Gerard Houllier látinn!

Lést á heimili sínu 73ja ára að aldri

Þær sorgarfréttir voru að berast að fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, Gerard Houllier, lést í nótt á heimili sínu 73ja ári að aldri.

Houllier var ráðinn framkvæmdastjóri Liverpool FC sumarið 1998 og þá í tvíeyki með Roy Evans. Það samstarf náði aldrei flugi og á haustmánuðum það ár steig Evans frá verkinu og Houllier var einn stjórinn.

Á þeim 7 árum sem Houllier var við stjórnvölinn vann liðið sex titla, eftirminnilegast líklega veturinn 2000 – 2001 þegar bikarþrennan góða var í húsi og liðið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni í fyrsta sinn.

Hann er líka maðurinn sem leiddi Steven Gerrard inn á sviðið og hafði mikil áhrif á Jamie nokkurn Carragher, báðir hafa mikið rætt um áhrif stjórans á sinn feril.

Við munum fara mun betur yfir feril hans hjá Liverpool í podcasti kvöldsins.

Minning hans mun lifa hjá aðdáendum LFC, fjölskyldunni eru sendar samúðarkveðjur frá kop.is – klaninu!

Hvíl í friði stjóri!

6 Comments

  1. Hvíl í friði, meistari! Ótrúlega góður karakter og frábær stjóri ??

Fulham 1 – 1 Liverpool

Dregið í 16 liða úrslitum CL