Gullkastið – Liverpool á toppnum

Liverpool skellti sér á toppinn um helgina með góðum endurkomusigri á West Ham, annar sigurinn í Meistaradeildinni og næsti leikur er annaðkvöld í Bergamo. Fórum einnig yfir það helsta úr umferð vikunnar á Englandi.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 309

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

3 Comments

  1. Þáttur nr 309…þvílíkt úthald sem þið hafið…..á þessum covid tímum hafa þessir þættir ykkar aldrei verið mikilvægari fyrir okkur sófaspekingana…..hlakka til að hlusta og hafið þakkir fyrir LFC bræður þið rokkið…

    10
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og umræður. Ómissandi í skammdegi norðurhvelsins og í kófinu.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3

Atalanta Bergamasca Calcio

Byrjunarliðið á Ítalíu, Jota og Jones byrja