Gullkastið – Gérard Houllier

Gérard Houllier féll frá í gærkvöldi og var þess mikla fagmanns minnst, Nagelsmann og hans menn í RB Leipzig bíða í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, vikan var erfið í deild og Meistaradeild og næsta vika virkar voðalega þung vegna leikjaálags og meiðslalista.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 315

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

7 Comments

  1. Það er nú svolítið erfitt fyrir mig að skrá niður þessar spár þegar menn sleppa því að gefa upp spá fyrir einstaka leiki! Einar Matthías, hverju spáirðu fyrir Palace leikinn?

  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og spjallið. Það er ekki vafi að Houllier gerði margt gott fyrir Liverpool klúbbinn en hitt er líka ljóst að hann var kominn á endastöð á sínum tíma. Blessuð sé minning hans. Ég er algerlega sammála ykkur félögum að danaleikurinn er eitt af því óskiljanlegasta sem guð vor hefir gert en líta ber á að vegir guðsins eru óransakanlegir.

    Keita, Minamino og Origi hljóta að fara frá klubbnum í sumar ef einhver vill kaupa þá. Ég veit ekki með meiðslahrúgur eins og Saq, Ox og Matip. en það er orðið algert möst að kaupa miðvörð og framherja eftir Miðjótlands ævintýrið. Ég vona svo að spár ykkar gangi eftir. Sjálfur spái ég T’ham leiknum 1 – 2 og Palace 1 – 1 og Klopp-guðinn láti gott á vita.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  3. Smá fráðrán Chelski hefur ekkert getað eftir að Klopp sagði að þeir væru líklegastir til að vinna deildina koma svo W.B.A .

    YNWA.

    3
  4. Houllier var stórkostleg manneskja og mikill heiðursmaður. Hitti hann aldrei en var ekki langt frá honum einu sinni.

    Varðandi hlaðvarpið að þá skil ég vel punktana varðandi danska leikinn. Hins vegar þá hefur Klopp ekki þurft mikla gagnrýni hingað til þar sem hann er óumdeilanlega sá besti í faginu. Mér fannst varpið frekar neikvætt og miðað við meiðslin og leikjaálagið að þá er ekkert skrítið að við séum ekki með fullt hús eins og í fyrra. Sjáum bara hin liðin. Þau eru öll að hiksta. shitty, chelskí og fleiri. Þetta mót er ekkert eðlilegt mót og í mínum huga þurfum við að halda sjó fram að janúar. Ef við gerum það þá held ég að við getum farið að sjá fram á betri tíð. En hvað veit ég? 🙂 Bara einn spekúlantinn sem sér leikina í hesgoal á meðan verið er að sinna húsverkunum.

    YNWA!

    3

Dregið í 16 liða úrslitum CL

Leikur gegn Spurs annað kvöld