Liðið gegn Arsenal – Alisson byrjar

Í gær og í dag var talað um að þeir Alisson og Thiago gætu misst af leiknum sem hefst eftir tæplega klukkutíma þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield í fyrra skiptið þessa vikuna. Báðir leikmenn áttu að fara í einhver smá fitness test fyrir leikinn og er greinilegt að Alisson er í nægilega góðu standi til að spila leikinn og byrjar í markinu en það er enginn Thiago eða Jordan Henderson í leikmannahópnum.

Annars er ekki mikið óvænt í byrjunarliðinu í kvöld og lítur það svona út:

Alisson

TAA – Gomez – VVD – Robertson

Keita – Fabinho – Wijnaldum

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Adrian, Neco Williams, Milner, Minamino, Jota, Origi, Jones

Minamino og Jones áttu stórleik gegn Lincoln og skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og byrja á bekknum í dag ásamt Origi sem einnig skoraði í þeim leik. Milner var eitthvað tæpur í kringum þann leik en er aftur mættur í hóp ásamt Joe Gomez sem hefur verið frá undanfarið.

Shaqiri, Grujic og Tsimikas voru á meðal þeirra sem áttu mjög góðan leik í miðri viku en eru ekki með sæti í liðinu í kvöld.

Það er svekkjandi að það sé enginn Henderson eða Thiago í hópnum í kvöld en engu að síður getur Liverpool stillt upp ansi sterku byrjunarliði og það er ansi langt síðan maður hefur séð jafn mikið af góðum sóknarmönnum á bekknum hjá Liverpool. Sjáum hvað setur í kvöld.

19 Comments

  1. Slæmt að missa tiago og hendo drífur liðið alltaf áfram, vantar kannski pínu leiðtoga á miðjuna í þeirra fjarveru. Flott lið engu að síður enda breiddin orðin góð.

    Tökum þetta af öryggi 2-0.

    4
    • Já, takk! Mun verða gríðarlega happý með þá niðurstöðu.

      1
  2. Akkurat það sem eg var hræddur um.
    Thiago er buinn að spila 1 leik og er strax meiddur, hann er meiðslapési og óliklegt að það breytist ur þessu

    4
  3. Sæl og blessuð.

    Ef Keita sýnir okkur ekki núna hvað í honum býr þá má hann mín vegna fara á sölulista. Gaurinn verður að rísa undir væntingum!

    Annars er ég bjartsýnn: 3-0. Öll mörkin skoruð í seinni hálfleik. Salah og Mané með hvort og svo fáum við eitt made in Japan í blálokin.

    3
    • en hvað fær þig annars til að ráðast á þennan frábæra leikmann og stilla honum upp við vegg? Heilt yfir hefur hann verið mjög góður allt þetta ár og Klopp mikið búinn að hrósa honum. En líklega veistu betur er þjóðverjinn snjalli.

      4
    • Keita var slappur í þessum leik. Aldrei meira en hálfvolgur og ógnaði ekkert. Mér fannst Wijnaldum setja í hærri gír um leið og Keita fór út af.

      1
  4. Kemur í ljós í þessum leik hvort Arteta sé kryptónít fyrir Klopp eða ekki. Mín spá er að svo verði ekki – við löndum sigri 2-1 og Arsenal-grýlan dauð í fæðingu.

    3
  5. Lélegt mark að fá á sig. Annað skiptið á tímabilinu þar sem varnarmaður úr okkar röðum leggur upp mark fyrir mótherjann.
    Mané bjargar okkur fljótlega með sínu öðru marki.
    2-1 lokatölur.

    2
  6. Þetta lið okkar er rosalegt! Þvílík unun að horfa á þessa samvinnu!

    5
    • Lacasettið stór hættulegt en Alison frábær Settið reyndar rangstæður í fyrra atvikinu en engu að síður flott save hjá Alison

      1
  7. Ætla að breyta spá minni síðan fyrir leik. Held núna að verðum 2-1 yfir í hálfleik, veit svo allt um þap hvað gerist í seinni en vil ekki eyðileggja spennuna fyrir ykkur.

    3
  8. DJö… Líst mér vel á Jota. Flottur leikur. Mane sturlað góður og Allison magnaður líka.

    3
  9. Mané var á levelinu sturlun í þessum leik og þvílík innkoma hjá Jota

    4

Upphitun: Arsenal á Anfield og Suðurlandsins eina von

Liverpool – Arsenal 3-1