Liðið gegn Arsenal (aftur)

Þá er klárt hvernig liðið lítur út núna kl. 18:45 gegn Arsenal. Nokkur atriði sem koma á óvart, en svona lítur þetta út:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Fabinho, Wijnaldum, Robertson, Origi, Elliott

Helst kemur kannski á óvart að van Dijk og Salah séu báðir inná. Eins kemur pínku á óvart að sjá Harry Wilson fá sénsinn í byrjunarliði, ekki það að það kemur undirrituðum þægilega á óvart. Verður gaman að sjá hann pluma sig með aðalliðinu í þetta eina sinn (a.m.k.), held hann hafi alveg átt það inni. Það er engin svakaleg sóknarógn sem kemur af bekknum, en þó eru Origi og Elliott tilbúnir að koma inná. Meiðslin hjá Shaqiri frá síðustu helgi eru greinilega að stoppa hann meira en við vildum því hann er hvergi sjáanlegur, og eins er Billy Koumetio líklega ekki tilbúinn enn, Rhys Williams fær því leik nr. 2 með aðalliðinu. Þá fær Diogo Jota sinn fyrsta byrjunarliðsleik, og verður mjög gaman að fylgjast með stráknum.

N.b. þá getur meira en verið að planið sé að vera meira í 4-2-3-1, þá með Wilson og Jota sitt hvoru megin, Minamino í holunni og Salah frammi. Kemur bara í ljós þegar leikur hefst.

Ekki fékk Rúnar séns í markinu hjá Arsenal í þetta skiptið, en hann er aftur á bekk.

KOMA SVO!!!

13 Comments

  1. Wilson á góðan leik og bætir 2 milljónum við kaupverðið. Tippa á 2-1 Minamino og Wilson

    1
  2. Hrikalegt klúður hjá Minamino. Grjuic besti maður fyrri hálflleiks.

    4
    • Jæja ég hef nú alltaf verið team Origi en ég held nú bara að það sé kominn tími á þennan letihaug.. hvernig er ekki hægt að nenna taka víti?

  3. Frekar svekkjandi tap. Vantaði seiglu byrjunarliðsins til að knyja fram sigur í lokin. Fengum aragrúa af færum og því pirrandi að hafa ekki sett boltann í netið. Mér fannst við mun betri en Arsenal á flestum sviðum leiksins. Persónulega fanst mér Grujik besti maður vallarins, raunar það góður að ég tel hann eiga fullt erindi til að spila fyrir Liverpool í úrvaldsdeildinni.

    3

Meistaradeildar dráttur í beinni

Liverpool 4-5 Arsenal (eftir vítaspyrnukeppni)