Gullkastið – Bakkað yfir Leicester

Það var ekki að sjá á leik Liverpool að menn hefðu teljandi áhyggjur af endalaust löngum meiðslalista þegar Leicester kom á Anfield, svokölluð yfirpilun. Áhugverð úrslit í öðrum leikjum og næsta vika er mjög þétt með tveimur leikjum á dagskrá.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 312

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

7 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir mig, alltaf gaman að umræðum um bezta félagslið í heimi, Liverpool.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  2. takk fyrir þáttinn. Væri gaman að heyra skoðun ykkar á þessum þrálátu sögum um að LFC séu að reyna að koma Mbappe til sín. Finnst þetta einstaklega ótrúverðugt persónulega því að eins góður leikmaður og hann er þá passar hann ekki inní hugmyndina um hógværa óeigingjarna leikmanninn sem lifir fyrir fjölskylduna, félagið, og fótboltann.

    Og kannski kominn tími á að tala um næstu 2-3 ár í framlínunni. Þar verða breytingar. Eru Jota og Elliott framtíðin, eða þarf að kaupa inn Haaland eða aðra $100 milljóna menn?

    6
    • Ég held að hugmyndin um Mbappé sé ákaflega “rómantísk” í hugum stuðningsmanna, og líklega fáir sem myndu hafna því að fá hann til liðsins. En hvort þetta sé fjárhagslega mögulegt eða sniðugt, það er svo annað mál. Hann væri aldrei að koma inn á einhverjum smá launum, hvaða áhrif hefði það á aðra leikmenn eða móralinn almennt í hópnum?

      Annars held ég að við sem fylgjumst með getum rosa lítið vitað um það hvaða leikmenn verða keyptir og hvaða leikmenn eiga eftir að springa út. Hefði maður giskað á það fyrir ári síðan að Liverpool myndi kaupa Diogo frá Úlfunum? Ég hefði sjálfur alltaf haldið að Traoré væri líklegri kostur. Eins var maður ekki með fókusinn á Minamino fyrr en það fréttist að klúbburinn væri að skoða hann – og þá var í raun búið að ganga frá samningum. Sama með Fabinho á sínum tíma. Held þetta sé alltaf spurning um jafnvægi milli þess að leikmaður sé með tölfræði sem okkar mönnum líst á, að þeir séu með persónuleika sem Klopp fílar, nú og svo að peningahliðin gangi upp.

      Ég ætla því ekki einusinni að reyna að spá fyrir um það hvernig framlína Liverpool (eða fyrstu 11) líti út eftir 2 ár, svo dæmi sé tekið. Ég væri mjög til í að Harvey Elliott verði þá kominn aftur til klúbbsins, búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu og orðinn að besta sóknarmanni deildarinnar og þó víðar væri leitað. Ég ætla samt að stilla bjartsýninni í hóf, og hafa hugfast að leikmenn sem Liverpool hefur sent á lán hafa held ég aldrei náð að spila sig inn í byrjunarliðið.

      7
      • Góðir punktar. Þegar ég frétti að Diogo væri að koma þá var ég vissulega ánægður með það en samt ekki of spenntur, hefði frekar viljað Traore. En merkilegt nokk virðast Klopp og félagar alltaf vita hvað þeir eru að gera… annað en ég. Þegar ég hugsa núna út í Traore, þá held ég að hann passi ekki nógu vel inn í hugmyndafræðina okkar þar sem fremstu þrír eru á stöðugum hlaupum. Svona massaður maður eins og Traore getur tekið svakalega spretti en svo þarf hann hvíld á milli. Það er miklu hentugra að hafa létta gaura fremst sem geta tekið sprett eftir sprett án þess að blása úr nös.

        Núna er ég fáranlega sáttur að hafa Diogo í mínu liði.

        4
      • Mbappe gæti verið möguleiki ef annað hvort Mané eða Salah færi í hina áttina og Nike tæki að sér launapakka Mbappe að einhverju leyti.

        Knattspyrnulega hugsa ég að Liverpool sé mest spenandi kostur fyrir Mbappe. Spænsku risarnir eru báðir í lægð og enska deildin ætti að heilla meira en Juventus og Munchen. City gætu líka verið í myndinni, en þeir hafa ekkert nema peningana umfram Liverpool.

        Óháð Mbappe, þá verða Salah og Mané báðir 29 ára með 2 ár eftir af samning næsta sumar, svo það er spurning hvortFSG freisti þess að sækja pening fyrir annan þeirra.

        Það yrði amk í tak við þeirra speki.

        4
      • Í mínum huga er þetta ekki bara spurning um hvort að Liverpool vilji Mbappé heldur er þetta líka spurning um að hann sjálfur vilji koma. Allir leikmenn stórbæta sig undir Klopp (og okkur). Það er ekkert fótboltalið meira eftirsóknarvert en Liverpool þessi misserin, þannig er það bara. Engin spurning að fá hann þegar það verður ódýrara en ekki á meðan það kostar skrilljón og tvær.

        2
  3. Þakka fyrir frábæran þátt að vanda. Gleymum aldrei, Klopp kaupir ekki stjörnur, hann býr til stjörnur, hann er eiginlega one of a kind hvað það varðar. Þið kannist við ummæli talsmanna annara félaga um kaup hans, við vorum að skoða þennan eða hinn sem Klopp hefur fengið til sín, hvað voru mörg lið að skoða Dikkarann okkar? Svo eru undir radarann kaupin, nú síðast Jota, þar áður t.d. Robertson ofl. Nei gleymið Mbappe og öðrum slíkum, það er ekki stíllinn hjá Klopp og félögum. Leikurinn gegn Leisester var unun, unun á akkúrat því sem ofan er sagt, sigur heimabakaðra stjarna, ekki keypta í Harrods.

    YNWA

    6

Liverpool – Leicester 3-0

Atalanta kemur í heimsókn, upphitun