Liðið gegn Sheffield

Þá er komið að næsta verkefni, í þetta sinn er það deildin og Liverpool verður einfaldlega að landa öllum þremur stigunum í dag eftir aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjum.

Sheffield United mættir í heimsókn og Klopp stillir þessu svona upp í dag. Alisson er kominn til baka (!!), Fabinho og Gomez eru áfram í miðverði og Robertson spilar í dag sinn 100 leik fyrir Liverpool. Henderson kemur inn á miðjuna ásamt Jota og er þetta því í fyrsta sinn sem Jota, Mané, Salah og Firmino spila saman.

Í liði gestanna er svo Rhian nokkur Brewster (ekki voga þér!). Annars hafa Sheffield menn ekki virkað sannfærandi í haust en þetta verður langt frá því að vera auðvelt. Virkilega mikilvægt að landa sigri og fara að safna stigum og sína að við getum vel varið krúnuna þrátt fyrir fjarveru VVD!

Koma svo!

YNWA

33 Comments

 1. Rosalega spennandi byrjunarlið, hefði verið gaman að sjá Thiago vera kláran en mikið djöfulli er gott að Alisson byrja aftur.

  1
 2. Hef smá áhyggjur að það sé verið að fara of snemma af stað með Alisson.
  Tökum þennan leik í kvöld, Shef United í frjálsu falli. Ef að sigur næst ekki þarf liðið og þjálfarinn að fara líta mikið inná við.

  2
 3. Hvað er að gerast.hvernig geta menn dæmt víti á þetta.fyrir það fyrsta sparkaði hann fyrst í boltann ogað auki var þetta fyrir utan teig. Ekki hafði ég mikla trú á var en ekkert núna.

  5
 4. Athugaði var dómarinn bara hvort þetta var á línunni ekki hvort hann tók boltann fyrst því það gerði hann skil engann veginn þessa viti eða er ég eitthvað að misskilja reglurnar

  3
 5. Aldrei innan vítateigs og fyrst þeir ákváðu að skoða þetta í VAR hefðu þeir átt að sjá að Fabinho fer í boltann fyrst. Ég er farinn að hallast að við séum ekki einungis að spila gegn 11 leikmönnum í viðureignum okkar.

  8
 6. Þetta var klárt víti. Klaufalegt hjá Fabinho. Það er eins og það séu fleiri inn á hjá Sheffield heldur en okkur. Okkar taktík ekki að ganga upp.

  3
  • Hvernig má það vera að þetta sé klárt víti? Ekki brot og utan teigs í þokkabót. 2 önnur atvik í leiknum sem ég hefði frekar geta séð sem víti.

   Gjörsamlega fráleit ákvörðun að dæma víti þarna eins og þetta blasir við mér.

   9
 7. OK, Firmino finnur sig greinilega betur i nyrri stoðu – finnur kanski fyrir minni pressu.

  2
 8. Klárlega kom meiri kraftur í okkar menn eftir jöfnunarmarkið..vítið sem Sheffield fékk var ódýrt

  3
 9. Meira ruglið.

  Það er engin leið að sjá hvort hann fari fyrst í boltann eða ekki eða á standi á línunni eða ekki og þá á bara ekki að vera hægt að dæma víti.

  2
 10. Momentið þegar Liverpool skorar og maður fagnar ekki vegna þess að ég var viss um að var myndi finna eitthvað bull gleðin er farinn úr þessu

  8
 11. VAR hefur talað. Brotið sem ekki var var innan teigs… Þetta er svo ótrúverðugt að það er ekki hægt að ljúga þessu.

  3
 12. Þetta er orðið svo súrt að maður þorði ekki að fagna fyrr en Sheffield var búið að taka miðju.

  3
 13. … og Alisson sömuleiðis góður. veit ekki hvernig staðan væri með Adrian í marki ?

  3
 14. Flott hvernig liðið vaknaði eftir að ná að jafna en áhyggjuefni hvað þeir virtust áhuga lausir fram að jöfnunar markinu og Sheffield hirtu alla bolta í nánast öllum einvígum, en virkilega flottir kaflar í þessum leik.

  3
 15. Þeir þræluðu sér í gegnum þetta en það var enginn afgangur af þessu.

 16. Fagnaði ekki fyrr en Sheffield tók miðju eftir að Liverpool jafnaði, fótbolti er ónýtur

  3
  • Ég er að upplifa það sama. Þetta er bara ekki sama íþrótt.

   3
 17. Ég er ánægður að sjá hvernig Diogo Jota kemur inn í liðið hann á eftir reynast okkur vel. Döfull er ég orðinn þreyttur á VAR hvernig var þetta víti, þetta var ekki inn í vítateig, og svo þegar mark var dæmt af Mane um daginn þar sem hugur hans var fyrir innan en ekki hann sjálfur.

  2

Sheffield mæta á Anfield

Liverpool – Sheffield United 2-1