Liðið gegn Úlfunum

Það er komið að fyrsta heimaleiknum í heila eilífð þar sem áhorfendur verða leyfðir, eða heilir 2000 áhorfendur á velli sem tekur 54.000. Vonum að þeir muni hljóma fjölmennari.

En svona stillir Klopp liðinu upp:

Bekkur: Adrian, Tsimikas, Trent, Phillips, Keita, Minamino, Jota

Semsagt, ögn sterkari bekkur en í síðustu leikjum, og gleðiefni að Trent og Keita séu aftur orðnir leikfærir.

Lítið af úrslitum andstæðinga sem féll með okkur þessa helgina, svo þá er ekkert annað að gera en að taka 3 stig.

KOMA SVO!!!

18 Comments

  1. Sælir félagar

    Þetta er flott lið og getur gert hvaða liði sem er skrávefu. Koma svo Liverpool !!!

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  2. Til hamingju með daginn, áhorfendur á vellinum. Liðskipanin kemur svoosem ekki á óvart, Klopparinn okkar er íhaldssamur. Var að vonast eftir Trent á miðjunni, ókay soldið bjartsýnn en stundum brýtur hann allt upp. Úlfarnir hafa nú verið aðeins spari aðeins uppáhald hjá okkur en vonandi náum við að stoppa Taore vin okkar hinn öfluga. Njótum.

    1
  3. Sá fyrstu liðsuppstillingu á mbl. þar var Alisson sagður í markinu, ég bara ooook, sem auðvitað var ekki á endanum rétt. En líst vel á mannskapinn, bæði stjörnur og rísandi stjörnur,
    Spái 3-1.

    YNWA

    3
  4. Geggjað að sja ahorfendur aftur….

    Klarum þennan leik Poolarar koma svo

    4
  5. Jæja þarna virkaði VAR eins og það á að gera..Coady með flott leikrit afhverju fékk hann samt ekki gult fyrir leikaraskap ?

    5
  6. En hvernig hefði þetta verið ef þetta hefði verið Salah eða Mane sem hefðu reynt að fiska hefði það ekki verið gult spjald þá afhverju fékk coady ekki gult fyrir þetta get ekki skilið það

    2
  7. Engin snerting hjá Sadio en burt séð frá því … Hefði þetta yfirleitt verið víti ef þarna hefði verið snerting? Má sóknarmaður leita að fótum varnarmanns í svona aðstöðu? Hefði Mané snert – þá hefði vítaspyrnudómurinn verið alveg eins og gegn Andy á móti Brighton. Ég skil ekki alveg að sóknarmaður megi bara sækja sér víti og leita inn í spyrnu varnarmanns þegar hann sér að hann er að gera eitthvað allt annað, eins og þegar Andy var að spyrna frá í síðasta leik og Welbeck einhvern veginn tosaði sér til baka til að komast í löppina á honum, sem var nú reyndar vandséð.

    Það er eins og öll dómgæsla eftir að VAR kom til sé í tómu messi. Ég skil ekkert í þessu.

    3
  8. Afhverju fékk Coady ekki allavega gullt ? Hann lét sig félla í teignum og var augljóslega að fiska víti. Var búinn af því en aldrei þessu vant þá virkaði þetta “VAR” nákvæmlega eins og það á að virka. Sem sé að leiðrétta villur hjá dómurum sem eru algjörlega augljósar.

    Mér finnst að Coady hefði alveg eins mátt fá rautt spjald fyrir þessa aumu tilraun sína. Það á ekki að verðlauna mönnum fyrir svona framkomu með því gefa honum ekki einu sinni spjald.

    5
  9. Þarna féll Connor Coady heldur betur í áliti. Ok margir munu benda á að þarna virkaði VAR eins og það á að virka en það er samt að taka meira af okkur en það gefur og þá er ég að tala um ánægjuna við að geta fagnað marki almennilega. Það segir manni reyndar að sennilega eru mennirnir á bakvið VARið helsta vandamálið, á Englandi amk, þetta er ekki svona slæmt í öðrum löndum. Skil ekki af hverju dómarar à Englandi ná ekki betri tökum á þessu, sennilega eitthvað í sambandi við knattspyrnukúltúrinn, kannski finna þeir fyrir meiri pressu en aðrir. Þegar ég get fagnað marki á eðlilegan hátt þá fer ég af VAR out vagninum en þangað til þá keyri ég vagninn.

    2
  10. Geggjað flott statement frá okkar mönnum við gefum ekkert eftir !

    YNWA !

    3
  11. Geta ekki verið margir af stóru klúbbunum sem geta státað af að hafa notað 4st leikmenn sem hafa komið úr unglingastarfinu í sama leiknum í premier league og allir hafa staðið sig vel idag.

    2

Kvennaliðið mætir Palace á Prenton Park – áhorfendur leyfðir

Liverpool 4 – 0 Wolves