Kvennaliðið mætir Palace á Prenton Park – áhorfendur leyfðir

Næsti leikur kvennaliðsins verður núna kl. 14, en þá mæta stöllur þeirra í Crystal Palace í heimsókn á Prenton Park. Rétt eins og í leik karlaliðsins gegn Wolves í kvöld, þá mega áhorfendur mæta á pallana, og verður gaman að sjá hvort skortur á tækifærum til að sjá boltann á pöllunum síðustu mánuði muni verða til þess að fleiri mæti en var fyrir Covid.

Kíkjum á stöðuna í deildinni fyrir leik:

Það er semsagt hart barist á topp deildarinnar, og nóg eftir ennþá, en líka alveg ljóst að okkar konur munu þurfa að hafa fyrir því að ná fyrsta sætinu eins og þær ætla að sjálfsögðu að gera.

Liðinu verður stillt upp svona:

Laws

Jane – Fahey – Roberts – Hinds

Rodgers – Moore

Hodson – Furness – Babajide

Lawley

Bekkur: Foster, Heeps, Robe, Kearns, Ross, Parry, Thestrup

Liðsuppstillingin litast svolítið af meiðslum: Jess Clarke, Jade Bailey og Kirsty Linnett eru allar frá, en Amy Rodgers kom sem betur fer til baka í síðasta leik. Annars er áhugavert að Leighanne Robe sé ekki í byrjunarliði, held að það sé í fyrsta skipti í alllangan tíma. Eins eru líkur á að Melissa Lawley eigi að spila fremst en yfirleitt hefur hún verið að spila sem vængmaður.

Leikurinn verður sýndur beint á rásum félagsins, þ.e. á LFCTV, Twitter, Facebook og Youtube.

Koma svo!!!


Leik lokið með öruggum sigri okkar kvenna, 4-0. Babajide opnaði reikninginn strax á 2. mínútu, Amy Rodgers bætti svo öðru við upp úr miðjum fyrri hálfleik. Ashley Hodson þurfti að fara af velli rétt fyrir hálfleik vegna meiðsla, og Amalie Thestrup kom í hennar stað. Amalie bætti þriðja markinu við í síðari hálfleik, og svo lokaði Babajide dæminu með marki úr síðustu spyrnu leiksins. Í millitíðinni höfðu Bo Kearns og Lucy Parry komið inná sem varamenn.

Það hjálpaði okkur að Durham náði aðeins jafntefli gegn Blackburn, og Sheffield voru búnar að leika einum leik meira, en fyrr í dag unnu stelpurnar í Leicester sinn leik gegn London Bees og eru því komnar á toppinn með 20 stig. Okkar konur eru þó skammt undan með 18 stig, og Durham eru þarna á milli með 19 stig. Það er einn leikur eftir á þessu ári, og með honum lýkur fyrri umferð keppnistímabilsins.

Upphitun fyrir Wolves: Stuðningsmenn koma heim á Anfield!

Liðið gegn Úlfunum