkja vörnina þá á Liverpool að leggja allt kapp í að fá Alaba strax í jan.
  Hann er gríðarlega reynslumikill, hann spilar miðvörð, vinstri bakvörð og á miðjunni.
  Það er alltaf erfitt að ætla varnarmanni að komast strax inní spilamennsku liðsins en þá ætti það að hjálpa að fá svona góðan leikmann sem alla þessa reynslu.

  12
  • Það er slúðrað um að eitthvað sé að gerast í þeim efnum. Bayern vilja fá pening frekar en að missa hann frítt í sumar.

   Launakröfur og há greiðsla við undirritun mun þó væntanlega kæfa dæmið, enda er Real líklegri áfangastaður.

   Vonum samt að okkar menn séu með fleiri egg í körfunni. Ég hef þegar orðið fyrir vonbrigðum með að ekki sé þegar búið að landa miðverði. Hvað hafa menn verið að gera síðan Gomez meiddist?

   2
 6. Sæl öll og gleðilegt ár!

  Við ætluðum ekkert að versla í sumar m.a. vegna covid og tekjumissinn tengdum því. Frestum stúkunni , hendum þá í ágætis kaup, líklega þau bestu af topp 6 liðunum ekki satt? Hver ætli staðan sé núna þegar allt er enn í rugli og deildin rétt fær að rúlla áfram í útgöngubanninu? Sé að sumir eru í fifa gírnum og vilja Alaba. Ætli það séu ekki bara 2-3 lið í veröldinni sem geta uppfyllt hans launakröfur. Finnst ykkur miðað við sumarið óvænta að við sjáum leikmann í glugganum eða er félagið bara alls ekki með fjármagn til þess?

  Vil svo bara minna alla á að við erum á toppnum og vorum á toppnum þriðju jólin í röð. Að vegna meiðsla erum við að misstíga okkur og í þessum öldudal er það allra mikilvægast að fara ekki á taugum. Tap í næsta deildarleik yrði engin heimsendir bara helviti erfiður biti að kyngja.

  Magnað þetta lið okkar að þegar einn er ekki upp á sitt besta fylgir liðið allt hálfpartinn á eftir. Á móti kemur gerist það örsjaldan og þegar það dettur í gírinn fylgja allir með, leikmenn, þjálfarar og ekki síst við stuðningsmennirnir. Þá vinnum við alla leiki. Nú ættum við að stíga upp, hætta þessari neikvæðni og rífa þetta lið aftur til skýjanna. Liðið mun fylgja á eftir. Ekki gagnrýna og kenna öðru um ef það tapar. Þetta sem liðið er að ganga í gegnum núna er mannlegt og allir lenda í þessu, öll lið. Nú ætti að koma í ljós hvers vegna allir öfunda okkur af því að hafa Klopp. Hann mun koma leikmönnunum sínum aftur í gang. Hvort hópurinn nú sé nógu sterkur til að vinna í vor veit enginn, við munum allavega berjast við þau lið sem ætla sér það einnig.

  Vonandi spilar sterkasta liðið okkar við Villa um helgina. Þessir strákar vilja spila alla leiki, helst daginn eftir tapleiki. Svo hefur mér alltaf fundist of mikið frí, margir dagar á milli leikja, taka taktinn úr liðinu. Leit nú heldur betur vel út um jólin. Klár 9 stig þar. Fengum flestar stundir milli leikja. Þessum hóp gengur best þegar mikið er spilað og minna æft.

  Þetta er bara fótbolti?

  12
 7. Þessi kjarni leikmanna er hluti af besta Liverpool liði sem maður hefur séð og er ég viss um að við komust aftur á strik og get ekki beðið eftir Man utd leiknum þar sem við munum mæta dýrvitlausir til leiks og klára það dæmi.

  Í sambandi við FA Cup leikinn gegn Villa á föstudaginn þá hef ég oftar en ekki verið á því að leggja ekki áherslu á þessa keppni en í þessum leik vill ég gera undantekningu útaf þremur ástæðum.

  1. Það eru 9 dagar í næsta leik á eftir.
  Venjulega vill maður sjá okkur spara fæturnar en við fáum góða pásu eftir þennan leik og því engin ástæða að setja lykilmenn á bekkinn bara til að fá tveggja vikna hvíld milli leikja.

  2. Við töpuðum fyrir A.Villa 7-2 um daginn.
  Það þarf að svara fyrir þetta tap og er ég viss um að okkar menn eru með blóð á tönnunum fyrir þennan leik.

  3. Þurfum að komast í gang.
  Eftir jafntefli gegn WBA, Newcastle og tap gegn Southampton væri helvíti gott að koma með sigurleik inn í Man utd leikinn og það væri gott fyrir sjálfstraust framherja okkar að setja bolta í netið og leyfa Thiago að fá fleiri mín og læra á samherja sína og þeir á hann.

  Svo í næstu umferð FA Cup(ef við sigrum) þá má láta aukaleikari spila meira í þéttum prógrami og hver veit nema að við fengum góðan drátt( gegn neðrideildarliði) sem þarf ekki að spila á okkar sterkasta.

  YNWA- Nú er boltinn hjá Klopp og strákunum. Það hefur verið mjög auðvelt að styðja þá og fylgjast með undanfarinn ár en núna er smá brekka og þá er óþarfi að rífa allt niður heldur komust við í gegnum þetta.

  12
 8. Flott podcast að vanda. Varðandi hlut dómara (og VAR) í ógöngum okkar manna þá finnst mér ekki hægt að afgreiða það bara þannig að enskir dómarar séu lélegir- sem þeir vissulega eru. Það skýrir bara ekki hvernig hallar svo áberandi á Liverpool liðið á fleiri en einn mælikvarða í dómgæslu.

  6
  • Algjörlega sammála þessu og mér finnst ég stundum vera að skalla veggi með því að tala um þetta. Málið jafnast flest atvik út á heilu tímabili en við erum ekkert að tala um slíkt. Við erum að tala um svo afgerandi og áberandi hlutdrægni t.d. hjá einu liði sem eru nágrannarnir okkar.

   Ég var t.d. búinn að gleyma hálstakinu hans mcgywer (sem átti að vera víti og gult/rautt en var ekkert) eða hvað sem hann heitir og hálstakið hjá cavani (alltaf rautt en ekkert skoðað). Þetta gerðist ekkert á móti okkur en mér finnst þetta vera klár lína hjá FA þetta tímabilið. Nú veit ég ekki hvernig FA er stjórnað, raðað niður og sett saman en það er klárlega einhverjar línur þar í gangi. Þetta er svo langt frá því að vera einhverjar tilviljanir og þetta á ekkert að viðvangast.

   Enskir dómarar eru ótrúlega slakir, sérstaklega ef miðað er við hversu deildin er sterk og það sást nú best á HM í Rússlandi þar sem enginn enskur dómari var valinn þar inn. Maður hefði nefnilega haldið að VAR myndi aðstoða slaka dómara en kerfið virðist virka öfugt en það er léttara að sjá ósamræmið og hverjir fá sérmeðhöndlun og hverjir fá bara að eiga sig.

   Við hefðum aldrei fengið víti á móti Soton þó svo að við hefðum verið boxaðir niður í teignum. Það var svoleiðis afgerandi að Liverpool átti ekkert að fá. Eins og Klopp sagði um hendina að hann var varla búinn að snúa sér við og þá var búið að blása af vítið. Þetta var 100% víti, allan daginn og alla daga en við fáum ekkert og megum alveg fara að byrja á því að taka rooney á þetta og grenja í dómurunum í leikjum og eftir leiki. Þetta er skemma minn áhuga á þessari íþrótt og það ber að laga.

   6
   • Það virðist vera sem flestir ef ekki allir þessirfjölmiðlar og fótboltasérfræðingar séu alls ekki púllarar, þvi það er nákvæmlega ekkert verið að velta þessu upp. Þeir eru bara að njóta þess að sjá liðið okkar verða fyrir barðinu, og skella þessu bara á að Klopp sé orðinn vælukjói!

    2
 9. Þrjú stig á móti Fulham,WBA og Newcastle er bara ekki í LFC standard. Vonandi er tapið á móti Southampton það síðasta í deildinni í nokkurn tíma. Það virðist sem okkar leikmenn eigi auðveldara með að gíra sig upp móti betri liðunum en þeim slakari. Við tökum aston villa 1-2 enda Klopp brjálaður með sína leikmenn og er búin að taka hárblásarann á þá undanfarna daga. Mane með bæði mörk okkar eftir að hafa komið inná á 65 mínútu. Síðan rúllum við yfir næsta deildarleik þó svo að óli litli og hans dýfur fái tvær vítaspyrnur, en fyrir þann leik verður vonandi komin miðvörður til okkar.

  1
 10. Ein pæling: er Herr klopp ekki með önnur vopn í fórum sínum en þetta 4:3:3 kerfi sem virðist vera eina uppstillingin sem er notuð ? ég eins og aðrar sófakartöflur set spurningarmerki við að ekki séu reyndar aðrar aðferðir þegar illa gengur. En það er víst ástæða fyrir því að Klopp stjórnar liðinu en ekki ég.
  Keep on rocking !

  3
 11. FA bikar er stór bikar og það hefur sýnt sig að þegar leikjaprógrammið er þétt þá erum við að spila best. Stilla upp sterkasta liðinu. Síðan eru 9 dagar í næsta leik.
  Mér finnst menn of neikvæðir í gullkastinu. Það ganga öll lið í gegnum dýfu. Gleymum þvi ekki að við erum þrátt fyrir allt efstir í deildinni og í bullandi séns á að verja titilinn.

  3
 12. Sælir félagar

  Það er ljóst, hvort sem menn vilja segja að menn séu of neikvæðir í gullkastinu eða ekki, að liðið er í sögulegri lægð. Svona djúp og langvarandi lægð hefur ekki komið fram á ferli Klopp hjá Liverpool. Það er að mínu mati rétt sem Maggi sagði um það að merki þess að þetta væri að gerast byrjuðu að sjást í Watford leiknum og hafa verið að tikka jafnt og þétt inn síðan með einstaka undantekningum í báðar áttir. Þar á ég við leiki eins og gegn A. Villa og C. Palace. Hvað sem veldur þá er þetta svona og það er áhggjuefni.

  Hvað veldur þessu veit ég ekki. Það má benda á að við sem vorum með langverðmætasta lið heims fyrir nokkru eigum nú aðeins TAArnold ?!? í liði verðmætustu leikmanna heims. Menn eins og Salah, Mané, Robertson, Henderson og svo auðvitað VvD komast ekki nálægt því að vera á blaði þar. Þetta segir eitthvað um frammistöður þeirra (nema VvD) á undanförnu misseri. Alisson er í 3ja sæti yfir markmenn sem helgast af veikri vörn fyrir framan hann. Að vísu eru fleiri þættir en frammistaða leikmanna reiknaðir þarna inn – en samt. Þetta er fall í gæðum og þar með verðmæti.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 13. Nú er það nokkuð víst að leik okkar annað kvöld cerður aflýst vegna covid smita hjá Villa. Er það ekki bara ágætt, eða hvað ? Hvar svo sem þeir troða þessum leik inn. Klopp er enn búin að ítreka að við kaupum ekki varnarmann í janúar ! Liverpool sé ábyrgt í fjármálum, þar höfum við það. Hvort sem hann sé að segja satt eða ekki 😉

 14. jæja nú eru málsmetandi menn efins um að keyptur verði miðvörður.

  Kaupin á Jota Thiago í sumar voru þannig gerð að aðeins lítill hluti var greiddur út og sölurnar á Brewster og Lovren gerðu að verkum að útgjöldin voru sáralítil þrátt fyrir skuldbinginguna á sumarkaupunum.

  Það er orðið langt síðan Gomez meiddist og að hugsa það að ástæða þess að ekki hefur verið brugðist við þeirri blóðtöku séu peningar, gerir mig anskoti fúlan.

  1
 15. Liðið er ansi flatt og þreytt í augnablikinu. Búið að keyra á sama liðinu allt tímabilið nema í vörninni, þar er búið að reyna allt nema kalla eftir því aðJamie Carragher taki fram skóna.

  En menn eru ansi rólegir og ekkert víst að varnarmaður verði keyptur. Sé nú ekki alveg hvernig það eigi að skila árangri en það er þá alltaf næsta síson.

  Ég myndi persónulega hvíla alla sóknina í kvöld og sjá hvort Origi, Shaqiri, Oxlade Chamberlain, C.Jones og þessir gaurar geti sett eitt mark eða svo á meðan liðið heldur hreinu.

  1
 16. Jú, búið að fresta leiknum á morgun. Að mínu mati er það okkur til tekna að fá meiri tíma til að ná mannskapnum heilum.

  • Hef hvergi séð að það sé opinberlega búið að fresta leiknum. Þvert á móti kom yfirlýsing frá klúbbnum að það væri verið að vinna að lausn. Bíðum bara róleg og sjáum hvað verður.

   • Það verður tekin lokaákvörðun á morgun. Mjög líklegt samt að honum verði frestað samkvæmt nýjustu fréttum.

Southampton 1 – Liverpool 0 (Skýrsla uppfærð)

Upphitun: Bikarbardagi á Villa Park