Byrjunaliðið gegn Hömrunum – Phillips og Gomez í vörninni

Það er orðið ljós hverjum Jurgen treystir til að hrifsa efsta sæti deildarinnar af hinu liðinu í Liverpool. Nathaniel Phillips mun væntanlega aldrei gleyma þessum degi, þar sem hann spilar sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið. Á miðjunni er annar ungur, en þó ögn reyndari leikmaður, Curtis Jones verður með þeim Henderson og Gini í miðju baráttunni. Framlínan er svo eins og venjulega.

Á bekknum eru svo Williamsarnir tveir, Shaqiri, Minamino, Milner og Jota.

 

David Moyes stillir hins vegar upp þessu liði

Jæja. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli í deildinni í síðustu 62 leikjum, koma svo strákar!

31 Comments

 1. Ég er hræddur um að þetta verði erfitt. Soucek og Haller eiga eftir að verða mjög erfiðir með Bowen og Fornals að elta seinni boltana. Veit ekki hvort Curtis Jones sé tilbúinn í þetta.

  Kæmi mér ekki á óvart að fyrsta tapið á heimavelli í mjög langan tíma komi í kvöld. Vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

  1
 2. Guð minn hvað mig hlakkar til að fá OX tilbaka. Keita er greinilega ekki orðin góður, ekki Thiago heldur :-(. Jæja, við verðum bara að sækja á þennan varnarmúr sem moyes stillir upp í 5-4-1. Eigum ágætis miðjumenn á bekknum líka.
  KOMA SVO RAUÐIR ! ! !

  3
 3. Alltaf gaman að sjá unga menn fá tækifæri.

  Öll þessi meiðsli hjá hafsentunum okkar, þ.á.m. Fabinho, er svo gríðarlegt tækifæri fyrir Joe Gomez til að láta sitt skærasta ljós skína að annað eins hefur varla sést. Megi hann grípa það með báðum höndum.

  Áfram Liverpool!

  4
 4. Er ekki smá skrítið að R. Williams hafi verið í hóp og að fá sénsa umfram Phillips en fái svo ekki traustið í svona leik. Mögulega er hann mun meira efni en Phillips betri í svona slag. Allavega, þetta gæti farið aðeins í hausinn á Williams 🙂

  1
 5. Rhys Williams kemur svo inná fyrir Gomez eftir 15 mín þegar Gomez meiðist, vitiði til.

  2
  • Blind hreinsun frá Gomez, sem er eitthvað sem allir varnarmenn þurfa að gera reglulega, vissulega hefði Gomez mátt að gluðra boltanum lengra. En fyrst menn leita að sökudólg, þá gerir Jones sig sekjan um að hlaupa frá manninum sem átti aldrei að vera óvaldaður á þessum stað.

 6. það er aðkoma í rassgatið á okkur að styrkja ekki liðið í þrsdum stöðum. Klopp er of íhaldsamur.

  3
  • Mjög íhaldsamur í að halda liðinu okkar t.d. ósigrað á Anfield í mörg ár 😉

   6
 7. Fyrst og fremst Jones að kenna. Hann færir sig frá Masuaku til að elta mann sem er að overlappa, sem TAA á að dekka, ekki Jones. Þá opnast á krossinn sem setur allt í steik…

  2
 8. Því miður þá er Curtis Jones ekki að heilla þarna á miðjunni. Framlínan að fá úr litlu að moða.

  1
 9. Hvað er að frétta samt í sóknini það þarf meira en þetta Firmino ósýnilegur í fyrri.

  3
 10. Jones út og Jota inn strax í seinni hálfleik.
  Rosalega lítið ógn frá Liverpool og engin flugeldasýning nema fyrir utan völlinn.
  Nat Philips alveg að standa sig ágætlega á sínum fyrstu 45 mín en flestir í liðinu þurfa að skipta um gír.

  4
 11. Sælir félagar

  Ekki ein einasta fyrirgjöf frá Robbo heilan hálfleik. Hvað er eiginlega að. Hann og Mané eiginlega alveg týndir í þessum leik. Jones frekar daufur þó hann hafi átt sendinguna á Salah sem gaf vítið. Ég vil fá Jota inná fyrir Jones strax eftir hlé og svo verða Robbo og Mané að fara að ógna af vinstri kantinum.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 12. Eins og ég hef sagt í allt of langan tíma þá vantar okkur sóknarmann. Firmino er svo langt frá því að vera sóknarmaður. Mér er alveg sama hversu mikið hann vinnur fyrir liðið en þá er það hlutverk sóknarmanna að skora og það gerir hann allt of sjaldan.

  2
 13. Firminho er búinn að vera svo langt frá sínu venjulega undanfarna leiki og hans styrka sem hefur verið að sækja bolta og halda bolta og dreifa spilinu hefur verið virkilega ábótavant og spurning hvað sé hægt að gera því við höfum engann í þessa stöðu.

  3
  • Það er nefnilega eitthvað við þennan kubb; megi hann haldast heill.

   3
 14. Nat Phillips búinn að eiga frábært debut verð ég að segja vann nánast öll skallaeinvigi sem hann fór í og hann gerði allt einfalt og þægilegt fyrir sig.

  14
  • Helv. flottur bara, lítur líka út eins og alvöru fótboltamaður.

   3
   • Klopp maður leiksins. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera ???

  • Þetta var ótrúlega flott hjá Phillips. Það eru einmitt þessi atriði sem gera Klopparann okkar að þeim besta sem völ er á. Vonandi er þetta það sem koma skal. Phillips virðist vera með hreðjar í buxunum og það er einmitt það sem við þurfum núna.

   5
 15. Gjörsamlega stórkostlegur vinnusigur á móti mjög öflugu liði á meðan við erum á þunnum ís varnarlega. Mikið hlakka ég til þegar við smellum í þriðja og fjórða gírinn. Eigum það alveg eftir síðan fyrir Covid.

  Svona vinnusigrar eru svo ótrúlega mikilvægir og þeir telja heldur betur þegar allt verður tekið saman.
  Kannski verður þetta en ein ,,fullkomna” helgin en það kemur í ljós á morgun.

  2

Liverpool – West Ham (Upphitun)

Liverpool 2 – 1 West Ham (Uppfærð)