Dýrlingarnir heimsóttir

Jæja. Þá er 2020 að baki. Ár sem margir keppast við að formæla, en sem við Liverpool aðdáendur getum ekki annað en horft til með ákveðnum söknuði, enda var þetta árið þegar 30 ára biðin tók loksins enda. Við skulum bara segja að þrátt fyrir allt var þetta ekki alsæmt ár. En það var líka örugglega misjafnt frá manni til manns.

Það er áhugavert að skoða alls konar tölfræði frá árinu. Til dæmis var þetta þriðja árið í röð þar sem Liverpool stendur uppi með mestan fjölda stiga á almanaksárinu:

En gallinn er sá að þetta er ekki sú tölfræði sem stuðst er við þegar það er ákveðið hvaða lið verður enskur meistari, heldur er horft á tímabilið ágúst – maí. Og þar er Liverpool (enn sem komið er) aðeins með pálmann í höndunum í eitt skipti af þremur. Sjáum til hvernig staðan verður í vor.

Við tökum eftir því að stigasöfnunin árið 2020 er rúmlega 20 stigum verri en árið 2019. Bæði stafar það af því að liðið slakaði á eftir að titillinn var í höfn, en líka einfaldlega vegna þess að liðið hefur dregið færri stig í hús á þessari leiktíð. Þegar þetta er skrifað er árangurinn rétt rúmlega 2 stig að meðaltali í leik, en fyrir réttu ári síðan spilaði Liverpool við Sheffield United – 20. leik sinn á leiktíðinni, og var með 58 stig eftir þann leik, eða rétt tæplega 3 stig að meðaltali í leik. Sem er auðvitað sturluð tölfræði, enda hafði liðið aðeins gert eitt jafntefli alla leiktíðina á þeim tímapunkti, og ekki tapað einum einasta leik. Í dag er liðið að stefna undir 80 stig í lok leiktíðar, þ.e. ef stigasöfunin heldur áfram á sama hraða og verið hefur.

Núverandi tímabil hefur líka verið skrýtið að því leytinu til að skyndilega virðast öll lið vera að blanda sér í toppbaráttuna. Keppnistímabilin tvö á undan voru einvígi milli Liverpool og City, en í vetur erum við búin að sjá Liverpool vera að slást við Everton, Tottenham, og núna er litla liðið frá Manchester eitthvað að blanda sér í slaginn. Leicester hafa verið að dansa þarna á köflum, meira að segja Southampton voru skammt undan toppbaráttunni á tímabili, en eru núna í 9. sæti, reyndar ekki nema 7 stigum frá toppsætinu. Það er meira að segja þannig að Arsenal var farið að nálgast fallbaráttuna á tímabili, en eru núna 6 stigum frá 4. sæti – vissulega hafandi leikið einum leik meira. Undirritaður ætlar að spá því að þetta verði áfram hnífjafnt, og að vendingum í toppbaráttunni sé hvergi nærri lokið.

En nóg um nýliðið ár og gengi liðanna það sem af er tímabili. Vendum okkar kvæði í kross og skoðum næsta leik, sem er gegn Southampton á þeirra heimavelli á mánudagskvöldið.

Fyrri viðureignir

Liverpool mætir inn í þennan leik með ágætis árangur í leikjum gegn Southampton. Á síðustu 10 árum hafa liðin mæst 19 sinnum í öllum keppnum, Liverpool hafa unnið 11 leiki, Saints 5, en 3 hafa endað með jafntefli. Þar af hafa 6 síðustu leikir endað með sigri okkar manna. Meðal leikja eru ýmsir merkilegir leikir eins og t.d. 6-1 sigurinn í bikarnum forðum daga (þegar van Dijk og Mané voru enn að spila með suðurstrandarliðinu, en Jordon Ibe og Brad Smith spiluðu þá sundur og saman, og Origi skoraði þrennu), og svo hafa liðin nokkrum sinnum att kappi með þeim árangri að markaskorarar Southampton hafa verið keyptir til Liverpool í framhaldinu. Dæmi: Lovren skoraði mark þeirra í leiknum haustið 2013, Clyne skoraði ári síðar, og svo skoraði Mané þrennu nokkrum mánuðum áður en hann kom til Liverpool.

En nú bregður svo við að þrátt fyrir að fjölmargir leikmenn hafi verið keyptir til Liverpool frá Southampton á síðustu árum, þá eru líkur á að aðeins einn komi við sögu á mánudaginn, þ.e. Sadio Mané. Það er ljóst að Virgil van Dijk verður ekki leikfær, og þeir Lallana, Lovren og Clyne fóru allir frá félaginu í sumar (örlítið lengra síðan Rickie Lambert fór). Jú, Oxlade-Chamberlain var vissulega hjá Southampton á sínum yngri árum, en hann var ekki keyptur þaðan heldur frá öðru rauðu og hvítu liði.

Gengi Southampton í deildinni hefur nú verið betra en margir spáðu, eins og áður sagði voru þeir komnir ansi nálægt toppnum á tímabili, en eru núna að sigla um miðja deild. Mörkin hafa ekki alveg verið að koma hjá þeim í síðustu leikjum: aðeins eitt mark í síðustu 4 leikjum er ekki alveg í takt við það flug sem Danny Ings var kominn á, í dag er hann með jafn mörg mörk á leiktíðinni eins og Mané eða 6 stykki hjá hvorum. Þeim hefur heldur ekki gengið neitt allt of vel gegn “stóru” liðunum; töp gegn Manchester liðunum og Spurs, jafntefli gegn Arsenal og Chelsea. Vonum bara að þetta mynstur haldist a.m.k. í næsta leik, en þar fyrir utan vill maður endilega að Danny Ings gangi sem allra best.

Okkar menn

Þá að okkar mönnum. Nú þegar liðið er ekki lengur eitt á toppnum, þá er ljóst að þetta er einfaldlega “must win” leikur. Svo einfalt er það. Það flækir málin örlítið að gengi Liverpool á útivelli hefur ekki verið neitt frábært það sem af er tímabili: aðeins tveir sigrar eru komnir í hús (Chelsea og CP), en eitt tap og óþarflega mörg jafntefli. 0-7 leikurinn gegn Crystal Palace skekkir alla tölfræði, en það gerði leikurinn við Villa svosem líka á móti. Svo er það ekki að hjálpa neitt að eftir 1-1 leikinn gegn WBA hafa þeir spilað 2 leiki, og tapað þeim samtals 9-0. Já, öðrum liðum gengur bara svona ljómandi að finna netmöskvana hjá Big Sam og félögum. Þá var Liverpool lengi vel eina liðið sem hafði skorað í öllum sínum leikjum, en sú tölfræði er úr sögunni eftir 0-0 leikinn gegn Newcastle fyrir áramótin. Við höfum því ágæta ástæðu til að hafa smávegis áhyggjur af forminu á sóknarlínunni. Það væri gaman að heyra hvað lesendum finnst, af hverju hefur liðinu gengið illa að finna möskvana í síðustu leikjum? Tökum samt eftir því að Liverpool er ennþá það lið sem hefur skorað flest mörk og er með besta markahlutfallið í deildinni. Mögulega gæti þetta lagast eitthvað ef Thiago Alcantara fer loksins að komast í gang, ég held að bæði liðið og áhangendur bíði spennt eftir að sjá hvaða áhrif nærvera hans mun hafa á liðið ef/þegar hann nær nú einhverju “rönni” í svolítinn tíma.

Síðan er ljóst að liðið er tæpt þegar kemur að vörninni, og jafnvel þó svo að Fabinho hafi komið sterkur inn í miðvarðarhlutverkið þá er ekkert lið svo vel statt leikmannalega séð að mega við því að *allir* miðverðir liðsins séu á meiðslalistanum (VVD, Gomez og Matip). Nær liðið að vinna titilinn í vor með Rhys og Nat í miðverðinum megnið af tímanum? Það yrði frábær árangur ef sú yrði niðurstaðan. Hver veit, eitthvað er nú slúðrað um Skrtel-lookalike leikmanninn Sven Botman hjá Lille, sjáum til hvort eitthvað sé til í því (a.m.k. var Pearce víst að fylgja honum á Twitter #justsayin). Vissulega tæki alltaf svolítinn tíma fyrir nýjan mann að aðlagast liðinu og deildinni, svo við skulum ekkert leggja aleiguna undir það að nýr leikmaður geti valsað inn og leyst miðvarðarvandamálin á núll einni. En ef þessi Botman kemur, þá er ljóst að það er strax komið “chant” fyrir hann (hint: það byrjar á Nanananananananana….)

Þær fréttir bárust eftir Newcastle leikinn að Matip verði frá í 3 vikur, og ef það gengur eftir þá eru það eiginlega ekkert nema frábærar fréttir. Bæði vegna þess að eitthvað hafði verið slúðrað um að þetta yrðu einhverjir mánuðir, en líka vegna þess að meiðslin hjá Matip hafa iðulega dregist á langinn. Ef við fáum hann aftur á völlinn t.d. um eða eftir United leikinn, þá held ég að við hrósum happi. En hann verður semsagt ekki leikfær í næstu leikjum.

Eins verðum við að bíða eitthvað aðeins eftir að sjá Jota aftur á vellinum, líklega birtist hann ekki aftur fyrr en um mánaðarmótin janúar/febrúar. Rétt eins og við fögnuðum að sjá Thiago aftur í rauðu treyjunni, þá munum við fagna að sjá Jota aftur þegar þar að kemur.

Þegar kemur að því að spá fyrir um hverjir spila leikinn, þá held ég að Klopp sé alltaf að fara að stilla upp sínu sterkasta liði. Það hvert sterkasta liðið er er svo annað mál, og til að geta svarað því þurfum við að svara eftirfarandi:

 • Rhys eða Nat?
 • Er kominn tími á að bekkja Trent og gefa Neco smá séns?
 • Hefur Curtis Jones gott af smá pásu?

Ég ætla að svara þessum spurningum svona:

 • Nat í augnablikinu, Rhys þarf að vinna í hraðanum og svo á hann það líka til að vaða upp í langar sendingar úr vörn andstæðinganna en misreikna boltann og missa hann yfir sig. Hann á samt helling inni sá strákur.
 • Já og nei, Trent hefði gott af því að núllstilla hausinn á sér aðeins, en Neco er líklega ekki ennþá kominn með slík gæði að hann væri bæting frá núverandi formi hjá Trent.
 • Já, hann er búinn að vera slakur í tveim síðustu leikjum, en hann á örugglega eftir að koma til baka.

Semsagt, prófum að stilla liðinu svona upp:

Alisson

Trent – Nat – Fab – Robbo

Thiago – Hendo – Gini

Salah – Bobby – Mané

Ég held að þetta lið eigi að vera feikinógu gott til að vinna þetta Southampton lið, AÐ ÞVÍ GEFNU að sjálfstraustið sé í lagi og hausinn sé rétt skrúfaður á leikmenn. Það hefur ekki alveg verið málið í síðustu leikjum, en nú þurfa menn að sýna úr hverju þeir eru raunverulega gerðir.

Ég held að liðið bregðist rétt við, og vinni 0-2 sigur með mörkum frá Salah og Mané. Oft var þörf, en nú er nauðsyn.

KOMA SVO!!!

26 Comments

 1. Jæja, enn einn útileikurinn, vonandi verður frammistaðan betri en á móti botnliðunum. Ég vill allan daginn sjá Trent þarna inná , svo væri gaman að sjá Gini fagna nýjum samning við LFC með því að eiga frábærann leik gegn saints. Það er einn leikmaður þarna sem vill eflaust sanna sig 150% og það er Danny nokkur Ings. Guð minn góður hvað ég vona að hann byrji ekki inná í þessum leik ;-). Ég ætla samt að vera bjartsýnn á nýju ári og spá okkar mönnum sigri 1-3 ! Við virðumst eiga í vandræðum með Berlínar blokkir , en dýrðlingarnir eru lið sem vill sækja gegn andstæðingunum og það verður þeim að falli í þessum leik. Gleðilegt nýtt ár og við verðum aftur 3 stigum fyrir ofan manutd. KOMA SVO ! ! !

  5
 2. að fá Thiago inn í lokakafla síðasta leiks breytti öllu. Seningarnar sem hann bjó yfir minntu á Ásgeir okkar Sigurvinsson, hárnákvæmar og lentu undantekningarlaust fyrir framan lappir vængmanna/bakvarða þó sendingin væri 40 metra löng. Hef ekki séð svona gæði hjá Liverpool manni nema mögulega hjá Gerrard. Með slíkan mann inannborðs verður auðveldara að brjóta upp varnir sem liggja aftarlega.

  Southamton er verðugur andstæðingur og lið sem þarf ekki að vera stöðugt ofan í skotgröfunum. Þó Danny Ings náði ekki að blómstra hjá okkur, bæði vegna meiðsla og svo einfaldlega vegna þess að það er enginn hægðarleikur að berjast við Firmino um sæti í byrjunarliðinu, þá er hann samt sem áður mjög góður framherji, ósérhlífinn og með góðan skotfót. Þetta er hörkuliðið og ekkert nema toppleikur dugar gegn þeim til að sigra þá.

  Við erum engu að síður með sterkara lið en eins og sést hefur í tveimur síðustu leikjum er afar stutt á milli þess að vera góður í fótbolta og geta hreinlega ekki neitt.

  Held að við vinnum þennan leik. Held reyndar að við vinnum alla leiki áður en þeir byrja. Slíka trú hef ég á mínum mönnum þessa tíðina.

  9
  • Hann er tæknilegri “Alonso” leikmaður sem vinnur furðulega mikið af skallaboltum, þrátt fyrir að vera 135cm á hæð.

 3. Sæl og blessuð.

  Þrátt fyrir stórbrotna stigasöfnun þá var maður oft hugsandi yfir spilamennsku liðsins í fyrra. Ég veit þetta hljómar furðulega – en þessir leikir þar sem andstæðingnum var snýtt og honum hent í ruslið – voru teljandi á fingrum annarrar handar. Oftar en ekki voru þetta seiglusigrar þar sem miðjumennirnir djöfluðust eins og ræstitæknar með moppurnar, hafsentar skoruðu úr föstum leikatriðum og bakverðir dældu inn fyrirgjöfum á oft mjög mistæka framherja. Jafnvel þessir fáu stóru sigrar t.d. á móti Leicester – í þeim leik stóð maður stundum á gati yfir ákvörðunum Salah sem sólundaði dauðafærunum!

  Núna eru heilladísirnar okkur ekki hliðhollar. VAR dæmir okkur í óhag (bæði i okkar leikjum og hjá keppinautum), meiðslin minna á upphafstima Klopp, boltinn rúllar röngu megin marklínu og líkamshár leikmanna eru röngu megin við aftasta varnarmann. Það er auðvitað galið að við skulum vera efst þrátt fyrir þetta.

  Þessi ömurlegu jafntefli skrifast líklega á vörnina okkar. Þegar hún er ekki traust þá tekur Klopp enga sénsa. Vill helst að allir aðrir leikmenn séu með moppurnar á fullu – skapandi spil mætir þá afgangi. Þessi markaþurrð hrópaði á langskoti og Shaquiri hefði verið kærkominn (ekki á 93. mínútu). En Klopp var skíthræddur með baklandið svona veikt.

  Sjálfur er ég ekki að pissa í mig af ótta við Man.Utd. Þar eru of mörg egg í sömu körfu. Liðið stendur og fellur með Bruno og svo þegar álagið eykst með evrópukeppninni þá er viðbúið að þær fari að þyngjast á þeim lappirnar og andstæðingar lesi í einhæft spilið. Gæfa er líka fallvölt til að byggja á og þeir hafa verið ljónheppnir hingað til.

  Nei, að endingu verða þeir fölbláu hættulegastir. Vörnin þar hleypir engum utanaðkomandi skotum í markið og þegar Aguero mætir aftur þá fara þeir að skora. Vonandi náum við að halda í við þá.

  Varðandi leikinn á morgun þá vona ég að menn nái að virkja tilfinningarnar. Ég vil sjá reiða og skapandi leikmenn sem taka áhættu og uppskera samkvæmt því!

  22
  • Mjög sammála. Ég er sammálastur af öllum eins og bakarinn í Dýrunum í Hálsaskógi sagði ógleymanlega. Talandi um VARnarmenn okkar má benda á að VAR hefur tekið af okkur 5 stig og 4 stigum höfum við tapað í jafnteflisleikjum sem við áttum að vinna. Þetta eru NÍU stig sem miðað við spilamennsku og réttláta VAR dóma ættu að vera okkar. En þetta fellur ekki með okkur ennþá en svona spilamennska mun skila sér á endanum. Svo eitt, ég gleymdi því næstum, við erum enn efstir.

   3
  • Sælir félagar

   Ég er ósammála því að jafnteflið sé vörninni að kenna. Ef á að kenna einhverjum um þá er það sóknin sem verður að taka skellinn. Hún fékk fleiri en eitt og fleiri en tvö tækifæri til að klára þennan leik en mistókst að klára færin sín. Svona skeður í fótbolta og er hundfúlt en ekkert við því að segja. Hinsvegar verður að gera betur næst.

   Það er nú þannig

   YNWA

   4
 4. Takk fyrir góða yfirferð. Ég er á því að Rhys sé öruggari kostur en Nathaniel í miðvörðinn með Fabinho. Betra lið en við mættum síðast mun nýta sér þessar óöruggu sendingar inn á miðjuna hjá Nat og refsa okkur. Eða pressa hann aftur og aftur í langar. Hef á tilfinningunni að Rhys byrji þennan.

  5
  • Já ég er alveg á báðum áttum. Rhys er bæði yngri og hávaxnari, og ég held að hann hafi meiri “potential” heldur en Nat. Maður sá alveg í Newcastle leiknum að það komu augnablik þar sem Nat var með boltann en fékk á sig pressu og þá fékk maður á tilfinninguna að hann gæti svo auðveldlega klúðrað því. En svo á Rhys líka þessi móment þar sem hann hoppar upp í langa bolta og misreiknar þá, gerðist bæði á móti Tottenham og WBA. Slapp til í bæði skiptin, en það er ekki þar með sagt að þá sleppi það alltaf. Svo fannst mér einhver WBA sóknarmannanna hlaupa full auðveldlega framhjá honum og sleppa í gegn, en sem betur fer varði Alisson í því tilfelli.

   Það er bara þannig að báðir hafa sína kosti og galla, og ekkert við því að gera. Það verður bara að taka þeim eins og þeir eru.

   4
 5. Í sannleyka sagt fer ég fram á alvöru sigur, ekki einhvern heppnis sigur. Ég tel mig geta krafist þess, vegna þess að liðið okkar er að öllum öðrum ólöstuðum besta lið heims, þegar þeir spila sinn bolta, bara einfaldlega spila sinn bolta og no problem.
  0-3

  YNWA

  5
 6. Við erum vissulega eitt besta lið heimsins enda sjá það allir sem vilja. Hins vegar er VVD sárt saknað. Hann er einstakur og ekki hægt að líkja við nokkurn annan miðvörð sem hin liðin hafa. Ef við erum með fullskipað lið þá Ja á maður að gera kröfur. Að fá Thiago tilbaka er frabært og vonandi helst hann ómeiddur! Hann er stórkostlegur leikmaður og opnar nýjar víddir í leik okkar.

  6
 7. LFC er best í heimi. En ekkert lið er best í fótbolta í heimi sem er ekki með 2 trausta hafsenta sem bæði kunna og geta spilað kerfið sem restin af liðinu spilar.

  Eins og staðan er núna þarf einn miðjumannanna alltaf að liggja aftar. Það er augljóst að það hefur verið erfitt fyrir miðjumennina að ná saman. Thiago og Hendo með. ólík hlutverk mun hjálpa mikið . Það þýðir líka að Trent hefur meiri varnarskyldur (unglingahafsentinn er á hans hlið). Þetta þýðir að hann hefur verið að spila öðruvísi og er ekki eins oft eins langt upp á vellinum og þal. eru sendingarnar frá honum einhæfari og auðveldari að stöðva. Eins þá vantar stundum að afturliggjandi miðjumaðurinn komi inn til að bæta einum við í sóknina. Við sjáum næstum aldrei hafsentana eina á toppnum. Þetta er sérstaklega erfitt af því Hendó hefur ekki nægan hraða til að koma sér aftur (t.d., miðað við Fabinho).

  Það virðist nokkuð ljóst að stefnan hjá Klopp að fara inní leikina á móti rútuliðinum er einfaldlega að fá ekki á sig mörk og treysta svo á einstaklingsgæðin frá sóknarmönnunum til að koma inn 1-2 mörkum. Gekk næstum upp á móti WBA, og við hefðum átt að skora 2-3 amk. á móti Newcastle. Þetta er mjög skynsamlegt plan og árangur er sá að við höfum ekki verið að fá á okkur eins mikið af mörkum og maður óttaðist við meiðsli Virgil og Joe. En áhrifanna gætir alls staðar annars staðar.

  Meginn vandinn er að það er ekki auðvelt að kaupa hafsent og henda inní liðið. Tímasetningar og samslípun með restinni af vörninni og miðjunni gerist ekki á einni nóttu. Bæði Nat og Rhys hafa verið að spila fleira en eitt tímabil á mismunandi levelum í liðinu í þessu kerfi og setið á bekknum og þar með undirbúningsfundi og æfingar með liðinu. Jafnvel einn af bestu hafsentum í heimi myndi taka einhverjar vikur að aðlagast.

  Óska Ings annars góðs gengis í öðrum leikjum þetta tímabil.

  9
  • Nei hvern fjárann, eru manu rottur komnar fram í dagsljósið, er ekki einhver góður poolari starfandi sem meindýraeyðir? Það er segin saga, um leið og smá birtir yfir gengi liðsins, þá skríða manu rotturnar upp á yfirborðið. David Attenburough lýsir, manu rats live mainly underground, they are hairless and have no eyes etc.

   YNWA

   17
 8. Sælir félagar

  Ég ætla ekki að ræða mikið um leikinn á morgun. Ég er þess fullviss að liðið á eftir að skila sér til baka og vinna leiki. Miðað við gæðin sem búa í því getur þetta ekki gengið svona til lengdar. Styrkur liðsins hlýtur að skila sér fyrr en seinna. Auðvitað er það heftandi fyrir miðjuna ef vörnin er veik en samt . . . vörnin hefur ekki verið að leka neinum ósköpum af mörkum en hitt er ljóst að ef Klopp og miðjan treystir ekki vörninni kemur það niður á sókninni líka.

  Meiðslin í liðinu núna eru ekkert meiri en gengur og gerist. Mér sýnist að allir séu leikfærir nema þeir tveir miðverðir sem meiddust í haust og svo Jota. Það er augljós krafa að Klopp og félagar nái í miðvörð strax nú í jan. þó talsverðu þurfi til að kosta. Liðið saknar Fab af miðjunni, Matip spilar ekki nema einn til þrjá leiki í röð og svakalegt yrði ef Fab meiddist og við yrðum að vera með Nat og Rhys saman í hjarta varnarinnar. Annars legg ég til að Liverpool vinni leikinn 1 – 3 og Mó með eitt og Mané með 2. Mikið vantar okkur að Mané drengurinn fari að hrista af sér slenið. Vinur okkar Danny Ings skorar eitt fyrir Soton.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
  • Ég held að Nat og Rhys yrðu aldrei látnir spila miðvörðinn saman. Hendo færi þá niður í miðvörð eða Gini, Robbo meira að segja gaf út einhverntímann að hann skyldi spila þarna ef hann yrði beðinn (þó ég sé nokkuð viss um að hann nýtist betur í vinstri bak).

   Þetta með hvort óöryggið út af óreyndum miðvörðum þýði að miðjan sitji þarmeð aftar og það sé ástæðan fyrir hikstinu? Ég er ekki svo viss, mér finnst líka bara eins og að framlínunni gangi ekki jafn vel að slútta sínum færum eins og áður. CP leikurinn er vissulega undantekningin þar, fór ekki allt inn þar sem á annað borð rataði á markið?

   2
 9. Kom mér á óvart hvað Nat var hægur í hlaupunum……hélt þarna væri kominn GAZ 69 (rússajeppi) en hann hafði ekkert í hlaupagetu framherja WBA.

  3
  • Það var Rhys sem spilaði á móti WBA, en Nat á móti Newcastle.

   2
 10. Ef það var einhvern tímann tækifæri að byrja nýtt ár á almennilegri nýársbombu þá er það í kvöld.

  Það var rætt mikið í eftir að VVD var kjöldreginn bókstaflega í Everton-leiknum af Jordan Picks-his-nose að þá þyrfti sókninn einfaldlega að stíga upp á hærra level og skila fleiri mörkum. Eftir að Gomez fór sömu leið á meiðslabekkinn og VVD þá skiptir þetta ennþá meira máli.

  Þessi taktík var nokkurn veginn farin að skila sér fram að því augnabliki að Diego Jota lenti í sínum meðislum og eftir það hefur sóknarþunginn verið mjög óheppinn því ekki hefur vantað færin (fyrir utan 7-0 jarðarförin gegn Crystal Palace).

  Ég hef, sem fyrr, alltaf trú á því að okkar góða og frábæra lið muni girða sig í brók fyrir þennan leik og skila af sér sannfærandi 3-0 sigri.

  Lykillinn í þessu öllu saman er að TTA fari að detta í gang, hann er vonarstjarnan okkar inn í framtíðina og á það alveg skilið að eiga þrusuleik – vonum að það gerist í kvöld!

  3
 11. Mikið væri ég til í að sjá miðjuna í leiknum í kvöld innihalda þessa leikmenn.
  Henderson – Thiago – Winjaldum
  Thiago er algjör lykill að því að snúa jafnteflum í sigra

  5
 12. Sælir félagar og gleðilegt nýtt ár. Megi það verða okkur jafn gjöfult og það síðasta í bikarsöfnun!
  Þakka sömuleiðis síðuhöldurum fyrir kop.is sem á köflum jafnast á við bestu sálfræðiþjónustu sem völ er á þegar þungt er yfir og útlitið dökkt. Er ekki stundum sagt að best sé að skrifa frá sér það sem hvílir á herðum og létta á sálartetrinu?! :O) Takk sömuleiðis pistlahöfundar og ekki síst leikskýrsluskrifara, undanfarið ekki létt að setja í orð greiningu og vonbrigði með úrslit leikja.

  Já hvað er að frétta af úrslitum síðustu daga?! Við að ströggla með WBA sem steinliggur 0 – 9 í næstu tveimur leikjum! Newcastle láta okkur líta illa út á löngum köflum, ná stigi og hvað svo, tapa heima fyrir Leicester í næsta leik.

  Mikið slúðrað um hina og þessa miðverðina sem maður hefur í flestum tilfellum aldrei heyrt um og Klopp að gefa í skyn að jafnvel ekkert verslað í janúar. Ok ég veit að það þarf að vanda til verka hvað það varðar og ekki vaða í nein “panic” kaup. En guð hjálpi okkur ef Fabhino meiðist!

  Menn velt vöngum afhverju það gengur svona illa að skora í síðustu leikjum og eða klára færin. Ég vil meina að þegar einn hluti af hryggjastykkinu er farinn, van Djik, þá tekur tíma “lækna” sárið og þegar þeir “plástrar” sem koma í staðinn eru sífellt að losna þá fara allir aðrir hlutar “hryggjastykkisins” að bakka og hjálpa til sem svo hefur áhrif á það sem þarf að gera þarna efst. Það myndast þreyta og sú vél sem áður gekk vel smurð er farin að hiksta.

  Nóg um það, leikur í kvöld og það berast fréttir um að það sé komin Covid í mark þeirra Southampton manna og varaskeifan kölluð út. Vona að sú skeifan fari nú ekki að eiga leik ævi sinnar – verði frekar eins og belja á svelli og leki inn mörkum. Mest þó hræddur við Ings og co þarna frammi.

  Spái áframhaldandi ströggli í upphafi nýs árs og við yfirgefum suðurströndina með 1 stig í farteskinu.

  YNWA

  2
 13. Með allan miðvarðaflotamn í slipp þá eru rútutaktíkinn að virka miklu betur gegn Liverpool. Rhys er allt of hægur og Nat vantar meiri tæknilega getu til að mæta góðum sóknarmönnum maður á mann. Að parkera rútunni og keyra svo á Rhys eða Nat er bara nokkuð líklegt og hefur verið að skila mörkum.
  Ég hef samt trú á að Ralf vilji spila fótbolta í kvöld og vonandi verður það raunin.

  2
 14. þeir kópera taktíkina hjá hinum og liggja allir í vörn og ná stigi.

  1
 15. Góðan daginn kæru félagar, mér finnst menn heldur neikvæðir hér inni eftir erfiða tvo leiki. Spýtum í lófana og völtum yfir drengina hans Ralf í kvöld. Fjögur núll, Thiago með eitt og tvær stoðsendingar á Mane og Salah. Hendó svo með eina sleggju af varnarmanni. Er þetta ekki bara gott plan ?

  2
  • Heyrði í Klopp með þetta frábæra plan. Hann var alveg áhugasamur en þetta kom of seint til að hægt væri að fara yfir þetta á æfingasvæðinu. Hann ætalar að taka þetta í næsta leik, en núna heyrðist mér að planið væri meira eins og hjá halldóri…. sjáum til

   1
   • Hélt að hann myndi þiggja þetta með þökkum fyrir kvöldið en við sjáum til takk fyrir að hafa samband við hann fyrir mig !

Gleðilegt ár frá Kop.is!

Byrjunarliðið gegn Southampton: Vörn er ofmetin(?)