Gullkastið – Erfitt að ná í lið

Þetta tímabil stefnir í að verða eitt það versta í sögu félagsins er kemur að meiðslum lykilmanna og vondufréttirnar héldu heldur betur áfram að koma í þessari viku. Ef menn eru ekki meiddir eru þeir veikir af Covid. Það er stórleikur um næstu helgi gegn toppliði deildarinnar og gríðarlegt leikjaálag fram að áramótum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 311

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

15 Comments

  1. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessum sálfræðitíma, hlakka til að hlusta.

    1
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn. Maður lítur bjartari augum á liðið og framtíðina jafnvel þó Klopp kaupi ekkert í janúar.

    Það ernú þannig

    YNWA

  3. Sælir gulldrengir.

    Þetta var ósvikin spennulosun og raddstyrkur vel balanseraður. Eruð þið komnir með hljóðmann?

    Óheppniskvótinn er alveg að klárast. Nú fer gæfan aftur að brosa við okkur. Hún birtist í mynd einhverra unglingsina sem taka að blómstra í fjarveru stóru strákanna. Munið þið hver það var sem þurfti að meiðast til að Robinson fengi að spreyta sig?

    Nei, ég hélt ekki.

    kv
    LS

    3
  4. Takk fyrir þetta strákar. Þetta haust ætlar að verða erfitt og verst af öllu var að Ray Clemence féll frá í vikunni. Þvílíkur leikmaður og sennilega á topp fimm yfir bestu markmenn heims á sínum tima. Svo skemmdi nú ekki árangur Liverpool þegar hann spilaði þar enda átti hann örugglega sinn þátt í góðu gengi liðsins, 18 titla maður ef talið er rétt. Pottþétt einn af goðsögnum félagsins.

    9
  5. Varðandi roy keane, með sína landsleiki, þá má það ekki gleymast að ferguson fékk það oftast en ekki í gegn að hans leikmenn fóru ekki í landsleiki, sbr keane, giggs og fleiri. Mér finnst að Liverpool eigi að gera miklu meira af þessu, hvað þá í þessa tilgangslausu landsleiki. Annars finnst mér bæði FIFAog UEFA hefðu átt að fresta öllu landsleikjaplani í þessu “stoppi”
    Annars verður erfitt að finna vörn til þess að stoppa vardy og hans hraða, við höfum oft átt erfitt með hraða hans. Strákar ! Milner á móti Vardy eða Maddison ? NEI, aldrei. Hann var vængjahurð á móti fljótum vængmanni síðasta ár, gengur ekki. Vonum samt það besta gegn rodgers og hans mönnum, Klopp hefur oftast svör.
    Alisson
    Nico ,Matip, Philips, Robertson
    Milner, Gini, Keita
    Mane, Firmino, Jota

    1
  6. Og þá er Rhys líka meiddur!

    Það styttist sennilega í að Origi fari í miðvörðinn eins og sumir hafa spáð… nú eða kannski Milner.

    2
  7. Í ljósi meiðsla Rhys Williams – veit einhver hver staðan er á Billy the kid?
    Við gætum þurft að manna vörnina (eða bekkinn amk) með grunnskólakrökkum.

    1
    • Billy Koumetio sést a.m.k. á myndum frá æfingum í Kirkby, en hvort hann sé til í slaginn í byrjunarliði er svo allt annað mál.

    • Virðist ekki að Rhys sé meiddur. Hann fékk einhvers konar Ferguson afsökun af því hann var hvort eð er ekki í enska U-21 hópnum fyrir leikinn. Hann verður tilbúinn fyrir Leicester, þó að hann muni líklega ekki spila ef Fabinho og Matip eru báðir tilbúnir.

      • Ég hugsa að Matip sé einfaldlega ekki tilbúinn til að spila að 3 daga fresti. Williams er líklega að fara að spila þá leiki sem eftir eru í meistaradeildinni. Svo er þetta spurning hvort miðjumaður verði látinn leysa eitthvað af í vörninni. Phillips mun svo líklega fá einhverja leiki, sá gæti hentað vel gegn Burnley, WBA, Palace, Newcastle.

  8. Hvaða lið ætli verði best til að byrja á móti Vardy og félögum.
    Klárt mál að ungu strákarnir munu spreyta sig allavega eh af þeim.

    Liðið sem ég myndi vilja sjá
    Alisson , Neco/Milner, Matip, N.Phillips,Robertson ,Wijnaldum ,Thiago , Jones, Mané ,Firmino,Jota í 4-3-3

    En mögulega gæti þetta litið öðruvísi út? Hvernig er staðan á Fabinho annars.

    1

Liverpool kveður Melwood eftir áratuga samveru

Derbyslagur hjá kvennaliðinu