Heimsókn til Aston Villa á sunnudag

Á sunnudaginn skreppur Jurgen Klopp með lið sitt til Birmingham þar sem Liverpool heimsækir Aston Villa í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé.

Undanfarnir dagar hafa verið áhrifamiklir hjá Liverpool en tveir leikmenn liðsins, Thiago og Sadio Mane, hafa greinst með Covid-19 og verið skipaðir í einangrun frá liðinu á meðan þeir jafna sig af því. Á fimmtudag datt Liverpool svo út úr deildarbikarnum eftir tap gegn Arsenal í vítaspyrnukeppni.

Aston Villa hafa byrjað deildina á tveimur sigrum í sínum fyrstu tveimur leikjum og virkar ögn öðruvísi bragur á þeim frá því í fyrra. Þeir hafa bætt við sig fínum leikmönnum eins og Ross Barkley, Bertrand Traore, Ollie Watkins og Matty Cash svo einhverjir séu nefndir og hafa haldið sínum bestu leikmönnum frá því í fyrra. Þeir hafa unnið frekar glatað lið Fulham og bitlausa Sheffield United í þessum tveimur leikjum sem þeir hafa spilað.

Jordan Henderson er að koma til baka úr meiðslum sínum en óvíst er hvernig staðan verður á honum fyrir þennan leik en hann var valinn í landsliðshóp Englands svo líklega er hann alveg að detta í gang aftur. Það verður enginn Thiago né Mane í leiknum, Tsimikas er enn frá líkt og þeir Chamberlain og Matip. Shaqiri virðist nálægt því að yfirgefa Liverpool og verður líklegast ekki í hópnum en hann var ekki með í bikarleiknum líkt og Rhian Brewster sem er farinn til Sheffield United.

Ég held að Klopp komi ekki til með að spila á einhverju mjög óvæntu byrjunarliði. Ég held að Diogo Jota verði í fyrsta skiptið í byrjunarliðinu í deildinni og tekur sæti Mane sem nokkuð like for like breyting. Annað held ég að verði nokkuð augljóst.

Alisson

TAA – Gomez – VVD – Robertson

Keita – Fabinho – Wijnaldum

Salah – Firmino – Jota

Fabinho verður á miðjunni með þeim Keita og Wijnaldum. Jota kemur inn í framlínuna með Firmino og Salah. Takumi Minamino hefur komið vel inn í liðið á leiktíðinni og var líflegur í bikarleiknum en mér þætti óvænt ef hann eða Curtis Jones myndu byrja inn á í þessum leik í stað Mane.

Aston Villa gætu gefið Liverpool erfiðan leik líkt og þeir gerðu í fyrra þegar Liverpool vann þá á útivelli með tveimur mörkum í blálok leiksins eftir að hafa lent undir en ég ætla þó að telja þetta sem ákveðinn skyldusigur fyrir Liverpool miðað við það sem við höfum séð frá liðinu undanfarnar leiktíðir.

11 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    1. Hendó má gjarnan byrja leikinn. Hann hefur eitthvert lag á félögunum.
    2. Jota er meiri happafengur en við gerðum okkur grein fyrir. Marksækinn leikmaður
    3. Verðum að vinna og halda áfram sigurgöngunni

    Það ber ekki á öðru

    kvS

    4
  2. Alisson sagður meiddur og hann mun missa af leiknum, vonandi ekki alvarleg meiðsl.

    2
  3. Er Alisson meiðslapési? Orðið þreytt. Ná í alvóru back-up keeper fyrir gluggalok.

    • bara morgundagurinn til stefnu. Stórefast um að það dugi til. Hins vegar má kaupa úr neðri deildum til 16. okt. Þar eru menn eins og Ben Foster og Jack Butland.

      Adrian stóð sig vel í deildarbikarnum, en liðið þarf að endurmeta varamarkmannsstöðuna ef Alisson ætlar að meiðast reglulega.

      Munum að hann var tæpur fyrir Arsenal leikinn.

  4. Sælir félagar

    Þakkir fyrir góða upphitun Ólafur Haukur. Þetta verður gríðar erfitt þar sem meiðsli lykilmanna munu hafa neikvæð áhrif á okkar menn. Thiago, Hendo, og Mané verða frá og það er mikil blóðtaka í gríðarsterku liði okkar manna.Spurning hvernig Diogo mun koma inn fyrir Mané og Adrian fyrir Alisson, einnig hvernig Keita stendur sig í dag á miðjunni. Ef þessir leikmenn skila því sem þarf ætti þetta að vinnast. Villa mun liggja aftarlega og beita skyndisóknum og fyrir því þurfa varnar- og miðjumenn að vera vakandi. Ef allt fer að vonum þá vinnst þessi leikur 1 – 3

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  5. Ég spái 0 – 4 fyrir LFC Joda með 2 stk Mo 1 stk og Van D 1 stk skalla úr horni.

    P.S eru þið að horfa á Man ToT já hér bara hvað það er gott hvað Óli og co eru með þetta eða þannig.

    YNWA.

    2

Mané líka með Covid19

Byrjunarliðið gegn Villa klárt: Engin Alisson, Jota byrjar