Byrjunarliðin á St. James’ Park í síðasta Liverpool-leik 2020

 

Rauði herinn er farinn norður yfir heiðar og mætir þar Skjóunum svarthvítu í lokaleik ársins 2020.

Byrjunarliðin

Áhugaverð uppstilling í kvöld bæði útaf meiðslum og hvíld en einnig vegna endurkomu Thiago í leikhópinn og sá spænski byrjar á bekknum. Nat Phillips kemur í stað hins meidda Matip og Milner mætir sínu fyrra liði sem hann lék með fyrir rúmlega áratug. Curtis Jones heldur sínu sæti og fær tækifæri til að bæta fyrir misgóða frammistöðu í síðasta leik.

Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Phillips, Fabinho, Robertson; Henderson, Milner, Jones; Salah, Mane, Firmino

Substitutes: Kelleher, R.Williams, N.Williams, Thiago, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Minamino, Origi

Byrjunarlið heimamanna er eftirfarandi með helstu ógnunina í fílhraustum framherjum Joelinton og Callum Wilson:

Blaðamannafundurinn

Klopp fór yfir málin á blaðamannafundi gærdagsins og hans breiða bros í breiðmynd er góð afþreying fram að leik:

Upphitunarlagið

Það eru rauðir og svartir tónar í upphitunarlagi þessa leiks þar sem Rúllandi Steinar vilja mála rauðar hurðir svörtum litum. Hvernig hurðin verður á litinn og hvort henni verði hurðaskellt af rauðum jólasveinum kemur senn í ljós en lagið er gott:

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

51 Comments

 1. Sæl öll

  Þessi miðja vekur smá óhug hjá mér. Að mínu viti hefði mátt setja C.Jones á bekkinn og Ox inn. Okkur vantaði í síðasta leik ógn fyrir utan teginn þ.e. skot og tilraunir að stuttu spil í gegn. Huggu harmi gegn er að mikil sköpun og “þyngd” er í leikmönnum á bekknum. Við VERÐUM að vinna og Liverpool oft góðir með bakið upp við vegg, 1-3 fyrir okkur.

  E.S. Mér hefur fundist vanta í vetur sá eiginleiki Liverpool að koma betur “stilltir” inn á mótherjann í seinni hálfleik. Síðustu tvö tímabil hefur mér funndist Liverpool ganga betur að loka á sendingar og stýra leikjum betur í seinni hálfleik. Það virkaði á mann sem greininga-, og þjálfarateymið væri að vinna mjög góða vinnu á meðan leik stóð.

  4
 2. Það er ljúft að sjá Thiago aftur í hópnum eins og meistara Milner.
  Mín spá er að við girðum okkur í brók og vinnum þennan leik 1-3 þar sem Phillips verður maður leiksins.

  5
 3. Hef séð meira skapandi miðju en það sem boðið er upp á í kvöld! Newcastle í einhverjum meiðsla vandræðum þannig að það er krafa um 3 stig í kvöld og ekkert annað eftir það sem á undan er gengið!

  4
 4. Trúi ekki sögusögnum þess efnis að klúbburinn styrki sig ekki í Jan glugganum.
  Til að mynda eru fjórir sterkustu miðverðir síðasta tímabils ekki í boði. Einn af þeim farinn, tveir í langtíma meiðslum og sá fjórði er alltaf meiddur….

  5
 5. Guð minn góður hvað newcastle virka bara eins og þrusu lið. Liverpool virka bara drullu þreyttir og lélegir. Miðjan ætti að vera Gini, Thiago og Hendo

  2
 6. Newcastle tapaði heima 1 – 4 fyrir MU, 0 – 2 fyrir Chelsea, 0 – 3 fyrir Brighton. Við erum í strögli! Kemur ekkert frá miðjunni og Bobby þarf að koma niður og ná í boltann. Milner og Curtis steingeldir! Breytinga þörf!

  5
 7. Mikið helvíti er þetta allt saman flatt og sloppy! Menn virka hálf áhugalausir… þarf að fara að henda í annan gír og sýna smá vilja og áræðni, erum alls ekki að fara skora með þessu áframhaldi

  5
 8. HVAÐ er uppleggið hjá Klopp ? það er nákvæmlega ekkert að gerast..reyna spila sig inní markið ..reyna sendinguna þegar það á að skjóta á markið hvað er málið eru þeir búnir að missa sjálfstraustið á móti botnliðum deildarinnar? þetta er steingelt.

  Vill sjá breytingar í seinni hálfleik þurfum að klára þennan leik þetta er ekki boðleg spilamennska.

  4
 9. Það vantar ekki færi hjá okkur eða að komast í góðar stöður til að skapa eitthvað en snertingar og loka sendingar eru algjörlega að klikka.
  Ég reikna með að núna komi gagnríni á kappa eins og Millner/Jones/Henderson fyrir að vera ekki nógu skapandi miðja en það vantar ekki færin svo að það er ekki hægt að væla yfir því.
  Það sem vantar er að Trent, Andy, Salah, Mane og Firmino fari að klára þessa síðustu sendingu eða snertingu.

  Vonandi mætum við grimmir til leiks í síðari og náum í þessi 3 stig.

  p.s Phillips líður alveg skelfilega með boltan og maður svitnar í hvert skipti sem hann fær pressu á sig.

  4
  • Ekker væl félagi Sigurður Einar, bara staðreynd að það er ekkert að koma frá Milner og Curtis. Eru þeir að skapa eitthvað? Jú Curtis Jones ungur að árum og er að safna í reynslubankann en sorry, hann er ekki að gera sig þessa dagana. Það vantar meiri “direct” keyrslu frá þeim ala Keita og Ox. Hendo er jaxl og baráttuhundur og á allan tímann heima á miðjunni með sér meira skapandi leikmönnum. En rétt hjá þér, það vantar loka hnykkinn á sendingar og skotnýtingu.

   1
 10. Þetta er ansi dapur leikur sem við erum að fá hérna, vonandi er Thiago nægilega góður til að fá 30 mín, ég held að hann geti gert usla þó hann væri ekki lengi inná.
  Miðja með Milner, Jones og Hendo er ekki að fara að gera mikið sóknarlega.
  Væri til í að fá Thiago og Shaqiri inná fljótlega

  3
 11. Þetta virðist ætla að vera mánuðurinn þar sem við drullum á okkur á móti rútu liðunum. Man utd getur þá jafnað okkur með sigri í næsta leik. Alltof mikið af einhverjum snuddu sendingum milli manna inní teig, engin ógnun fyrir utan teig. Bara slappt.

  3
 12. Sæl og blessuð.

  Sókn vinnur leiki, vörn vinnur titla. Maður skilur hvað átt er við með slíkri gúrúspeki þegar horft er á leik sem þennan, Philps ekki nógu hraður og traustur og Fabinho gæti verið kominn að þolmörkum eftir mikið álag. Með óörugga vörn verður allt óöruggt inni á vellinum. Leikmenn taka ekki þá áhættu sem er nauðsynleg til að eitthvað skapist.

  Í WBA leiknum hefði verið lag að taka langskot og draga andstæðinginn framar, með því að spila meira á eigin vallarhelmingi. ÞAð hefði opnað hjá þeim vörnina. En þeir tóku augljóslega ekki þá áhættu og því varð þetta allt gelt.

  Maður sér nú mikilvægi þessara hafsenta sem við höfum notið svo góðs af. Þeir hafa áhrif á allt stoðkerfið í liðinu.

  Óskandi að þetta braggist nú – Newcalstle hafa verið miklu opnari en t.d. Tottenham og WBA voru. Smá vandvirkni og áræði – góður áramótakokteill þar. Og við förum að skora.

  Verðum. Að. Vinna. Þennan. Leik.

  4
 13. Sælir félagar

  Hvern andsk . . . er verið að gera með Jones inná. Er enginn af þessum meiðslapésum sem getur leikið einn einasta leik. Djö . . . sem maður er orðinn leiður á þessum göngubolta og gjörsamlega steindauðri miðju sem ekkert kemur út úr. Allar sóknaraðgerðir liðsins í slow motion enda gerist nánast ekkert fyrr en síðustu 5 mín af 45.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 14. Þetta verður en eitt jafnteflið og bara ógeðslega leiðinlegur leikur,hvað er eiginlega í gangi með Liverpool?

  4
 15. Leikur liðsins er einfaldlega í molum. Það eru öll lið búin að lesa okkur.
  Nat Philips í stað Van Dijk. Er til meira dropp í gæðum. Hann er svo lélegur að ég held hann kæmist ekki í Championship lið.

  3
 16. Mjög hægt og fyrirsjàanleg
  Góð færi ekki nýtt vona að seinni hàlfleikur verði betri

  3
 17. Allt annað að sjá liðið okkar í þessum leik. Reyndar byrjaði leikurinn á frekar lélegum nótum og Newcastle var þónokkuð inn í leiknum. En hægt og bítandi fór Liverpool að skapa sér færi, miðju menn voru mikið að hlaupa í laus svæði í öftustu varnarlínu Newcastle og valda þannig usla og mikið um að leikmenn innan liðsins voru að skipta um stöður.

  Liverpool er búið að skapa sér tvö til þrjú færi sem voru ansi góð og núna þurfa þeir að mæta dýrvitlausir í síðari hálfleik og klára leikinn. Mér finnst Newcastle vera með varnarlínuna furðulega framanlega og það kemur mér því ekki á óvart að við höfum komist inn fyrir línuna í nokkur skipti.

  Ég held að Newcastle muni liggja aðeins aftar í síðari hálfleik og þá er gott að hafa samgönguráðherrann Thiago á bekknum. Held að honum verði skipt inn á þegar sirka 30 min eru eftir við erum ekki búinn að skora mark.

 18. Sammála Souness hér að ofan. Ég er búinn að sjá nokkra leiki með Newcastle og þeir geta akkúrat ekki neitt. En við erum í vandræðum með þetta aulalið.

  Veit að menn gíra sig upp í leiki á móti meisturunum en þó að Newcastle væri að spila sinn besta leik ætti Liverpool að vinna 3-0.

  Verðum að færa þetta upp á næsta stig. Má alveg hvíla Curtis Jones.

  3
  • Menn virka fastir í öðum gír. Vantar miklu meiri sköpun famá við og auðvita að nýta færin á móti svona liði. Langar að sjá Thiago síðu mín…

   1
 19. Það sést vel hvaða áhrif það hefur á miðjuna þegar miðvarðarparið er svona veikt. Bæði Hendó og Millie eru alltof djúpir til að vera tilbúinir að hjálpa. Það er enginn framliggjandi sóknarmaður þar sem Jones er ekki nógu fljótur/klókur þar ennþá. Þurfum að taka Milie out og setja Thiago inn. Og svo stuttu eftir það Óx til að ná meiri hraða ógnun upp miðjuna.

  En við gætum alveg gefið mark hérna. Vörnin er ekki sterk. Nat Phillips er að gera sitt besta en það er bara ekki alveg nóg til að virka með leikkerfinu. En hann er alveg nógu góður fyrir lið um miðja deild. Gaman fyrir hans hönd að hann er að spila sig í að vera áfram í EPL í stað að daga uppi einhvers staðar í Evrópu í litlu hlutverki.

  Að lokum þá er athyglisvert að flest tækifæri LFC hafa komið upp úr mistökum/kaos þar sem við nýttum okkur íþrótta hæfileika okkar bestu manna. Við erum of fyrirsjáanleigir. Verðum að hræra uppí þessu og taka áhættur.

  1
 20. Þetta verður steindautt jafntefli og helv….ManU að stela 3 stigum í gær….grrr…

  3
 21. Shit er sement í rassinum á Mane og Salah. Eru bara a jogginu. Trent skelfilegur.

  1
 22. Fjögur skot að marki newcastle á fyrstu 60 mín segir allt sem segja þarf, EITT á rammann !

  1
 23. Innan við hálftími eftir, trúi ekki að Klopp geymi skiptingar fram á síðustu stundu! Thiago, Ox, Gini og jafnvel Minamino hljóta að eiga 25 mínútur á tanknum gegn þessu liði Newcastle!

 24. Það er einfaldlega ekki nógu gott að vera með mestu hvildina á milli leikja og eiga WBA og Newcastle í jolaprógramminu og taka ekki nema tvö stig út út þessum leikjum 🙁

 25. Ég er farinn að fá skilaboð frá ManU mönnum um að þeir taki titilinn…hlakkar í þeim núna djö þoli ég þetta ekki.

  • Alls ekki. Salah með 2 dauðafæri, Mane og Firmino hefðu líka geta sett 2 mörk á öðrum degi.
   Þegar andstæðingar okkar verjast á 10 mönnum verða menn að nýta þessi fáu færi sem gefast og við fengum sannarlega færi til að skora í dag.

   1
 26. Hvernig á að vinna Liverpool mjög einfalt pakkaðu í vörn og beittu skyndisókn, Klopp er ekki enþá búin að finna út hvernig á að sigra svoleiðis lið og mun líklega aldrei gera það.

  1
  • Flest lið sem enduðu fyrir neðan 8. sæti á síðasta tímabili pökkuðu í vörn og beittu skyndisóknum gegn LFC. Niðurstaðan gegn þeim liðum var 22 sigrar, 2 jafntefli og ekkert tap.

   Klopp veit greinilega ekkert hvað hann er að gera.

   1
   • Og þetta tímabil er Aston Villa eina liðið sem hefur unnið Liverpool, og það tókst loksins eftir að þeir hættu að pakka í vörn og beita skyndisóknum og fóru að spila stífan pressubolta.

    Svo þessi fullyrðing þín er einstaklega fyndin. Verst að ég get ekki gefið þér símann hjá Mourinho.

 27. Ömurlegt. Fyrirliðinn og fleiri völdu þann kost á síðustu mínútunni að spila upp á jafnteflið. Skammarlegt!

 28. Enn og aftur skita, algjör skita! Slatti af færum en ekki nálægt því a? setja ‘ann í neti?…

 29. Erum við farin að tefja tímann með því að skipta leikmanni inn á leikmanni þegar komið er fram í uppbótartíma rúmar 91 mínúta, ég á ekki til orð!!!! þetta er Newcastle sem við vorum að spila við hvað er í gangi.

 30. Ommi 30.12.2020 at 21:48
  Ég er farinn að fá skilaboð frá ManU mönnum um að þeir taki titilinn…hlakkar í þeim núna djö þoli ég þetta ekki.

  Blessaður ? leyfðu þeim að dreyma.
  Það verður meira gaman að sigla vel frammúr.
  Menn hljóta að fara vakna þarna í bítlabænum.
  Óþolandi úrslit en ég er ekki að sjá fyrir mér að þetta verði svona til lengdar.

  1
  • Leyfðu þeim að lifa í voninni. Við erum búnir að hoppa á þeim í næstum því áratug. Þeir eru ekkert að fara að vinna EPL.

 31. Það vantar alveg langskot utan af teig, Milner tók eitt með vinstri sem markmaðurinn varði, annars er alltaf það sama, sókn af köntum og gefið fyrir í þvöguna og lítið gengur að koma boltanum inn. Mótherjar þekkja þetta orðið. Klopp á að vera farin að kunna að bregðast við er mótherjjar leggja rútunni fyrir markið.

  1
  • Sammála, ég sakna skotanna sem mættu vera í kringum tíu stykki í leik. Hendo getur það, Salah, TAA og fleiri góðir. Við þurfum nenfilega að auka breiddina og vera meira ógnandi í fleiri þáttum.

   1

Newcastle – Liverpool (Upphitun)

Newcastle 0 – 0 Liverpool