Byrjunarliðið gegn Palace komið, Keita byrjar

Þá er ljóst hvaða ellefu hetjur reyna að ná í fyrsta útivallarsigur tímabilsins í deildinni. Salah og Curtis fá að hvíla sig og í staðinn fá Minamino og Keita annan séns á að sanna sig. Ég er engan veginn viss um hvort þetta er 433 eða 442 með Minamino á miðjunni. Hlakka til að sjá hvernig þessar hetjur stilla upp í byrjun og hlakka til að sjá fyrsta mark Minamino í 2-0 sigri! Mané skorar hitt.

 

 

Hvernig lýst ykkur á þetta?

 

 

 

46 Comments

 1. Kominn tími á að Keita og Minamino sýni að þeir eigi erindi í Liverpool liðið. Svo vonast ég til að Chamberlain fái einhverjar mín í þessum leik því hann býður uppá aðra möguleika en hinir.
  Spái þessu 1-3

  3
 2. svo gæti farið að Keita verði á kantinum og Minamino í holunni.
  Vona svo amk. Sá japanski hefur hvorki hraða né styrk til að taka menn á. Mér skilst að Keita hafi verið ætlað aukahlutverk á kantinum í fyrra amk, þó ekkert hafi komið til þess.

  1
 3. Úff, ég er ekki bjartsýnn á þetta með Keita og Minamino saman í byrjunarliðinu, en vonandi sýna þeir að ég hafi rangt fyrir mér. Ég spái þessu 1-1 ef þeir spila meirihluta leiksins en 1-2 ef Salah,Ox og Jones koma inná snemma í seinni hálfleik.

 4. Sæl og blessuð.

  Púff ég veit ekki. Enn bíður maður eftir að Minamino og Keita (hinn gíneski Joe Allen) sýni af hverju þeir voru keyptir. Salah hlýtur að vera með skeifu.

  En nú er að duga eða ….

 5. Hefði ekki verið nær að nota Salah í þennan leik frekar en danska liðið….

  1
 6. Var að klára síðasta Gullkast, þar tala bæði Maggi og Steini um að Keita og Minamino séu alls ekki nógu og góðir fyrir liðið. Nú er þeirra tækifæri til að svara!

 7. Hef engar áhyggjur, líst vel á vörnina og svo eru Henderson og Wijnaldum með… nú þarf bara að prufa að senda boltann á Minamino sem menn bersýnilega forðuðust í síðasta leik.

  1
 8. Þetta er vikan þar sem við fórum úr öðrum gír í þriðja og Fabinho sannar sig sem besti miðvörður í heimi, þ.m.t. VvD!!!

  2
 9. viðerum búnir að vera drulluheppnir. Þetta endar ekki vel ef við girðum okkur ekki í brók.

 10. Mane!!! Samt óþægilega erfitt að greina liðin í sundur vegna lita á búningum.

  4
 11. ” Sá japanski hefur hvorki hraða né styrk til að taka menn á”
  Voðalega endist þetta koment illa. Ótrúleg alhæfingargirni meðal margra fótboltaaðhangenda.

  2
  • hvað er það sem eldist illa?

   Hefur Minamino verið að vinna líkamleg návígi og taka menn á hraðanum?

   Hefur vissulega leikið ágætlega og kemur vel inn á miðsvæðið, en ógnin utan af kantri frá honum er lítil.

 12. Frábær fyrri hálfleikur og að allir þeir framherjarnir búnir að skora.. Mane með mjög langþráð mark ég vissi ekki fyrr en í síðasta leik hversu langt Var síðan hann skoraði í deildinni. Voru ekki komnir 8 leikir eða eitthvað með leiknum í dag og auðvitað frábært að Firmino sé að detta í gang lika í markaskorun svo ég tali nú ekki um Minamino. Núna er bara helst að bæta við og halda áfram að bæta markaskorunina sem er alltaf hàlf skökk efir villa leikinn fræga. Vinnum 1-6 í dag lekum einu en skorum 3. Salah kemur inná og gerir 2 . Annars gæti vel verið að salah hvílu alveg ef staðan er örugg þitt eg voni að hann fái allavega 20 min ef ekki 30. Firmino skorar svo eitt enn.

  1
 13. Miðað við slæmt upplegg, frekar slappa leikmenn og ýmislegt fleira neikvætt þá er ég bara frekar ánægður með stöðuna. CP alveg átt sín móment en við erum bara drullu góðir og stundum fellur flest með manni og stundum ekki. Gott ef menn spilast aðeins til og þar með eykst breiddin. Nú er bara að hamra járnið og ég væri kátur ef við héldum hreinu.
  YNWA

  2
 14. Skrítinn fyrri hálfleikur … Lpool alls ekki að spila vel en þessi mörk maður … frábær gæði í þessu … Firmino markið ekkert nema stórkostlegt … 6 stiga forysta á toppnum og þetta lið á svo mikið inni …. algerlega geggjað ….

 15. Birgir

  já þetta endist ótrúlega illa. Minamino er t.d alveg með hraða til að spila í ensku deildinni og hann hefur greinilega alla burði til að spila í henni líka. Hann er ekki líkamlega sterkur, en það var t.d Coutinho ekki heldur eða Mane eða Salah.

  Get tekið undir að hann hafi ekki byrjað vel en eins og hefur sést í þessum leik þá var góð og gild ástæða fyrir því að hann var valinn í byrjunarliðið.

  5
  • nei, Minamino hafði ekki nægan styrk og hraða fyrir leik og það breyttist ekki á einum degi, þó hann hafi skorað í dag.

   Ummæli þín dæma sig sjálf ef þú virkilega vilt meina að Mane og Salah hafi ekki styrk. Styrkur er áberandi eiginleiki þeirra beggja.

   Minamino getur átt erindi í ensku deildina,,, hann er vinnusamur, með fínan leiksskilning, og er að bæta sig í pressunni. Hans besta staða er þó miðsvæðis, en ekki út á kanti.

   2
 16. Meiga alveg halda áfram að laga markatöluna það er ekkert að þessu.

  2
 17. Ég velti því fyrir mér af hverju Ox fær ekki að koma inná í svona leik til að komast í leikæfingu. Grunar að við þurfum að nota hann áður en tímabilið klárast.

  1
 18. Uxinn strax kominn með stoðsendingu – segi og skrifa, hann á eftir að koma að góðum notum haldist hann heill.

  1
 19. Ég sagði í hálfleik 1-6 og salah kæmi inn og gerði 2 og Firmino eitt enn eg var helvíti nálægt þessu.

  2
 20. Geggjaður sigur og allir frábærir. Heldur betur búnir að laga markatöluna. Vorum búnir að skora flest og núna langflest en búnir að fá of mörg á okkur útaf villa ruglinu en með að halda hreinu lýtur það betur og betur út. Verðum búnir að fá fæst á okkur í deildinni eftir 4-5 umferðir.

  2

Crystal Palace á Selhurst Park

Liverpool 7(!!!) – Crystal Palace minna (Skýrsla uppfærð)