Gullkastið – Skyggnst inn í heim umboðsmannsins

Magnús Agnar snýr aftur á Kop.is

Magnús Agnar umboðsmaður Stellar Group og fyrrum samherji okkar hérna á Kop.is var með okkur í fróðlegum þætti vikunnar. Fengum að skyggnast aðeins inn í heim umboðsmannsins og eins fræðast um boltann í Evrópu með áherslu á andstæðinga Liverpool í Meistaradeildinni. Eins var að sjálfsögðu farið yfir hörmungar helgarinnar og spáð í spilin fyrir stórleikinn framundan í Amsterdam.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Aggi

MP3: Þáttur 307

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

3 Comments

  1. Bjóst við hressandi umræðum um Everton leikinn, en ekki tafsandi umræðum um leikmannamarkaðinn. Gafst upp eftir 20mín og skipti yfir á Bloodred.

    • Umræðan um Everton leikinn hófst einmitt á 21. mínútu.

      16
  2. Takk fyrir hlaðvarpið, þið eruð lagnir við að stytta mér stundina. Þið vitið væntanlega að þegar ein hurð lokast þá opnast önnur. Við munum vinna deildina með nokkrum stigum en ekki eins og síðast 20 stigum. Y.N.W.A.
    Heimur versnandi fer. Nú orðið eftir þetta VAR-kjaftæði þá þarf kjark til að vera huglaus.

    4

Ajax – Total Football

Leikþráður: Ajax-Liverpool