Byrjunarliðið gegn Southampton: Vörn er ofmetin(?)

Jæja þá er komið í ljós hvaða ellefu leikmenn ætla ná í þrjú stig í Southampton. Það fyrsta sem maður tekur er að Thiago og Alex-Oxlade byrja leikinn, hér er miðja sem á að sækja. Svo tekur maður eftir hinu… það er engin hafsent í liðinu! Já Jurgen stillur upp með Fabinho og Hendo í miðverðinum (eða ég geri ráð fyrir að Hendo sé þar en gæti svo sem alveg verið Gini). Fyrir utan þetta er þetta liðið sem maður hefði búist við:

Það er alveg mögulegt að enska deildin sé á leið í pásu, vonum að Liverpool fari með þrjú stig inn í hana, á toppi deildarinnar.

Hvernig lýst mönnum á þetta?

86 Comments

 1. Þetta getur ekki klikkað fáum ekki mark á okkur og skorum 3 Salah, Mane og Thiago

  5
 2. Ánægður með þetta. Til hvers að spila með tvo miðverði á móti liðum sem spila með 11 fyrir aftan bolta. Frekar að fjölga skapandi leikmönnum á vellinum.

  6
 3. Ég er bjartsýnn fyrir þennan leik, við tökum þetta 1-3 á útivelli. Mig hlakkar svo til að fara að sjá Thiago spila reglulega með Liverpool, þvílíkur leikmaður sem hann er.

  3
 4. Jæja anskotinn hafi það! Við ættum nú ekki eiga i veseni með að skapa færi eins og í síðustu leikjum! Vonandi virkar þetta! Hef bullandi trú
  YNWA

  3
 5. Enginn heimsendir ef að við náum ekki stigi í kvöld. Stig í dag sendir þó skýr skilaboð til annarra klúbba.

  4
 6. Þessi markvörður hjá þeim samt, hann á alltaf leik lífs síns gegn okkur :-/ en við erum með stórskotalið. Vonum það besta. Koma svo LFC

  1
 7. Veit ekki hvor leit verr út í þessu marki, Trent eða Alisson…

  Svo er auðvitað fáránlegt að ekki sé búið að finna hafsent. Við þurfum Henderson á miðsvæðið og helst Fabinho líka.

  5
  • Veit ekki hvort ég á að kalla það hroka, einfeldni eða nísku að kaupa ekki hafsent í stað Lovren síðasta sumar. Sérstaklega í ljósi aðstæðna (ekkert undirbúningstímabil) auk meiðslasögu Matip.

   1
 8. Trent má fara að taka til í hausnum á sér, sýnist sem hans velgengni sé farin að stíga honum til höfuðs.
  Hann hefur verið ömurlegur allt tímabilið og kórónar það svo með þessum barnalega varnarleik

  8
 9. Ég hélt í einfeldni minni að okkar menn gætu ekki verið verri en á móti newcastle, hvað er að gerast?

  4
 10. Eins og leikmenn Liverpool haldi þeir þurfi ekki að berjast.
  Og hvað hefur komið fyrir Trent?

  3
 11. Erum aldrei að fara vinna Southampton með svona spilamensku og nú er ekki hægt að afsaka sig með að bestu mennirnir séu meiddir og ef að ekkert mark kemur hjá okkur í fyrri hálfleik þá er þetta tapaður leikur því miður segi 3-1 fyrir Southampton.

  6
 12. Enn einu sinni þarf bara 1 skot á mark okkar til þess að skora mark ! 🙁

  3
 13. ‘Eg held þetta endi 1-0 eða 2-0 fyrir Southampton. Frasier Forster er í markinu og hann fær aldrei á sig mark á móti Liverpool. Við vinnum síðan rest. Má alveg fara hrista upp í sókninni líka.

  2
 14. Hvað gefum við Chambo langan tíma þar til hann haltrar út af?

  2
 15. Menn eru ekki tilbúnir í þennan leik sýnist mér. Enda eru þeir ennþá í náttfötunum, virðist vera.

  4
 16. Ég verð að spyrja, og þetta er ekki grín, en hvað hefur mariner dómari á móti lpool? Þetta er alls ekki eini leikurinn. Hálstak á salah, og hann brotlegur!?!

  11
  • Já og linuvörðurinn sá þetta mjög vel! Vildi ekki sjá þetta og því dæmdi hann ekkert! Þetta verður þannig leikur!

   4
  • Algjör óþarfi að klína þessu á dómarann. Liverpool á ekkert skilið úr þessum leik eins og staðan er.

   4
   • Hvað svo sem þeir eiga skilið þá verður það aldrei með hjálp dómarans!

 17. Vill að Liverpool fari að koma inn à.
  Þetta er algjört skipsbrot hjà liðinu sem einu sinni hafði gott sjàlfstraus er núna varla skuggin af sjàlfu sér koma svo setja power í seinni hàlfleik

  3
 18. Ekki enn skot á rammann hjá LFC. Við skorum ekki án þess að hitta á markið. Það er spurning hvor dómarinn er verri, mariner eða friend. Fyrri hálfleikur endaði á að línuvörður dæmdi boltann útaf í horni Liverpool,sem var enn einn rangi dómurinn í þessum fyrri hálfleik

  1
 19. Það er skelfilegt að sjá hvað hefur komið fyrir okkar frábæra lið, lélegur sóknarleikur, léleg vörn og léleg miðja.
  Það eru 45 eftir og það er eins gott að menn komi brjálaðir út í seinni hálfleik nema Thiago sem er 1 broti frá rauðu spjaldi.
  Salah, Mane og Firmino þurfa að fara að sýna sitt rétta andlit.

  3
 20. Miðað við spilamennskuna um jólin og þennan fyrri hálfleik, þá hef ég því miður ekki mikla trú á þessu í kvöld.

  Það sárvantar greddu og gæði í sóknina, ótrúlegt en satt.

  3
 21. Sæl og blessuð.

  1. Salah er í óstuði. Treysti því að hann nái að skjóta sig í stuð. Það er margt sem ég fíla við þennan leikmann – eitt af því er seiglan í honum og nánast ósvífin þrautseigja þegar kemur að því að reyna aftur og aftur að skora!
  2. Vörnin er ósamstillt og óstyrk. Það er viðbúið þar sem enginn miðvörður spilar. Það er ekki hægt að kippa mönnum inn í nýtt hlutverk án þess að það eitthvað klikki og með annan bakvörðinn í ægilegum lamasessi. Rosalega brothætt vörn. en hún gæti lagast þegar leikmenn fara að tala meira saman og skipuleggja sig.
  3. Miðjan er að sama skapi óörugg. Chambo reynir að kreista fram einhvern sprengikraft en það er eins og hann sé að spila með ókunnugum. Thiago gleður augað með fínum sendingum og Gini er með mopppuna – oft flottur.
  4. Mané ægillega sprækur. Firmino að reyna aðeins of mikið – hafa þetta einfalt.

  Nú er ekkert annað í stöðunni en ískalt vatn í fésið og svo að raða inn mörkum. Eitt á kortérs fresti og ég er alsæll.

  2
 22. Trent heldur áfram að vera ömurlegur.
  Mané og Salah halda áfram að missa hraða.
  Allir halda áfram að geta ekki skotið á rammann…

  Ekkert nýtt í þessu. Það þarf kraftaverk til að halda toppsætinu út tímabilið en því miður eru City og Utd of sterk í dag.

  3
  • Trent kom boltanum 38 sinnum til andstæðinganna meðan hann var inná. Met á þessu tímabili.

  • Jahérna alveg steingelt upp við markið og djöfull fór í pirrurnar á mér að á 93 plús fá menn hornspyrnu sem er væntanlega síðasta tækifæri nei taka hana stutt og svo flautað af sama á móti wba um daginn ekki að það skipti öllu máli í stóra samhenginu nú er bara að drulla sér í gang komin heilvítis spenna í mótið.

 23. Við vinnum þennan leik ef ,, heilaga þrenningin ,, fremst vaknar af af alltof longum prisessusvefni.

  3
 24. Núll barátta, í mesta lagi smá pirringur.
  Leiðinlegt að horfa uppá þetta svona.

  6
 25. Markmaður samton braut á sínum manni og dæmd aukaspirna salha frábært.

  3
  • nkl. Ég skildi ekki af hverju þetta var aukaspyrna. Salah bara stóð þarna ásamt Bernand og slánin fleygði sér yfir þá!

   3
 26. Of margir með fasta áskrift að byrjunarliðinu hjá Liverpool í dag, þarf greinilega að sparka í rassgatið á þó nokkuð mörgum sem eru að spila leikinn núna!!!

  8
 27. Það er nokkuð ljóst að það á ekkert að dæma með Liverpool….
  maður getur ekki séð neitt annað úr þessu

  4
 28. veit hér einhverju afhverju liverpool er að spila svona slow motion fótbolta?

  hvar er hraðinn og allt það sem einkenndi liverpool hérna um árið er horfinn, líður eins og allur mannskapurinn á vellinum sé 35-36 ára gamall.

  3
 29. 1000% víti og ekkert dæmt?!? Á sama tíma fá sumir víti við allt og ekkert? Hvað er í gangi?

  7
 30. chambo út af shaquiri inn. það á að vera aukning í gæðum.

  2
 31. Hvenær náum við fyrsta skoti á mark rammann hjá þeim ? Tæplega klukkutími liðinn af leiknum, jæja, þar kom það!

  2
 32. Af hverju eru leikmenn og þjálfari ekki sturlaðir að heimta víti??? Óþolandi að horfa upp á þetta andleysi.

  6
 33. Þetta er sorgleg dómgæsla, ManU fékk víti fyrir ekki neitt, við fáum ekkert fyrir tvö klár brot ( að mínu mati)

  7
 34. Við reynum og reynum en það er bara ekkert að ganga sendingar lélegar og enginn heppni með okkur sum lið væri búinn að fá 2 vítaspyrnur og dómarinn flautar heldur mikið á okkur fyrir minn smekk .

  5
 35. Af hverju hefur Minamino ekki fengið svo mikið sem mínútu eftir Palace-leikinn sem var hans besti leikur

  5
 36. Ég bara spyr enn og aftur ? Af hverju erum við ekki að skjóta fyrir utan teig ??????? Er það algjörlega bannað ? Þurfum við að kalla á GERRARD ?

  • Tveggja fóta tækling sem hefði getað brotið lappirnar og ekkert!

   5
 37. Ég er að velta fyrir mér hvort Mane og Arnold séu ennþá að glíma við eftirköst Covid. Þeir hafa verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð

  1
 38. Ég er á því að þetta lið er að sýna að mörgu leyti frábæran leik. Þeir berjast eins og ljón og eiga bara erfitt með að komast í gegnum þétta vörn með dómara sem dæmir ekki víti eða gefur spjöld á augljós alvarleg brot.

  Shaq kemur mjög öflugur inn. Spái amk einu marki hjá okkar liði. Amk 10 mín. eftir.

  1
 39. Klopp þarf virkilega að hugsa sinn gang eftir þessa hormulegu andlausu leiki

  4
  • Setja Salah á bekkinn. Shaquiri er búinn að eiga fleiri sendingar en hann í öllum leiknum.

   2
 40. Er þetta eitthvað spaug með að spila ûr hornspyrnum þegar tíminn er búinn!!!

 41. Við spiluðum flottan leik og vorum mjög aggressívir en það er RANNSÓKNAREFNI af hverju við fáum aldrei víti!!!!

  3
  • Skítt með vítinn það er rannsóknarefni hvernig við komum ekki einni fyrirgjöf á okkar menn og skotinn okkar eru 15 metra yfir i hvert rinasta skipti

   3
 42. ég gæti grenjað, get ekki mætt í vinnuna á morgun ManU samtarfsfélagarnir gera mig brjálaðan

  2
  • Af hverju? Þeir eru svo langt frá því að vera búnir að vinna deildina ef þeir virkilega halda því fram. Þeir eiga eftir að detta niður í formi, trúðu mér. Gangi þeim vel í evrópukeppninni :=)

   1
  • Við erum að setja þetta í hendurnar á City ekki utd. Ekki séns að þeir vinni mótið. Þyrftu þá að halda áfram að fá gefins víti í öðrum hvorum leik út mótið!

 43. Jæja núna væri gaman að fá útskýringar frá herra Klopp hvað eiginleg er í gangi hjá Liverpool

  1
 44. Týpískt fyrir þennan leik að spila úr horni á síðustu sekundunum.

  Ömurleg frammistaða

  2
  • Svipað og dútlið síðustu mínútu síðasta leiks, sallarólegir með jafnteflið. Hefur eitthvað með hugarfarið að gera.

 45. Dómarinn í Utd nærbuxunum
  Walcott með eina tveggja fóta. Dómarinn með augun á hnakkanum – bókstaflega.
  Og svo er ég að gefast upp á þessum lýsendum á Skjánum. Ef þeir eru ekki hlutdrægir þá gera þeir manni þann greiða að lesa upp textalýsingu BBC af leiknum.
  Okkar menn andlausir og litast af því að við höfum ekki heimsklassa miðvörð til þess að gefa Fab og Hendo lausari taum á sínum stöðum.

  2
 46. Ef menn skoða tímabilin undir Klopp þá sjá menn að það kemur alltaf drop in form á hverju tímabili. Yfirleitt í janúar eða febrúar. Meira að segja í fyrra nema hvað þá hafði það bara ekkert að segja vegna. Í ár er þessi “slæmi kafli” fyrr á ferðinni vegna þess að ekkert var undirbúningstímabilið. LFC er það lið sem myndi græða mest á alvöru winter break í Premier League. Auðvitað ekki hægt að gera það í ár, svo verður þetta áhuga verð 22/23 þegar HM verður í desember 22 (þvílíka vitleysan) efast um að við fáum að sjá tímabil hjá Liverpool þar sem að ekki kemur svona “dip in form” undir stjórn Jürgen Klopp.

  3

Dýrlingarnir heimsóttir

Southampton 1 – Liverpool 0 (Skýrsla uppfærð)