Southampton 1 – Liverpool 0 (Skýrsla uppfærð)

Fyrri hálfleikur

Hvernig er versta leiðinn til að byrja leik þegar þú ert með tvo hafsenta sem eru ekki hafsentar og þrjá miðjumenn sem hafa aldrei byrjað saman leik? Jú á þennan. Thiago gaf heimskulega aukaspyrnu á hættulegum stað eða Trent fékk á sig aukaspyrnu fyrir að kitla andstæðingin, það var ekki alveg ljóst. Southampton tóku rútínu af æfingasvæðinu og boltinn barst til Danny Ings sem þakkaði pent fyrir sig með (verður að viðurkennast) frábæru slútti og staðan orðin 1-0 fyrir Southampton. Oj barasta. Trent verður að skammast sín aðeins þarna, þetta var hans svæði að verja.

Næsta korterið var nokkið svipað því sem við höfum séð alltof oft í vetur: fín pressa hjá Liverpool en engin taktur liðinu. Inn á milli stórfengleg móment (sendingarnar frá Thiago og Mané til að koma Salah í færi á 19. mínútu voru guðdómlegar) en það voru engin alvöru færi.

Robbo og Thiago náðu sér í gul spjöld en stærsta vandamálið var einfaldlega að okkar menn hittu ekki ramman fyrr en í uppbótartíma. Alveg í blálok seinni hálfleiks var eins og eitthvað næða að smella í hausnum á okkar mönnum. Það hljómaði væntanlega einhvern veginn svona: Heyrðu já, andstæðingarnir eru að verjast á þröngu svæði með fremur auman hægri bakvörð. Gefum boltann langt og þvert yfir völlinn..

Þetta gerði liðið trekk í trek í lok hálfleiksins og allt í einu virtust okkar menn vera hættulegri aðilinn. En dómarinn flautaði til hálfleiks og örlítill vonarneisti kveiknaði í hjarta skýrsluhöfundar. Hann setti á sig fínu Liverpool derhúfuna sem barst í póstinum rétt fyrir leik og beið í korter…

Seinni hálfleikur

Fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks voru stórskotahríð að marki heimamanna. Liverpool leikmenn voru útum allt, pressuðu, sköpuðu færi, unnu horn og áttu að fá víti! Tilfinningin var að Liverpool hlytu að skora bráðum. En það gerðist ekki. Klopp gerði það sem margir hafa kallað eftir undanfarið og skipti strax á 55. mínútu. Chamberlain (sem hafði verið ósýnilegur) vék fyrir Shaqiri.

Munurinn á góðum degi hjá Liverpool og slæmum er oftar en ekki góður Bobby Firmino. Sjaldan hefur það verið jafn satt og í þessum tveimur hálfeikjum. Fyrri hálfleik var Bobby ósýnilegur, í fyrri hluta seinni var hann gjörsamlega útum allt. Liverpool liðið allt, en Bobby sérstaklega voru eins og öldur að skella á flóðgarði. Bylgja eftir bylgju, högg eftir högg, færi eftir færi. En fyrir utan þegar Gini skaut í höndina á varnarmanni í teignum (meir um það í umræðupunktum) þá náði liðið einfaldlega ekki að hitta bévítans ramman! Á 75. mínútu voru Liverpool ennþá ekki búnir að hitta hann og þetta er formlega orðið að risa vandamáli. Vörnin okkar er samansett úr plástrum og kælisprey en sóknarmennirnir virðast vera stærsta vandamálið því þeir eru búnir að missa neistann.

Það var einmitt þegar korter var eftir leik (og þessi málsgrein fyrir ofan var að klárast) þegar Mané komst í frábært færi og skaut… laflaust beint á markmanninn. Trent fór útaf fyrir Milner þegar rúmlega tíu voru eftir og Salah skapaði hættulegt færi fyrir Robbo sem kaus að gefa fyrir og varnarmaður komst fyrir. Á þessum tímapunkti var fullkomnlega ljóst í hvað stefndi… (og áður nefnd húfa endaði í vegg).

Alisson klúðraði úthlaupi á 83. og Hendo þurfti að bjarga af línu. En lok leiksins einkenndust af hugmyndaleysi og en reyndar okkar menn að eiga að þeir hættu ekki að berjast. Þetta var samt verðskuldað hjá Southampton. Hörmulegt hjá okkar mönnum.

Góður dagur

Ehhhh. Bobby og Mané voru ágætir í seinni. Fleira var það ekki.

Vondur dagur

Gallinn við að vera með undrabarn sem einn mikilvægasta mann leiksins er að 22. ára leikmenn eru óstöðugir. Trent er í skelfilegri lægð og þarf að komast úr henni sem fyrst.

Umræðupunktar eftir leik

  • Þessari titilvörn er lokið.
  • Liverpool eru nú búnir að taka lengsta tíma á milli marka síðan Klopp tók við og í fyrsta sinn síðan Klopp tók við vinnur liðið ekki þrjá leiki í röð.
  • Leikmennirnir sem eru búnir að spila mest virka gjörsamlega sprungnir (Gini, Salah, Trent), leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum eru ryðgaðir (Thiago, Alex Oxlade, Shaqiri) og tveir af bestu mönnum liðsins úr stöðu.
  • HÆTTIÐ AÐ TAKA STUTT HORN Í UPPBÓTARTÍMA.
  • Salah og Mané eru tveir leikmenn sem reiða sig á sprengikraft og boltatækni. Hvernig þeir ná þeim markafjölda sem þeir eru með þegar allir varnarmenn mega toga þá og grípa af vild er mér ráðgáta. Salah var tekin hálstaki í fyrri hálfleik og dómarinn dæmdi brot á hann!
  • Tek afar skýrt fram að ég kenni dómaranum ekki um þessa niðurstöðu og að skrifa svona eftir tap lookar illa. Þetta er rantur sem ég er búin að halda í mér lengi: Dómgæslan á leikjum Liverpool í vetur er það slæm að ég er semi hættur að nenna að horfa á þá. VAR er ekki vandamálið, standardinn hjá enskum dómurum er bara grín og í hvert sinn sem einn af leikmönnum Liverpool fær eitthvað sem er í grennd við vafaatriði þá eyða enskir fjölmiðlar mörgum dögum í að fara yfir það. Enskir strikerar eru „sniðugir og reyndir,“ sóknarmenn Liverpool eru „búnir að vinna sér inn orðspor fyrir að láta sig detta.“ Þegar kemur að rangstöðum og höndum virðast síðan gilda algjörlega sér reglur um Livepool. Tólf sinnum er búið að dæma gegn Liverpool í stórum VAR dómum í vetur, næsta lið er með innan við helming þeirrar tölu. Þetta er ekki samsæri, þetta er helvítis vanhæfi hjá mönnum sem vilja alls vera stimplaðir fyrir að vera hallir undir LiVARpool kjaftæðið. Og getur verið að leikmenn Liverpool séu svo grófir að þeir séu leik eftir leik með 65+ prósent tak á boltanum en ná einhvern vegin alltaf að brjóta tvöfalt oftar á andstæðingnum?
  • Þrátt fyrir síðustu tvo punkta þá er lang stærsta vandamál Liverpool síðustu leiki að framherjarnir virðast vera alveg sprungnir á því og vantar þennan örlitla X faktor sem gerir þá að bestu leikmönnum í heimi. Þangað til hann finnst er liðið í djúpum.

66 Comments

  1. Svo margir að spila undir getu að það er rannsóknarefni eitt og sér en jæja verðum farnir að elta United eða City innan skamms það er augljóst.

    5
  2. top of the league top of league yehess we are on the top of the league (eins gott að mjólka þetta…)

    11
  3. Attum ekkert skilið úr þessum leik nema þessi 2 augljósu víti.

    yNWA.

    7
  4. Jahérna alveg steingelt upp við markið og djöfull fór í pirrurnar á mér að á 93 plús fá menn hornspyrnu sem er væntanlega síðasta tækifæri nei taka hana stutt og svo flautað af sama á móti wba um daginn ekki að það skipti öllu máli í stóra samhenginu nú er bara að drulla sér í gang komin heilvítis spenna í mótið

    5
  5. Mané þarf kælingu. Á eftir Trent kemur Mané sem versti leikmaður tímabilsins. Hann kannski lookar vel á einhverjum momentum og sólar einn og svaka flott en djofull sem hann hangir á boltanum og crossar honum illa og ég tala nú ekki um skotinn hans sem hafa verið ARFASLÖK eins og svosem hjá hverjum einasta manni í þessu liði.

    Djöfull er ég að verða pirraður á lélegum touchum sendingum og skotum hjá mörgum í þessu liði

    9
    • Þér getur ekki verið alvara . Mané var að reyna og reyna. Hvað gerði Salah í þessum leik ?

      Mané var eini maðurinn með lífsmarki í kvöld. Það er lágmark að reyna og sýna að þér sé ekki sama. Mané á hrós skilið

      11
      • Það er málið, hann er að reyna og reyna. Og hvernig gengur honum? Skelfilega. Það er auðvelt að vera sá sem reynir og reynir þegar tuðran er alltaf í löppunum á þér. Hefði hann einhverntíman í síðustu þrem leikjum “reynt” að einfalda hlutina örlítið hefði hann kannski fengið eitt einfalt mark eða kannski stoðsendingu? En nei, maðurinn sem reynir og reynir þarf alltaf að losa sig við boltan þegar hann er kominn í ómögulega stöðu eða þegar varnarmennirnir eru búnir að stilla sér upp í blokk.

        Hann hafði alltaf þennan hraða og snerpu og lék auðveldlega á menn og kom sér þannig í góðar stöður. Nú hlaupa menn hann uppi og það hægist á öllu. Sorry ef þú ert Mané kall. Miðað við hversu háan standard hann hefur sett þá er hann að eiga hræðilegt tímabil. Eins og fleirri, þar á meðal Salah sem hefur misst allt touch og allan hraða. Það er ekkert nýtt að það sé verið að halda í þá og brjóta. Formið hraðinn og styrkurinn sem þeir hafa búið
        yfir síðustu ár hefur bara verið svo gífurlegur að þeir hafa komist yfir það.

        Trent Mané og Salah hafa verið arfaslakir. Munurinn á Mané og Salah er að Salah hefur troðið inn 13 mörkum.

        5
      • Ég er ekki Mané kall frekar en Salah, Bobby eða einhver annar. Það er eitt þegar hlutirnir ganga ekki upp og annað þegar menn sjást ekki heilu leikina . Mané var allavega að berjast og hann var virkilega að reyna að koma öðrum mönnum í færi .

        Salah var bara ekki með í þessum leik. Við erum að tala um þennan leik en ekki hvað menn eru búnir að skora mörg mörk á tímabilinu. Þar af 5 úr vítum eins og Salah.

        Trent var samt áberandi slakasti maðurinn í kvöld.
        Vonandi fara menn að rífa sig í gang. 17 janúar væri kjörinn í það.

        7
  6. Hvor dómarinn er verri ? Mariner eða Friend ? Áttum að fá víti, Milner tæklaður í drasl , en þurfti bara að rúlla sér 10 hringi og öskra til þess að fá aukaspyrnu. Við áttum alveg skilið stig úr þessum leik, bara gerðist ekki. Allt í lagi að leyfa Origi að prófa nokkrar mínútur. Næst er bara utd í deild, eftir villa í bikar. Mig langar nú alveg að fara að gera eitthvað í þessum bikarkeppnum. Vinna Villa næst plís 🙂

    P.s. Ef Klopp segir að við þurfum ekki miðvörð í janúar, af hverju í andsk er hann þá ekki að nota okkar miðverði ? en ekki okkar bestu miðjumenn ??

    10
    • Eins og það hjálpi ekki að fá verðskuldað víti? Það er gjörsamlega með ólíkindum að slíkt hafi ekki verið dæmt á soton. Ég bara skil þetta ekki! Þetta er með ólíkindum.

      12
  7. Sælir félagar

    Það er skelfilegt að horfa á men eins og Mané gersamlega öllum heillum horfin, TAA fullkomlega einbeitingarlaus og verri en enginn inná vellinum. Svo er það að vera svo með bestu miðjumenn liðsins í öftustu vörn. Þegar á ríður er svo háf-fertugum Milner skipt inná. Hvar er Keita? Er hann endanlega skriðinn upp í myrka staðinn á sjálfum sér. Er nema von að maður spyrji. Hvað átti Robbo marga krossa í leiknum? Hvað átti hættulegasta framlína í heimi mörg skot á markið?

    Svo segir Klopp í þessari stöðu að ekki séu til paningar fyrir leikmönnum eins og miðverði sem sárlega vantar til að létta álaginu af liðinu andlega og líkamlega. Það sem stuðningsmönnum er boðið uppá þessa dagana er liðinu, Klopp og öllum sem að standa til skammar og ég fer fram á að Klopp geri það sem gera þarf til að breyta þessu gengi og það verður ekki gert með því að væla um auraleysi. Einhverntíma las ég það að aðeins 5 til 7 prósent tekna efstu liða komi frá áhorfendum. Sé það rétt er vælið í Klopp ömurlegt kjaftæði.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Algjörlega ósammála varðandi Mané! Hann og liðið er að reyna og reyna og skapa færi og hálffæri í leiknum en það var ótrúlegt að sjá hvernig Southamton-menn komust fyrir allt.

      7
  8. Svona áður en hraunað verður yfir allt og alla þá held ég að aukaspyrnan sem gaf markið hafi aldrei átt að vera dæmd. Ég held líka að við hefðum átt að fá víti og síðan hefðu margir dómar mátt falla með okkur. Ég hef sjaldan séð dómgæslu heilt yfir hjá öllu tríóinu og VAR vera jafn tilbúin til að gefa öllum fingurinn eins og í þessum leik. Held hreinlega að þeir hafi veðjað á 1-0 sigur og séð til þess að svo færi. En núna er komið að Klopp að sýna og sanna úr hverju hann er gerður og berja mannskapinn saman. En annars bara góður.
    YNWA

    19
    • Eitt sem ég hef tekið eftir er að okkar menn reyna helst að spila boltanum inn í markið til að skora mörk í stað þess að láta vaða á markið. Skjóta meira markið væri góð tilbreyting. Trent og Mane búnir að vera mjög slakir. Það vantar ekki að Mane er alltaf duglegur en virðist vera vanstilltur eins og Trent. Við söknum Fabinho á miðsvæðinu afþví að hann er í miðverðinum. Við söknum VVD og Gomes í miðverðinum afþví að þeir eru meiddir. Það var enginn miðvörður í liðinu í dag. Það er galið ef ekki verður keyptur miðvörður í Janúar. Ef við verjum ekki titilinn þá er mér alveg sama hverjir verða meistarar svo lengi sem það er ekki Scum United.

      6
  9. Skelfilegur fyrirhálfleikur en það var baráttu og vilji í þeim síðari en inn fer boltinn ekki.
    Vandamálið var ekki að það vantaði miðverði heldur er vandamálið er að við erum ekki að ná að klára sóknirnar okkar með marki eða skot á marki.

    Liðið verður núna hakkað í sig en menn voru algjörlega að selja sig dýrt í þennan leik og er langt síðan að maður hefur séð Mane og Salah hlaupa svona úr sé lungun en það vantaði að klára og því byrjum við þetta ár með 0 stig eftir einn leik.
    Ég nenni ekki að fara yfir allt liðið en Trent þarf að fara að komast í gang því að hann er búinn að vera eins og meðal bakvörður allt tímabilið (ekki heimsklassa eins og við erum vanir).

    Svo er eitt sem virkar eins og væl eftir tapleik en við áttum að fá tvö víti í þessum leik. Þegar menn mega verja boltan eins og markvörður(án hanska) þá er erfitt að skora en hendurnar voru báðar langt frá búknum og með þeim gerði varnarmaðurinn sig stærri og blokkaði skotið. Já færið var stutt en þú mátt ekki breytta þér í markvörð samt sem áður.
    Svo var þetta brot á Mane. Varnamaðurinn einfaldlega klaufi og fer aftan í Mane án þess að snerta boltan. Mane fer niður og já þetta hefði verið frekar soft en það þarf ekki að fara langt aftur í tíman til að sjá soft vítaspyrnur hjá andstæðingum liverpool.
    Allt tal frá andstæðingum um LiVARpool er auðvita bara hlægilegt því að við höfum ekki verið að fá neitt með okkur og allt á móti í þessu VAR bulli í vetur og öll tölfræði bakar það upp.

    Staðan á liðinu í dag er lélegt. 2 stig í leikjum gegn WBA, Newcastle og Southampton er eitthvað sem maður hefði aldrei giskað á en við breyttum ekki því sem liðið er.
    Núna getum við annað hvort bognað eða gefið í og ég get ekki beðið eftir Man utd leiknum til að sjá okkar menn svara fyrir þetta slæma gengi og koma okkur aftur í toppbaráttuna af viti.

    YNWA – Fyrst er það A.Villa á föstudaginn í FA bikarnum og vonandi verða markaskórnir teknir með í þann leik.

    10
  10. Jæja það er ekki hægt að segja að þeir séu ekki að sýna stöðugleika, þeir valda stöðugt vonbrigðum upp á undanfarið.
    Það er rosalega slæmt að missa 2 af bestu miðjumönnum liðsins í vörnina þar sem að félagið ætlar ekki að kaupa miðvörð.
    Hvað er svo að valda því að þríeykið okkar, ekki Þórólfur og félagar eru ekki að skora eða ógna marki andstæðingana í þessum leikjum, eru vandræði í klefanum hjá liðinu, þeir virka rosalega pirraðir og fljótir að missa hausinn.

    2
  11. Sæl öll

    Mér fannst liðið í heild spila nokkuð vel en mér fannst skrýtið hvað Ttent virtist ekki meiga fara fram, hann var alveg “pinned down” í sinni stöðu. Klopp skipti þeim út af sem ekki áttu góðan leik og loksins kom liðið út eftir hlé betur “stilltir” inn á andstæðinginn. Í þessum leik fannst mér besta half-cent parið spila sem við getum boðið upp á og vil ég sjá þá aftur saman í næsta leik.
    En það er orðið al eg ljóst og grímulaust að það á ekki að leyfa Liverpool að safna stigum jafn hratt og síðustu tvö tímabil. Liverpool átti að fá tvö víti og Walcot átti að fá gult og aukaspyrna þegar hann straujað Milner…..en ekkert dæmt. Svona algert mótlæti reynir svakalega á andlegu hliðina og vona ég heitt og innilega að þjálfarateymið kryddi nú upp í mannskapnum. Mér gæti ekki verið meira sama um þennan bikarleik gegn AV en leikurinn gegn manutd VERÐUR að vera alvöru stayement!!!

    7
  12. Hræðileg frammistaða í fyrri hálfleik. TAA var sérstaklega skelfilegur.

    Ég get ekki orða bundist yfir þessum VAR skrípaleik og frammistöðu dómarans. Við snuðaðir um 2-3 vítaspyrnur í þessum leik.
    1. Skot að marki og leikmaður SOTON með útrétta hendi og ver boltann. Alltaf víti, bæði fyrir og eftir reglugerðarbreytingu.
    2. Mané straujaður af Walker Pieters. Augljós snerting og meira víti en Pogba fékk fyrir stuttu síðan
    3. Mané tekinn niður af Walker Pieters á vítateigshorninu. Ekki svo mikið sem endursýnt og tel ég líklegt að þetta ætti að vera víti frekar en aukaspyrna.

    Svo dæmdi dómaratuskan ekki brot þegar Milner var straujaður á hægri kanti eftir fyrirgjöf.Augljós aukaspyrna og gult spjald á ódæðismanninn. En Thiago fékk gult fyrir eitthvað kjúklingabrot á 2. mínútu og þurfti að hafa það hangandi yfir sér allan leikinn. Þvílik skita.

    10
  13. Það er í lagi að tapa ef maður á það skilið en ekki með þessum hætti. Ég vil að menn fari að þjarma að þessu VAR-bulli og láti í ljós sínar skoðanir. Það er engin tilviljun að þetta er svona. Atvikin eru orðin svo mörg. Það er svakaleg skitafyla af þessu!

    8
  14. Ímyndið ykkur sama leik þar sem Gini er að spila sem framliggjandi tengiliður og Thiago sem box to box. Og Fabinho eða Hendó fyrir frama Jóa og Virgilinn. Það er bara yogatími meðan núna eru fílingurinn eins og eitthvað sykursprungið barn í barnaafmæli í hopphöllinni. Það er stress og rugl í gangi. Það er ekki hægt að spila með nýtt miðvarðarpar í hverri viku. Það er ekki hægt að spila sóknarfótbolta þegar allir eru skíthræddir um að ef þeir pressi of hátt/hratt og missi boltann þá séu miðverðirnir ekki nógu fljótir til að redda málum. Ef einhver held up að það hafi ekki áhrif á sóknarmenn að vörnin sé slök, þá hafiði bara ekki spilað í nógu mörgum liðum með lélega vörn…

    Þessi tilraun er á enda. Ef við kaupum ekki amk. Einn miðvörð sem kann að spila þá stöðu í topp liði, þá erum við bara að fara að keppa um fjórða sætið.

    5
    • Algjörlega sammála þurfum að fá eitthvað gotterí í vörnina og ég held að Klopp og Co viti það líka manna best þeir eru bara ekki tilbúnir að kaupa bara hvað sem er en þeir koma örugglega á óvart eins og vanalega og spila fram einhverju trompi áður en allt verður lok og læs ég trúi.

      YNWA.

      5
  15. Að setja Hendo, okkar besta miðjumann í miðvörð er bara ekki rétt, þriðji leikurinn í röð sem má að miklu leiti skella skuldinni á Klopp. Tveir leikmenn strax í rugli, Ox og TAA, Klopp hefði átt að skipta þeim strax útaf og setja bakvörð og miðjumann inná.

    2
  16. Enska dómarastéttin fær falleinkunn fyrir að leyfa alltof mikil fangbrögð og slagsmál, líka inn í vítateig. VAR dómgæslan er svo kapituli út af fyrir sig og gersamlega óskiljanleg með köflum. Ef þetta á að halda svona áfram er ekki horfandi á enska boltann og best að snúa sér að öðru nytsamlegra.

    6
  17. Ég hélt að ég væri yfirmáta svartsýnn að henda inn jafnteflisspá í dag og að við kæmum með 1 stig heim – því miður hafðist það ekki. Þessi eilífa rótering á liðinu vegna meiðsla á lykilmönnum segir alltaf til sín á endanum. Þú dansar ekki tangó með nýjum partner í hverjum leik!

    Sammála ykkur öllum hér að ofan með vítin, þetta er löngu hætt að vera fyndið! Litla liðið í Manchester fékk víti fyrir ekki neitt í síðasta leik og hefði örugglega fengið tvo í kvöld! Er…. eða er ekkert samráð og samræmi hjá þessum dómara og VAR snillingum þarna á Bretlandseyjum?!

    Hahaha…. að sjá Salah haldið með hálstaki í fyrri og járnkallinum Milner straujað niður í seinni án dómgæslu er skandall – punktur!

    Leyfum öllum varaskeifunum og unglingaliðsmönnum að spreyta sig á móti Villa. Hvíla þríeykið, Hendo, Gini, Thiago og fleirum – það er þreyta í liðinu. Mætum dýrvitlausir í 90 mínútur + uppbót þann 17 janúar og sýnum sama kraft og í seinni hálfleik í kvöld.

    3
  18. Hvað ætli Klopp hafi á móti Shaqiri? Það kom ekkert út úr Oxlade-Chamberlain og það sást strax á fyrstu mínútunum en aldrei fær Shaquiri að byrja leiki.

    Og hvenær ætla Liverpool menn að taka saman eins og eitt stykki VAR highlights-myndband og kvarta formlega yfir dómgæslunni í enska boltanum?

    3
  19. Sælir. Ekki vanur að tjá mig hér, líklega þrjú ár síðan og fyrir Aston Villa leik sem við töðuðum minnir mig. Þeir eru einmitt næsta lið því miður, enda að spila mjög vel síðustu vikur eins og Southampton (hafa verið mjög flottir). Óþarfi að gefa mörk og ódýrarar aukaspyrnur en alveg með ólíkindum(tuða nú ekki oft yfir dómgæslu) að öll vafaatriði skuli falla gegn okkur endalaust og þá er ég líka að tala um síðasta tímabil sem við löbbuðum yfir. Snuðaðir af vítaspyrnum trekk í trekk á meðan skíthopparar hjá sumum liðum geta sparkað sjálfa sig niður og fengið víti. Þessi VAR tölfræði talar bara sínu máli. þurfum við að treysta á góðan miðvörð, helst tvo svo við getum komið öðrum í réttar stöður og drullast í gang aftur. Við vorum á leiðinnin að rústa deildinni eftir Palace. Ef illa fer gegn gegn Scumshitunited verður þetta helvítis vesen.

    9
    • MU hafa fengið fleiri vítaspyrnur á sl. 2 árum en Liverpool á sl. FIMM OG HÁLFU ári. Sjálfsagt algjör tilviljun.

      13
  20. Við erum að taka slæma kaflann út á góðum tíma…..mætum utd 17 jan og svörum fyrir okkur…er mótið ekki að spilast líkara því sem þekkist í þessari deild fyrir utan 3 síðustu tímabil….hvaða lið er að spila vel ??? Við eigum eftir að fara á gott rönn eigum helling inni….

    9
  21. Tökum þaðekki af Southampton að þeir hlupu af sér sokkana í þessum leik, við áttum samt klárlega í fá víti.

    TAA virkar þreyttur og neistinn er farinn, gleymum því samt ekki að hann er ekki nema 22 ára gamall og leikmenn á þessu aldrei erum oft ekki stabílir í sínum leik.

    Ég hefði samt ekki trúað því að það myndi segja að sóknin er meira vandamál heldur en meiðslahrjáð vörnin hjá okkur, við söknum Jota gríðarlega hann er svo direct í sínum leik og kemur með önnur vopn í franlínuna sem okkur vantar núna.

    Við erum að fá leikmenn til baka en þeir er ryðgaðir og þurfa fleiri leiki.

    Liverpool kemur til baka, við erum ekki uppá okkar besta í augnablikinu.

    En deildin er galopin það munar ekki nema sjö stigum á liðnu í efsta og í tíunda sæti.

    YNWA

    3
  22. Fínn pistill og fullt af góðum kommentum.
    Ég hef bara eitt að segja: Ég hef fylgst vel með enska boltanum í 40 ár og aldrei séð aðra eins dómgæslu gegn Liverpool á ævinni, eins og þetta tímabil meira og minna allt. Reyndar hef ég fylgst með fullt af öðrum deildum og aldrei séð annað eins.
    Þetta er svo langt yfir öll eðlileg mörk að maður verður orðlaus.

    En það er ekki alveg fullkomlega við dómarana að sakast. Það er töluverð umræða úti, m.a. Owen og aðdáendur enskir að Liverpool leikmennirnir, sérstaklega Mané (sbr. Newcastle) eru ekki að láta sig detta (þrátt fyrir áróður enskra fjölmiðla um annað, sem líka hefur áhrif) þrátt fyrir augljós brot.

    Í dag, datt Mane of seint og gaf þessum dómara sem er yfirleitt ömurlegur gegn okkur, sénsinn.

    Úrslitin koma því ekkert svo sem á óvart, ofan á allt, S gott lið – margir að byrja tímabilið og enginn hafsent í liðinu.

    Að sjá svo vítið sem ManU fékk í síðasta leik, þar sem Pogba virðist fella sjálfan sig (og verður svo fúll út í Shaw þegar hann lætur sig ekki detta) og dómgæsluna í leikjum Manu allt tímabilið – þar er dómgæslan að sveifla 10-18 stigum. Hlýtur að vera einsdæmi.

    13
    • Mikið sammála þér McDermott og sérstaklega með þetta síðasta, Pogba/Shaw! Pogba búinn að fara í leiklistarskólann og kann fræðin. Hundfúll yfir því að Shaw fór ekki eftir því sem hann kenndi honum á æfingu, þ.e. að fella sjálfan sig/láta sig detta/fiska vítaspyrnu! Vinur þeirra Bruno Fernandes er einnig slyngur í fræðunum, mikill vælukjói og lætur yfirleitt dómarann ekki í friði fyrr en allir búnir að fá sér popp og kók og fara vandlega yfir VAR svo þeir fái nú örugglega dæmt sér í hag!

      5
      • Þá á bara að spjalda hann því enginn leikmaður á að hafa áhrif á dómarann.

        1
    • Já, sammála. Það er gríðarlegur munur á þessu. Að fá víti fyrir nánast allt og svo að fá aldrei víti. Þeir hafa fengið á fjórða tug víta á einu ári eða svo. Þetta er engin tilviljun.

      2
  23. Ég sagði þetta fyrir leik, enginn heimsendir að tapa í kvöld. Hefði verið mjög sterkt að ná jafnteflinu á móti Southampton.
    Dómgæsla jafnast út yfir tímabilið, það að við fengum ekki þessi hugsanlegu víti sanna það, því vafaatriðin hafa fallið okkur í hag hingað til.
    Liðið þarf eitthvað að breyta sínu uppleggi því við erum greinilega ekki jafn góðir og 2019.
    YNWA

    1
    • “Dómgæsla jafnast út yfir tímabilið, það að við fengum ekki þessi hugsanlegu víti sanna það, því vafaatriðin hafa fallið okkur í hag hingað til.” ha?

      Eins og eftirfarandi:

      Everton (Pickford ekki rautt og mark Mane í lokin )?, Brighton (mark Salah í fyrri hálfleik og vítið í lokin)? Newcastle (brotið á Mane innan teigs seint í leiknum)?, Southampton (hendin og Mane), Aston Villa (brot á Salah innan teigs í 1:0 stöðu, annars mjög svo vond frammistaða), Sheff U (vítið á Fabinho, tók boltann utan teigs)? WBA (WBA-maðurinn sem skoraði með hendurnar utan um hálsinn á Fabinho (minnir a.m.k. að það hafi verið Fabinho))

      Ertu kannski til í að fræða mig og okkur hin um þessi vafaatriði sem við höfum fengið með okkur sem getur rökstutt þessi vafaatriði sem við höfum fengið með okkur sem jafna út dómgæsluna það sem af er tímabili?

      1
  24. Það er nokkuð ljóst og hefur verið í allan vetur að þetta veirutímabil verður engu öðru líkt. Í þessum leik sem við ræðum um voru tveir bestu þjalfarar deildarinnar að mætast. Já, þessi Austurríkismaður hefur tekið þetta Sou. lið og gjörbreytt því án þess að nota mikinn pening. Ég held að Klopp sé búinn að kreista hvern dropa sem fæst hjá Salah og hann má alveg fara ásamt Mane. Besti leikmaður deildarinnar að mínu mati er fyrirliði Southamton. Ward-Bráse sem er hugur og hjarta liðsins. Það kemur leikur eftir þennan og við vinnum deildina.

    3
  25. Klopp er i tomu rugli nuna og veit varla i hvorn fotinn hann a að stiga. Vonand nær hann jafnvægi með liðið sem fyrst og nær einhverju sambandi við leikmenn sina a ny.

    5
  26. Sama ruglið á liðinu, alltaf sótt frá köntunum, aldrei tekin langskot og hvað með þessa ungu stráka sem hafa verið í miðverðinum og stóðu sig vel. Hvað með Minamino sem var ansi góður á móti C Palas og skoraði mark, hann hefur ekki sést síðan. Ég bara fatta sumt ekki og ekki einn um það, en erum enn á toppnum.

    4
    • Sammála Einar, ég skil ekki að það þurfi helst að reka boltann inní markið í öllum tilfellum. Það vantar skotógn utan teigs, við eigum þrjá gamma sem geta hirt fráköst ef boltinn dettur út í teiginn eftir langskot og vörslu en skipunin virðist alltaf sú sama: bannað að skjóta utan teigs ?

      3
  27. Herr Klopp fær falleinkun fyrir uppstillinguna, augljóst að shaky vörn skapar vandamál á miðjunni sem skilar sér í lélegri tengingu uppá topp. TAA hefur auðsjáanlega ekki leyfi meðan traustið á miðvörðunum er ekki betra en það er til að hlaupa upp kantinn og þarf að skila mun meiri varnarvinnu en hann er vanur og það er klárlega ekki hans sterkasta staða í augnablikinu, miðjan með tvo menn að koma úr meiðslum var ekki að skapa mikið og má deila á hvort að Uxinn hefði átt að byrja leikinn, Jones hefur verið að standa sig ágætlega og getur haldið bolta. EN að því sögðu þá hlýtur þessari ósköp að fara að ljúka og ekki er hægt að fá betri áskorun en í næsta leik sem er víst gegn utd þann 17 ? Sé ekki að við séum að fara að verja titilinn ef heldur fram sem horfir. Það verður að taka fram veskið og splæsa í alvöru miðvörð úr ensku deildinni strax, hvernig væri að láta reyna á að kaupa Jan Bendnarek frá Southamton, hann virkar traustur og tilbúinn að stökkva inn en hvað veit ég svo sem

    2
    • Við höfum nú svo sem verið í “viðskiptasambandi” við Southampton í gegnum tíðina, þannig að afhverju ekki??

      1
  28. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að við myndum koma sterkir inn í þennan leik og klára hann. Við hinsvegar byrjum illa og þessi fyrrihálfleikur er með því alslakasta sem við höfum sýnt undanfarin ár.

    Trent kallinn er bara alveg í ruglinu, hrikalegt að horfa á hverja sendinguna á fætur annarri eins hörmulegar og þær voru. Mög ungur Liverpool maður sem horfði á leikinn með mér hafði á orði eftir svona 20 mínútur að hann hlyti að vera meiddur. En svona ungir leikmenn geta átt þessi tímabil, og hann kemur vonandi sterkari til baka. Mér fannst gott að sjá hann í stúkunni eftir að vera tekinn af velli, hann vissi alveg að þetta var ekki í lagi og ég veðja á hann góðan í næsta leik sem hann spilar.

    En við erum vonandi að taka út okkar slæma kafla á tímabilinu núna, ekki í fyrsta sinn sem þessi tími virðist leggjast illa í okkur. Í dag eru færslurnar á boltanum of hægar, sennilega spilar þar inní að liðið er ekki í jafnvægi vegna þessara meiðsla og leikmenn að koma til baka úr meiðslum eða spila úr stöðu til að redda málum.

    Þetta reddast samt…

    5
  29. Hvernig væri að henda í alvöru miðju í leiknum á móti Aston Villa? Fabhino, Hendo og Thiago! Svo bara “alvöru” miðverði með Rhys og Nat? Nei bara pæling………….

    3
  30. Skil ekki alveg klopp þessa daganna.
    Virðist vera með Man utd a heilanum.
    Hver er tilgangurinn i að vera tala um Man utd og hvað þeir hafa fengið mörg víti? sem eru btw 6 a tímabilinu og við fengið 5 víti.
    Drullast bara til að einbeita ser að okkur og finna lausnir

    5
  31. Menn tala hérna mikið um muninn á fjölda vítaspyrna hjá okkur og manu. Held að ein skýringing sé einfaldlega sú að þeir eru graðari við að koma sér inní teiginn í fleiri leikjum en við. Stakk mig virkilega í leiknum í gær að það voru 2 – 3 leikmenn þar þegar að sendingarnar komu af köntunum, miðjan var sjaldan nálægt teignum.

    Að horfa á okkur spila er eins og að horfa á handboltaleik, endalaust verið að láta boltann ganga kanta á milli fyrir framan vörnina án þess að reyna “línusendingar”. Það er eins og það megi ekki stinga boltanum á milli miðju og varnar hjá andstæðingnum. Trekk í trekk voru 6 leikmenn að pressa okkur á okkar vallarhelminingi í gær, sem þýðir að það voru 4 leikmenn að passa sinn varnarhelmning, það þarf engin að segja mér að þá sé ekki pláss til að spila boltanum á milli miðju og varnar eða aftur fyrir vörnina.

    Þetta getur ekki eingöngu skrifast á leikmennina, þeir hljóta að vera að fara eftir því sem við þá er sagt fyrir leikina. Allavega er einhversstaðar pottur brotinn og það þarf að laga á næstu vikum ef við eigum að eiga séns í að verja titilinn.

    4
  32. Tímabil . 20-21 19-20 18-19 samtals víti
    MU 6 14 12 32
    Lpool 5 5 7 17

    Þetta er á tveimur og hálfu tímabili næstum helmings munur!!!!

    1
    • Ég var að horfa á highlights úr leiknum og það var greinilegt að dómari leiksins vildi ekki skoða einu sinni höndina og þegar sparkað var í Mané. Hann dæmdi strax horn og útspark svona eins og hann vildi að það kæmi aldrei til umræðu að Liverpool ættu að fá eitthvað meira út úr þessum atriðum. Þetta er mjög sérstakt og réttlætiskenndin mín er eins og opið sár því ég get ekki sætt mig við svona verklag! Á meðan sum liðin fá víti fyrir allt og ekkert en önnur fá ekkert. Þetta er eitthvað skakkt og þarf að skoðast bestur. Það þarf líka að ræða þessi mál mikið og vekja athygli á þessu því þöggun er ekki rétt í þessu máli.

      11
      • Þu veist það að þeir i VAR herberginu skoða þetta og láta dómarann vita ef hann þarf að skoða þetta.

        Getum við plís hætt að spila okkur sem einhver fórnarlömb að VAR og dómarar leggist á eitt að dæma gegn okkur.

        Þetta er virkilega sorglegt.
        Eina umræðan eftir leik er dómgæslan, til þess að kaffæra þeirri umræðu hvað við vorum slakir

        1
  33. No comment á leikmenn og stjóra Liverpool. Þar er allt í hassi og eitthvað að móralnum og sjálfstraustinu. TEK FRAM AÐ ÉG ER VENJULEGA EKKI VÆLANDI ÚT Í DÓMARA !!!!!!
    Hef fylgst með Liverpool í 55 ár og aldrei séð dómara eins hlutdræga í dómum gagnvart L.POOL eins og síðustu 2 árin…..ekki síst í vetur.
    L.pool átti 2 víti í gær að mínu mati en fengu ekki ! (Af hverju ekki ??)……EF S.hamton hefði átt í hlut og lent í því sama…þá hefði pottþétt verið dæmt víti. Einhver andúð hjá dómurum í garð L.pool.
    Síðan er óþolandi að sjá hvernig leikmenn andstæðinga mega endalaust toga í og hreinlega halda utan um leikmenn L.pool og ekkert dæmt en hefði örugglega verið dæmt á L.pool við sömu BROT.
    Hlutdrægni dómara á vellinum og í VAR er auðsjáanleg. Spurnning hvernig þetta er hægt í VAR ???.
    Myndavélarnar sýna brot en ekki dæmt. Þetta er í raun rannsóknarvert !!!!

    12
    • Sælir félagar

      Ágúst Rúnarsson þetta er svona þegar dómarar taka sig til og dæma LIÐ en ekki LEIKI. Þegar dómarar missa fókusinn á það að það á ekki að skipta máli hvaða lið eru að leika, dómari dæmir bara eftir beztu vitund og getu. Þegar dómari fer hinsvegar að dæma eftir því hvaða lið eru að spila þá er voðinn vís. Hann tekur afstöðu til liðanna með dómgæslu sinni og þá fer alltaf illa fyrir öðru liðinu. Því miður er það mjög oft Liverpool sem fær á baukinn hjá slökum dómurum sen greinilega halda með öðru liði en okkar.

      Mér hefur skilist að Klopp vilji ekki að leikmenn hópist að dómara leikja og kvarti og kveini yfir hverjum einasta dómi eins og við sjáum t. d. MU leikmenn gera, ALLTAF. Þetta hefur áhrif á dómara það er greinilegt. Ég held að Klopp ætti að breyta þessari taktík því þetta virðist aðeins leiða til þess að dómarar eins og Mariner ræfillinn í gær dæma hvaða helvítis vitleysu sem er og fá frið til þess. Þá nefnilega fara aumingjar eins og Mariner og Kevin Gfriend að dæma lið en ekki leiki og það er ekki LFC í hag.

      Það er nú þannig

      YNWA

      6
    • Ég er sammála ykkur hérna með dómara ræfilinn en það er samt ekki afsökun fyrir því hvernig okkar menn virðast klappa boltanum endalaust eru búnir að gera þetta í hvað síðustu 4-5 leikjum fyrir utan CP leikinn ?

      óásættanleg frammistaða gegn lélegustu liðum deildarinnar þó að Southampton sé fínt lið þá er óásættanlegt að fyrsta skotið á rammann komi á 75. mín ? það gerðist síðast jú mikið rétt 2015 gegn newcastle minnir mig áður en Klopp tók við eða þá þegar hann fékk drossið í hendurnar..Óásættanlegt!

      3
  34. Afsakið en… fyrsti umræðupunktur -> Þessari titilvörn er lokið.
    Er pistlahöfundi alvara?

Byrjunarliðið gegn Southampton: Vörn er ofmetin(?)

Gullkastið 2020 > 2021