Upphitun fyrir Wolves: Stuðningsmenn koma heim á Anfield!

Jæja. Þá er komið að því. Fyrsti desember leikur Liverpool og andstæðingarnir ekki af verri endaum. portúgalska liðið Wolverhampton Wolves kemur í heimsókn á Anfield undir vökulum augum hóps sem síðast fékk að mæta þann ellefta mars: Stuðningsmönnum. Það er svo langt síðan síðast að maður trúir varla að þetta sé að gerast. Heimurinn hefur breyst, Liverpool urðu meistarar og allir mynduðu sér skoðanir á áhrifum sóttkvíar. En nú er einn af föstunum í heiminum sem var að snúa aftur, þegar You‘ll Never Walk Alone verður spilað fyrir leik þá verður hressilega tekið undir.

Styttis í að svona sjáist aftur.

Andstæðingarnar.

Af öllum þeim liðum sem hafa komið upp úr B-deildinni síðustu ár, finnst manni Wolves líklegastir til að vera komnir varanlega í efstu deild. Jafnvel gætu þeir náð að breyta sér úr miðlungs félagi í meðlim topp 6-8 klúbbsins. Þeir stígu skrefið upp í Úrvalsdeildina 2018 eftir fimm ára fjarveru. Ég hugsa að árangurinn síðan þá sé betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona (nema þeir hafi verið nýbúnir að horfa á heimildarmynd um Leicester).

Fyrsta árið enduðu Wolves í sjöunda sæti, í fyrra líka en þá með aukaálagið sem fylgir að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem þeir féllu á móti Sevilla. Að sjálfsögðu er engin skömm á detta út gegn Sevilla í þeirri keppni. Þeir spila hana eins og þeir séu með svindkóða í tölvuleik. Heimaborg úlfanna, Wolverhampton er í svipuðum stærðarflokki og Stoke, Plymoth og Derby. Þannig að bara að halda sér uppi hefði verið ágætis árangur hjá þeim.

Það er tvennt sem liggur að baki þessu: Góð fjárfesting frá nýjum eigendum sem keyptu liðið árið 2016 og hinn geðþekki þjálfari Nuno Herlander Simões Espírito Santo. Þessi hálf-fimmtugi þjálfari frá Porto er búin að setja saman hörku hóp og þróa öflugt kerfi sem oftar en ekki byggir að þriggja manna vörn. Þeir eru góðir í vörn, góðir í sókn og maður veltir fyrir sér hvers vegna nafn Nuno heyrist ekki oftar þegar stórliðinn eru í þjálfarakrísu.

Er Nuno best skeggjaði þjálfari í heimi?

En Wolves koma ekki óskaddaðir til leiks. Markavélinn þeirra, mexíkaninn Raul Jimenez, höfuðkúpubrotnaði um síðustu helgi í harkalegum árekstri við David Luiz. Það er aldrei hægt að segja nóg um alvarleika höfuðmeiðsla og við vonum að hann jafni sig sem fyrst. Hræðilega staðreyndin er samt sú að það er á engan hátt öruggt að þessi knái framherji spili aftur knattspyrnu.

Og þess vegna þarf Nuno að finna lausn. Hann er með eina mögulega á bekknum en engan veginn gallalausa. Fyrir tímabilið slógu Wolves félagsmet með því að eyða 35 milljónum evra í portúgalska ungstirnið Fábio Daniel Soares Silva. Málið er að strákurinn er ekki nema átján ára og Nuno hefur klárlega ætlað að koma honum hægt og rólega inn í liðið. Hann hefur ekki spilað nema 115 mínútur það sem af er vetri. Leikurinn á morgun gæti verið fyrsta skrefið hjá þessum spennandi leikmanni í að vera stórstjarna. En líklegra er að Podence byrji upp á topp með Neto og Traoré á köntunum.

Fyrir utan hann er Nuno ekki að glíma við nein ný meiðsli. Hann getur stillir upp sínu sterkasta liði með Saiss, Coady og Boly í vörninni. Bakverðirnir Marçal og Semedo taka sér stöðu á vængjunum og svo eru það miðjumennirnir Neves og Dendoncker á milli þeirra.

Þetta er liðið sem Wolves byrja með, þá er komið að okkar mönnum:

Liverpool

Lífið allt er einhvern veginn léttara og þægilegra eftir að Liverpool vann Ajax og sigur í riðlinum var tryggður. Í fyrsta sinn lengi hefur Klopp þann mögulega að hvíla lykilleikmenn af alvöru í leik. Sem þýðir að gegn Wolves þarf hann í raun ekkert að pæla í lokaleiknum í riðlinum. Það sem er meira þá hafa fimm dagar liðið frá því liðið spilaði síðast þannig að menn ættu að vera nokkuð sprækir fyrir Wolves.

Byrjum á markmanninum. Ég er ekki einn af þeim sem telur alveg sjálfsagt að Kelleher byrji. Adrian er töluvert eldri og þrátt fyrir að hafa átt nokkur slæm klúður gæti það vegið þungt að hann hefur reynsluna. Klopp hrósaði honum hástert fyrir hvernig hann brást við fréttum um að hann myndi ekki byrja gegn Ajax. Að því sögðu þá vil ég sjá Kelleher í markinu. Hann er allt öðruvísi markmaður og hentar spilamennsku Liverpool mun betur en spánverjinn.

Þá er það vörninn. Matip og hver? Fabinho hefur staðið sig frábærlega við hlið hans og þeir tveir eru hlið við hlið þá er það líklega besta samsetning miðvarða sem völ er á. En þá spilar brassinn ekki á miðjunni. Þó hann sé góður í hafsentinum þá er hann frábær varnartengiliður. Ég mundi vilja sjá Williams frá sénsinn á móti Wolves og setja Fabinho í hans bestu stöðu. Robbo er vonandi búin að ná sér eftir Ajax. Þá yrði varnalínan Williams-Matip-Williams og Robbo. Ef Robertson er ekki í liðinu býst ég við að Fab fari í vörnina svo nóg reynsla sé í boði.

Keita byrjaði aftur að æfa í vikunni en það er allt of snemmt fyrir hann að byrja. En Curtis Jones stóð sig frábærlega gegn Ajax þannig að vonandi nær hann að byggja á þeirri frammistöð. Hann er að fá risatækifæri vegna meiðsla annarra og þessi kokhrausti strákur hlýtur að ætla sér að eigna sér sæti í liðinu. Svo er spurning hvort að Gini fá loksins smá pásu. Held að Hendo byrji leikinn og Gini komi inn á fyrir hann í seinni.

Mané hefur virkað svolítið pústaður undanfarið þannig að ég vona að hann fái pásu. Þvílíkur lúxus að geta róterað í fremstu línu. Þannig að þetta mun líta svona út:

 

Spá.

Eins og sagði hér í upphafi þá er þetta fyrsti leikurinn síðan fyrir Covid sem spilað er með áhorfendur. Tvö þúsund scouserar frá svæðinu í kringum Anfield voru dregnir í happadrætti og fengu að kaupa miða á leikinn. Þetta eru þeir sem fá að vera fyrstir til að hylla Englansmeistara Liverpool. Það sem ég hlakka til að heyra alvöru söng í gegnum sjónvarpið frekar en upptökur. Og þú getur gleymt því að ég spái Liverpool einhverju öðru en sigri, sama þó Wolves séu hörku lið.

 

Þetta fer 3-0 fyrir Liverpool Jota setur eitt og Salah minnir á sig með tvennu í seinni hálfleik.

 

 

 

11 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Glæsileg upphitun og áhorfendur fylla mann bjartsýni. Við feðgar mættum á West Ham leikinn 24. febrúar á þessu ári. Það var kortéri fyrir covid!

    Nú fer sól vonandi að hækka aftur á lofti og leikir fyrar að minna á það sem við erum vön. Það er kraftaverki líkast hvað okkar mönnum hefur tekist að halda sér í fremstu röð með þennan meiðslalista allan.

    ynwa
    LS

    11
  2. ManU með 19 stig, það er einskot að við tökum 3 stig a morgun.
    Rest my case

    Ynwa

    10
  3. Takk þessa fínu upphitun. Spennandi og erfiður leikur þar sem vantar enn góða menn. Maður kemur í manns stað og hafa unglingarnir sýnt verulega góða takta í síðustu leikjum og tækifæri til að fá meiri reynslu og að þróa sinn leik. Eftir aðra leiki helgarinnar þarf 3 stig og ekkert minna í hörðum toppslag. Í augnablikinu virðast mér Spurs, Chelsea og MC vera örlítið sprækari en okkar menn svo ekkert má útaf bregða. Hef ekki trú á að Klopp fari á taugum en vonandi eyðir hann orkunni í leikina framundan en ekki í að tala endalaust um mikið leikjaálag og meiðsli. Það er mikið leikjaálag hjá öllum toppliðunum og meiðsli viðvarandi víða.

    5
  4. Rosalega var gaman að sjá stuðningsmenn komna á vellina í dag, þó að þeir hafi bara verið 2000 þá skiptir gríðarlega miklu máli fyrir leikmennina að fá að spila fyrir þá.
    Hlakka fáranlega til leiksins

    5
  5. Sammála með stuðningsmennina. Vil fá fleiri inn. Það er vel hægt að hafa fólk á öllum endum og mun fleiri.

    Annars veit ég ekki hvort maður eigi að gráta eða hlæja þegar maður sér að við erum með 11 leikmenn meidda. Þetta eru allt leikmenn sem geta byrjað leikina okkar. Á sama tíma eru lið eins og úlfarnir með alveg tvo meidda leikmenn. Ég vil frekar sjá Kelleher í markinu því traustið mitt á Adrían er horfið og ungi Írinn virkar bara nokkuð spennandi markmaður.

    Vinnum þetta 2-1!!!

    4
  6. Sælir félagar

    Takk fyrir frábæra upphitun Ingimar. Það er dálítið skrítið hvað okkar menn eru mikið meiddir. Í öðrum liðum eru þetta 2 eða 3 svona heilt yfir og hjá okkur 11? Fyrir utan Diego og Virgil ættu það að vera svona 2 í mesta lagi 3 miðað við önnur lið. Er það rétt munað að þegar Klopp hætti hjá Dortmund þá hafi meiðsli leikmanna verið gífurleg og hann verið í vandræðum þess vegna. Meiðslavandræði og þar af leiðandi slæmt gengi hafi orðið til þess að hann sagði upp og fór? Nei bara svona pæling vegna gífurlegra meiðsla í hópnum okkar.

    Hvað leikinn varðar þá verður hann að vinnast eins og reyndar allir leikir. Skriðið á hinum toppliðunum er þannig að ekkert má útaf bera. MU fær sína sérstöku dómgæslu, M City er að ná vopnum sínum og Chelsea og T´ham eru á svakalegri siglingu. Úlfarnir eru með nánast fullmannað lið, lítil meiðslavandræði þar !?! Okkar lið er undirmannað nema í sókninni og hana hefir vantað þann stuðning sem miðjan þarf að veita til að sá árangur náist að skora mörk. Vörn og markvarsla spurningarmerki o.s.frv.

    Áhyggjuefni okkar eru því mörg og eins og ég sagði hér að ofan, meiðslavandræðin svo mikil að annað eins þekkist ekki hjá öðrum liðum. Það er því ekki mikil bjartsýni ríkandi þó svo að Klopp og félagar hafi unnið ótrúlega vel úr þeim spilum sem þeir hafa á hendi. Ég vona að svo verði áfram og spái því sigri í erfiðum leik (hvaða leikir eru ekki erfiðir nú um stundir). Látum vaða á 3 – 1 sigur og treystum Jurgen Norbert Klopp og félögum ásamt meiðslahrjáðu liðinu til að klára enn einn leikinn með sæmd.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  7. Wolves eru með mjög skemmtilegt lið, hef fylgst ágætlega með þeim það sem af er tímabili. Jimenez hefur alls ekki verið þeirra bestur það sem af er og það er ekki eins mikill missir fyrir þá að hann sé meiddur og látið er. Adama Traore hefur heldur ekki verið upp á sitt besta (verið mikið á bekknum þar til nýlega að vísu).

    Pedro Neto og Daniel Podence eru mjög teknískir leikmenn og hafa verið potturinn og pannan í sóknarleiknum undanfarið. Fabio Silva var ryðgaður og tapaði boltanum of oft þegar hann kom inn á fyrir Jimenez um daginn en líklega býr mun meira í honum en hann sýndi þar.

    Vona að Fabinho og Matip haldi áfram saman í miðverði og að þeim takist að halda aftur af skæðum sóknarmönnum Wolves en ég er hræddari um tap í þessum leik en nokkrum öðrum það sem af er. Hinum megin lætur Conor Coady vel í sér heyra sem fyrirliði og stjórnar eins og herforingi. Leikurinn snýst kannski mest um það hvorri vörninni tekst betur að stoppa skæða sóknarmenn andstæðinganna.

    5
  8. Takk fyrir upphitunina. Það eru meiðsli og skakkaföll en þetta er Liverpool. Í umræðuþætti eftir Ajax leikinn sagði Rio Ferdinand að þrátt fyrir mótlætið væriLiverpool búið að vinna sinn riðil í Meistaradeildinni og væru efstir í deildinni. Það væri í raun ógnvænlegt. Ornum okkur við það.

    7
  9. Hvað með að stilla liðinu upp svona. Hafa okkar sterkustu vörn, vel mannaða miðju og tvo hraða vængmenn í stað þess að hafa eiginlegan framherja.

    Alison

    Trent – Van Dijk – Gomez- Robertson

    Keita – Henderson – Thiago – Milner

    Shaqiri – Champerlain.

    Ég tók þessa leikmenn úr “physio room”, lista yfir meidda leikmenn í ensku úrvaldsdeildinni og með meiðslalista Liverpool náði ég að stilla upp þessu þónokkuð sterka byrjunarliði. Ef við náum að brúa þennan þunga hjalla sem við erum að klífa um þessar mundir þá erum við á góðri leið.

    Ég spyr mig hver verður í bakverðinum gegn Adama Traore, Trent sagði að Traore hafi verið hans erfiðasti andstæðingur og því á ég erfitt með að sjá Neco Williams ráða við hann. Það er spurning hvort þurfi einhvern miðjumann í bakvarðastöðuna. t.d Henderson ef hann er heill eða veita Williams hjálp frá miðjunni með því að tvídekka Traore.

    1
  10. Spurs eru heldur betur með gufuvélina í gangi! Tvö þrumuskot frá Son og Kane, og Arsenal komið 2-0 undir.

Hvað veistu um fótbolta?

Kvennaliðið mætir Palace á Prenton Park – áhorfendur leyfðir