Kvennaliðið heimsækir Lewes

Þetta er búin að vera fínasta helgi fyrir okkar fólk. Það þarf auðvitað ekkert að rifja upp sigurinn gegn West Ham í gær hjá aðalliðinu (en gerum það nú samt, þá sérstaklega sigurmarkið). U23 liðið vann góðan sigur á Arsenal 1-0 á föstudagskvöldið þar sem Paul Glatzel fékk sínar fyrstu mínútur eftir slæm meiðsli á síðasta ári, og U18 vann Newcastle örugglega í gær, úrslitin urðu 4-1.

Núna í hádeginu mæta svo stelpurnar okkar stallsystrum sínum hjá Lewes. Liðin eru hnífjöfn í deildinni, bæði með 10 stig eftir 5 leiki, en Liverpool reyndar með umtalsvert betra markahlutfall.

Það er búið að gefa út hvernig verður stillt upp:

Laws

Jane – Fahey – Robe – Hinds

Roberts – Bailey – Furness

Babajide – Thestrup – Lawley

Bekkur: Foster, Heeps, Kearns, Moore, Clarke, Hodson

Leikurinn verður sýndur á The FA Player en það hefur því miður ekki verið hægt að ganga að því vísu að leikirnir í næstefstu deild séu sýndir þar, svo virðist sem það séu aðeins 1-2 leikir í hverri umferð.

Við uppfærum svo færsluna síðar í dag með úrslitum og uppfærðri stöðu í deildinni.

KOMA SVO!!!

Liverpool 2 – 1 West Ham (Uppfærð)

Atalanta Bergamasca Calcio