Leikþráður: Ajax-Liverpool

Uppfært: Það er sama byrjunarlið og birt var hér að neðan. Curtis Jones byrjar fyrsta Meistaradeildarleikinn sinn.

Kelleher, Jaros, Henderson, Minamino, Jota, Shaqiri, Origi, R.Williams, N.Williams og Cain eru á bekknum.

———————

Í kvöld fer fram leikur Ajax og Liverpool sem fer fram í Amsterdam í fyrstu umferð D-riðils Meistaradeildar Evrópu. Ef þið hafið ekki lesið upphitunina hér að neðan þá skulið þið augljósa gera það!

Það hefur verið greint frá því að Joel Matip og Thiago verði ekki með í leiknum en eru líklegir til að snúa til baka í deildarleiknum um helgina. Þá eru auðvitað meiðsli Alisson og Virgil Van Dijk ansi stór skörð í liðinu sem þarf að leysa. Það má því búast við því að Liverpool muni mæta með nokkuð róterað lið í leikinn í kvöld.

Twitter orðrómar segja að liðið verði á þessa leið:

Adrian

TAA – Gomez – Fabinho – Robertson

Milner – Wijnaldum – Jones

Salah – Firmino – Mane

Sé þetta rétt þá vekur það athygli að Henderson byrji ekki þennan leik né Naby Keita sem hóf aftur æfingar í upphafi vikunar eftir að hafa verið í sóttkví. Verði þetta liðið í kvöld má fastlega búast við að það verði aftur töluverðar róteringar um helgina þegar liðið heimsækir Sheffield United. Henderson, Thiago og Keita líklegir til að koma aftur í liðið og spurning hvort Matip fari í miðvörðinn aftur fyrir Gomez eða Fabinho og mögulega gæti Minamino eða Jota komið inn í framlínuna fyrir einn þeirra.

Við sjáum hvað setur um klukkan sex í dag og hvað Jurgen Klopp hyggst gera með liðið sitt í dag en í Meistaradeildinni eru leyfðar fimm skiptingar og tólf varamenn eru á bekknum.

22 Comments

  1. Takk 🙂 Verður spennandi að sjá hvernig menn brgðast við eftir mótlætið. Ajax mun sækja á okkar menn. En vildi benda á að liðið heimsækir ekki Sheffield um næstu helgi, heimaleikur 😉 Annars ætla ég að spá 2-4 í skemmtilegum leik, Mane með þrennu

    3
  2. Djöfull er glatað að hafa ekki áhorfenda hljóð eins og þeir eru með í ensku deildinni
    Þetta er alveg eins og að horfa á æfingarleik en ekki leik í meistaradeildinni.

    1
  3. Ég vil sjá miklu meira frá Curtis Jones. Þurfum væntanlega að skora tvö mörk eða fleiri til að vinna þennan leik.

    1
    • Sammála, svolítið týndur þarna á miðjunni. Verður skipt út af fljótlega í seinni ef ekki strax í hálfleik.

      2
  4. Við hefðum aldrei tapað fyrir Aston Villa ef Mane hefði verið með! Svakalega öflugur þarna á vinstri kantinum með Andy með sér. Hugsa með hryllingi ef hann myndi lenda á meiðslalistanum!

    3
  5. Hendo inná í stað MIlner ? veit ekki
    Fabinho man of the first half allavega!

    2
  6. Æææi, ég veit það ekki. Kannski engin hörmung heilt yfir en vantar allan brott í þetta. Svona 50/50 að við komumst upp með þetta í kvöld en Guð hjálpi okkur í deildinni næstu daga og vikur ef þetta verður frammistaðan þegar við náum ekki að stilla upp okkar sterkasta liði.

    1
  7. Var ég í alvöruni að sjá Mané,Firmino og Salah skipt útaf í CL leik ?

    2
    • Já 🙂 og svo eru Adrian og Fabonho (í forfallastöðu) hæðst reitaðir fyrir frammistöðu í leiknum. Hvað segir það um restina?

      3
  8. Held að það séu meiri líkur á því að Ajax geri annað sjálfsmark en að við náum að skora sjálfir.

    1
  9. Þetta slapp til. Það sem stendur uppúr í þessum leik er að Gomes tók ábyrgðá sig og var nokkuð ákveðinn en það er kannski auðvelt með Fabinho við hliðina á sér en samt, jákvæðir punktar með gomes og það þurftum við að fá frá honum.

    2
  10. Vægt til orða tekið “ekkert sérstakur leikur” hjá okkar mönnum. Þetta er einfaldlega ekki sama liðið án Alison og Van Dijk en vonandi mun sá fyrrnefndi færa liðinu aukið sjálfstraust þegar hann nær sér af meiðslum.

    Mér þykir gaman að sjá hvað margir leikmenn fengu tækifæri í þessum leik. Jones var ekkert sérstakur en þetta hlýtur að vera dýrmæt reynsla fyrir hann. Heilaga þríeykinu var skipt út fyrir varaþríeykið og sá ég ekki mikinn gæðamun á þeim í þessum leik.

    Aðalmálið er að við erum kominn með þrjú dýrðmæt stig. Vonandi náum við að tryggja meistaradeildarsæti sem fyrst.

    Ég hef samt alveg trú á að við getum dekkað meiðsli Van Dijk. Það eru rosaleg gæði í liðinu en í þessum leik söknuðum við hans gríðarlega.

Gullkastið – Skyggnst inn í heim umboðsmannsins

Ajax 0-1 Liverpool