Mané líka með Covid19

Ekki góðar fréttir úr herbúðum Liverpool í dag, Sadio Mané er með Covid 19 og verður eðli málsins samkvæmt ekki með um helgina gegn Villa og eins er Everton leikurinn í óvissu eftir landsleikjahléið. Hann er með minniháttar einkenni skv. síðu klúbbsins. Thiago er auðvitað líka frá vegna Covid og því spurning hvort við fáum fréttir af fleiri smitum á næstu dögum.

Fer þetta ár ekki að verða búið?

11 Comments

  1. Hvað getum við sagt um þessa stöðu sem herjar yfir heiminn….menn eru að gera sitt besta, hvað það nær langt mun bara tíminn leiða í ljós…vonandi læknast þeir sem fá c19 veiruna Mane Thiago og allir þeir sem hana verða fyrir…..ef ég réði þá væru allir landsleikir og bikarkeppnir settar af þetta árið í það mynnsta….

    14
    • Það er fullkomlega galið að senda leikmenn út um allann heim í landsleikjaverkefni, nógu mikið basl er að halda þessu í skefjum innanlands og i þeirri búbblu sem deildarkeppnirnar eru.

      28
      • Sammála. Auðvitað á að bíða með landsleikjabaslið núna. Bara algjört rulg og rgul.

        2
  2. Mané með kvef. Eina slæma við það er að yfirvöld banna honum að spila. Væri í raun hentugast ef allir leikmenn deildarinnar fá kvef, þá er hægt að spila þrátt fyrir að menn séu með 37,6° hita í stað 37,0°

    2
    • Sindri þú áttar þig kannski ekki á því að þetta svokallaða kvef er að drepa annsi marga í heiminum, þetta er ekkert grín(ef menn vilja sjá alvöru grín þá mæli ég með fóstbræðum eða Trump)
      Það sem meira er þetta snýst ekki bara um leikmennina sjálfa sem eru toppíþróttamenn og eru líklegri til fá lítil einkenni og jafna sig fyrr heldur snýst þetta um allt fólkið sem umgengst þá sem gætu verið í áhættu hópum.

      Það er því miður ekkert í stöðunni fyrir Thiago og Mane en að bíða þetta af sér og koma svo vonandi sterkir tilbaka.

      19
      • Sigurður Einar ég átta mig á því. Hin hefðbundnu haustkvef drepa jafnmarga eða fleiri paranoiu sjúklingurinn þinn. Og þegar að þið fasistarnir skellið öllu í lás á mánudaginn munu hrannast upp sjálfsvígin og heimilisofbeldi eykst til muna.
        Og ef þú vilt horfa á grín horfiru á Joe Biden, ekki Trump, þó Trump sé hnittinn.

  3. Yess ekki samt Mané ! Hitt L liðið er að hjálpa okkur ha ha ha.

    YNWA.

    4
  4. Djufull voru Leeds skemmtilegir á móti City virkilega gott lið það verður bara segjast.

    9
  5. vel gert Leeds.

    Er kannski eitthvað annað lið en City að fara að elta okkur?

    Sigur á morgun og City eru 7 stigum á eftir okkur og mótið varla byrjað.

    Þess utan þá eru Liverpool búnir með mun erfiðari leiki.

    5
    • Þetta fer að verða eins og í gamla daga þegar bestu liðin á Englandi voru Liverpool og Everton.

      4
  6. Verulega slæmt að missa einn okkar besta mann út og svo Thiago sem einnig er frábær.
    Algjörlega sammála með landsleikina, fluta þá af og það strax og hugsa bara um þá á næsta ári og ekki taka óþarfa sénsa í þessu ástandi. Jafnvel spurning með Evrópukeppnirnar sem eru að skella á.
    Rosalega er maður ánægður með Leeds liðið. Staðan í deildinni athyglisverð eins og er, 3 stigum á eftir Everton, jafnt Leicester, + 3 stig á Arsenal, + 5 stig á Spurs, +5 stig á MC og + 6 stig á MU. Auðvitað er lítið búið og nokkrir leikir segja ekkert á löngu tímabili.

    5

Liverpool 4-5 Arsenal (eftir vítaspyrnukeppni)

Heimsókn til Aston Villa á sunnudag