Gullkastið – Dansað við Úlfa

Ajax var skúrað af Anfield í miðri viku og Úlfarnir étnir í gær. Áhorfendur loksins aftur á Anfield og liðið í fínum málum þrátt fyrir allt. Stefnir í áhugaverða og harða toppbaráttu eins og þetta er að spilast núna og næsta vika verður áhugaverð hvað liðsval Klopp varðar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 314

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

13 Comments

 1. Takk fyrir þessar umræður nú sem endranær. Sammála um að leikurinn gegn Úlfunum var algjörlega frábær. Staðan er því virkilega góð í deildinni. Klóra mér aðeins í hausnum á muninum á heimvelli og útivelli. Fullt hús heima 18 af 18 stigum mögulegum, úti 6 af 15 stigum mögulegum. Aðeins 4 lið í deildinni hafa fengið færri stig á útivelli en okkar menn. Veit ekki hvort maður á að hafa einhverjar áhyggjur af þessu strax. Erfitt er þó að verða meistari með rétt rúmlega 1 stig í leik að jafnaði á útivelli jafnvel þó fullt hús stiga sé á heimavelli.

  5
 2. Mikið rosaleg finnst mér lélegt af ykkur kop.is að mæla með og auglýsa Nikotin púða. Þetta er orðið stórt vandamál hjá unglingum og ekkert grín ef þau ánetjast.

  Nikótín er örvandi efni og er mjög ávanabindandi bæði andlega og líkamlega. Fráhvarfseinkenni af nikótíni geta verið erfið viðureignar og langvarandi en þau eru: eirðarleysi, kvíði, pirringur, þunglyndi, höfuðverkur, magaverkur, svefnleysi, svimi.

  42
  • Ég minntist enmitt á þetta hérna um daginn. Kop.is er ekkert einsdæmi, fotbolti.net er líka að auglýsa þetta, aldrei í lífinu dettur mér í hug að styrkja þann vefmiðil, ég mun miklu frekar styrkja kop.is, því ég veit að þeir eiga eftir að taka þetta tilbaka. Skólastjórinn getur ekki verið þekktur fyrir að vera í forsvari fyrir svona,sem er mikið inn hjá ungu kynslóðinni í dag, annars má ekkert í dag 😉

   15
   • Það verður þá með skít og skömm, Leipzig var að chippa inn þriðja markinu..

    2
 3. Yndislegt að sjá manhjúdd detta út úr CL. Vonandi verður óli gunnar sólsker með liðið þeirra sem lengst.

  Takk fyrir frábært hlaðvarp að venju!

  3
 4. Og þetta var aldrei víti sem þeir fengu. Ótrúlegt hvað manhjúdd virðist fá mikið gefins af vítum. Spurning um að við látum okkur detta meira niður því þá gætum við skorað helmingi fleiri mörk en ella.

  3
  • Aldrei víti en svona hefur þetta verið hjá ManU dómarinn reynir að láta þá líta vel út en dugar ekki til. Ég horfði á 2 síðustu leiki hjá þeim og ef þeir væru ekki með Bruno F í liðinu væru þeir í svipuðum málum og Arsenal í deildinni líka ef ekki verra en annars allt gott byrjað að bólusetja í UK og flott hlaðvarp að vana.

   1
 5. Það gekk ekki svo vel hja þeim að nýta vítin áður en Bruno kom. Með honum fengu þeir mann sem er bæði góður í að fiska og taka vítaspyrnur.

  1
 6. Strákar svona án djóks hættiði þessu væli með einhverja nikotinpuda.. ef eitthvað væri er Allann daginn verra að auglýsa bjór þott það komi fram 2.25 prósent en allir vita að þetta er bjór auglýsing. Ég nota ekki þessa púða sjálfur en fyrir mér sorry bara væl.. svona er bara lífið í dag. Ef okkar menn hér á kop.is mega eiga eitt þá er það að auglýsa lítið sem ekkert, þeir gætu verið með 5-10 auglýsingar og komist upp með það spyrjið bara Hjobba sponsor I Dr football sem er með sirka 330 auglýsingar í sínum þætti…. Svona er bara lífið í dag ekki að ég sé hlynntur þessu.

  Takk Maggi, Einar og Steini fyrir ykkar starf eruð yndislegir 🙂

  10

Midtjylland

Byrjunarliðið í Danmörku