Hvað veistu um fótbolta?

Í tilefni af útgáfu bókarinnar “Hvað veistu um fótbolta”, þá ætlum við að henda í léttan Facebook leik. Það er ákaflega einfalt að taka þátt, bara hendir þér á Facebook síðu Kop.is og kommentar þar undir færslunni og við munum draga út 3 heppna aðila þann 8. desember nk.

Vinningurinn er að sjálfsögðu þessi skemmtilega spurningabók.
Bókin er stútfull af spurningum og er skemmtileg til að grípa í þegar vinir hittast eða bara ef maður er einn og sér og vill fræðast um fótbolta. Höfundur hennar er Gauti Eiríksson. Bókin ætti að fást í öllum helstu bókabúðum landsins.

Það eru fjórir kaflar í bókinni

Hvað veistu um fótbolta
Enski boltinn 2019-2020
Evrópski boltinn 2019-2020.
Myndaspurningar

Kaflarnir skiptast upp í léttar, miðlungs og erfiðar spurningar (nema myndaspurningarnar) og því ætti allt fótboltaáhugafólk að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hér má sjá kynningarmyndband.

Liverpool 1-0 Ajax

Upphitun fyrir Wolves: Stuðningsmenn koma heim á Anfield!