Í kvöld mætti David Moyes í heimsókn á Anfield í sextánda sinn á átján árum. Hann fór ekki heim með þrjú stig frekar en fyrri daginn og Liverpool settist að á toppi deildarinnar á ný, allavega þangað til leikir morgundagsins hafa klárast. Já og þetta gerðist þrátt fyrir að dýrasti varnarmaðurinn í byrjunarliði Liverpool hafi verið Andy Robertson, sem kom til liðsins fyrir sirka einn Kevin Stewart.
Fyrri hálfleikur.
Þessi blessaði hálfleikur var lengri og leiðinlegri en slæm bók sem manni er sett fyrir á busaári í menntó. Liverpool voru ögn sprækir á fyrstu mínútunum, án þess að það væri eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Svo á tíundu mínútu fóru West Ham í sókn og Joe Gomez skallaði fyrirgjöf í burtu, illa. Boltinn flaug nánar tiltekið beint í lappirnar á Fornals sem var algjörlega einn á auðum sjó í teignum og hafði nægan tíma til að koma boltanum þægilega fyrir sig og skjóta á markið fram hjá Alisson. 1-0 fyrir West Ham.
Ef ég væri stuðningsmaður West Ham væri ég afar ósáttur með það sem gerðist næst. Það var ekki eins og Liverpool væru að spila eitthvað sérstaklega vel og ef ég væri sóknarmaður á móti þessari vörn myndi ég alveg vilja spreyta mig. En David Moyes er einfaldlega ekki djarfur þjálfari, svo fyrirsjáanlega féll lið hans til baka og reyndi að verja stigið. Ég man einfaldlega ekki til þess að fleiri en þrír leikmenn West Ham hafi komið yfir miðlínu það sem eftir lifði hálfleiksins, þó ég sé mögulega að gleyma einhverri sókn eða jafnvel tveimur. Er hægt að fagna því að Liverpool hafi verið 60% með boltann og ekki hleypt andstæðingnum yfir miðju, þegar andstæðingurinn hafði engan áhuga á að fara yfir miðju?
En það er ekki eins og Liverpool hafi leikið stórleik þennan hálfleik. Þeir létu boltann ganga endalaust fyrir framan West Ham múrinn en það var ekkert um litlu hlaupinn og sniðugu snúninganna sem þarf til að komast í geggnum svona níu manna varnarmúr. Á einum tímapunkt komust Liverpool í skyndisókn og ég blótaði því að þeir gæfu ekki boltann fram, þangað til að myndavélinn sýndi að þó West Ham hafi verið að taka horn voru þeir með minnst sex leikmenn fyrir aftan boltann á eigin helmingi. Þetta var einfaldlega lélegur hálfleikur á móti varnarsinnuðu liði. Mané hefði kannski átt að fá víti á einum tímapunkti, en það var annars lítið að frétta… þangað til í lok hálfleiksins.
Curtis Jones sendi ákaflega fallegan bolta yfir vörn West Ham manna sem Salah tók á móti boltanum. Salah reyndi að snúa á varnarmanninn Masuaku tók sú afar skiljanlegu ákvörðun að fella Salah með því að traðka á hælunum á honum en viti menn! Dómarinn ákvað að brjóta af vananum þegar brotið er á Salah og dæmdi vítaspyrnu! Ég trúði ekki eigin augum en fagnaði innilega þegar Egypski kóngurinn skoraði en eitt markið! Þetta róaði alla töluvert fyrir hálfleikinn.
Seinni hálfleikur
Það var allt annað að sjá til Liverpool eftir að þeir byrjuðu að sækja í átt að Kop stúkunni. Curtis Jones, sem var svolítið týndur í fyrri hálfleik, færði sig lengra út á hægri vænginn og men fóru að sækja af meiri og meiri krafti. West Ham átti eitt fínt færi snemma í hálfleiknum en annars fór hann meira eða minna fram á vallarhelming þeirra.
Þegar tuttugu mínútur voru eftir kom svo skiptingin sem breytti leiknum. Jota og Shaqiri mættu inn á völlinn í stað Firmino og Jones. Þetta breytti líka aðeins skipulagin, Jota fór í stöðuna hans Mané, Senegalinn fór upp á topp. Eftir þetta var það spurning um hvenær ekki hvort mark tvö kæmi.
Á 77. Mínútu var svo handagangur í öskjunni og Jota setti boltann í netið. Maður svona VAR fagnaði því í fyrstu sín var eins og Mané hefði tæklað markmanninn rétt fyrir markið. Svo komu endursýningarnar og maður var ekki jafn viss. Kevin Friend gerði hér hárrétt og fór bara sjálfur að skoða þetta á skjánum. Hann dæmdi markið af. Verð að játa að ég hef sjaldan verið jafn óviss með dóm. Mané tæklar boltann og markmanninn en fóturinn rann undir markmanninn. Var þetta brot? Ég er bara ekki viss.
En það skipti engu. Því að Svisslendingurinn ferhyrnti tók sig til örstuttu seinna og gaf guðdómlega í sendingu í gegnum klofið á varnarmanni West Ham, sem Jota náði til og skoraði úr! Þvílík sending, geggjað mark og hvílíkur leikmaður sem skoraði það!
Moyes svaraði þessu með að setja inn á tvo sóknarmenn en það dugði honum ekki til. Liverpool sigraði og eru nú komnir með 63 heimaleiki án taps í deildinni, sem jafnar liðsmetið!
Maður leiksins
Það er afar freistandi að segja Nathaniel Phillips hér, sem spilaði sinn fyrsta leik í deild fyrir Liverpool og stóð sig með prýði. Hann vann slatta af skallaeinvígum, man ekki til þess að hann hafi tapað bolta og virðist þekkja sín takmörk. Þannig að ég vel hann bara.
Umræðupunktar eftir leik
- Þvílíkur lúxus að hafa Shaqiri á bekknum. Nei hann er ekki nógu góður til að taka fast sæti í byrjunarliðinu, en hann virðist alltaf getað töfrað fram eitthvað gull þegar hann er heill og kemur inná. Afar feginn að hann fór ekki í sumar.
- Vörnin heldur áfram að leka mörkum, en það sem ég sakna mest frá Van Dijk eru löngu gæða boltarnir fram. Það var ekki nógu mikið talað um hversu oft hann náði að opna leiki með eitraðri sendingu fram á við.
- Trent átti ekki stórleik, en var klárlega mun betri en undanfarið. Vonandi heldur það áfram því við þurfum hann.
- Firmino var svolítið týndur í þessum leik. Hann bara fann ekki pláss á milli manna West Ham, þessir leikir þar sem andstæðingar liggja djúpt eru alla jafna erfiðir fyrir hann.
- Að lokum: Diego Jota. Maður minn. Þvílíkur leikmaður.
- Að lokum aftur: Liverpool eru efstir í deildinni, mikið er það fallegt að sjá.
Úff maður er aftur farinn að öskra á sjónvarpið en 3 stig og ég er sáttur.
YNWA.
Nat Phillips maður leiksins hjá Carra á Sky, sammála því
Það er “stórleikur” á morgun, liðin í 12. og 15. sæti mætast ?
Verðskuldað hjá Nat Phillips….Gini átti líka mjög góðan leik…
Èg vill hrósa Philips fyrir þessa frammistöðu í vörninni hjá okkur, vel gert og 3 stig gegn varnarmúr. VAR er ekki alveg að falla með okkur þetta tímabil. Vel gert ! !
Sætur sigur maður …. vá vá
Shaqiri/Jota mínir menn leiksins, eða kannski bara Klopp því á móti 5-4-1 er Shaqiri eitraður.
YNWA
Sjakíri og Sjóta – supersubs!
Mikilvægur sigur. Phillips og Gini menn leiksins. Jota og Shaqiri með flotta innkomu. Ekki má gleyma Klopp sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera.
Sææææl og blessuð…
Snilld, snilld og aftur snilld þrátt fyrir óréttlæti og fyrirsjáanlegt mótlæti. Kevin Foe var samur við sig. Átti að dæma víti þegar Mané var felldur inni í teig. Dæmi svo markið af fyrir miklu vægara brot þegar Fabianski henti sér á löppina á Mané (megum við þakklát fyrir að hann skyldi ekki brotna). Það er alveg ljóst hver dagsordran er hjá PL mafíunni.
Jota er framherjinn sem við höfum verið án í ótrúlega langan (og jú vissulega gæfuríkan!) tíma. Svakalega er gott að vera kominn með ærlega níu aftur í leikinn. Hik-búkurinn Firmino leitar alltaf í vitlausa átt. Hvað er þetta? Margfaldur meistari og endalaus trú sem stjórinn hefur á honum – en það er einhver bannsett meinloka í hausnum á honum???
Shaquiri mættur aftur til leiks, og viti menn, allt í einu færist mýkt, hraði og innsæi í spilið. Hendo og Gini voðamikið með þversendingar (þótt Hendó hafi vissulega átt snilldarlangsendingar á víxl). Shaq er aftur á móti með meiri næmni og hann lét virkilega til sín taka þegar hann loks fékk tækifærið. Það munar ekki lítið um þennan snilling. Megi hann haldast heill sem lengst!
Var svo ekki Phillips nýi hafsentinn bara bærilegur?
Já, snilld – og við efst í deildinni!
Hérna…þú ert að grínast með að Fabianski hafi hent sér á fótinn á Mané er það ekki örugglega? 😀 Mané fer með takana á undan sér á fleygi ferð á móti markverðinum. Að auki fer hann með hnéð í hælinn á Ogbonna sem verður til þess að Ogbonna gefur á Jota. Hárréttur dómur.
Mér þótti mjög forvitnilegt að sjá Nat Phillips í vörninni. Hann svaraði þónokkrum spurningum. Já hann hefur burði til að spila í vörninni sem miðvörður, þó hann hafi ekki sömu gæðin og eiginleikana og t.d Joe Gomez, Matip og Van Dijk. Hann er meira svona miðvörður af gamla skólanum, stór og stæðilegur, leikmaður sem er góður í að verjast,með fínan leikskilning en hefur ekki sömu seningagetu og sóknareiginleika og okkar aðalmiðverðir. Drengurinn komst alveg ágætlega frá sínu.
Við erum ekki sama liðið án Van Dijk en hann er þrátt fyrir allt einn af lykilmönnum okkar en ekki sá eini. Alison, Salah, mane, Firmino, Wijnaldum, Trent, Robertson eru líka toppleikmenn í sinni stöðu og Jota og shaqiri eru nú ekkert slor heldur. .
Ég er líka rosalega ánægður að sjá Shaqiri. Pirraði mig örlítið á því hvað hann var oft talaður niður af aðhangendum okkar. Hann er með rosalega mikil gæði sem geta nýst okkur vel í vetur, sér í lagi ef hann helst heill. Stoðsening hans á Jota var í hæsta gæða flokki. Það eru mikil forréttindi að geta skipt Jota og Shaqiri inn á í einu þegar á brattann er að sækja.
Liverpool minnir óneitanlega á Fergsuon útgáfuuna af Man Und á sínu með að ná alltaf fram sigri að lokum í tvísýnum leik, með því að skipta í næsta gír. Svei mér þá, ég held að að við séum ágætlega líklegir að taka titilinn í vetur ef liðið heldur áfram að bæta sig.
Hlakka mikið til að sjá Thiago aftur, það kallar á enn þá meiri uppfæringu á miðjunni.
Það er líka gaman að sjá að það voru þrír uppaldnir leikmenn að spila þennan leik. Trent, Jones, Phillips. FSG stefnan er greinilega á réttri leið því það sparar gríðarlega peninga ef við náum sem mest búa til af leikmönnum í stað þess að kaupa þá alltaf rándýru verði.
Er Phillips uppalinn? Keyptum við hann ekki frá Bolton?
Annar fullkomlega sammála þessu innleggi
Hann virðist hafa komið 19 ára til Liverpool frá akademíu Bolton með smá viðkomu hjá Huddersfield. Ekki uppalinn í þeim skilningi, en ætli hann teljist samt ekki sem “uppalinn” í bókhaldinu?
Þessi brandari hjá Lúðvíki er alveg kostulegur. Mane braut á sér. Það sáu það allir. Við erum að tala óréttlætið niður með því að kvarta yfir þessum dómi. VARvar þarna rétt notað en það var RANGT notað Gegn Sheffield og Everton og það var sérstaklega súrt gegn EVERTOn því það voru tvö verðskulduð stig tekin af okkur.
Nei, þetta var sennilega mark alveg örugglega ekki eins augljóst og þú lætur í skína. KF dæmdi þetta í fyrstunni gilt og þurfti langa yfirlegu til að finna það út að Mané hefði mögulega gert eitthvað af sér. Í mínum huga renndi Mané sér á eftir boltanum og svo hendir Fabianski sér á löppina hans og varnarmaður kom svo í kjölfarið í súpuna.
tja, mér fannst þessi dómur algert túlkunaratriði, hefði geta farið á hvorn veginn, enda dómarinn sendur í skjáinn. Liverpool fær einfaldlega ekki að nóta vafans þetta árið.
Frábært að sjá Nat…..frábær í vörninni, greinilega harðjaxl, geggjað fyrir hann að koma svona inná, sanna sig og vera valinn maður leiksins af Carra. Stundum þarf ekki að leita langt yfir skammt heldur gefa mönnum sjéns. Hann sannaði sig algjörlega.
Frábært að sjá Shaquiri þessa dagana að standa sig vel og vonandi fær hann fleiri tækifæri. Jota kann að standsetja sig og hefur auga fyrir að skjóta á markið og koma boltanum í NETIIIIIIIÐ. 2 mörk hjá honum í kvöld – eitt dæmt af.
Nat flottur.
Sterkur í loftinu og var ekkert að flækja hlutina. Það er kostur hjá miðverði.
Shaq er geggjaður sub. Kemur alltaf klár inn og 100 % ákefð og athygli.
Nær varla byrjunarliðs vegna vöntunar á varnar tilburðum en klárlega supersub.
Jota er happafengur. Firmino er að falla aðeins aftar í röðinni eins og gengur og gerist.og styttist í að hann detti á bekkinn.
En sniðugt samt hjá Klopp að hafa þann sem þarf að sanna sig á bekknum.
Hafði aldrei miklar áhyggjur en þeir héldu púlsinum uppi og það er bara betra.
YNWA
Alltaf gott að taka 3 stig. Erum í miklum vandræðum með lið sem liggja á eigin teig allan leikinn en það mun koma t.d. með innkomu tiago sem ætlar ekki að meiðast meir í vetur.
Ánægður með karakter liðsins, klóra sig uppá bakkann að lokum en við getum svo miklu betur en við höfum sýnt í byrjun leiktíðar. Leikur án áhorfenda er að trufla okkur mikið enda erum við vanir stemmingu og látum ólíkt td city með hálftóma völlinn sinn.
Svo finnst mér Firmino vinur minn sýna mikinn stöðugleika, því miður fellst hann í því að skila mjög dapri frammistöðu leik eftir leik. Hef áhyggjur af honum, hann lætur vélina tikka frammi þegar hann er í standi enn það er langt síðan hann náði honum upp síðast.
Et enginn að taka eftir STÓR fréttinni í þessum leik. Salah fékk dæmt víti eftir að brotið var á honum innan vítateigs andstæðinganna. Ótrúlegt og örugglega langt að bíða eftir næsta skipti.
Einmitt. Þetta var vítið sem við fáum þetta árið. Nágrannarnir okkar fengu 26 í fyrra 😀 Samt er soknarþunginn okkar fimmtán sinnum meiri.
Joe Gomes leiddi varnarlei… ehe nei það var einhver maður að nafni Nat Philips og fèkk hann 8 í einkunn sem maður leiksins ??? Bíddu Hver? Hvenær? Hvaðan? Hvernig?
Sorry en ég kem úr háfjallaklifri.
Sælir félagar
Það var ekki margt sem gladdi í fyrri hálfleik en eftir vítið hjá Salah þá var ég alltaf viss um að Jota kæmi inná í seinni go leikurinn ynnist. Yfirburðir Liverpool í leiknum voru ótvíræðir og það að skora 3 gild mörk (eitt samt dæmt af ?!?) gegn þessu liði, sem er meira en City gat, það er magnað. Það er ekkert einfalt að brjóta niður 5-4-1 hjá liði sem er orðið útfarið í þessu skipulagi hjá Moyes. En það tókst og hvílík gullsending sem Saq sendi á Jota. Dásamlegt.
Slys eins og í markinu sem WH skoraði er eitthvað sem ekkert er hægt að gera við. Skítur skeður og ekkert við því að segja. En liðið okkar hélt áfram sínum leik og með þeim yfirburðum sem það sýndi allan leikinn var ljóst að Hamrarnir mundu aldrei halda hreinu í þessum leik. Spurningin var bara hvað Liverpool leikmennirnir mundu skora mörg mörk. Niðurstaðan sanngjörn og ég er helsáttur við hana.
Það er nú þannig
YNWA
Setti spurningamerki við verðmiðann á Jota. Fuck that. Þessi gæji er skilgreiningin á leikmanni sem blómstar með betri leikmönnum. Hann er alveg með þetta og á bara eftir að verða betri. Shaq Attack má svo klárlega fá fleiri mínutur, gæðin leka af honum og eins gott að hann fór ekki. Hann leikur lítið en mikilvægt hlutverk í okkar titlasöfnum síðustu ár. Má alveg fá starting role mín vegna.
Hef áhyggjur af my man Bobby. Það er eitthvað off. Hvað það er má hans guð vita, trúaðari en andskotinn er hann, en hans staða er í hættu miðað við formið á Jota og ég er hreinlega ekki viss um að ég vilji sjá hann starta á móti City.
Þetta var aldrei brot! Hvað eru menn að reykja þarna í Stocley stoney park? Þetta er 50/50 bolti sem Mane fer í og fóturinn fer undir Fabianski. FA vill ekki að LFC stingi af, það þarf greinilega að minna á það, rétt eins og það þarf að minna á að Epstein drap sig ekki.
Hræðilegur fyrri hálfleikur sem markaðist af uppleggi gestanna. Seinni var betri og Jota og Shaq með góðar innkomur og frábært sigurmark.
Mér fannst ekkert óeðlilegt við að dæma þetta sem brot hjá Mane á Fabianski og mér fannst Salah lika henda sér niður við þessa snertingu sem kom frá Masuaku. En svona er þetta vist og menn fá ekkert ef þeir ýkja ekki viðbrögð við brotum inni í teig, því miður. Við hefðum líklega ekki verið sáttir við samskonar dóm á LFC ?
Að því sögðu þá voru úrslitin sanngjörn og í takt við gang leiksins. Læt fylgja með töflu sem sýnir hvaða lið hafa nað að halda heimavellinum taplausum lengst ?
Liverpool – 63
Wolves – 3
Everton – 3
Spurs – 2
Chelsea – 2
Man City – 1
Man Utd – 1
Jæja, þá er áætlunin ”skora amk einu marki meira en andstæðingurinn” gengin í gildi, enda þarf ekkert meira til þess að innbyrða 3 stig. En mikið djö. var þetta flott mark hjá Jota og Shaqiri, svona yljar manni um hjartarætur mark. Svo bara rífur Klopp 1 stk. miðvörð upp úr leynivasanum, strax kosinn maður leiksins, frábært. Flottur sigur hjá okkar mönnum, komnir á toppinn þar sem við eigum heima, home sweet home.
YNWA
Var ég búinn að segja hvað ég dýrka Ings mikið? ?
Þú ert ekki einn um það.
Hehehe… og neverton komnir í gamla formið. Við eigum fyrsta sætið einir í þessari umferð.
Já. Sammála þér.
Og ekki leiðinlegra að sjá litla bláa liðið tapa.
Og ekki versnaði helgin síðdegis… MU tap á heimavelli fyrir Gunners.
Dásamlegt alveg.
Þetta heitir að hafa helgina fullkomna! Hlakka svakalega mikið til næsta gullvarps!
Frábær helgi fyrir okkur, dýrmætur sigur og Klopp dró ávæntan ás upp úr erminni til að koma í vörnina. Nat Philps gjörið svo vel. Vondu punktarnir úr leiknum voru týndu mennirnir Bobby okkar vinnusami félagi týnist í svona þéttleika og Curtis nokkur Jones greip ekki þetta tækifæri fannst mér. Önnur úrslit voru einog eftir pöntun fyrir okkur bæði stigin og skemmtanagildið það eina sem skyggir á þá hlið eru meiðslafréttir af Ings góðvini okkar allra en vonum það besta fyrir hann. Þetta er nú soldið óraunverulegt fyrir okkur að eiga tvær svona heppnishelgar í röð en njótum meðan gefst.
Þetta lið minnir mig svo mikið á liðið sem ég elska að hata, Manchester United, þegar þeir voru uppá sitt besta. Maður var alltaf smá kátur þegar lykilmaður hjá þeim meiddist en oftar en ekki kom bara e-r kjúlli eða lítið þekktur leikmaður inní liðið og stóð sig snilldarvel. Í þessu tilfelli passar Nat Phillips ágætlega við það sem ég er að segja. Liðið lendir undir á heimavelli en hefur alltaf trú á því að hægt sé að snúa dæminu við. Veit ekki hversu oft maður sá United gera þetta á árum áður og pirraðist óendanlega yfir því. Nú hefur dæmið snúist við heldur betur.
Bið ykkur um að afsaka þessi skrif um erkifjendurna en það er bara svo ánægjulegt að sjá okkar menn komna á sama stall. Hugarfar sigurvegara og gefast aldrei upp, guð minn góður hvað það má halda lengi áfram !
Ég ætlaði að pósta í stöðunn 0-1 “að Jota myndi koma inn á og skora”.
Sé eftir að hafa ekki gert það því hann setti tvö og eitt sem fékk að standa.
Þvílíkur happafengur.