Joe Gomez frá út tímabilið?

Joe Gomez varð að sjálfsögðu fyrir meiðslum á hné á landsliðsæfingu í dag, þetta er ekki nema í þriðja skipti sem hann meiðist með enska landsliðinu. Þetta eru svo auðvitað talin vera alvarleg meiðsli en eins og allir vita eru þetta líklega síðustu meiðslin sem Liverpool mátti við núna.

Ef að tímabilið er búið hjá honum rétt eins og Van Dijk eru Matip og Fabinho okkar eina raunhæfa fullorðna miðvarðapar fram að áramótum. Annar er meiddur og hinn er alveg að fara meiðast.

Það var mikil pressa á Liverpool fyrir að bæta verulega við varnarlínuna í janúar en núna er þörfin helmingi meiri. Eins er ljóst að ef Gomez er enn einu sinni kominn á meiðslalistann að Liverpool þarf að kaupa alvöru leikmann sem verður hugsaður við hlið Van Dijk. Það er ekkert hægt að treysta á Joe Gomez og Joel Matip og það var fullkomlega galið að gera það fyrir þetta tímabil m.v. leikjaálagið. Salan á Dejan Lovren verður verri með hverjum deginum sem líður af þessu tímabili.

Gomez er fjórtándi lykilmaður Liverpool sem hefur lent í meiðslum á þessu tímabili og það nokkuð alvarlegum meiðslum. Markmaðurinn og öll vörnin nema Andy Robertson hafa meiðst það sem af er þessu tímabili. Tveir af þremur nýju leikmönnunum sem voru keyptir í sumar hafa lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla. Keita og Ox þekkjast varla í mynd lengur.

Það er mjög stutt í að Origi verði þjálfaður upp sem miðvörður, hann hefur svosem ekkert betra að gera.

Bíðum og vonum ennþá að þetta sé ekki jafn slæmt og fyrstu fréttir bera með sér, Joel Matip er a.m.k. kominn á sérhannað æfingaprógramm í Kirkby

28 Comments

  1. Verst af öllu er að Gomez hefur í öll skiptin sem hann meiddist verið lengur frá en talið var í fyrstu. T.d. síðast þegar hann braut bein í fætinum þá var það orðið steingervingur þegar hann loksins fór að spila aftur.

    6
  2. Þetta er barasta ekkert djók lengur – hvaða landsleikjahlé frá helvíti er þetta. Þetta mun setja meiri pressu á Matip sem getur ekki klippt á sér táneglurnar án þess að meiðast og Klopp veit það. Svo vantar bara allan hraða í Matip, Fabinho og hina tvo kjúllana þannig að það breytir líka aðeins skipulaginu á varnarlínunni. Göngum við ekki frá leikmanni í desember sem mætir 1/1 kl. 00.05. Fer þýska deildin ekki í vetrarfrí í desember 21 desember þannig…

    5
  3. Þetta lítur ekki vel út. Skv Southgate var enginn nálægt honum þegar þetta gerðist og að þetta séu hné meiðsli. Hann var víst vel þjáður sk Soutgate.

    Miðað við þessar upplýsingar er ekki ólíklegt að þetta sé krossband. Og við vitum hvað það þýðir.

    Bíðum þó eftir endanlegri niðurstöðu.

    2
  4. Ja hérna hér. Það á ekki af okkar liði að ganga með meiðsli. Spurning hvort þetta sé eðlilegt? Ef Klopp er ekki kominn með í magann þá veit maður ekki hvað. Nú reynir líka a aðra leikmenn og skipulagið. Hópurinn er nokkuð stór og vissulega hafa menn sem komið hafa inn í liðið, og spilað nokkuð, lofað góðu eins og Jones, Shagiri, Williams bræður og Phillips. Milner og Minamino munu síðan þurfa að spila reglulega eða leysa af og létta álagið annars slagið af td Hendo og Gini.
    Ef maður hugsar þessa meiðslastöðu og keppnina þá má líta á þetta með jákvæðum augum. Liverpool stingur þá ekki hin liðin af í hvelli heldur tapar stigum hér og þar og gefur öðrum liðum tækifæri. Deildin verður bara enn meira skemmtileg enda hefur hún verið taumlaus skemmtun til þessa í haust.

    5
  5. Maður bara skilur ekki þeasar óheilla dísir sem sveima um liðið okkar i dag.
    Það er alveg ljost að þetta verður brött brekka að titllinum.

    4
  6. Allar þessar meiðslafréttir eru hreint skelfilegar. Auðvitað átti að kaupa miðvörð fyrir Lovren og klárlega verður slíkur keyptur í janúar. Einhverjir hafa verið að rifja upp við mig mikilli meiðslasögu hjá Dortmund undir lok Jurgen Klopp þar. Ég fylgist lítið með þýskum fótbolta.

    6
  7. Vonandi ekki krossbandið heldur vonandi eitthvað sem grær hratt og vel. Gomez er búinn að vera undir miklu álagi hjá okkur og við sem erum með grátt í vöngum, vitum að það er ekki sterkt í honum, þannig að þetta hefði svosem alveg geta gerst á æfingu hjá Klopp.
    Matip verður að haldast heill blessaður karlinn … Það fer að verða ansi þunnskipað þarna aftast.

    Krossum fingur og vonum það besta.

    4
  8. Þetta tímabil verður bara skrýtnara og skrýtnara. Auðvitað sáu menn þetta fyrir – að skipulagið væri alltof alltof þétt. Nú eru meiðslin út um alla deild komin á það stig að einhverjir munu líklega tapa ferlinum út af þeim. Og það er rosalega ósanngjörn meðferð á leikmönnum.

    (ákvað að færa þetta komment á réttan þráð)

    3
  9. Gæðalega séð er meiðslalistinn alveg svakalegur, Hvaða liði munar ekki um að hafa Van Dijk, Gomez, Fabinho, Chamberlain, Trent Alexsander, Thiago, óleikfæra ?

    Ef það er einhver sárabót, þá eru Fabinho og Thiago að komast úr meiðslum. Matip og Fabinho gætu þá vonandi myndað miðvarðarpar gegn Leicester. Williams er rosalegt efni og Phillips er fjarri því að vera eitthvað hrikalega slæmur miðvörður, þannig að staðan er ekkert algjört svartnæti, þó hún sé vissulega slæm. Svo er Billy Boy líka mikið efni. þannig að við eigum alveg að getað stillt upp í byrjunarlið þó blóðtakan sé mjög mikil og í raun alveg augljóst að á einhverjum tímapunkti þá mun Matip meiðast eina ferðina enn og þá fyrst verður þessi dúndrandi höfuðverkur að heiftarlegu migreni.

    8
  10. Sælir félagar

    Þetta eru slæmar fréttir og það sérstaklega fyrir leikinn gegn Leicester. Eini varnarmaðurinn sem hefur þann hraða sem þarf á móti Vardy. Nú eru bara joggarar eftir í vörninni þannig að Vardy á eftir að reykspóla í gegnum vörnina hjá Liverpool. Það er áhyggjuefni af stærðargráðunni 7 á Ricter.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  11. Því miður þá mun Liverpool örugglega þurfa að skipta allhressilega um leikkerfi, allavega færa sig yfir í kerfi þar sem vörnin lendir ekki í vandræðum gegn snöggum andstæðingum. Líklega þurfum við að bakka eitthvað á kostnað sóknar, en það er eitthvað sem Klopp og félagar hljóta að finna út úr á næstu 10 dögum.
    Svo er bara að halda sjó fram að næsta félagsskiptaglugga.

    4
  12. Að missa út bæði Van Dijk og Gomez í byrjun tímabils er vel langt út fyrir worst-case scenario. Það er ekkert sjálfgefið að við fáum Van Dijk 100% aftur eins og hann var til baka. Höfum alveg séð menn missa hraða og áræðni í svona meiðslum. Þetta er svo ennþá svartara með Joe Gomez, hann er alltaf meiddur og svona meiðsli gera það að verkum að maður sér hann ekki lengur fyrir sér sem raunhæfan kost sem 1. eða 2. valkostur hjá Liverpool. Vægast sagt svekkjandi þar sem þetta er eitt mesta efnið í sinni stöðu í heiminum og nú þegar einn besti miðvörður í heimi, 23 ára.

    Það að missa þá báða svona afgerandi eykur svo bara álagið á þá sem eftir eru, ef þetta tímabil hefur kennt okkur eitthvað er nokkuð ljóst að þetta meiðslarugl er ekkert að fara minnka m.v. leikjaprógrammið framundan.

    3
    • Þetta er svo ótrúlega sorglegt með Gomez. Það er greinilegt að skrokkurinn hans þolir bara ekki álagið sem fylgir ensku deildinni + landsliðinu. Hann hefði helst þurft að leggja landsliðsskóna á hilluna tvítugur.

      Ég er mikill aðdáandi hans og hvernig hann hefur komið til baka úr öllum sínum meiðslum og einmitt verið að stíga hrikalega sterkur upp síðustu ár. Þetta er hryllilega sárt!

      1
  13. Þetta eru hrikalegar fréttir en það verður bara sætara þegar við vinnum dolluna næsta vor. Það voru mistök að kaupa ekki miðvörð í stað Lovren, sérstaklega vitandi það að Gomez og Matip eru meiðslapésar. En það þýðir ekki að gráta það. Hef fulla trú á þeim leikmönnum sem þurfa nú að stíga upp. Svo er ljóst að það verður pottþétt að kaupa miðvörðu í Janúar.

    3
  14. Þetta eru svakalega vondar fréttir. Ég fór einmitt inn á TIA til að sjá jákvæðar meiðslafréttir en ekki þetta!

    Auðvitað sér maður eftir króatíska miðverðinum hinum grjótharða. Auðvitað vill maður eiga fleiri miðverði en Klopp hefur sýnt okkur það að þegar vandamál koma upp þá eru þau vel tækluð.

    Verðum að halda sjó þangað til janúarglugginn kemur. Bara verst að það eru leikir á þriggja daga fresti, auk landsleikjabullinu. Þvílíka steypan sem þetta er orðið!

    1
  15. Hafi það einhverntíma verið þörf, þá er nú nauðsýn að kaupa heimsklassa miðvörð. Ef ég þekki Klopp og hans teymi rétt, þá er örugglega búið að spotta þann rétta út. Þangað til verða kjullarnir okkar að stíga upp, nýta tækifærið á stóra sviðinu.

    YNWA

    3
  16. Ný stíga unglömbin fram sem hafa staðið sig mjög vel þeir Nathaniel Phillips og Rhys Williams. Núna fá þeir alvöru tækifæri og ég hef fulla trú á því að þeir komi til með að standa sig. Nú er tækifæri lífs þeirra og þeir munu örugglega leggja sig alla fram og berjast fyrir sínu. Gangi þeim vel.

    4
  17. merkilegt.

    matip einn eftir og 1-2 leikir í að hann meiðist örugglega.

    erum við að fara að sjá milner og origi í vörninni?

    4
  18. Hey munið þið þegar við vorum sagðir heppnir með meiðsli og VAR á síðasta tímabil. Núna verðum við meistarar og með hvorugt…. það verður bara sætara!!

    4
  19. Ömurlegar fréttir, en ég held að Klopp og félagar séu alltaf með plan A, B, C og jafnvel D í svona leikmanna málum. Við fáum örugglega einhvern inn núna á næstu dögum, á free transfer. Það eru leikmenn þarna á lausu sem hægt er að fá á árs samning. Þeir eru pottþétt núna í yfirvinnu að skoða þá kosti fyrir LFC. Janúar er of langt í burtu núna, alltof margir leikir fram að næsta ári.

    2
  20. Getum þakkað fyrir að næsti maður inn er allavega ekki Harry Maguire

    13
    • Sammála. Væri hræðilegt að fá fyrirliða Englands í gær inn í vörnina.

  21. Ekki neitt sérstaklega góðar fréttir eða þannig, mér leist nú bara ljómandi vel á þennan Phillips gæa sem kom í vörnina um daginn og spurning með að treysta honum með Matip? Hvernig er það er ekki hægt að fá að skrá menn inn í hópinn eins og Rhys sem spilaði í meistaradeildinni um daginn en er ekki skráður í hóp leikmanna í PL ? er ekki hægt að vísa í einhver neyðarákvæði eins og oft gerist ef lið eiga ekki markmenn sem eru heilir ? spyr sá sem ekkert veit.

    3
    • Ég er nokkuð viss um að Rhys hafi heimild til að spila í EPL.
      Hins vegar má Nat ekki spila í riðlakeppni ECL.

      1
  22. Heyrði í Innkastinu (Podkastinu) að Robertson hafi kveinkað sér þegar hann fór útaf á móti Serbum. Ég var eins og flestir Íslendingar að fylgjast með öðrum leik. Sá eitthver Skotland-Serbía ? Er Robbo meiddur líka ? Erum við að tala um að öll varnarlínan eins og hún leggur sig er Out ?

    1
    • Held að það sé í lagi með Robbo.
      Leikurinn hjá Skotum var framlengdur og fór í vító.
      Hann var farinn að finna til vegna þreytu skilst mér eftir lestur á vefsíðu Liverpool Echo.

      Ekkert til að hafa áhyggur af enda er maðurinn vél sem gefur allt í hvern einasta leik.

      1
  23. miðað við síðustu fréttir þá er hann eitthvað meiddur, Robertson.
    https://www.footballtransfertavern.com/liverpool-fc-news/andy-robertson-injury-jurgen-klopp-anfield-kop/
    En verðum að vona það besta.
    Og svo Verður Alison hvíldur í næsta leik

    En við eigum góðan ungan efnivið sem fær tækifæri til að standa upp.
    Baráttukveðjur til okkar manna, nú er tækifærið hjá ungu strákunum að sína af hverju þeir eiga að verða í Liverpool klassa.

Gullkastið – Góður punktur

Salah með Covid-19!