Kvennaliðið heimsækir London City Lionesses

Já það verða tveir leikir í dag með stuttu millibili, í báðum tilfellum fara liðin okkar í heimsókn til höfuðborgarinnar. Leikþráður fyrir leik karlaliðsins dettur inn kl. 15:30 þegar liðið verður gefið út, en í millitíðinni ætla stelpurnar okkar að spila síðasta leikinn í fyrri umferð og þá gegn London City Lionesses núna kl. 14:00

Liðinu verður stillt upp svona:

Laws

Jane – Moore – Fahey – Hinds

Roberts – Rodgers

Lawley – Furness – Babajide

Thestrup

Bekkur: Foster, Heeps, Robe, Kearns, Linnett, Ross

Slatti af leikmönnum frá vegna meiðsla, en þó er Kirsty Linnett komin aftur á bekkinn sem er jákvætt. Nýsjálendingurinn Meikayla Moore reynir fyrir sér í miðverði sem hún hefur ekki spilað áður.

Þetta verður einn af þeim leikjum sem ekki verða í boði í beinni útsendingu, en við komum með úrslit og stöðu síðar í dag.

Upphitun: Rauði herinn á Craven Cottage

Byrjunarliðið gegn Fulham