Liðið gegn Atalanta á Anfield

Liðið er klárt fyrir leikinn sem hefst kl. 20:00 í kvöld, og það er róterað duglega þar sem það er hægt:

Bekkur: Adrian, Kelleher, Fabinho, Firmino, Minamino, Jota, Robertson, Cain, Clarkson, Koumetio

Við sjáum því Williams tvíeykið (nei, ekki Serena og Venus!) í byrjunarliði í fyrsta sinn, og eins fær Robbo smá pásu en það hefur samt örugglega þurft að halda honum niðri þegar Klopp tilkynnti uppstillinguna. Matip fær það hlutverk að binda saman þessa varnarlínu, og vonandi að hann haldi út í 90 mínútur (krossa fingur). Miðjan einfaldlega velur sig sjálf eins og staðan er í dag, greinilegt að Klopp var sirka korteri frá að spila Leighton Clarkson eða Jake Cain í byrjunarliði. Þá er áhugavert að Origi fái sénsinn frammi með Mané og Salah sitt hvoru megin við sig, spurning hvernig hann spilar úr því. Kæmi ekki á óvart þó Minamino og jafnvel Jota kæmu inn á 60. mínútu í stað MS tvíeykisins. Ekkert bólar á Hendo, Thiago, Shaq etc., en vonum að þeir verði komnir til baka á laugardaginn, a.m.k. einn og helst tveir þeirra. Svo er ánægjulegt að Koumetio sé kominn á bekk, en hann hefur verið að slást við einhver meiðsli frá því að tímabilið hófst.

Þetta er lið sem á alveg að geta tekið 3 stig á móti Atalanta, þó vissulega sé varnarlínan ung og óreynd.

Leikurinn mun hefjast á einnar mínútu þögn vegna fráfalls Diego Armando Maradonna, eins besta knattspyrnumanns sem uppi hefur verið.

KOMA SVO!!!

28 Comments

  • Get ekki sagt að ég búist við origískum kraftaverkum – en kannski verður hann snortinn af Hönd Guðs?

   • Átakanlegt að sjá hvað drengurinn hefur lítinn áhuga á leiknum. Eini maðurinn sem leyfir sér að LABBA um völlinn.

 1. Hefði nú viljað sjá Minamino þarna í stað Mané. Mané er minn maður en þarf nú hvíld eins og aðrir FFS. Treysti eldsnöggum japananum í verkefnið.

 2. jamm

  nýi bakvörðurinn og Vilhjálmarnir hafa verið til mikils sómar. Mané og Salah með ýmsar tilraunir. Dómarinn leyfir ansi mikla snertingu.

  Origi minnir mig á sjálfan mig á þriðja glasi.

  6
  • Verð að viðurkenna að þessi leikur hefur ekki uppá mikið að bjóða í það minnsta ekki af hálfu okkar manna. Inn með Jota,Firmino og Fabinho. Jones ekki svipur hjá sjón og èg nenni ekki að eyða mörgum orðum á Origi

   2
 3. Minamino fyrir Origi og í guðana bænum takið þennan N Williams útaf það er ótrúlegt að þetta sé landsliðsmaður hann er svo slappur drengurinn að það er ekki fyndið.

  2
 4. Er mjög ósáttur við leik ástsæla liðs míns. Það vantar alla leiðsheild og það er einhver deyfð yfir mannskapnum. Kostkas, R-Williams og Matip eru búnir að vera mjög fínir en Neco Greyið Williams er ekki að standa sig. Miðjan hefur verið algjörlega út á þekju, líklega er það þreytu að kenna. Sóknin hefur verið étinn upp. Atalanda hefur lesið allar sendingarleiðir og það sem þarf er miklu meiri hreyfingu án bolta, skapa sendingamöguleika fyrir þann sem er með boltann.

  2
  • Við erum líka bara með 3 manna miðju á móti þeirra 5 manna miðju !

 5. Hvað er mikið eftir af samningnum hans Origi? Væri best að reyna fá einhverja aura fyrir hann sem fyrst áður en hann fer á frjálsa sölu. Svakalegt að horfa upp á hvað hann er latur þarna frammi á sama tíma og Mane er að pressa hægri vinstri og elta andstæðingana uppi. Origi verður fyrsti maður í skiptingu í kvöld ef ekki strax í hálfleik!

  2
  • Ég hef verið að dunda við að bera þá saman í fyrri hálfleiknum, Origi og Mané. Himinn og haf á milli. Origi pressar helst ekki, og amk. aldrei nær manninum en 2 metra. Sést yfirleitt ekki í mynd ef Atalanta er í sókn, sama hvað hún stendur lengi yfir. Algjör haugur.

   3
 6. mikill gæðamunur á bakvörðunum.

  Vil sjá aðeins meira frá þessari miðju.

  Vonandi fer Origi út af í hálfleik.

  4
  • Varla hægt að kalla þetta skokk. Frekar „ganga: 35 ára og yngri”…

   1
 7. Þvílík drasl frammistaða. Treysta bara klopp fyrir þessu ? Aumingja frammistaða fram til þessa !

  3
 8. hverju eiga menn von á. Halda það sé hægt að stilla upp algjöru varaliði í Meistaradeildinni.

  4
 9. Neco Williams er gagnslaus sóknarlega og hentar því engan veginn leikstíl liðsins.

  Tsimikas einnig ljósárum á eftir Robertson í gæðum.

  Meistari Origi hefði svo aldrei átt að fá sénsinn.

  4
 10. Come on, það er ekkert skrýtið að Liverpool tapi leik með svona marga lykilleikmenn meidda.
  Vantar 3/4 í vörnina og flesta lykilmennina á miðjuna.
  Ég er slakur, við erum efstir í riðlinum

  6
 11. Atalanta eru rosalega fastir fyrir.
  Og dómarinn dæmir á fjórða hvert brot

  3
 12. Ömurlegur leikur. En hvað er með ákvörðunina að byrja með Origi inná. Leikmaður sem hefur sýnt það undanfarið þegar hann hefur fengið sénsinn að hann nennir þessu engan veginn.

  2
 13. Sorrý klárt vanmat hjá herra Klopp. Sárasjaldan sem ég er ósáttur við ákvarðanir hans. En i kvöld er ég það. I alvöru hafðu hann trú að þeir gætu unnið með þetta byrjunarlið ?

  1
 14. Ætlaði að skrifa þvílíkan póst um hvað þetta var slöpp frammistaða. Fór síðan yfir þá möguleika sem Klopp stóð frammi fyrir. Hann hefði getað byrjað með okkar bestu menn og reynt að klára þetta í fyrri hálfleik eða að bíða í 60 mín og láta svo á þetta reyna. Hann var í raun 2 mín frá því að láta það ganga upp miðað við seinni kostinn – en ég er viss um að ég hefði líka orðið hundfúll ef hann hefði spilað á sínum bestu mönnum og einhver af þeim hefði meiðst. Nico Williams er óþroskaður og með alltof margar snertingar í hvert skipti sem hann fékk boltann. Ég hugsaði nákvæmlega það sama þegar Steve G og Arnold voru að koma inn í liðið.

  4

Atalanta kemur í heimsókn, upphitun

Liverpool 0 – 2 Atalanta