Byrjunarliðið í Danmörku

Klopp tók ekkert mark á minni tillögu að byrjunarliði, Sigkarl er ekki einu sinni í hóp sem eru vægast sagt vonbrigði. Fabinho og Salah halda sæti sínu frá síðasta leik sem er svona það óvæntasta ásamt Kelleher sem kemur minna á óvart.

Trent Alexander-Arnold tekur væntanlega 45-60 mínútur til að koma sér í leikform svipað og Keita. Ágætt að gefa koma þeim leikæfingu (ef þeir meiðast ekki aftur auðvitað).

Rhys Williams fær enn einn sénsinn, Tsimikas líka og Leighton Clarkson sem hefur verið að standa sig vel í yngri liðunum fær að byrja sem er spennandi.

Púslum við þessu ekki einhvernvegin svona upp?

Kelleher

Alexander-Arnold – Williams – Fabinho – Tsimikas

Clarkson – Keita

Jota -Minamino- Salah

Origi

Bekkur: Adrian, Jaros, Wijnaldum, Firmino, Mane, Henderson, Jones, Robertson, Matip, Cain, N. Williams, Koumetio.

22 Comments

 1. Mitt persónulega álit er að það er galið að sjá Fabinho/Salah byrja þennan leik.

  Já, líklega spila þeir ekki 90 mín en álag virkað svoleiðis að það safnast saman og við erum að fara í leiki 13.des, 16. des og 19.des svo að þótt að þetta séu aðeins 45 mín eða 60 mín þá telur þetta, fyrir utan að þú getur alveg tognað á 5 mín eins og á 90 mín.

  3
 2. Salah er líklega að byrja vegna þess að hann óskar eftir því. Messi og Ronaldo hafa undanfarin ár spilað ansi marga svona leiki sem skipta engu. Sjaldnast reyndar í eins ofboðslegu leikjaálagi og hefur verið hjá Liverpool.

  2
  • Messi og Ronaldo eru á c.a 60% ákefð flesta leiki. Þeir ganga um völlinn oft á tíðum þegar liðið er í vörn og fara svo í gang þegar liðið er að sækja og taka einn og einn sprett. Fyrir utan að mér er eiginlega alveg sama hvað Messi og Ronaldo eru að gera en Salah spilar fyrir mitt lið Liverpool og langar mér að hafa hann heilan 🙂

   Ég vona svo innilega að menn verða heilir eftir þennan leik 7, 9 13 (sem eru tölur sem líkjast leikjaálagi Liverpool)

   YNWA

   3
 3. Sigkarl er alltaf með í öllum leikjum þó óbeint sé. Það er sennilega best og tryggast.

  Vinnum þetta 2-1 og sláum met á meðan skilin á milli okkar ótrúlega liðs og nágrannana okkar breikka bara.

  2
 4. Kæmi mér ekkert á óvart þó Salah væri uppi á topp og Origi á vinstri kantinum.

  Annars verður gaman að sjá Trent bera fyrirliðabandið, það gæti nú átt eftir að sjást aftur á næstu árum.

  5
 5. Jæja. Origi í byrjunarliði. Virkar það? Ég ætla að vera “fúll á móti” og segja NEI.

  Troddu nú upp í mig sokk, Divock!

  4
 6. Flott lið.
  Leitt að Sigurkarl er ekki einu sinni á “Gestalistanum”. Spurning að tala við Ingó og Veðurguðina

  4
 7. Flott lið og ekkert meira um það að segja. Treysti Klopp bara fyrir þessu og vonandi gengur allt upp hjá okkur. Ef einhver verður þreyttur eða meiðist þá stendur bara sá næsti upp og tekur við keflinu.
  YNWA

  3
 8. 4 byrjunarliðs menn inná ef ég sleppi Keita..
  ekki alveg að skilja þetta en in Klopp we trust !
  Flott mark hjá Salah btw.

  2
 9. Fab yfirburðamaður á vellinum.

  Get ekki meira af Origi þó hann eigi væntanlega eftir að grísa inn marki í lokin.

  Vantar aðeins upp á leikformið hjá Trent og Keita.

  Fínasti backup í vinstri bakverði.

  2
 10. Hversu sorglegt er þetta með Origi. Maður bjóst við að Salah eða Jota yrði kippt útaf fyrir miðjan seinni hálfleik. Þess í stað er Origi tekinn út af vegna óboðlegrar frammistöðu.

  7
 11. Hélt að ég væri búinn að sjá alla lélegu dómarana en nei maður getur bara ekki horft á þett og svo fá menn bara að brjóta á Mó eins og ekkert sé djöfull er þetta pirrandi að horfa á þó að leikurinn skipti engu.

  3
 12. Við erum bara miklu slakari í seinni hálfleik. Ekkert að frétta af okkur sóknarlega.

  3
 13. Ég vil ekki sjá Origi aftur í Liverpool-treyju. Bara allsekki.

  4
 14. Er alveg bit á dómgæslunni, er þetta boðlegt í meistaradeildinni!!!! Þessir væru ekki einu sinni boðlegir á Sindravöllum. Finnst eins og hann sé aðalega í því að sýna stjörnunum að hann hafi valdið.

  4

Gullkastið – Dansað við Úlfa

Midtjylland 1-1 Liverpool