Midtjylland

Áður Jurgen Klopp tók við Liverpool árið 2015 hafði hann planað heimsókn til Midtjylland þar sem hann ætlaði að dvelja í einhvern tíma til að læra betur hvað þeir væru að gera. Nokkuð magnað í ljósi þess að Jurgen Klopp var árið 2015 einn hæst skrifaði knattspyrnustjóri í heiminum á meðan Midtjylland var þá ekki einu sinni það stórt lið í Danmörku, þeir höfðu vissulega verið töluvert í fréttum fyrir ferska nálgun innan sem utanvallar og liðið var nýbúið að vinna sinn fyrsta meistaratitil í Danmörku. Hvernig þeir gerðu það vakti athygli í knattspyrnuheiminum.

Jafnan þegar fjallað er um magnaðan uppgang Midtjylland er það út frá þeirri staðreynd að félagið er aðeins 21 árs gamalt, stofnað árið 1999. Það er engu að síður rosaleg einföldun því liðið er bara sameining tveggja liða, Ikast FS og Herning Fremad sem eiga sér mun lengri sögu en það þó hvorugt hafi sett teljandi mark sitt í danskan fótbolta.

Ef að Víðir Garði og Reynir Sandgerði væru sameinuð í eitt lið væri galið miða bara við sameiningarárið þegar fjallað er um sögu félagsins. Midtjylland var sameinað úr tveimur neðrideildarliðum í eitt árið 1999, ekki stofnað frá grunni. Það eru 15 km á milli heimavalla þessara fornu félaga sem voru fram að aldamótum erkifjendur eins og lög gera ráð fyrir og tók sameiningarferlið vel yfir áratug af þeim sökum. Sameiningin skilaði strax árangri og setti Midtjylland stigamet í 2.deildinni árið eftir og tryggði sér sæti í efstu deild.

Moneyball FC

Midtjylland festi sig í sessi í efstu deild eftir sameiningu Ikast og Herning Fremad en fór ekki að vekja athygli utan landssteinana fyrr en breski auðjöfurinn Matthew Benham keypti meirihluta í félaginu og breytti algjörlega hugsun og vinnubrögðum innan félagsins.

Matthew Benham var þá búinn að vera eigandi Brentford í tvö ár en hann hefur verið stuðningsmaður þeirra frá barnæsku. Þetta er að mörgu leiti mjög áhugaverður karakter sem er að ná árangri í bæði knattspyrnuheiminum sem og í heimi fjárhættispila þaðan sem hann skapaði auðævi sín með því að vera snjallari en andstæðingurinn. Sjálfur gefur Benham ekki mikið fyrir samlíkingu við Moneyball hugmyndafræðina og segir það mikla einföldun á því hvernig hann er að vinna í fótboltaheiminum.

Benhan forðast reyndar sviðsljósið nánast algjörlega og er varla að finna viðtal við manninn á netinu þar sem hann segir frá sínum persónulegu högum eða hvernig hann komst til metorða og auðæfa. Hann lærði eðlisfræði við Oxford háskóla og starfaði í fjármálageiranum eftir nám. Árið 2004 stofnaði hann Veðmálafyrirtækið Smartodds sem reiknar vinningslíkur á íþróttaleikjum. Þar er farið mjög ítarlega ofan í alla tölfræði tengda íþróttakappleikjum sem hjálpar þeim að fá betri vinningslíkur. Benham sjálfur er einn stærsti viðskiptavinur Smartodds, m.a. í gegnum Midtylland og Brentford.  Sjö árum seinna stofnaði hann veðmálasíðuna Matchbook sem hefur verið mjög vaxandi.

Árið 2005 frétti Benham af miklum fjárhagsvandræðum Brentford og bjargaði félaginu með £500,000 nafnlausu fjárframlagi, sjö árum seinna keypti hann meirihluta í félaginu og hefur síðan þá fjárfest yfir £100m, m.a. í nýrri æfingaaðstöðu og nýjum 20.000 manna heimavelli. Hann hefur innleitt sömu hugmyndafræði hjá Brentford og hann gerði hjá Midtjylland og í sumar tapaði félagið í framlengdum úrslitaleik um sæti í efstu deild gegn Fulham. Það hefði verið í fyrsta skipti í sögu félagsins sem Brentford spilaði meðal þeirra efstu og með Benham vð stjórnvölin er aðeins tímaspursmál hvenær það tekst.

Afhverju Midtjylland?

Aðdragandi þess að Benham keypti meirihluta í danska félaginu var samtal hans við hinn danska Rasmus Ankersen. Þar var á ferðinni fyrrum leikmaður Midjylland sem náði sér í UEFA gráðu eftir að hann þurfti að hætta í fótbolta vegna meiðsla. Ankersen hafði einnig skrifað áhugaverða bók árið 2012 sem heitir Gold Mine Effect: Crack the Secrets of High Performance, þar sem hann kannar hvernig sumar þjóðir og borgir virðast ná að móta óvanalega mikið af topp knattspyrnumönnum.

Pælingar sem voru sannarlega í anda Benham og náðu þeir Ankersen vel saman, voru á sömu línu þegar kemur að notkun líkindareiknings í fótbolta þannig að þegar sá danski frétti að Benham hefði áhuga á að kaupa annað knattspyrnulið benti hann honum á að kynna sér Midtjylland.

Ankersen var umsvifalaust gerður að formanni félagsins og falið að selja sínum mönnum þá nýju hugmyndafræði sem hann og Benham vildu innleiða. Stjóri félagsins þá var fyrrum herbergisfélagi Ankersen hjá Midtjylland. Mottóið var að treysta því sem tölfræðin var að segja þeim, frekar en því sem þeir sáu með berum augum. Ankersen er í dag einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá Brentford.

Það var síður en svo verið að finna upp hjólið hjá Midtjylland og Brentford, flest lið notast við tölfræðiupplýsingar þegar verið er að meta leikmenn til að kaupa, meta andstæðinginn og eins til að finna forskot á meðan leik stendur. Það sem Benham hefur umfram flest lið, sérstaklega lið af sömu stærðargráðu og Brentford og Midtjylland er 300+ manna starfslið hjá Smartodds í London og sá gagnabanki sem þeir hafa aðgang að þaðan. Auðvitað er líka aðalatriði að kunna að lesa úr þessum upplýsingum og það kunna þeir Benham og Ankersen svo sannarlega og nota óspart.

“There isn’t a lot that goes on here that doesn’t happen at other clubs but here it is not driven by two interns in a basement, it’s driven from the very top,” – Ankersen.

Þetta þíðir samt ekki að aðeins sé notast við tölfræði við t.d. mat á leikmönnum, það er mikilvægt hjálpargagn en segir ekki alla söguna. Benham útskýrði það svona:

“It is a phenomenon I see again and again in football. If I want to know how good a player is I want to speak to a person who has seen that player play one hundred times in all conditions. What tends to happen is so many people in football will see that player for forty minutes and decide they are the oracle.”

Ekki ósvipað því sem við lærðum í Moneyball gefur Benham lítið fyrir tölfræði sem jafnan er notuð til að meta leikmenn og lið. Úrslit, mörk skoruð, stoðsendingar o.þ.h. Þetta gæti allt saman breyst algjörlega í öðru samhengi.

“I am not just talking about whether a team wins or loses or scores or not because there is a huge amount of what we call noise in that statistic. I want to look at the number and quality of the chances they created. If I am looking at a striker I absolutely do not care about his goalscoring record. For me the only thing that is interesting is how the team do collectively, offensively and defensively within the context of an individual’s performance.”

Ankersen hefur einnig útskýrt þeirra hugmyndafræði á einfaldan hátt:

“Let’s say you are looking at two strikers, one over the course of four games gets three chances and scores three goals. Another over the same number of games gets 10 chances but scores zero goals. Who would you pick?

“The footballing response is to say the first guy is more effective, we should pick him. We would say that actually conversion rates are quite random, so the measure of a good striker is not so much his ability to convert a large proportion of chances, the measure should be: ‘Are you able to consistently get into positions where the probability of scoring is high?’

“If yes, over time goals will come. We would pick the second guy.”

Þessa hugmyndafræði nota þeir ekki bara í leikmannakaupum heldur nánast öllu. Midtjylland hafa verið frumkvöðlar í sérþjálun eins og innköstum, aukaspyrnum og hornspyrnum og ráðið sérþjálfara til að styrkja þessa mikilvægu þætti. Árangurinn hefur ekki staðið á sér og skorar Midtjylland nánast eitt mark í leik úr föstum leikatriðum. Þeir fá upplýsingar um mögulega veikleika hjá andstæðingnum á meðan leik stendur sem þeir geta notað strax. Allt snýst um að koma sér í svæði þar sem mestar líkur er á því að skora.

Innkastþjálfarinn Thomas Gronnemark er ágætt dæmi um nýja nálgun sem Midtjylland hefur verið óhrætt við að innleiða, það var ekki lítið gert grín af ráðningu hans til Liverpool fyrir nokkrum árum. Risaeðlur eins og Richard Keys og Andy Grey fóru m.a. hamförum, þeir eru einmitt ákaflega gott dæmi um mennina sem Benham segir okkur að treysta ekki. Við greinum ekkert sérstaklega það sem Gronnemark er að gera hjá Liverpool, þetta snýst ekkert um að gera alla leikmenn liðsins að Aroni Einari Gunnarssyni og bomba boltanum inn í teig um leið og liðið kemst yfir miðju. Liverpool var eitt versta lið Úrvalsdeildarinnar þegar kom að því að halda boltanum eftir innkast. Núna er liðið það næstbesta í Evrópu, á eftir Midtjylland. Liverpool fór frá því að halda boltanum undir pressu í 45,4% tilvika í 68,4% tilvika. Það er alveg alvöru.

Föst leikatriði eru mun stærri partur af leik Midtylland en Liverpool sem dæmi, vopnabúr Liverpool er miklu stærra og liðið getur spilað allt aðra og áferðafallegri tegund af fótbolta. Midtjylland skoraði stóran hluta marka sinna á síðasta tímabili eftir föst leikatriði og augljóst að þessi vinna þeirra er að skila árangri. Innkast fyrir Midtjylland á vallarhelmingi andstæðinganna er t.a.m. jafnan notað eins hornspyrna, svipað og íslenska landsliðið gerir og reynt að koma boltanum beint á mesta hættusvæðið. Liverpool t.a.m. vinnur ekki þannig þó bæði lið hafi sama innkastþjálfara.

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með bæði Brentford og Midtjylland undanfarin ár. Þær nýjungar sem innleiddar voru hjá þessum félögum eru að verða eðlilegur partur af starfsemi knattspyrnuliða. Samkeppnisforskotið helst ekki endalaust og þessi lið þurfa að halda áfram að koma með nýja nálgun til að þróast. Benham hefur þó gert bæði félög mun betur í stakk búin til að taka næsta skref. Bæði lið eru á nýjum heimavöllum og bæði eru á barmi þess að gera stærri hluti. Brentford fór eins nálægt því að komast upp um deild og hægt er á síðasta tímabili á meðan Midjylland er komið í Meistaradeildina. Það sýnir að Benham hefur síður en svo sungið sitt síðasta í boltanum. Segir sitt um manninn að hann hafi náð að skapa sér þetta mikla virðingu og svona mikla frægð með ekki stærri eða frægari félög.

Liverpool

Að þessu öllu sögðu er ljóst að þessi leikur skiptir nákvæmlega engu máli fyrir Liverpool og miklu mikilvægara að helstu lykilmenn liðsins spili ekki en að þeir taki þátt í þessum leik. Ég tel því að Klopp komi til með að gera mjög miklar breytingar fyrir þennan leik.

Maggi Mark

Waage – Eyþór Guðjóns – Klopp – Bragi Brynjars

Mike Kearney – Aggi – SigKarl

Fairclough – Árni Steinn – Makka Salah

  • Maggi Mark verður að sjálfsögðu í markinu, hann hefur verið að hlaupa undanfarið karlinn og er í toppstandi.
  • Bakvörðurinn á Bolungarvík er nú þegar búin að bjóða sig fram sem bakvörður í þessum leik. Gæti þó mögulega verið ólögleg.
  • Það er búið að stefna í það allt tímabilið að Eyþór Guðjóns þurfi að fara í miðvörðinn og núna er því miður komið að því, mér finnst hann samt ennþá of hægur, linur og lítill í þetta.
  • Klopp tekur sjálfur fram skóna og verður með Eyþóri í vörninni.
  • Bragi Byrnjars verður í vinstri bakverðinum og jafnfram fyrirliði og heiðursgestur í þessum leik.
  • Mike Kearney er nú þegar búinn að tilkynna að hann verði í liðinu í þessum leik

 • Aggi er í Danmörku og því lítið mál fyrir hann að skutlast á Jótland og spila djúpan á miðjunni
 • SigKarl verður svo í hlutverki Gini Wijnaldum á miðjunni og varafyrirliði.
 • Jordan Fairclough verður á hægri kantinum, ég veit ekkert hver þetta er en hann er aðstoðar fitness þjálfari hjá Liverpool og með eftirnafnið Fairclough, það er nógu gott fyrir mig í þessum leik.
 • Árni Steinn sonur SSteins er ekki ennþá farinn til St. Mirren og verður því upp á toppi í þessum leik. Hann verður með Magga í herbergi.
 • Makka Salah leysir svo pabba sinn af hólmi.

Hvernig svosem liðið verður í þessum leik vona ég að byrjunarliðið í næsta leik á eftir fari ekki einu sinni með til Danmerkur.

Spá:

Mögulega fer Klopp með sterkara lið en maður hefði óskað og haldið, spái 1-1 sama hvaða lið hann setur í þetta verkefni.

7 Comments

 1. Sælir félagar

  Eftir meira en 50 ára stuðning við Liverpool er maður loksins kominn á leikskýrslu. Segiði svo að maður þróist ekki undir Klopp

  Það er nú þannig

  YNWA

  26
 2. Brighton að fá á sig víti sem að mínu viti var fyrir utan teig VAR mistök ? En mikið máttu þeir allveg fá að finna fyrir óréttlætinu sem Liverpool fékk að finna fyrir á móti þeim KARMA.

  YNWA.

  2
 3. Extra sætt að sjá konung suðurstrandarinnar sökkva Harry Potter og félögum.

  Þetta lið fór á fyllerí fyrir lokaleikinn gegn City um árið, auk þess börðust þeir fyrir að ógilda tímabilið í fyrra.

  Fari þeir sem lengst niður.

  4
 4. ?—————————–Kellegher———————-
  N.Williams. R.Williams. Billy the kid. Tsimikas
  ————-Jones———-Keita——-Henderson—–
  ———–Minamino——Jota———-Origi

  Er þetta ekki bara ansi líklegt byrjunarlið ?

  3

Liverpool 4 – 0 Wolves

Gullkastið – Dansað við Úlfa