Everton 2 – 2 Liverpool

Ég byrjaði að skrifa eitthvað af þessari skýrslu í fyrri hálfleik og klára núna eftir leik en líkt og aðrir Liverpool menn sem horfðu á leikinn varð maður aðeins meira og meira pirraður yfir atvikum leiksins sem voru svo undirstrikuð undir lokinn. Ég nenni ekki of mikilli VAR umræðu, heiðarlega sagt þá er ég ekki viss um að ég hafi skap til að skrifa mikið um dómgæsluna og ég vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skýrsluna, við sjáum til.

Þessir leikir á Goodison hafa undanfarið ár verið frekar leiðinlegir og markalitlir en það var ekki í þessum leik því á 2. mínútu komust Liverpool yfir í leiknum eftir góðan spilakafla sem endaði á sendingu frá Robertson inn á teigin þar sem Sadio Mane skoraði. Nokkrum mínútum seinna barst boltinn til Van Dijk inn í teig en Jordan Pickford kom æðandi á hann og fór í glórulausa tæklingu en vegna reglubreytinga var þetta ekki víti þar sem hendi Van Dijk var í rangstæðu og telur það víst í ár og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk Pickford ekki spjald heldur en Van Dijk gat ekki haldið leik áfram. Hann gekk þó sjálfur til búningsklefa sem hlýtur að teljast ágætt en Joe Gomez leysti hann af. Liverpool byrjaði leikinn mun betur en það skilaði sér þó ekki í fleiri mörkum áður en Michael Keane skallaði inn hornspyrnu sem Andalúsíu-Adrían átti án efa að verja. Þó Mané hafi fengið svipað færi og þegar hann skoraði og Trent átti fína aukaspyrnu sem Pickford varði urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik.

Mo Salah skoraði svo sitt hundraðasta mark á 72. mínútu eftir að Mina reyndi að skalla boltan frá en hann fór beint á Salah sem hamraði boltann í fjærhornið. Eftir markið tóku Liverpool aftur yfir leikinn en aðeins níu mínútum seinna kom jöfnunarmarkið þegar Digne fékk alltof mikið pláss úti vinstra megin og kom boltanum fyrir og DLC skallaði boltanum í netið. Stuttu síðar fékk svo Richarlison rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Thiago. Á 92. mínútu kom svo sigurmark þegar Mané fékk boltann og náði að koma honum yfir á Hendo sem skoraði tilfinningaríkt sigurmark en á einhvern hátt fannst rangstæða á Mané.

Bestu menn Liverpool

Jordan Henderson fær nafnbótina maður leiksins hjá mér en hann og Thiago voru frábærir inn á miðsvæðinu í dag. Hendo var frábær í pressunni og og flottur á bolta meðan Thiago er algjör töframaður með boltann í fótunum. Salah skoraði gott mark og var mjög ógnandi í fyrri hálfleik og Mané fínn hinu meginn.

Vondur dagur

Við þurfum án efa að fara sjá meira frá Firmino vissulega kom hann seint úr landsleikjahléi og Richarlison var ekki betri hinu meginn en hann er búinn að vera undir pari í full langan tíma núna og er farið að verða vandamál. Trent gerði illa í varnarleiknum í öðru markinu sem varð til þess að Digne fékk allan tíma í heiminum til að setja boltann fyrir en guð hvað við þurfum að fá Alisson aftur í markið því Adrían gerir alla stressaða í kringum sig og þá sérstaklega þá í sófanum heima. Ég hef varið Adrían nokkuð til þessa eftir sæmilega frammistöðu þegar Alisson var frá í byrjun síðustu leiktíðar en það er bara að koma í ljóst aftur og aftur að ég hafði rangt fyrir mér og Adrían er ekki nægilega góður til að vera markmaður tvö hjá okkur í dag!

Umræðupunktar

 • Stóra umræðan eftir þennan leik er VAR – þið verðið að afsaka en ég hreinlega nenni ekki þangað – eina sem ég ætla að segja er að vandamálið er ekki VAR heldur hvernig VAR hefur verið framfylgt.
 • Everton liðið er fínt í ár en það kom mér á óvart að sjá hversu oft í þessum leik þeir reyndu að spila slökum háboltum upp á Calvert- Lewin í framlínunni.
 • Plís, plís plís ekki vera alltof lengi frá Van Dijk. Virðist vera hné huganlega krossband vonandi eitthvað minna en hljóðin frá klúbbnum eftir leik hljóma ekki vel. Bara plís.

Næst er það svo meistaradeildin á miðvikudaginn í Hollandi gegn Ajax ætla að vona að svekkelsið eftir þennan leik verði farið þá – átti erfitt með að skrifa þessa skýrslu er enn alveg ótrúlega pirraður.

50 Comments

 1. Svona sá maður leikinn.

  1. Byrjuðum af krafti og náðum að skora
  2. Misstum Dijk útaf og Pickford hefði átt að fá rautt spjald.
  3. Everton komst inn í leikinn þegar við vorum manni færri
  4. Það kom smá kafli þar sem Gomez/Matip voru ekki alveg viss hver ætti að fara í boltan og hver átti að stíga til baka(stigu oft báðir til baka).
  5. Ekkert að frétta hjá Everton en þeir ná að jafna og hefði meðal markvörður varið þetta.
  6. Við tökum aftur öll völd og náum nokkrum flottum sóknum og nokkrum ágætum færum .
  7. Síðari hálfleikur var mun jafnari en við vorum þó að stjórna meira miðsvæðinu.
  8. Everton eiga samt hættulegri færinn og bar þar hæðst skalli í stöng.
  9. Við eiginlega komust yfir upp úr engu með flottu marki frá Salah
  10. Pickford með frábæra markvörslu eftir skalla frá Matip til að halda þeim inn í leiknum.
  11. Everton virðast nánast búnir á því en ná að jafna þar sem Trent er of langt frá sínum manni og Andy/Gomez eru með skelfilegan varnarleik inn í teig en hvorugur setur pressu á manninn.
  12. Við stjórnum leiknum eftir þetta.
  13. Þeir missa mann réttilega af velli með rautt spjald.
  14. Við skorum löglegt sigurmark þar sem Pickford lítur skelfilega út en VAR ákvað að skemma partýið, því að ég held að flestir sjá að þetta var ekki rangstæða(meiri segja youtube rás Everton manna talaði um að þetta var aldrei rangstæða)

  Ég ætla ekki að eyða meiri tími í VAR umræðuna.

  Þetta var alveg ágætlega spilaður leikur hjá okkar strákum. Þeir svöruðu alveg drulluni gegn Villa og hefði áttu réttilega að fara heim með 3 stig en svona er þessi helvítis fótbolti stundum(ósangjarn)

  Mér fannst Mane/Salah mjög sprækir og það var unnun á horfa á miðjuna okkar og þá sérstaklega í fyrirhálfleik.
  Thiago er að koma með eitthvað alveg nýtt á miðsvæðið sem við höfum ekki haft síðan að Alonso var á svæðinu

  YNWA – Ekkert væl núna hjá okkur, þessi leikur er búinn en næstu deildarleikir eru heimaleikir gegn S.United og West Ham (Ajax í meistaradeild þarna á milli) en það sem skiptir mestu máli núna eru fréttirnar af Dijk því að ef hann er að fara að missa margar vikur eða jafnvel mánuði þá …… ég vill eiginlega ekki pæla í því.

  20
 2. Sælir félagar

  Liðið okkar spilaði vel í dag, var miklu betra og “vann” leikinn. Hinsvegar ákvað VAR að dæma fullkomlega löglegt mark af. Ég vil nefna tvennt sem réði úrslitum um þennan leik.

  Fyrir það fyrsta á Pickford alltaf að fá rautt fyrir árásina á Virgil. Þegar hún á sér stað var ekki búið að flauta leikbrot og árásin var mjög hættuleg og kostaði okkar mann meiðsli sem ekki er útséð um hvernig fara. Þarna klikkar Oliver ílla.

  Í öðru lagi er handleggur eða hluti hans ekki marktækur líkamshluti í fótbolta. Enda er það leikbrot ef þeir líkamshlutar eru notaðir í leik. Þar af leiðir var Mané ekki rangstæður þó olnbogi hans hafi verið 10-15 millimetrum fyrir innan. Gott er að minnast handarkrikadómsins í þessu sambandi. Þar var handleggurinn allur fyrir innan en skipti engu máli í þeim dómi. Það var dæmt á að handarkrikinn hafi verið fyrir innan rangstöðulínuna og því var mark dæmt af. Ergo: olnbogi er ekki hluti af líkama mannsins í tilfellum fótboltans þar sem ekki má nota þann líkamshluta í leiknum. Því átti mark Hendos að standa.

  Fyrir utan þetta tvennt sem hefði ráðið úrslitum í leiknum þá ber okkur að taka tillit til þess að það vantaði helminginn af mænu liðsins þegar Virgil var farinn útaf. Bæði Alisson og Virgill eru þeir menn í liðinu sem talað er um að hafi skipt sköpum í gengi þess. Þar af leiðir er þessi “sigur” þeim mun betri. Okkar menn voru klassa betri allan leikinn og því getum við útaf fyrir sig verið ánægð öll stuðningsfólk LIverpool per se.

  Það er nú þannig

  YNWA

  23
  • Sama hvað við segjum oft að markið hafi verið löglegt þá var það ólöglegt.
   Áfram veginn.

   3
 3. Flottur leikur af okkar hálfu sem við áttum svo sannanlega að vinna. Eðlilega riðlast aðeins varnarleikurinn þegar kóngurinn fer af velli en þeim óx ásmegin miðvörð unum eftir því sem leið á leikinn. Adrian stóð sig heilt yfir vel, hefði mátt verja fyrra markið en samt engin sjálfsögð varsla. Ég er samt ekki að segja að hann sé góður heilt yfir en í þessum leik ok. Sá sem ég saknaði mest í leiknum var Firmino, hann var bara einhvern veginn ekki með og hefði alveg mátt stíga fyrr til hliðar eða stíga upp. En annars er ég bara sultu slakur vegna okkar manna en á sama tíma að springa vegna furðulegra ákvarðana sem teknar voru í leiknum. Það verður fróðlegt að sjá og heyra útskýringar VAR gengisins og sérstaklega bíð ég eftir að vita hver tók ákvörðun um að brot Pikfords ætti ekki að skoða. En annars bara áfram gakk og stöndum við bakið á liðinu okkar. Þeir leikmenn sem spila eru mennirnir sem Klopp treystir og við treystum Klopp.
  YNWA

  13
 4. You can not score goal with elbow
  You can not hit another person with elbow
  But your elbow can be offside
  Lifum við í fake news Trumps eða?

  13
 5. VAR átti að eyða vafaatriðum í boltanum en er á sínum stutta líftíma búið að búa til fleiri umdeildar ákvarðanir en dómaratríóin síðustu hálfa öld!

  Hversu galið er það?!

  15
 6. Það er ekki hægt að tapa stigum á mikið ósanngjarnari og ógeðslegri hátt en þetta. Einfaldlega rán.

  Mjög flottur leikur hjá liðinu heilt yfir í leiknum þrátt fyrir rosalegt óþarfa mótlæti. Alls ekkert sjálfgefið eftir síðasta leik og svo þetta uber heimskulega landsleikjahlé. Henderson var frábær í leiknum og grátlegt að hann hafi ekki fengið markið sem kláraði leikinn. Thiago sýndi svo að hann verður rosalega góður ef Everton er ekki búið að meiða hann út tímabilið eftir þessa árás Richarlison, það er nú meira helvítis gerpið.

  Það er ófyrirgefanlegt að þessi vanhæfi dómari sem sá um VAR í leiknum hafi ekki skoðað tæklingu Pickford betur vegna þess að hann svo mikið að skoða hvort þetta hafi verið rangstaða eða ekki. Oliver var einnig í kjörstöðu og átti bara að taka þessa ákvörðun sjálfur óháð VAR. Mikið augljósari verða rauðu spjöldin ekki. Þetta er ennþá verra í ljósi þess að það var ekkert stress að kíkja á þetta hvað gang leiksins varðar enda lán Van Dijk heillengi eftir meiddur. VAR á einmitt að ryðja svona rugli úr leiknum og vernda leikmennina, ekki skera út úr um einhverna mm í rangstöðum.

  Línurnar sem notaðar eru til að réttlæta rangstöðu VVD og Mané eru svo enganvegin í samræmi og virka báðar eins og þeir hafi verið að reyna finna rangstöðuna. Engin að mótmæla því í tilviki Van Dijk en það gefur Pickford ekki leyfi til að ráðast á hann fyrir því. Þetta er ekki bara rautt, þetta á að vera meira en þriggja leikja bann. Mögulega þarf að lóga Pickford.

  Mané er svo bara ekki rangstæður. Þetta er bara rán á tveimur stigum. Það er vissulega VAR sem gefur teyminu tækifæri til að meta þetta eftirá en það er dómari á bak við þessa ákvörðun og hún er að öllu leiti afleit. Þessi dómari hefur áður verið tekinn úr VAR herberginu vegna mistaka, nú þarf einfaldlega að taka hann þaðan út varanlega. https://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-8042129/amp/VAR-David-Coote-omitted-Premier-League-matches-weekend.html?__twitter_impression=true&fbclid=IwAR3YwWmqDoUnpXH60NB0ZkeSrimK5SoV6wXopLBZVYFKw1Uls2BlIt5PBBQ

  Ég er fylgjandi VAR og vill hafa réttar ákvarðanir og ekki endalausa dómaraumræðu eftir leiki. Frekar þá uræðu um hvernig VAR breytti röngum dómi í réttan. Við erum að fá miklu hærra hlutfall réttra dóma núna… enn… með svona jólasveina að taka ákvarðanirnar fer maður að efast um að VAR sé til bóta.

  Maður fagnar marki í uppbótartíma, sér þetta endursýnt og hefur engar áhyggjur enda aldrei rangstaða og svo tveimur mínútum seinna dæmt af vegna þess nördinu í dómaraherberginu fannst skugginn af sóknarmanninum vera fyrir innan. Alveg galið dæmi.

  Tvö töpuð stig og allar líkur á að bæði Van Dijk og Thaigo verði frá í einhvern tíma eftir bitrar árásir sem eiga hvorugar heima á fótboltavellinum. Ekki í fyrsta skipti sem við sjáum slíkt í þessum leikjum, jafnan klappað upp af einhverjum enskum risaeðlum eftir leik sem finnst þetta ómissandi partur af nágrannaslagnum, sá leikur á að vera spilaður eftir einhverjum allt öðrum reglum en gilda vanalega.

  38
  • er sammála þér í grunninn, en í alvörunni 🙁 “Mögulega þarf að lóga Pickford.” common þú ert betri en þetta.
   Svo er bara spurningin hvort reglurnar séu ekki bara gallaðar með rangstöðuna og VAR, t.d. nú má ekki sá hluti líkamans sem er hulinn þessum venjulega fótboltatreyju vera fyrir innan. þetta breyttist frá seinustu leiktíð. Báðar þessar rangstöður hefðu verið onside á seinustu leiktíð Spurning hvort ekki hefði verið vitulegra að segja bara að lappirnar eða skórnir skipta máli, hafa ber í huga að dómararnir eru að fara eftir reglum, sem oft á tíðum virka skrýtnar.

   5
 7. Sæl og blessuð

  1. Count your blessings… í fyrra var VAR okkur hliðhollt (svona að mestu) núna liggur það á móti okkur. Á sínum tíma mörðum við lokamark gegn Everton, nú tók ógæfan frá okkur markið, í fyrra héldust lykilmenn heilir (að alisson frátöldum). Núna er allt í tómu veseni á þessu sviði. Mikið rosalega er ég glaður að við skyldum ná að landa þeim stóra þegar gæfan brosti við okkur!

  2. Allir tapa stigum… núna er allt opið og allt er í uppnámi. Manchestar liðin tvö eru ekki að heilla, Chelsea með hinn óþolandi þjálfara er dásamlega lélegt í öftustu línu, Everton ætti ekki að lafa áfram á þessari sigurgöngu. Það að missa stig núna þýðir ekki að liðið dregst óhjákvæmilega aftur úr yfirburðaandstæðingi.

  3. Við byggjum á breiddinni… nú verða lykilvaramenn að fara að standa upp og sýna sig og lykilaðalmenn (hósthóst Firmino) að fara að standa undir væntingum.

  7
  • 1. Var VAR okkur hliðhollt? Ég mann eftir nokkrum Salah vítaspyrnum sem maður vildi fá, ég mann eftir broti á Origi sem var gerði ekkert í og Man utd skoraði og ég mann líka eftir Firmino marki gegn Villa sem var dæmt rangstæða útaf handakrika(sem var jafn fáranlegt og markið í dag var tekið af okkur).

   14
   • Þegar Anakin Atkinson var að dæma leiki eða var í VAR búrinu í fyrra þá var þá fór illa eða munaði litlu að það færi illa han dæmdi þenna útileik á móti ManU t.d. og hann var alltaf og 12 maðurinn í hinu liðinu þegar hann var í VAR eða að dæma en það kom bara ekki að sök þar sem LFC er bara svo gott lið.

    YNWA.

   • Í fyrra hefðum við fengið fjórum stigum minna ef ekki hefði verið fyrir VAR.

 8. Miðað við allt, miðað við gæðahrun lykilmanna undanfarna mánuði, miðað við vörslu Adrían á 7undu mínútu uppbótartíma, þá tel ég að jafntefli gegn efsta liðinu séu góð úrslit.
  Leikurinn er framför frá síðsta deildarleik.
  Eins og glöggir menn muna spáði ég þessum leik jafntefli ef að Mané næði leiknum.
  Nú er að vona að Fabinho eða Matip stígi upp í meiðslum VVD, sem hefur kannski gott af hvíldinni.
  YNWA

  4
 9. Að öðru

  Ég ég einn um að vera að gefast upp á sjónvarpi símans?

  11
  • Merkilegt að maður sé dæmdur til að horfa á þetta ef maður vill sjá enska boltan. Eftir leik fannst mér öll umfjöllun snúast um hvernig Everton spiluðu þennan leik, lítið talað um Liverpool. Ég vil segja þessu upp og fá helst beint frá enskum þulum.

   3
 10. Það er áhyggjuefni að sjá hvað liðum og leikmönnum sem reyna að spila jákvæðan gæðafótbolta fá litla vernd. Hélt að VAR hefði m.a. verið ætlað að bæta úr því.

  Í öllu falli hefði ég viljað sjá miklu kröftugri viðbrögð frá okkar mönnum. Hendo vinalegur við félaga sinn í landsliðinu í staðin fyrir að hrauna yfir hann. Í svona tilvikum mætti Klopp taka á sig smá sekt og nota viðtölin eftir leik til að benda á leikmenn sem fremja líkamsárásir þegar dómarinn hefur stöðvað leik.

  Síðan er þetta orðinn þreyttur frasi með að VAR sé bara tækni og ekki hægt að kenna því um neitt. Virkjun kjarnorku er líka bara tækni sem átti að bjarga mörgu, en svo koma í ljós neikvæð áhrif og að menn eiga erfitt með að vinna ábyrgt með tækninni. Þetta var miklu betra í gamla daga!

  1
 11. Nú er ég ekki menntaður í læknisfræðum en hefði hann geta gengið óstuddur með slitið krossband?

  1
  • Já, en myndi haltra eins og hann gerði. Krossböndin 4 halda hnénu stöðugu og passa að lærleggurinn renni ekki framhjá sköflungsbeininu. Krossböndin eru 4 og ef eitt fer ætti að vera hægt að labba en maður finnur fyrir því að hnéð er ekki öruggt.

   3
   • Úff.

    Maður jafnar sig seint á svona rugli.

    Minnist þess varla að jafn óhæfur maður og þessi David Coote í VAR herberginu hafi komið nálægt fótboltaleik.

    Vandamálið er meiðsli Van Dijk. Óttast að hann verði lengi frá og það er bagalegt. MJÖG bagalegt.

    Svo vonar maður að þessi 2 stig sem við vorum rændir skipta ekki máli vor.

    Úff.

    1
   • Það er vel hugsanlegt að krossband sé slitið þótt hann hafi gengið af velli.
    Krossböndin eru reyndar tvö í hvoru hné, fremra krossband og aftara krossband.
    Það er oftast fremra krossbandið sem slitnar við íþróttaáverka.

    1
 12. Á maður að nenna þessu? Tvö VAR tilfelli gera þessar 90 mínútur að tímasóun. Í stað þess að njóta fótbolta þá sér maður líkamsárás látna óáreitta eftir að einhver ólukkans þverskurður upphandleggs er dæmdur rangstæður. Og svo til að bíta höfuðið af skömminni þá er fótboltatreyja dæmd rangstæð og sigurinn strokaður út.

  Það er ástæða fyrir að ég nenni ekki að horfa á skauta og dýfingar og fimleika. Þar er frábært afreksfólk í erfiðum íþróttum — en hvaða gaman er í því að spá meira í hvað dómararnir gera en íþróttamennirnir?

  Ef góður fótbolti væri eitthvað sem skipti EPL máli þá væru bæði Richarlisson og Pickford að fara í 5 leikja bann og sálfræðiaðstoð. Þetta voru sturlaðar tæklingar sem báðar stefndu tímabili/ferli í hættu–þó Pickford sínu verri. Eins værum við með rangstöðureglur sem virka ekki eins og leiðinlegur tölvuleikur. Það er þekkt í allri ákvörðunarfræði að upplýsingar sem eru ónákvæmar geta ekki verið grunnur að nákvæmum ákvörðunum, nema með túlkun. Þetta grín með línurnar er svona dæmi um sýndarnákvæmni. Línurnar eru ekki nákvæmar af því að það vantar nákvæmni í hvar þær eigi að vera — en við búum til einhverja þykistu um að það sé nákvæmt að bera þær saman. Svona álíka og gerðist á sundmótum í gamla daga þegar stoppúr voru notuð til að mæta sundtíma og allur gátu séð hver vann, en ónákvæmnin í þeim sem stoppaði úrið var slík að sá sem allir sáu að var í öðru sæti gat samt unnið.

  Og ég nenni ekki að nota frítíma minn og afslöppun til að sjá svona afbökun. Ég get alveg lifað við mannleg mistök. En ekki fyrirfram skipulagða vitleysu sem þykist vera eitthvað annað. Sjáum hvað gerist næstu vikur. En það er ótrúlegt að íþrótt með jafn fáar og einfaldar reglur geti ekki skilgreint hlutina. Það liggur við að það sé bara betra að láta flautukallinn sjá um þetta byggt á því sem allir sem hafa spilað fótbolta skilja: að bæði hendis og rangstöðureglunurnar eru þarna til að tryggja að leikurinn gangi fyrir sig með ákveðnum hætti — ekki til að gera það að einhverju aðalmáli í fótboltaleik.

  28
  • Sagði einhver að í fyrra hefði var verið okkur hliðhollt ? Jesúsminn, í hvaða sólkerfi býrð þú ? Ég er 100% sammála Einari Mattíasi hèrna. Er leyfilegt að jarða bara andstæðing ef Það er grunur um að hann sé rangstæður ?

   3
 13. Ég er bara að hugsa upphátt, hvað ef Pickford hefði gefið Virgil eitt hnefahögg. Hefði það aldrei verið rautt. Þetta var bara grólulaus tækling og hefði alveg verðskuldað rautt.

  7
 14. Liverpool byrjaði af krafti í þessum leik og sást greinilega að menn voru komnir til að sækja 3 stig. Enn þegar VVD fer útaf meiddur þá eðlilega brotnar leikur liðsins aðeins niður við það. Adrian er ekki alveg að gefa mikið sjálfstraust til varnarinnar með þessum tilþrifum sínum! Hefði maðurinn staðið uppréttur þá hefði 1 mark Everton mögulega bara farið í hausinn á honum ekkert mark! Nei segi svona! Enn VAR…

  Ég er nú bara komin á þann pólinn þegar menn lenda í svona tæklingum eins og VVD og Tiago Þá þarf meira enn 1-2-3 leikjabann….. Auðvita á að vernda leikmenn og tæklingar eins og Richarlison gerði er ekkert annað gróf líkamsáras fóturinn hátt upp… Dickford er jafnvel að krossbandaslíta VVD ef sögurnar reynast réttar spilar næsta leik.. Tiago jafnvel líka meiddur í hné eftir sína áras…Það sem ég vil fara að sjá er ef menn eru með glórulausar tæklingar þá er 3-6 mánaðbann Veit kannski öfgar enn er þetta öfgar ef menn hugsa sig 2 um að fara í tæklingar sem geta bundið endir á ferill leikmanna? Við höfum séð margar stjörnur í gegnum tíðinna meiðast útaf glórulausum tæklingum og ná aldrei sama styrk! Ég er samt ekki að segja að allir þurfi að fara í svona löng bönn. Slys og meiðsli eru partur af leiknum enn þegar kemur að tæklingum sem eru ávísun á margra mánaða endurhæfingu þá er allveg komin tími á að skoða refsingar fyrir það… Maður biður til guðs núna að hvorki Tiago né VVD séu alvarlega meiddir enn því miður þá er sagan ekki með Tiago þegar kemur að meiðslum :/ VVD var víst “meiðslapési” áður enn hann kom til okkar :/

  Enn alla vega eins og staðan er núna strákar þá held ég að Liverpool þurfi að sætta sig við það þetta tímabil er farið varðandi að verja titilinn! Kannski alveg eins gott að spila blúsandi sóknarbolta og bjóða upp á markaleiki núna fyrst Adrian – Gomez- Matip sjá um að Clean sheet er liðin tíð!

  3
  • Sammála þessu, menn eiga að fara í jafnlangt bann og maðurinn sem þeir meiða er frá keppni vegna meiðsla. Það myndi kannski stoppa þessar árásir. Það voru tvær “career ending” tæklingar í dag og þetta á að skoða líka eftir leiki ef ekki er refsað fyrir þetta inn á vellinum.

   4
  • Vá djöfull ertu bjarsýnn vinur! bara búinn að henda handklæðinu og titilvörnin bara búinn.
   Nei LFC er að fara verja titilinn Klopp gefst ekki svona auðveldlega upp.
   Þú hlýtur að vera ManU aðdáandi með þráhyggju um LFC fari að ganga illa.

   YNWA.

   3
   • Tja VVD meiddur allt tímabilið.. Alison meiddur í 5 vikur í viðbót….. Laporte var meiddur síðasta tímabil myndi segja við munum upplifa sama og gerðist hjá City í fyrra.. Ströggl og meira Ströggl þegar kemur að varnaleiknum!

 15. Langaði að skrifa heila ritgerð eftir þennan leik en menn hér inni og víðar hafa nokkurn veigin sagt það sem þarf að segja ..maður var eiginlega hálf orðlaus bæði af reiði og pirring en svo í raun bara hversu sorlglegir ensku dómarar eru meðað við hversu góðan bolta er verið að spila í ensku.

  Get ekki álasað bara dómara leiksins samt því það var verk VAR dómara að láta vita að það hefði átt að skoða atvikið hjá VVD þegar að Pickford réðst á hann og reyndi að fótbrjóta hann.

  Atvikið þegar Richarlson reyndi að fótbrjóta Thiago þá dæmdi hann réttilega beint rautt spjald og Richarlson er búinn að biðja Thiago afsökunar sem er klárlega betra en ekkert en maður er óbragð í munninum eftir þetta.
  Er planið hjá Everton í alvöurni að slasa leikmenn Liverpool afþví þeir vita þeir hafa ekki sömu gæði eða eru þeir bara með svona mikla minnimáttarkend? allavega ég vona að alvöru stuðningsmenn Everton fordæmi svona hegðun þetta á ekki skylt við knattspyrnu að haga sér svona þetta var til skammar frá Everton leikmönnum og VAR dómurum sem voru með skituna uppá hnakka frá A-Ö

  Rant out !

  6
 16. Úff.

  Maður jafnar sig seint á svona rugli.

  Minnist þess varla að jafn óhæfur maður og þessi David Coote í VAR herberginu hafi komið nálægt fótboltaleik.

  Vandamálið er meiðsli Van Dijk. Óttast að hann verði lengi frá og það er bagalegt. MJÖG bagalegt.

  Svo vonar maður að þessi 2 stig sem við vorum rændir skipta ekki máli vor.

  Úff.

  1
 17. Myndi vilja sjá knattspyrnusambandið taka upp mál VVD og dæma Pickford í bann. VAR dómarinn á ekki að koma nálægt myndbandsdómgæslu í bráð.

  Það hlaut að koma að því að Liverpool myndi missa mann í alvarleg meiðsli í leik gegn Everton. Það virðist vera mission hjá þessu bitter blue liði að mæta til leiks gegn Liverpool og slasa leikmenn með óþverra brögðum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Richarlinson fer í svona tæklingar í nágrannaslag.

  Núna bíður maður fregna af meiðslum VVD. Það er alveg ljóst að við erum að horfa á gjörbreytta sviðsmynd af þessu tímabili ef hann er að fara vera frá í 8-9 mán.

  2
 18. Er algjölega ósammála því að menn eigi aðað fara í jafn langt bann og endurhæfing tekur eftir fauta tæklingar .þeir eiga að vera í banni 3leiki eftir að leikmaðurinn er settur á leikskírslu

  2
  • Ef við skoðum sögunna aðeins í Enska Boltanum í gegnum tíðinna.. Suarez fékk bann fyrir rasísk ummæli hvort er alvarlegra brot á leikmanni? 2 fótatæking sem endar með meiðslum í X langan tíma Evra særður andlega eftir leik fyrir að vera kallaður negro?. Suarez bítur í Leikmann fær hvað 10 leikja bann Hvort er alvarlegra brot 2 fóta tækling eða bíta í leikmann? Reyndar myndi ég ekki vilja að leikmaður myndi bíta mig enn engu að síður lendi engin af þessum 3 leikmönnum hans inn á spítala í myndatöku og x langan tíma frá. Eric Cantona gerði hlið fræga Spark í áhorfenda fékk réttilega dæmt 8 mánaða bann frá því Engin Leikmaður meiddist í því hvort er alvarlegra þetta spark á sínum tíma eða Richarlison tækling sem hann hefur áður gert? Meira segja Rio Ferdinand gleymdi lyfjaprófi 8 mánaða bann minnir mig… Það væri hægt að vera með útfærslur á þessu banni. Til dæmis ef þú gerir þetta í fyrsta skipti þá missiru 6-8 leiki ef þú er ávís um að gera aftur glórulausa tæklingu þá fer bannið í 12-14 leiki. ef þetta ætti ekki að koma vitinu fyrir þér að glórulausar tæklingar hafa áhrif á framtíðinna. 3 skiptið á ferlinum er kannski 18-20 leiki. Viljum við virkilega að glórulausar tæklingar séu partur af leiknum og menn eiga í hættu að meiðast útaf því þetta hefur verið partur af leiknum hingað til. Af hverju mætti ekki skoða útfærslu af svona refsingum til fegra þennan leik eins og VAR átti að gera en hefur ekki tekist hingað til

   7
   • Þu ert að grínast er það ekki?
    Tækling er hluti af leiknum, kynþáttafordómar og að bíta leikmann er það ekki.
    Er i sjokki að þu sert að reyna að bera þetta saman.
    Rífðu þig i gang

    6
   • Eru árasir partur af leiknum? Má pickford gera svona aftur og aftur? ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þetta… Afleiðinginn… VVD Frá allt tímabilið? Hvort er alvarlegra VVD FRá heillt tímabil eða Evra særður andlega í miðjum leik? Menn hljóta vilja sjá einhverjar breytingar sem vernda leikmenn… Kannski er FA Allveg drullusama að ein stærsta stjarnan sem þeir hafa var meiðast í heillt ár… Góð auglýsing fyrir þá að deildinn sé gróf…. Meina Við getum auglýst ef leikmaður brýtur á þér þá hefuru rétt á að gera eins og Roy Keane….. Hefna þín þannig þú endar ferill á leikmanni… just sayin!

   • Við vörðum van djik fram i rauðann dauðann þegar hann tæklaði napoli gæjann næstum i hnéhæð, svokölluð career ending tækkling.
    Það fer enginn leikmaður inná völlinn með það i huga að ætla að meiða leikmenn

 19. Ég hef þungar áhyggjur af Van Dijk. Veturinn verður laaaangur og strangur ef hans nýtur ekki við.

  2
 20. óþarfi að mála skrattann á veginn strax. Fyrstu fréttir sögðu mögulega 7-8 mánuði,, ekki 8-9. En það er ekki komin staðfesting á sliti á krossbandi. Miðað við að hann gekk af leikvelli þá er möguleiki að krossbandið sé einungis skaddað en ekki slitið. Ef svo er gætum við verið að tala um mun styttri tíma. Maður heldur í þá von þangað til annað kemur í ljós.

  4
  • Það er í sjálfu sér engin vísbending fólgin í því að hann staulaðist af velli. Það er allur gangur á því hvernig slitið krossband hittir menn fyrir. Sumir geta ekki gengið, aðrir geta lifað eðlilegu lífi og jafnvel iðkað íþróttir.
   Ég hef reynslu af því að slíta fremra krossband í fótbolta. Ég staulaðist útí bíl og keyrði heim. Staulaðist í vinnu daginn eftir.

   3
 21. Eftir því sem líður lengra frá leiknum þá verður maður reiðari með allt heila klabbið.

  Það að VVD, Allison, Thiago og fleiri séu meiddir er auðvitað martröð. Núna er bara að vona að þetta verði ekki langur tími. En mikið rosalega þarf að fara í þessi VAR-mál. Ég vona virkilega að Liverpool muni fara alla leið með þessi atvik. Ekki bara út af þessum leik heldur einnig til að tekið verið skýrar á þessu.

  7
 22. Verð bara meira og meira pirraður eftir því sem lengra líður frá leiknum,
  Hugsa að ég gefi enska boltanum frí í smá tíma.
  VAR er ekki notað rétt að mínu mati.
  A meðan svo er er VAR a leiðinni að eyðileggja boltann
  Og svo vantar alveg áhorfendur.

  4
 23. Sá sem ber ábyrgð á dómgæslunni að lokum er Micael Oliver. Hann þarf ekki að fara í blindi eftir einhverjum snillingi í VAR herberginu, … Oliver getur farið að hliðarlínunni og séð svona atvik sjálfur og þá tekið ákvörðunina í framhaldinu. Það að taka af sigurmark á lokamínútu á svona órangstöðu er glæpsamlegt.
  Hitt er, þeir segja að það að VVD sé rangstæður núlli út það sem eftir er er líka eitthvað sem ég skil ekki. Ef sú röksemd heldur, má þá ganga um og afhausa leikmenn ? Svona í alvöru.

  En nei, skúrkur dagsins er dómarinn, Micael Oliver. Ég held að hann þurfi að fara í djúpa skoðun á sjálfum sér, ef hann vill láta bera einhverja virðingu fyrir sér.

  3
 24. Furðulegt samt, eins ógerðsleg og þessi dómgæsla var, þá er ég enn meira pirraður úr í Pickford og Richarlison.

  Ljósi punkturinn er samt sá að uppáhaldið okkar hann Firmino er enn heill. Svo lengi sem hann er inná vellinum hef ég ekki áhyggjur.

  2

Liðsuppstilling í grannaslagnum á Guttagarði

Van Dijk líklega frá út tímabilið