Atalanta Bergamasca Calcio

Evrópu upphitun

Fáir staðir hafa verið meira til umræðu á þessu ári heldur en Bergamo á Ítalíu. Hrikalegar fréttir og fréttamyndir frá Ítalíu við upphafi Covid-19 faraldursins í Evrópu voru langflestar frá Bergamo. Covid er samt ekki það eina sem er að frétta frá Bergamo, knattspyrnulið borgarinnar er eitt skemmtilegasta félagslið í heimi um þessar mundir. Velgengni þeirra er reyndar talið tengjast beint hraðri útbreiðslu Covid-19 í Bergamo.

Atalanta er oft kallað drottning héraðsklúbbana á Ítalíu (Regina delle provinciali), bestir/stöðugastir af þeim félögum sem koma ekki frá stórborgunum sem eru höfuðborgir sinna héraða. Atalanta er Seria A klúbbur og þegar þeir hafa fallið koma þeir jafnan strax upp aftur. Þrátt fyrir það hefur félagið lítið sem ekkert unnið til stóru verðlaunanna á Ítalíu og eru í raun núna að upplifa sitt gullaldarskeið.

Þó FC Bayern hafi unnið Meistaradeildina á síðasta tímabili er alveg hægt að færa rök fyrir því að Atalanta var lið tímabilsins í keppninni. Ekki ósvipað og Liverpool 2018 og Ajax 2019. Ítalirnir voru klárlega lið fólksins.

Ævintýrið byrjaði reyndar ekki gæfulega, 4-0 tap gegn Dinamo Zagreb, 1-2 tap á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk og svo 5-1 tap gegn Man City. Núll stig og markatalan 1-11 eftir fyrri viðureignirnar!

Fyrsta stigið kom með í 1-1 jafntefli gegn Man City. Næst var Dinamo afgreitt á heimavelli 2-0 og að lokum Shakhtar 0-3 í Úkraínu. Sigurinn á Atalanta var eini sigur Shakhtar sem gerði þrjú jafntefli og endaði með aðeins sex stig, einu minna en Atalanta.

Ekkert lið skoraði meira á Ítalíu en þetta léttleikandi Atalanta lið og stemmingin fyrir 16-liða úrslitum gegn Valencia gríðarleg í Bergamo enda liðið aldrei komist svona langt áður. Það var talað um þennan leik sem þann stærsta í sögu félagsins. Rúmlega 44.000 manns fóru þennan stutta bíltúr til Milan að sjá leikinn sem er rúmlega 1/3 af íbúafjölda Bergamo. Rest var meira og minna að horfa saman á börum eða heima hjá sér.

Leikurinn var 18.febrúar, tveimur dögum eftir að fyrsta staðfesta Covid smitið á Ítalíu.

Game Zero

Leikurinn gat ekki farið mikið verr/betur fyrir stuðningsmenn Atalanta. Vissulega vann þetta stórskemmtilega Atalanta lið 4-1 sigur og eins og gefur að skilja varð allt vitlaust í Lombardi héraðinu og fagnað innilega að ítölskum sið langt fram eftir nóttu.

Þessi mikla gleði er því miður talin hafa haft mjög mikil áhrif á útbreiðslu Covid og afhverju Bergamo fór svona sérstaklega illa út úr þessu fyrstu vikurnar. Borgarstjóri Bergamo Giorgio Gori talaði um leikinn sem “biological bomb” og fjölmiðlar á svæðinu tala um hann sem “Game Zero”.

Luca Lorini, yfirmaður á sjúrahúsi í Bergamo orðaði þetta svona í viðtali við ítalskan fjölmiðil

“I’m sure that 40,000 people hugging and kissing each other while standing a centimetre apart – four times, because Atalanta scored four goals – was definitely a huge accelerator for contagion.

Innan við viku eftir leikinn var fyrsta Covid smitið í Bergamo staðfest. Á sama tíma var annað smitið á Valencia svæðinu staðfest þegar spænskur blaðamaður sem var nýkomin frá Milan greindist.

Seinni leikurinn fór fram þremur vikum seinna en í allt öðru landslagi. Þá var búið að skella í lás í Bergamo og raunar líka á Spáni, eftir seinni leikinn (sem endaði með 3-4 sigri Atalanta) voru 35% af leikmönnum og starfsliði Valencia greind með Covid-19 sem mátti rekja til fyrri viðureignar liðanna. Ezequiel Garay varnarmaður Valencia varð fyrsti leikmaðurinn í La Liga til að fá Covid, Mangala, samherji hans í vörn Valencia bættist við skömmu síðar. Eftir leikinn kom einnig í ljós að Gian Piero Gasperini stjóri Atalanta hefði verið smitaður þegar leikurinn fór fram.

Eftir þetta var Meistaradeildin sem og fótbolti yfirhöfuð settur á pásu og Bergamo varð miðpunktur umfjöllunar heimsins um afleiðingar Covid. Eitt af fjölmörgum litlum dæmum sem sýna hversu miklar hörmungarnar í Bergamo voru er munurinn á fjölda minningargreina í einu staðarblaðanna með ca. mánaðar millibili í febrúar og mars.

Einn glæsilegasti sigur í sögu Atalanta var svo gott sem gleymdur áður en flautað var af í seinni leiknum. Það var á tímabili um sex tíma bið eftir sjúkrabíl í Bergamo og um 16 tíma bið á bráðamóttökunni. Það er talið að rúmlega 6.000 manns hafi fallið fyrir Covid á svæðinu í kringum Bergamo.

Það er því skiljanlegt að leikmenn Atalanta hafi viljað gleðja stuðningsmenn liðsins þegar fótboltinn sneri aftur í júní. Liðið var í góðum séns á Meistaradeildarsæti og átti framundan leik gegn PSG í 8-liða úrslitum. Ekki heima og heiman heldur einn leik sem var spilaður í Portúgal.

Staðan var 1-0 fyrir Atalanta þegar komið var í uppbótartíma og líklega ekki nokkur maður utan París eða Abu Dhabi sem hélt með frökkunum í þessum leik. Mbappe sem kom inná sem varamaður hafði breytt leiknum töluvert en ítalirnir virtust vera að tryggja sér sæti í undanúrslitum gegn RB Leipzig og þannig góðan séns á sjálfum úrslitaleiknum.

Svo varð þó ekki eins og við þekkjum, 2020 var greinilega ekki búið er að vera alveg nógu hræðilegt fyrir íbúa Bergamo því PSG jafnaði í uppbótartíma og áður en flautað var af slóu fótboltaguðirnir á létta strengi og létu sjálfan Eric Maxim Choupo-Moting skora sigurmarkið.

Gasperini stjóra Atalanta var mikið niðri fyrir eftir leik enda fór þarna úrvals tækifæri forgörðum. Hann er engu að síður maðurinn á bak við þetta ævintýri Atalanta og á heiðurinn af því að þeir voru yfir höfuð í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og eru mættir aftur til leiks á þessu tímabili.

Atalanta undir Gasperini

Gasperini tók við Atalanta árið 2016 en hann hafði áður verið stjóri Genoa og Palermo. Árið 2011 tók hann við Inter Milan en fékk aðeins 3 mánuði hjá hinum “geðgóða” Moratti, hann var einn af þremur stjórum Inter það tímabilið.

Besta tímabil Atalanta í deildinni fyrir komu Gasperini var 5.sæti árið 1948. Magnað fyrir félag sem hafði þá verið vel rúmlega hálfa öld í Seria A. Hann lagði mjög mikla áherslu strax frá byrjun að breyta hugsunarhættinum alveg. Atalanta skyldi alltaf sækja til sigurs, sama hver mótherjinn væri og hvar væri leikið, æfingaprógrammið varð miklu þéttara og samhliða var innleitt nýtt leikkerfi, 3-4-2-1 / 3-4-3
Atalanta skoraði nítján mörkum meira en tímabilið á undan og fór úr 13.sæti í það fjórða. Því miður var fjórða sæti ekki Meistaradeildarsæti í Seria A það tímabilið en þeir komust í Evrópudeildina. Sjöunda sætið varð niðurstaðan tímabilið á eftir. Árangur Atalanta vakti athygli stóru liðanna og jafnan töluverð leikmannavelta hjá félagi eins og Atalanta. Þeim hefur þó haldist ágætlega á mannskapnum undir stjórn Gasperini og gert vel á leikmannamarkaðnum. Það er engin stórstjarna í liðinu. Innan félagsins tala margir um að mikilvægasta viðbótin við leikmannahópinn hafi komið í október 2018 þegar danski styrktarþjálfarinn Jens Bangsbo bættist við starfsliðið. Hann hafði unnið áður með Gasperini hjá Juventus. Hann hefur komið Atalanta í rosalegt form sem er grunnurinn á bak við velgengni liðsins samhliða leikstíl og hugmyndafræði Gasperini. Atalanta er líkamlega sterkt lið en mjög vel skipulagt taktískt einnig.
Æfingar Jens Bangsbo fóru strax að skila sér því Atalanta endaði í þriðja sæti tímabilið 2018/19 og komst þar með í Meistaradeildina í fyrsta skipti. Liðið skoraði mest allra í Seria A, bættu markaskorun frá tímabilinu á undan um tuttugu mörk en vörnin lak vissulega helling inn hinumegin einnig. Atalanta leikir voru veisla. Mesta svekkelsið var þó í bikarnum þar sem liðið komst í úrslit en tapaði 2-0 gegn Lucas Leiva og félögum í Lazio. Atalanta vann t.a.m. Juventus 3-0 á leiðinni í úrslit.
Eins hræðilega svekkjandi og endirinn var á Meistaradeildarævintýri Atalanta á síðasta tímabili verður að hafa í huga að það er ennþá stórmál fyrir félagið að tryggja sér þáttökuréttinn annað árið í röð. Þeir enduðu aftur í þriðja sæti þegar tímabilið endaði í sumar. Núna skoraði Atalanta ekki bara flest mörkin heldur langflest mörkin í deildinni eða 98 mörk og enduðu fjórum stigum á eftir Inter í öðru sæti. Nokkuð gott fyrir lið sem er í 13.sæti fyrir launaveltu liðanna í Seria A. Allt liðið er með svipað í laun samanlagt og Ronaldo hjá Juventus.
Eitt af því sem hefur einkennt leik Atalanta undanfarin tvö ár er hversu oft þeir koma til baka eftir að hafa lent undir. Þeir fengu 22 stig á síðasta tímabili eftir að hafa lent undir, stundum jafnvel tveimur mörkum undir. Þetta þakka þeir Jens Bangsbo að miklu leiti. Martin De Roon miðjumaður Atalanta kom inná þetta í viðtali við The Atheltic á síðasta tímabili þar sem hann útskýrði að í 70.mínútur væru þeir kannski á pari við andstæðinginn í flestum leikjum, enda Atalanta lið sem er að spila töluvert langt “yfir getu” m.v. fjárhag. Síðustu tuttugu halda þeir hinsvegar sama tempói á meðan það fer að draga af andstæðingnum.
“For 70 minutes we’re maybe on the same level as them. But the last 20 minutes we can keep the same (intensity).”
Upphitun fyrir síðasta Meistaradeildarleik fór vel inn á hugmyndafræðina á bak við Total Football sem maður myndi klárlega tengja að einhverju leiti við leikstíl Atalanta núna. Þeir eru óhræddir við að láta leikmenn hlaupa úr stöðum og er mikið flæði í öllum leik liðsins. Liðið er með um 58% possession að meðaltali í Seria A en skv. de Roon hefur Gasperini alls ekki áhuga á að halda boltanum bara til þess að halda honum, hann innstimplar mjög ákveðið í sína menn að hugsa alltaf framávið.
“Now, of course, he loves possession but he hates possession for possession’s sake. He hates it. He wants to go forward. His first mindset is to go forward. He hates a ball wide, he hates a ball back. Honestly in training, where you can make mistakes, he wants you to play forward, always. He doesn’t want you to play back, even if you make a mistake, because if you go backwards the other team has an opportunity to press us, to go forward and everything. They’re the ones who have to go backwards.
Atalanta getur unnið hvaða lið sem er skv. de Roon og þeir hafa sannarlega sýnt einmitt það undanfarin ár. Þeir hafa hinsvegar ekki neitt plan B ef illa gengur. Það eru mjög litlar líkur á að Atalanta komi inn í þessa leiki gegn Liverpool eins og dæmigert ítalskt lið og reyni að halda jöfnu eða verja 1-0 forystu. Eitthvað sem gæti vel hentað okkar mönnun mjög vel.

Liverpool

Þrátt fyrir rosalegan meiðslalista og höktandi byrjun tímabilsins er Liverpool komið á toppinn í deildinni og búið að vinna báða leikina í Meistaradeildinni. Þessi leikjatörn núna snýst um það að safna stigum, það er deildarleikur og meistaradeildarleikur í hverri viku milli landsleikjahléa á þessu október til nóvember tímabili. Eitthvað sem lið eins og West Ham, Sheffield United, Aston Villa og Everton hafa ekki verið að glíma við.

Næsta vika er sú langerfiðasta í dagatalinu fyrir áramót, besta lið riðilsins á útivelli og svo Man City á útivelli í kjölfarið. Kosturinn er að bæði þessi lið eru í sama leikjaálagi og Liverpool en reyndar alls ekki að glíma við eins alvarlegan meiðslalista.

Klopp þarf að velja byrjunarlið gegn Atalanta með hliðsjón af síðasta leik, meiðslum og stórleiknum gegn Man City um helgina. Vonandi fáum við Matip, Thiago og Keita alla inn aftur fyrir a.m.k. annan ef ekki báða þessa leiki. Fabinho svo vonandi strax í kjölfarið á City leiknum.

Stóra spurningamerkið er staða miðvarðar. Rhys Williams 19 ára byrjaði síðasta leik í Evrópu en Nat Phillips sem er fyrir framan hann í röðinni er ekki partur af Meistaradeildarhópnum byrjaði deildarleikinn. Phillips er vissulega efnilegur miðvörður og stóð sig vel en höfum alveg í huga að hann er eldri en Joe Gomez! Það er alls ekki spennandi tilhugsun að fara með 19 ára óreyndan miðvörð í útileik gegn einu besta sóknarliði heims. Ætla að vinna út frá því að Matip verði klár í þennan leik en þar erum við að treysta á miðvörð sem hefur spilað 165 mínútur í deildinni undanfarna 11 mánuði. Það er fáránlegt að Liverpool vari svona illa mannað inn í mótið í þetta mikilvægri stöðu með Gomez og Matip sem 2/3 af valkostunum. Menn sem hafa verið meira meiddir en ekki á tíma sínum hjá Liverpool.

Byrjunarliðið: 

Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að það væri mjög gott að klára riðilinn í Meistaradeildinni strax í fjórum leiknum. Það er svo rosalega mikið álag og hætta á meiðslum að tveir leikir þar sem hægt er að skipta nánast öllum út sem skipta máli.

Held að Klopp haldi áfram með 4-6 breytingar á byrjunarliði milli deildar og meistaradeildarleikja. Milner hefur verið að byrja í Meistaradeildinni og Klopp hefur verið að gefa Henderson frí a.m.k. hálfan leikinn. Gæti alveg trúað að við sjáum eitthvað svipað þessum leik. Thiago og Keita koma líklega við sögu ef þeir eru leikfærir og ég gæti alveg séð Klopp hvíla tvo af þremur í sóknarlínunni. Jota á klárlega skilið að byrja og ég tippa á að Shaqiri geri það líka.

Spá:

Þegar það var dregið sá ég fyrir mér að sóknarþenkjandi fótbolti Atalanta hentaði Liverpool vel og það á sannarlega við ennþá. Hjálpar samt alls ekkert að toppliðið í deildinni er jafnfram liðið sem hefur fengið á sig flest mörk það sem af er tímabili. Megnið af þeim leikjum innihélt Van Dijk. Það gengur ekki að gefa svona ódýr mörk og treysta á að sóknarlínan bjargi þessu. Ætla samt að spá því að þetta verði einmitt málið og leikurinn endi 2-4. Jota með tvö, Trent og Mane með hin tvö.

11 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir þessa skemmtilegu yfirferð Einar Matthías. Tek eftir að þú setur Salah uppá topp en ætlar að láta Jota, Trent og Mané skora mörkin. En ok þú ætlar sem sagt að skipta Mané inn fyrir Salah eða . . .? Ég hefi samt áhyggjur af þessum leik og líklega snýst málið um breiddina í hópum liðanna og eins og er þá er breiddin hjá Liverpool í vörninni ansi lítil. Ég veit ekki hver breiddin er hjá Ítölunum en vonandi er hún minni í öllum öðrum stöðum en hjá okkur. Spáin er góð og ég hefi engar forsendur til að spá mikið verr. Spái samt að venju 3 – 1 fyrir okkar mönnum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  2. Ég hef engar áhyggjur af breiddinni því það spila bara 2 miðverðir í einum og sama leiknum.
    Elsku drengirnir mínir fer ekki að bresta á með Hlaðvarpi?

    3
  3. Mér líst ágætlega á byrjunarliðið þitt, en býst samt við að þríeykið okkar byrji frammi.

    2-3 sigur.

    2
    • Þríeykið okkar: Alma, Víðir og Þórólfur? Ég held að þau séu ögn upptekin út af svolitlu.

      10
  4. Ég vona að Klopp verðlauni þá Shaqiri og Jota með byrjunarliðssæti í þessum leik, þeir komu sterkir inn í seinasta leik. Svo væri rosalega flott ef þessi nýji vinstri bakvörður Tsimikas færi nú að koma úr sjúkraherberginu og taka þátt í spilinu þannig að það væri hægt að hvíla Robertson einhverntímann.

    3
  5. Sá á Instragram að fyrrnefndur Tsimikas sé klár í slaginn, væri gaman að sjá hann fá nokkrar mín í þessum leik.

    2
  6. Menn þurfa hvíld og því reiknar maður með því að Milner, Jota, Shaqiri, Minamino, Rhys Williams byrja inná en það væri helvít gott ef N.Williams gæti leyst Trent af hólmi einn leik og Tsimikas leyst Andy af velli(Tsimikas líklega ekki heill fyrir þennan leik).

    2
    • Matip, Keita og Tsimikas æfðu í dag. Held að Thiago hafi ekki æft, svo væntanlega er hann ekki að fara að spila á miðvikud.

      1
  7. Takk fyrir þinn frábæra evróputúr Einar mjög áhugaverð lesning um þetta skemmtilega lið Atalanta.

    1
  8. Liðið:
    Alisson,
    Alexander-Arnold, R Williams, Gomez, Robertson,
    Henderson, Wijnaldum, Jones,
    Jota, Mane, Salah.

Kvennaliðið heimsækir Lewes

Gullkastið – Liverpool á toppnum