Gullkastið – Hið raunverulega Liverpool

Arteta og félgar fengu heldur betur að sjá hið raunverulega Liverpool á Anfield á mánudagskvöldið, ekki hálfþunna meistara eða undirbúningstímabilsleik. Hrikalega flottur leikur hjá okkar mönnum sem vonandi setur tóninn fyrir tímabilið. Dómaravesen, leikmannapælingar o.fl. Það er svo deildarbikarleikur næst gegn sama mótherja áður Liverpool fer á Villa Park

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 304

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

5 Comments

 1. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Magnús ræðst á Gomez. Öllu svæsnari var árásin í fyrra þar sem hann bókstaflega afskrifaði leikmanninn. Í kjölfarið fylgdi að mig minnir 11 leikja hryna þar sem liðið hélt hreinu. Vonandi verður það eitthvað svipað núna.

  1
  • Ha? Var einhver okkar að afskrifa Gomez í þessum þætti (eða öðrum)?

   Það er btw stigsmunur á því að gagnrýna frammistöður og afskrifa og/eða ráðast á leikmenn. Fyrir þennan leik var t.a.m. almenn umræða um að Gomez færi ekki endilega beint í liðið aftur vegna frammistöðu Fabinho. Jákvætt vandamál en frekar skrítin umræða í ljósi frammistöðu Gomez undanfarin ár hjá Liverpool.

   7
   • Vissulega er ég óþarflega langrækinn en jú um mitt tímabil í fyrra hjólaði Maggi eftirminnilega í Gomez í einu hlaðvarpinu og sagðist ekki hafa nokkra trú á honum. Sem var kannski sérstaklega eftirminnilegt því að næstu leiki á eftir átti Gomez hvern stórleikinn á fætur öðrum.

    En vissulega er enginn hafinn yfir sanngjarna gagnrýni. Eðlilega voru einhverjir á því að Fabinho væri mögulega að spila Gomez út úr liðinu eftir Chelsea leikinn.

    2
 2. Flott Gullkast, tökum Aston Villa. B liðið afgreiðir vonandi sitt prógramm, erum með flotta breidd. Það verður gaman að sjá Jota fá heilan leik, hann kom flottur inn á móti Arsenal fannst mér.

  Varðandi Gomes þá finnst mér hann flottur, á þó til feila í t.a.m. staðsetningum við og við. Vonandi fer Matip að haldast heill svo það verði samkeppni.

  Fabinho flott cover í miðvörð í meiðslum en hann er must á miðjuna, sérstaklega á móti sterkari liðum deildarinnar.

  3
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir skemmtilegan þátt og fínar umræður. Sammála Steina um frábæran leik Gomes gegn Arsenal og ég heyrði ekki betur en Maggi tæki undir það. Ég ætla henda í spá svona að gamni eins og kop-aranir. Mín spá Liverpool 4 – Arsenal 2 og A. Villa 1 – 3 Liverpool.

  Það er nú þannig

  YNWA

  2

Thiago í einangrun

Upphitun: Arsenal á Anfield (aftur)