Gullkastið – WTF

Liverpool gerði hressilega í buxan sín á Villa Park.
Varaliðið féll með sæmilegri sæmd úr deildarbikarnum
Leikmannaglugganum lokaði
Meiðsli og Covid smit lykilmanna
Dregið í Meistaradeildinni
Galið landsleikjahlé
Þétt dagskrá og langt síðan Liverpool átti svona slæma viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 305

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

4 Comments

 1. Sammála ykkur. Fínt að fá alvöru skell því þá verður farið betur í saumana á því að bæta og laga.

  Það verður mjög spennandi að sjá hvað verður gert á næstu vikum. Núna ætla neverton svo sannarlega að vinna okkur, í fyrsta skiptið, í 20 ár eða svo.

  Hvernig var hægt að sleppa þessu víti á móti AV? Blindi frændi minn sá það og ekki sér hann nú vel!

  6
 2. Takk fyrir þetta strákar. Finnst þó að menn megi spara örlítið stóru orðin sem eru í nokkrum aftökustíl. Vissulega áttu okkar menn ekki sinn besta dag en sennilega hitti lið AV á þannig dag að þeir hefðu unnið hvern sem er. Stundum er það bara svona. Vangaveltur eru fjölmargar….
  …áhrif covid og þá ekki síst andlega á liðið.
  …er liðið okkar ekki eins gott og við höldum.
  ….Adrian!?
  ….mikilvægi Henderson, of eða van.
  …einhver er brotalömin varnarlega þegar andstæðingurinn fær þennan helling af færum, og það í fleiri leikjum en gegn AV.
  …etv áhugaleysi eða kæruleysi í haust hjá VvD og jafnvel Gini.
  …meiðslapésarnir eru annaðhvort úr leik eða koma ekki í fullu standi til baka.
  …er Klopp með einhver tromp upp í erminni eftir þennan leik.
  …landsleikjahlé!!!!!!, æ, æ. Er nú ekki áhættan nægjanleg við að spila innan Englands svo ekki sé verið að auka hana með að flækjast með leikmenn landa í milli. Bókstaflega galið.

  4
 3. Ég verð að vera ósammála því að það sé langt síðan Liverpool hefur átt svo slæma viku. Það er miklu betra að tapa einum leik stórt en fleiri leikjum með litlum mun. Um mánaðarmótin febrúar-mars tapaði Liverpool taplausa run-inu sínu í deildinni, féll út úr FA Cup og Meistaradeildinni á rétt rúmri viku. Í mínum bókum er það talsvert verra en eitt slæmt tap í deildarleik.

  2

Shaqiri með Covid-19

Jurgen Klopp í fimm ár