Gullkastið – Góður punktur

Fyrirfram var síðasta vika sú erfiðasta á dagatalinu út þetta ár, það var þó alls ekki að sjá á þeim örfáu leikmönnum Liverpool sem ekki eru á meiðslalistanum. Veisla í Bergamo og ásættanlegt stig í Manchester. Tókum smá stöðutékk í restina núna þegar mótið fer í enn eina helvítis landsleikjapásuna.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 310

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

14 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan þátt kop-arar ogn fínar umræður. Algerlega sammála umræðunnin um Firmino og Jota. Það að Jota kemur inn í liðið setur Firmino ekki í eitthvert varamanns sæti. Báðir þessir leikmenn eru afar mikilvægir fyrir liðið og þó Firmino hafi verið í lægð undanfarinar vikur þá er hann eftir sem áður mest skapandi leikmaður liðsins.

    Ég er sammála því sem Steini sagði um að leikur liðsins hafi greinilega riðlast dálðitið þegar hann fór útaf. Ég hefði allan daginn skipt Jota útaf frekar en Firmino þar sem Jota átti off dag á móti City og sóknaruppbyggingar liðsins fara nánast alltaf í gegnum Firmino. Jota er gríðarlega áhugaverður og góður leikmaður en hann er ekki að setja neinn af fremstu þremur út úr liðinu. Þvert á móti er kominn þarna leikmaður sem getur hvílt einhvern af þessum þremur án þess að sókninn veikist. Það er hin stóra breyting með tilkomu hans.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Já, það að skipta Bobby útt af riðlaði meira að segja leik City liðsins og einhvern veginn virtist leikurinn fjara út á þeim tímapunkti. Merkilegt samt að Klopp hafi tekið leikmann út af sem hvíldi í miðri viku, en ástæðan var líklega sú að þessi annars frábæri leikmaður Bobby Firmino var að eiga frekar dapra frammistöðu.

      Gæti álag á báðum liðum, sem höfðu leikið á 3 daga fresti í nokkrar vikur haft eitthvað að segja með að leikurinn varð daufari síðasta hálftímann, frekar en skiptingin á okkar ástkæra BF? Spyr sá sem ekki veit.

      4
  2. Þetta er örugglega fyrsta landsleikjahlé sem ég fagna. Átti aldrei von á að ég mundi segja þetta, en svona er bara staðan á liðinu. Það styttist bara í að nokkrir leikmenn verði klárir, og þeir fá “hvíld” sem fara ekki í landsliðsverkefni. Það væri gaman að vita hverjir eru farnir í landsleiki og hverjir ekki. Eru t.d. brassarnir farnir sem og Salah og Mane ?

    3
    • Það fóru 17 leikmenn á mála hjá Liverpool held ég í landsleikjaverkefni. Fagna því interlull alls ekki strax enda flestir þeirra í mikilli meiðslahættu.

      Skil hvað þú meinar auðvitað með að aukinn tíma fyrir Trent, Fab og Thiago.

      5
  3. Takk fyrir hlaðvarpið sem var gott að vanda. Hef horft á leiki í Þýsku deildinni og “var” er ekkert vandamál þar. Bretar vilja ekki breyta neinu og eru íhaldssamasta þjóð í heimi og “Var” er bara innrás í boltann “þeirra”. Það þurfti heilan heimsfaraldur til að þeir færu að nota fleiri en einn bolta í leik.

    4
  4. Ekki er öll vitleysan eins! Nú berast þau tíðindi að Joe Gomez hafi meiðst á æfingu með enska landsliðinu og mögulega frá í langan tíma!

    Galið þetta landsleikjahlé með tilgangslausum leikjum, nær að gefa leikmönnum frí!

    1
  5. Eg skil ekki afhverju félög banna ekki leikmönnunum sínum að fara i þessi landsliðsverkefni !
    Félög eiga víst að hafa meira að segja um þetta en áður miðað við tímanna sem eru i gangi

  6. Var Pickford aftur á ferðinni?

    Alverleg meiðsli á hné, líklega skaddað eða slitið krossband. Ef ég á að vera bjartsýnn þá vonast ég eftir að Gomez verði kominn í stand í upphafi næsta tímabils.

    Að Alisson undanskyldum er þetta síðasti leikmaðurinn sem við máttum missa, svona þegar mið er tekið af stöðunni á hópnum.

    1
  7. Erfitt að vera jákvæður akkurat núna þegar hver lykil maðurinn hjá okkur eru dottnir í meiðsli.
    Eini ljósi punkturinn er sá að ungu strákarnir hjá LFC munu spila stærri rullu en þeir sjálfir bjuggust við.

    Vonandi er þetta ekki alvarlegt hjá Gomez en ég spyr er þetta að koma á óvart meðað við álag og það sem hefur marg oft komið fram hjá Klopp og fleiri þjálfurum með of mikið álag á leikmenn.

    • því miður þá eru þetta mjög alvarleg meiðsli.

      Ég bara ekki ljósa punktinn við að þurfa að setja traust okkar á Rhys Williams og Nat Phillips. Þeir munu líklega þurfa að spila einhverja leiki saman í miðverðinum

      • Nei enda er þetta staða sem maður efast um að þeir vilji vera í akkurat á þessum tímapunkti ..mikil pressa sem yrði sett á unga leikmenn.

        Þeir hafa staðið sig vel þá leiki sem þeir hafa spilað en spurning er hvernig þetta verður ef Gomez er lengi frá þá verður þetta mögulega Matip (á meðan hann helst heill) og annar hvor þeirra. Svo er spurning hvort Fabinho fari ekki beint í vörnina þegar hann kemur aftur.

        Annars kemur þetta betur í ljós.

  8. Þetta tímabil verður bara skrýtnara og skrýtnara. Auðvitað sáu menn þetta fyrir – að skipulagið væri alltof alltof þétt. Nú eru meiðslin út um alla deild komin á það stig að einhverjir munu líklega tapa ferlinum út af þeim. Og það er rosalega ósanngjörn meðferð á leikmönnum.

    1
  9. Ég er sultuslakur yfir þessu því ég veit að ungu strákarnir eru vel gerðir og traustsins verðir. Þegar einar dyr lokast þá opnast bara ný. Þið heyrðuð það first hjá mér að ungu strákarnir munu standa sig afburðavel. Reyndar er Nat Philips á sama aldri og Comes. Ég sá leiki í fyrra í Þýsku deildinni og Nat Philips stóð sig frábærlega með Stuttgard og það er þess vegna sem Klopp seldi Lovren.

    • Guðmundur Óskarsson 9

      “Ég sá leiki í fyrra í Þýsku deildinni og Nat Philips stóð sig frábærlega með Stuttgard og það er þess vegna sem Klopp seldi Lovren”.

      Ertu nú viss um það?
      Væri Nat Phillips ekki í CL hópnum ef hann er ástæða þess að Lovren var seldur?

      Hann spilaði jú 19 leiki í Bundesliga B en það dugði ekki til þess að viðunandi kauptilboð bærist í hann. Nokkur lið í Championship vildu fá hann lánaðan í sumar en sagt er að LFC hafi viljað beina sölu, en ákveðið að halda honum eftir að Hoever fór til Wolves í stað þess að lána hann.

      2

Man City 1-1 Liverpool

Joe Gomez frá út tímabilið?