Liðið gegn Man City

Það getur oft verið þunn línan á milli hugrekki og fífldirfsku, einhverjir gætu sagt að það mætti eiga við liðsval Jurgen Klopp fyrir útileikinn gegn Man City sem hefst eftir klukkustund.

Liðið lítur svona út:

Alisson

TAA – Matip – Gomez – Robertson

Henderson – Wijnaldum

Salah – Firmino – Jota
Mane

Bekkur: Adrian, Phillips, Keita, Milner, Shaqiri, Origi, Jones

Ansi sóknarsinnað lið hjá Jurgen Klopp í dag sem hefur öllu jafna verið frekar “gagnrýndur” fyrir að velja mjög örugg lið í útileikjum sem þessum. Brexit miðjan og allt það en svo er ekki málið í dag.

Roberto Firmino kemur aftur í byrjunarliðið ásamt Joel Matip sem er loksins komin til baka aftur úr meiðslunum sínum. Salah og Mane skoruðu báðir gegn Atalanta í miðri viku og Diogo Jota sem hefur verið frábær skoraði þrennu gegn þeim. Klopp er því með ansi sóknarsinnað lið og stillir upp þeim öllum fjórum í einhverju sem verður líklega 4-2-3-1 eða 4-2-2-2.

Þegar Liverpool hefur stillt upp með þessum hætti þá hefur frammistaðan oft ekki verið nægilega sannfærandi og miðjan ekki alltaf verið upp á sitt besta en slæm/óheppileg byrjun í þeim leikjum gert erfitt fyrir.

Mín pæling með þessari uppstillingu er líklega sú að hann vilji gera svipað og áður þegar hann mætti Man City og vildi nota Chamberlain í svæðinu á milli miðju og sóknar til að gera varnartengilið þeirra erfitt fyrir. Ég gæti vel trúað að það sé pælingin í dag og að Firmino eða Jota eigi að reyna að gera Rodri lífið leitt og reyna að taka hann úr leiknum eftir bestu getu.

Sjáum hvað setur. Kannski er þetta áhætta en kannski algjört masterpiece.

24 Comments

 1. Grunaði að hann myndi setja þá alla fjóra í byrjunarliðið,Firmino, Jota, Mane, Salah. Held að Firmino verði á miðjunni og hinir þrír sjá um framlínuna. Gott að sjá Matip í byrjunarliðinu og gott að sjá bekk sem er tiltölulega sterkur, þrátt fyrir að það vanti menn eins og Thiago, Fabinho og Chamberlain.

  3
 2. Klopp að keyra á þetta og má reikna með markaleik í dag. Hann var aldrei að fara að taka Firmino úr liðinu en gaman að hann haldi hinum sjóðheita Jota inn í liðinu en Jota hefur verið að spila það vel að það var varla hægt að skilja hann eftir á bekknum.

  Þetta er erfiðasti útileikur tímabilsins og án efa einn stærsti leikur ársins.

  YNWA

  p.s Vona svo innilega að við verðum ekki að ræða VAR eftir þennan leik.

  4
 3. Stress.is vonaðist eftir meiri varnar uppstillingu. Það verður algjört kraftaverk ef við höldum hreinu í dag. Vinnum þetta bara 3-4;-) koma svo rauðir ! ! !

  1
 4. Sæl og blessuð.

  Er pissandi smeykur um að þessi uppstilling verði okkur ekki til farsældar. De Bruyne og Sterling eiga eftir að spæna sig í gegnum miðjuna okkar og gera brokkgengri vörn okkar margan óleikinn.

  Stundum spyr ég mig … veit Klopp eitthvað sem ég veit ekki?

  ynwa
  LS

 5. Jú og einn leikurinn enn þar sem VAR verður aðal umræðan þar sem city fær viti eftir að fyrirgjöf fer í hendi Gomez finnst hendin nú ekki vera langt úti en hvað veit ég

  • Fannst city maðurinn rangstæður þegar sendingin kom fyrir sem fór í hönd Comes samt ekki viss….ef hann var rangstæður er það samt víti ?

   1
   • Comes? helduru að hann heiti það? Gomez heitir hann.. einhvernveginn tókst þér að gera 2 villur í 5 stafa nafni

 6. Afhverju þurfa fremstu menn Liverpool að gera allt svo svakalega flókið í þessum leik skjóta á helvítis markið það á að spila inní markið virðist vera

  5
 7. Mér finnst við hafa verið tölvuert betri en City þó þeir hafi verið meira með boltann. City hefur fengið sín færi og spilað líka vel. Leikurinn er úrvaldsskemmtun.

  Mér finnst liðsuppstillingin vera einhverskonar 4-4-2 í bland við 4-2-4 þar sem jota og Mane taka mynda línu með Wijnaldum og Henderson þegar Man City sækir eða pressa á bakverðina og þá er liðið líkara 4-2-4.

  Varðandi vítin, þá fannst mér vítið sem Mane fékk vera mjög ósanngjarnt og mér fanst eins og Gomez fékk boltann í bringuna. Líkast til ekki. Annars hefði Gomez mótmælt meira.

  Mér finnst eins og við eigum að vera yfir og ef þetta heldur áfram svona er ég sannfærður um að við vinnum þennan leik.

  2
  • hvernig færðu það út að Mane vítið hafi verið ósanngjarnt. Það er brotið á honum, frekar soft víti en þau eru gefin líka.

   Boltinn fór í hendina á Gomez, frekar harður dómur. Hugsa það að Liverpool var þegar búið að fá vítaspyrnu hafi haft áhrif á ákvörðunina.

   • líklega réttir dómar, en maður hefur séð dómara sleppa að flauta á sambærileg atvik.

    1
 8. Sæl og blessuð

  Breathe in breathe out…

  Margt frábært í þessum leik og það er eins og uppstillingin frumlega hafi ekki verið á töflufundunum hjá Pep.

  Ég er samt nett pirraður á markafælnum Firmino. Það er ENGIN agressjón. Hann hefur fengið nokkur þokkaleg færi og komist á góðan stað með boltann en það er eins og það vanti … áhugann eða hvað á maður að halda? Einn fyrir framan markið í blábyrjun og á einhverju öðru skeiði á ferlinum hefði Firmino vippað honum í fallegum boga inn í markið. En ekki núna. Og svo fær hann boltann í fæturna á markteig og … dettur. Á sama tíma er Jota á kantinum með miklu minni tækifæri.

  Vörnin er alveg að standa sig gegn svakalegum andstæðingum. Þessi hendi á Gomez er eitthvað sem enginn getur amast við.

  En þvílík skemmtun þessi leikur. Allt galopið og bjart. Vonandi fer þetta vel!

  3
 9. Ef það er eitthvað sem ég sakna alveg hrikalega þá er það sendingarnar frá Van Dijk úr vörninni Gomez og Matip eru svo langt frá honum í sendingargetu með langar sendingar.

 10. Hvernig væri að Liverpool drulli sér fram en ekki bara vera sáttir með jafntefli.

  1
 11. Mjög sterkt að taka stig núna á þessum útivelli. Vonandi tökum við þá heima á móti. Mér finnst við vera hársbreidd frá því að hrökkva í fjórða gírinn. Núna fáum við, vonandi, Thiago til baka fyrir næsta leik. Besti miðjumaður heimsins, hann!

  1
 12. Alveg skíthræddur að þetta val hjá premier league klúbbunum um að leyfa ekki 5 skiptingar eins og allar aðrar deildir muni kosta meira fyrir Liverpool en t.d City því þeir eru með breiðari og betri hóp og það þarf nú kraftaverk að ensku liðin fari langt í champions league held ég. En virkilega ánægður með varnarvinnu okkar manna í lokin.

Kvennaliðið mætir Sheffield

Man City 1-1 Liverpool