Salah með Covid-19!

Það var bókstaflega ekkert annað eftir á þessu tímabili!

Gleðilegan föstudaginn 13.

Firmino og Alisson hafa svo verið í samskiptum við tvo menn í kringum landsliðið sem hafa greinst með Covid. Það þarf ekki að taka fram hversu stjörnusturlað það er að vera með landsleiki í miðjum heimsfaraldri, Salah var samt ekkert að hjálpa sér í heimalandinu…

Fari þetta svo sannarlega bara allt í kölbölvað.

15 Comments

  1. Eru hin liðin ekkert að fá veiruna eða vill hún bara bíta í þá bestu?

    2
  2. Hvað í fjandanum er Salah samt að gera í þessu brúðkaupi dansandi eins og bjáni í hóp af fólki.
    Ég væri brjálaður ef ég væri Klopp.
    fari þessi landsleikjahlé til helvítis

    10
  3. Já ég held að það megi auðveldlega gagnrýna Salah fyrir þetta brúðkaup. Eitt er að mæta í brúðkaup bróður síns, en annað er að dansa grímulaus á dansgólfi fullu af fólki sem allt er grímulaust sömuleiðis.

    Vonum bara að hann hristi þetta af sér og mæti eftir tvær vikur. Aftur þakkar maður fyrir að klúbburinn seldi ekki Shaqiri. Eins væri þetta fullkominn tími fyrir Minamino til að finna fjölina sína og hrökkva í gang.

    7
  4. Nú reynir virkilega á breiddina í næstu leikjum. Skrapa saman í byrjunarlið. Leikmenn þurfa að stíga upp og liðið þarf að jafnel breyta leikstílnum. En merkilegt hvað við erum samt með mikla breidd.

    T.d gæti byrjunar liðið verið svona

    Mane- Jota- Shaqiri-
    Henderson- Thiago- Wijnaldum
    Robertson – Fabinho – Matip- Kostkas
    Adrian.

    Okei – kannski Neco eða milner í stað Kostkas en það væri bara eitthvað svo kúl að hafa tvo örfætta bakverði í byrjunarliðinu. Eini virkilega stóri veikleiknn væri Adrian eða rétt til getið þá er Alison svo rosalega góður að hann hefur náð að fylla furðulega upp í skarðið sem Van Dijk skildi eftir sig. Alison er fyrir mér sá leikmaður sem við megum allra síðst missa í meiðsli eða í kórónuveiru veikindi.

    4
  5. Brynjar! Þá auðvitað kemur staðfesting á morgun að Alison og Firmino séu sýktir, finn það á mér.

    Bölvuninni aflétt, vinnum deildina, fáum það margfallt í hausinn. Samt einhvernveginn sér maður þennan klúbb í dag það öflugan að trúin, sem búið er að stimpla í mann, hverfur aldrei sama hvað gengur á. Eina sem maður vogar sér að hugsa er: Jæja það verður erfiðara að taka dolluna í ár!

    Ekki missa trúna, hún mun fleyta okkur langt.

    4
  6. Það er bara ein lausn við þessu. Enda 2020 1.des og hafa 2021 13.mánuði.

    6
  7. Er bara að pæla. Er mögulegt að Salah og mögulega fleiri séu að sækja sér veiruna? Mane varð ekkert meint af. Að allt veirustand verði afstaðið að loknu landsleikjahléi, þeir komnir með mótefni, eða hvað.
    Menn dansa ekki naktir fyrir framan veiruna bara sí svona, fjandinn hafi það.

    YNWA

    3
  8. Iss piss, hann heldur bara 2 metra reglunni í leiknum á móti Leicester og allir góðir!

    4
  9. Vil að LFC lýsi yfir neyðarástandi og kalli alla heim. Þetta er orðið algjört rugl. Einhver lið ná örugglega ekki í hóp um næstu helgi.

    1
  10. Öll varnarlínan eins og hún leggur sig núna farinn já þetta er eitthvað annað.

Joe Gomez frá út tímabilið?

Kvennaliðið mætir Blackburn